Morgunblaðið - 25.03.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.03.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ . . þegar laudimi opnar heimíli sitt“ Camma Proppé Litster á heimili sínu í London. Veist þú hvað það er að þurfa að leita læknishjálpar erlend- is? Veistu hvemig tilfinningin er þegar við blasir ópersónulegt hót- el- eða mótelherbergi sem á að verða heimili þitt næstu dagana, jafnvel vikumar? Það er erfitt fyr- ir sjúklinginn — og næstum jafn erfitt fyrir aðstandanda, sem kannski er einn með í ferðinni. Þess vegna er það svo kærkomið þegar landi okkar opnar heimili sitt og býður gistingu. Camma er ein þeirra. Hún heitir reyndar Camilla Proppé og er næstyngsta barn hjónanna Áslaugar og Ólafs Proppé, sem lengst af var fram- kvæmdastjóri Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda. Hún kvæntist Edwin James Litster árið 1943 og tók þá upp eftimafn hans. Meðal Islendinganna sem gist hafa heimili hennar er hún bara kölluð Camma, enda finnst þeim þeir eiga svolítið í henni. Það var síðdegis þegar ég kom á heimili Cömmu í London. Við höfðum mælt okkur mót símleiðis og satt að segja var ekkert sem kom mér á óvart þegar hún tók á móti mér. Hún er alveg eins og lýst hafði verið: falleg, fínleg og vingjarnleg. Við áttum saman góða dagstund þar sem hún rakti fyrir mér hvað á daga hennar hefur drifið og upphafið að því að hún fór að leigja Islendingum herbergi. „Hér i London hef ég verið í fjörutíu af mínum rúmu sextíu árum — og kann ennþá að tala íslenskuna!" segir Camma. „Ég kynntist manninum mínum þegar Island var hernumið og við giftum okkur í Reykjavík árið 1942. Þá um vorið fluttum við til Liverpool þar sem við bjuggum í sex mánuði en þá var Edwin sendur til Ind- lands. Ég fór þá heim tii íslands Heimsókn til Cömmu Proppé Litster sem leigir herbergi í London því að sjálfsögðu mátti ég ekki fylgja honum — þetta var stríð.“ I þau þijú ár sem Camma dvaldi heima á Islandi starfaði hún hjá ameríska setuliðinu í Counter Int- elligence, á skrifstofunni við íþróttavöllinn „og yfirmaður minn var var hinn vinsæli Vestur-íslend- ingur, Valdimar Bjömsson sem margir þekkja. Með honum var gott að starfa og mér er alltaf hlýtt til Valdimars." Camma segist strax hafa aðlag- ast lífinu í Bretlandi „nema hvað stríðið setti svip sinn, eins og í formi fata- og matarskammta. Það sem mér fannst þó alverst til að byrja með var að þurfa að kynda í aminum ... Það var engin mið- stöð og maður skalf og ristaðist við eldinn til skiptis. En maður venst þessu og þetta er ábyggilega hollara en öll kyndingin!" Þau hjónin fluttu aftur til Eng- lands að loknu stríði og settust að í London. En hamingjan varð ekki löng. Árið 1959 þegar þau höfðu nýlokið við að festa kaup á íbúð varð Edwin bráðkvaddur og Camma stóð ein uppi með tvö böm, Stephen 9 ára og Shelagh fimm og hálfs árs. Starfaði hjá Harvey & Nichols í Knightsbridge „En það hvarflaði aldrei að mér að fara heim,“ segir Camma. „Ég fékk starf hjá versluninni Harvey og Nicholas í Knightsbridge sem er íslendingum að góðu kunn og þar starfaði ég fyrst á skrifstofu hálfan daginn. Síðar varð ég að- stoðarinnkaupastjóri fyrir sokka og leðurvörur. Þá fór ég í heils dágs starf og var bæði frammi í versluninni og á skrifstofunni." „Jú, það kom alltaf eitthvað af íslendingum þangað að versla," segir hún og spumingunni hvort þeir hafi ekki orðið hissa að sjá Islending við störf í þessari þekktu verslun svarar hún: „Ætli þeir hafi bara nokkuð þekkt mig?!“ Hjá Harvey Nichols starfaði Camma í tíu ár en var þá orðin þreytt á vegalengdinni milli heimilis og vinnustaðar: „Það var orðið stress- andi að fara á milli og við bættist að verslunin fór að hafa opið til klukkan sjö á miðvikudagskvöldum og alla laugardaga þannig að þetta var orðið of mikið starf frá tveim- ur börnum. Ég sagði þá upp og sótti um starf hjá British Steel Corporation sem var nálægt heim- ili minu. Þar starfaði ég á skrifstof- unni í tæp níu ár eða þangað til fyrirtækið gat ekki séð starfsfólk- inu fyrir atvinnu lengur og öllum var sagt upp. Þeir sáu vel um fólk- ið sitt á eftir,“ bætir hún við „og við fengum skaðbætur samkvæmt starfstíma og síðan laun í tvö ár.“ — Og þá fór hún að leigja út herbergi eða hvað? „Ég byijaði að vísu að leigja út herbergi ári eftir að maðurinn minn lést,“ segir hún. „Fyrst leigði ég námsfólki og einnig starfsfólki hjá Flugfélagi Islands og þá voru herbergin leigð út til margra mán- aða í senn. Það var síðan í árs- byijun 1983 að samvinna okkar séra Jóns A. Baldvinssonar sendi- ráðsprests hófst. Hann var þá nýkominn til London í þeirri þjón- ustu og hefur verið — og er — ómetanleg hjálp fyrir bæði sjúkl- inga og aðstandendur." Mikil aðsókn „Samstarf okkar séra Jóns kom eiginlega óvænt upp,“ segir hún brosandi. „Þannig var að til mín hringdi hjúkrunarkona sem hafði lokið sínu námi í Manchester og vissi að ég leigði út herbergi. Hún hafði sjálf verið hjá mér ásamt eiginmanni og ungum syni í tveggja vikna fríi fyrir nokkrum árum. í þetta skipti var hún að fara með konu á sjúkrahús í Lon- don og spurði hvort séra Jón væri ekki búin að hafa samband við mig. Upp frá því hófst samstarf okkar séra Jóns — og það hlóð utan á sig. Mér leiðist svo að muna ekki nafn þessarar stúku, en ég held hún starfi á Vífilsstöðum. Það væri mjög gaman að ná sambandi við hana. Kannski hún lesi þetta viðtal eða frétti af því,“ segir Camma vongóð. Camma hefur aldrei auglýst herbergin til leigu en segir fólk oftast frétta af sér gegnum sendi- ráðsprestinn „og svo spyrst þetta út manna á meðal". Aðspurð segir hún aðsóknina oft svo mikla að hún hafi þurft að vísa frá sér og greinilegt er að það á ekki við hana. Hún segist geta Nore Eyðni og æðahnútar Henki Hauge Karlsen (t.h.) ásamt veijanda sínum. eftir Kristínu Mörju Baldursdóttur Norðmenn eru ekkert ósvipaðir íslendingum að því leyti, að þeir álíta að þeir séu bestir, fallegastir, hraustastir og hreinastir. Því kom það illa við þá þegar heilbrigðis- ráðuneytið og hinir ýmsu læknar upplýstu þá, með hinum hrikaleg- ' ~Ustu tölum, um eyðnisjúkdóminn í landi þeirra. Venjulegir fjölskyldu- menn urðu nú hálfmóðursjúkir ef þeir slösuðust lítilsháttar, sáu smit- hættu í öllu og öllum og æptu því ef einhver kom með sprautu nálægt þeim á slysavarðstofunni. Neituðu grátandi blóðgjöf og þess háttar. „Þekking er besta vörnin gegn smiti," sagði félagsmálaráðherr- ann, Tove Strand Gerhardsen, 39 ára gömul ákveðin kona, sem spilar handbolta og fer í gufu á hvetjum degi og svo skáru Norðmenn upp - herör gegn eyðni. Vikan 9,—15. febrúar var kölluð eyðni-vika manna á meðal. Á hveij- um degi komu þættir bæði í útvarpi og sjónvarpi, sem fjölluðu um eyðni, fræðsluþættir, umræðuþættir, símaþættir, leiknar sjónvarpsmynd- ir og í dagblöðunum voru stöðugar fréttir varðandi sjúkdóminn, viðtöl ög svo auglýsingar frá heilbrigðis- ráðuneytinu, sem vöktu nú heldur betur athygli og fóru efiaust fyrir bijóstið á sumum. Þetta voru heil- síðuauglýsingar, risastórar myndir af fólki við hinar ýmsu aðstæður, og svo smátexti undir með upplýs- ingum um það hvernig sjúkdómur- inn smitast og hvað bæri að gera til að forðast smit.. Fyrsta daginn kom t.d. mynd af glæsikvendi sam- kvæmisklæddri og karlmanni, sem hallaði sér upp að bijósti hennar með vínstaup í hendinni, og textinn undir eitthvað á þessa leið: Áfengi eykur kynlífslöngunina, lítið fram- hjáhald getur orsakað lífshættuleg- an sjúkdóm bæði hjá þér og maka þínum. Hinir ólíklegustu karlmenn fengu roða í vangann þennan dag- inn. En kvenfólkið fékk að roðna nokkrum dögum seinna, því þá kom mynd af ungu pari í rúminu, stúlk- an var auðvitað ljóshærð og norræn en maðurinn dökkur, sennilega einn af þessum stórhættulegu ítölum eða Spánveijum, og textinn undir: Lítið ævintýri í sumarfríinu getur orsak- að eyðnismit. Svo fengu kynhverfir karlmenn auðvitað sinn skammt og yfirleitt var þetta orðið svo spenn- andi að maður beið í dyragættinni eftir blaðinu og hrifsaði það síðan úr höndum blaðburðardrengsins. Þessar myndir birtust í stærstu dagblöðum Noregs samtímis. En málið var nú ekki svona einfalt í fyrstu. Kristilega dagblaðið „Várt land“ neitaði að birta þessar auglýs- ingar frá heilbrigðisráðuneytinu, sagði að þær myndu koma illa við lesendur sína, auk þess sem inni- hald þeirra mundi ekki hafa þau áhrif, sem ætlast væri til, þ.e. að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Þeir létu því útbúa sérstakar auglýsing- ar fyrir sig þar sem myndin var af brosandi pari, konu og karli eða karli og karli, og textinn vísaði til kærleikans og tryggðarinnar. Læknir nokkur sagði þurrlega, að þeir gætu nú alveg eins haft þessar auglýsingar sínar á hebresku, þær hefðu engin áhrif á áhættuhópinn. Mörg dagblaðanna völdu þann kost- inn að birta báðar auglýsingarnar. í Noregi eru nú skráðir 500 ein- staklingar með vírusinn og 24 hafa þegar látist úr eyðni. En Stig Fro- lund, yfirlæknir við Ríkisspítalann, óttast að tala hinna smituðu sé miklu hærri, milli 25 til 50 þúsund. Margir hafa ekki hugmynd um að þeir séu smitaðir og þeir, sem vita það kannski, þora ekki fram í dags- ljósið. En þó hafa sumir hinna smituðu verið óhræddir og jafnvel krafist réttar síns opinberlega. A veitinga- staðnum Papillon í Fredrikstad vann ungur kynhverfur maður, að nafni Henki Hauge Karlsen, sem svo smitaðist af eyðni. Þegar eig- andi staðarins komst að því, rak hann Karlsen umsvifalaust en hinn síðarnefndi fór í mál og krafðist bæði starfs síns aftur svo og skaða- bóta. Fjölmiðlar og almenningur fylgdust grannt með þessum mála- ferlum, sem fóru fram við bæjar- dóminn í Sarpsborg, og blómabúðin við hliðina græddi á tá og fingri því margir höfðu samúð með unga manninum og sendu stöðugt blóm yfir í dómshúsið. En svo birtust niðurstöður dómsins, Karlsen fengi kr. 50 þús. norskar í skaðabætur, en vinnuna fengi hann ekki aftur. Þessi niðurstaða olli reiði meðal kynhverfra manna og samtök þeirra bentu mönnum á að fara leynt með sjúkdóm sinn ef hann væri fyrir hendi. En viðbrögð almennings segja alla söguna. Lengi töldu menn þetta refsingu drottins vegna ónáttúru- legrar kynhegðunar, en syndurun-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.