Morgunblaðið - 27.03.1987, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ
Á sjóstangaveiðum
með Elleman-Jensen
Ráðherrann hampar myndarlegum þorski. Morgunbi»aia/RAX
starf að standa í fæturna í velt-
ingnum. Sigurgeir ræsti því vélina
og renndi bátnum suður að Hafn-
arbergi og lét reka nokkum
veginn fyrir miðju bergi skammt
undan, en þar er dýpkandi sjór
og að mati Sigurgeirs nokkur von
til þess að næla í eitthvað af ufsa
ef þorskurinn gæfi sig ekki. Hér
var meira líf. Næstu klukkustund-
imar var ýmist látið reka undan
berginu eða að Sigurgeir færði
bátinn til ef hann ætlaði að reka
með veiðarfæri frænda vorra í
netatrossur. Og fískurinn var við.
Teistumar horfðu af athygli á
Danina draga alls 17 físka, en
allt í kring söfnuðust rituherskar-
ar í kekki yfír sjónum til að háma
í sig loðnu sem þama var á ferð
og sýndi sig á leitartækjum Sigur-
geirs, Elleman-Jensen var dugleg-
astur við fískdráttinn, krækti í 10
físka, átta þorska og einn ufsa
og einn karfa, en félagar hans
tveir sem enn stóðu við fengu 3
UTANRÍKISRÁÐHERRA
þeirra frænda okkar Dana,
Uffe Elleman-Jensen, er
sportmaður mikill og eitt af
hans áhugamálum er stang-
veiði. Þegar hann kom
hingað til lands fyrr í vik-
unni vildi hérlendur kollegi
hans, Matthías Á. Mathiesen,
athuga hvort eigi væri hægt
að gera ráðherranum danska
kleift að veiða eitthvað. Ekki
var um annað að ræða en
skak eða sjóstangaveiði. Bát-
ur var gerður klár frá
Höfnum, en kvöldið áður en
leggja átti upp, þriðjudags-
kvöldið, var veðurspáin þess
eðlis að ferðin hékk á blá-
þræði. Samt þótti ekki rétt
að aflýsa túrnum, heldur
mæta í Hafnir og sjá til.
Meðal þeirra sem mættu
voru blaðamaður og ljós-
myndari Morgunblaðsins.
Það þótti óhætt að sigla, ein-
hverra hluta vegna virtist vera
nokkuð skjól úti fyrir Höfnum í
þeirri átt sem ríkti. Leikmönnum
þótti eigi að síður nóg um, sjórinn
var úrillur, grár og úfínn. Menn
urðu að byija að stíga í ölduna
strax mni í höfninni. Á leiðinni
út tjáði Sigurgeir skipstjóri undir-
rituðum, að það væri kraftaverk
Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra íslands kveður hér starfs-
bróður sinn danska áður en lagt er úr höfn. Sjálfur ætlaði Matthías
með í veiðitúrinn, en varð að boða forföll á síðustu stundu.
ef hinir dönsku stangveiðikappar
fengju svo mikið sem einn þorsk,
„það er krökkt af loðnu í sjónum
héma, þorskurinn er saddur og
liggur á botninum". Ekki lyftist
brúnin við „bjartsýnisspá“ skip-
stjórans. Danimir vissu ekkert um
horfumar og meðan skipherrann
tjáði sig um þær við landa sína
um borð, horfðu hinir dönsku
gestir hugfangnir á hópa af æðar-
fugli °g straumönd forða sér
undan bátnum sem öslaði áleiðis
á miðin.
Þetta var stutt sigling, stað-
næmst var „undir skermunum"
eins og Sigurgeir kallaði miðin.
Utar var haugasjór og skip og
bátar sem höfðu verið þar fyrr
um morguninn höfðu forðað sér
nær landi. All lengi dorguðu Dan-
imir, ráðherrann Elleman Jensen,
sendiherrann Djurhuus, embætt-
ismaður og blaðamaður, án þess
að það væri svo mikið nartað í
agnið. Skipherrann endurtók
hrakspámar, en bót í máli var þó,
að enginn var orðinn sjóveikur.
Loks var rætt um að færa sig
til. Sendiherrann var búinn að
gefast upp og lái honum enginn,
kalt í veðri, engin veiði og fullt
Dansaðu
fyrir mig
Listdans
Kristín Bjamadóttir
Sýning íslenska dansflokksins á
verkinu Ég dansa við þig . . .
Höfundur dansa, búninga og leik-
myndar: Jochen Ulrich.
Stjórnandi uppfærslu: Sveinbjörg
Alexanders.
Tónlist: Samuelina Tahija.
Það er dansað og sungið dátt í Þjóð-
leikhúsinu þessa dagana. Á miðviku-
dagskvöld frumsýndi _ fslenski
dansflokkurinn ballettinn Ég dansa
við þig . . . eftir Jochen Ulrich. Upp-
haflegt nafn verksins er „Ich tanze
mit dir in den Himmel hinein" og ber
það nafn af gömlu dægurlagi, sem
hér á árum áður var lflca sungið á
íslandi undir nafninu Á hörpunnar
óma. Tónlistin við verkið er u.þ.b. 20
dægurlög frá 3. og 4. áratugnum sem
Samuelina Tahija hefur unnið úr og
fléttað saman. Og svo er dansað og
sungið af hjartans list.
Jochen Ulrich er ballettáhugafólki
hér á landi að góðu kunnur siðan hann
samdi ballettinn Blindisleik fyrir ís-
lenska dansflokkinn 1980. Þá var
Sveinbjörg Alexanders samstarfsmað-
ur hans við uppsetninguna, en hún er
stjómandi uppfærslunnar nú. Upphaf-
lega var „Ich tanze mit dir in den
Himmel hinein" samið til flutnings hjá
Tanz Forum í Köln og ætlað til sýn-
inga i sumarleikhúsi þar. í verkinu
átti hver einstakur dansari að fá að
njóta sín og dansamir vom sérstak-
lega samdir með persónuleika þeirra
í huga. Það er svo kúnst Jochens
Ulrichs að tengja þessa stöku dansa
saman þannig að þeir myndi eina heild.
Við uppsetninguna hér hefur döns-
unum verið breytt til þess að laga þá
að þörfum íslenska dansflokksins. Það
var góð hugmynd að velja verk til
flutnings þar sem allir dansaramir fá
eitthvað að gera og dansaramir
blómstra við að láta sjá til sín. Það
er reyndar löngu vitað að í íslenska
dansflokknum eru góðir dansarar.
Margar sýningar Dansflokksins á und-
anfömum árum hafa verið góðar. Þar
nægir að minnast á sýningamar á
síðasta ári, Stöðuga ferðalanga í vor
og verk Nönnu Ólafsdóttur og Hlífar
Svavarsdóttur nú í haust, enda hlaut
dansflokkurinn Menningarverðlaun
DV nú í vetur. Samt hefur gengið
hálferfíðlega að auka áhuga fólks á
sýningum dansflokksins og oft hafa
áhorfendur látið sig vanta. Ekki hefur
skort listrænan metnað, en stundum
hefur verkefnavalið e.t.v. verið einum
of alvöruþrungið til að draga að sér
nýja áhorfendur. Núna ættu þeir að
koma. Þessi sýning er létt og skemmti-
leg og ekki spilla tónlistarmennimir
Egill Olafsson og Jóhanna Linnet fyrir.
Tónlistin í sýningunni er nefnilega
ekkert aukaatriði, eins og stundum
vill verða í danssýningum. í leikskrá
er haft eftir Jochen Ulrich að verkið
sé hugsað sem samræða söngvara og
dansara. Lögin era mörg hver vel
þekkt og dægurlagatextamir eru
óhemjurómantískir sumir hverjir. Eins
og oft vill verða era tengsl textanna
við raunveraleikann lítil og Ulrich og
Tahija leika sér að því að draga fram
þversagnir sem i textunum felast,
bæði með dönsunum og útsetningu
tónlistar. Textamir era flestir á þýsku
eða ensku, en sumt er þýtt á íslensku.
Það hefði ekki sakað að fleira væri
þýtt. Egill Ólafsson er meistari í að
koma þessum fyndnu textum til skila
og söngur hans og Jóhönnu er að
mínu viti hreint frábær. Hlutur þeirra
í sýningunni er svo stór að það er
hálfgerð synd að fela þau aftast á
sviðinu, þau hefðu a.m.k. mátt fá pall
til að standa á til að sjást betur. Þeir
sem veigra sér við að fara og horfa á
ballett ættu bara að fara og hlusta.
Þeir gætu komist að því að dansinn
er góður líka!
Auk dansaranna í íslenska dans-
flokknum taka tveir erlendir gestir
þátt i sýningunni, Nýsjálendingurinn
Athol Farmer og Frakkinn Philippe
Talard. Þeir eru báðir dansarar við
flokk Jochens Ulrichs, Tanz Foram.
Báðir era þeir heimavanir í verkum
Ulrichs og leika sér að öllu sem þeir
gera. Ef eitthvert aðalhlutverk er í
sýningunni þá er það í höndum At-
hols Farmer. Kímnigáfa hans og
danslist eiga stærstan þátt í að gera
sýninguna að samstæðri heild; hann
sér um að tengja atriðin saman með
látbragði sínu. Sólóatriði hans við
negrasálmsútsetningu á titillaginu Ich
tanze mit dir . . . var ótrúlega magn-
að. Svona á að dansa. Söngur Egils
Ólafssonar í þessu atriði var líka stór-
kostlegur og mér persónulega fannst
þetta atriði hápunktur sýningarinnar.
Það er ( sjálfu sér ósanngjamt að
nefna eitt atriði öðra frekar. Kostur
þessa verks er einmitt sá að atriðin
era bæði mörg og fjölbreytt. Sum at-
riðin byggjast að mestu leyti á lát-
bragðsleik og þar er gert góðlátlegt
grín að tilveranni sem stundum er
heimfærð uppá þröngan heim dansar-
ans. Sum atriðin verða þó minnisstæð-
ari en önnur, sérstaklega hvað dansinn
sjálfan varðar. Ég get ekki stillt mig
um að nefna atriðið Wochenende und
Sonnenschein sem Katrín Hall og At-
hol Farmer dansa á mjög glettinn og
skemmtilegan hátt. Athol Farmer leik-
ur reyndar ýmsar listir í þessu verki