Morgunblaðið - 27.03.1987, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 27.03.1987, Qupperneq 64
XJöfóar til Xlfólksíöllum starfsgreinum! ÉBRUIIRBÓT -AFÖRYGGISASTÆÐUM Nýjungar í 70 ár FOSTUDAGUR 27. MARZ VERÐ I LAUSASOLU 50 KR. Albert yfirgefur D-listann framboð Borgaraflokks Einhugur á gey sifj ölmennum fundi Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna og á sunnudaginn er boðaður fundur í Flokksráði sjálfstæðis- manna, sem er æðsta valdastofn- un á milli landsfunda. Þá eru fundir boðaðir í öllum kjördæmum nú um helgina. í gærkvöldi var haldinn Qölmennur fundur trúnað- armanna Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, sem lýsti ein- dregnum stuðningi við formann flokksins. Sjá ennfremur forystugrein, frásögn af fulltrúaráðsfundi og viðtal við Albert Guð- mundsson á miðopnu og fréttir á bls. 2. 4 ALBERT Guðmundsson, fyrrverandi íðnaðarráðherra, sem skip- aði fyrsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík vegna alþingiskosninganna, dró nafn sitt til baka af listanum í gær. Er nú unnið að framboði á vegum Alberts undir merkjum Borgaraflokksins. Verður bann sjálfur i 1. sæti listans i Reykjavík, Guðmundur Ágústsson, héraðsdómslögmaður í 2. sæti og Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir i 3. sæti. Þá er ákveðið að Júlíus Sólnes skipi 1. sæti á lista Borgaraflokksins í Reykjaneskjördæmi. Borg- araflokkurinn stefnir að framboði í öllum kjördæmum landsins. Enginn listi flokksins hefur enn verið birtur. Fulltrúaráð sjálf- stæðisfélaganna ákvað á geysifjölmennum fundi í gærkvöldi, að ræra menn upp á lista Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík. Skipar Friðrik Sophusson, varaformaður flokksins, nú fyrsta sætið en Hannes H. Garðarsson, formaður málfundafélagsins Óðins, sett- ist í 16. sæti listans. Frá því Albert Guðmundsson sagði af sér embætti iðnaðarráð- herra á þriðjudag hefur verið rætt um framboð á hans vegum. Stuðn- ingsmenn Alberts hafa fengið listabókstafínn S skráðan hjá dómsmálaráðuneytinu í nafni Borgaraflokksins. í gær ritaði Albert Guðmundsson bréf til "^Sveins H. Skúlasonar, formanns Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, og fór þess á leit að nafn sitt yrði dregið til baka úr efsta sæti framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í Reylq'avík. Segir Albert í samtali við Morgunblaðið í dag, að hann hafí tekið ákvörðun um framboð sitt eftir ummæli, sem Þorsteinn Pálsson lét falla í samtali á Stöð 2 um að „ég skuli eftir kosningar vera áhrifalaus", eins og Albert orðar það. Þor- steinn Pálsson vísaði því á bug í ræðu á fundi Fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í gær, að starfs- svið Alberts í Sjálfstæðisflokknum ®*hefði verið þrengt vegna yfírlýs- inga sinna. Þorsteinn sagði ennfremur, að rökin fyrir fram- boði Aiberts í Reykjavík dygðu ekki fyrir framboði stuðnings- manna hans í öðrum kjördæmum. Á fundi Fulltrúaráðsins á Hótel Sögu í gærkvöldi, sem Birgir fsl. Gunnarsson, alþingismaður, sagði, að væri sá fjölmennasti, sem hann myndi eftir í þijátíu ár, kvaddi enginn sér hljóðs og tók máistað Alberts Guðmundssonar. Þar var samþykkt einum rómi til- laga, þar sem hafnað er með öllu fullyrðingum Alberts í bréfí hans, að Þorsteinn Pálsson hafí með einhveijum hætti haft í hótunum við Albert þess efnis, að hann mundi ekki geta rækt með eðlileg- um hætti skyldur sínar sem þingmaður Reykvíkinga. Lýsti fundurinn stuðningi við málsmeð- ferð Þorsteins Pálssonar og Sveins H. Skúlasonar, formanns Full- trúaráðsins. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon. Frá fundi Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Hótel Sögu í gærkvöldi. Birgir ísl. Gunnarsson, alþingis- maður, sagði, að fundurinn væri hinn fjölmennasti, sem hann myndi eftir á síðustu 30 árum. Verkföll og uppsagnir: Neyðarástand að skapast á spítölum og í heimahjúkrun Áður en Albert Guðmundsson tilkynnti afsögn sína af lista sjáif- staeðismanna, hitti hann Þorstein Pálsson á einkafundi. Borgaraflokkurinn opnaði kosningaskrifstofu í Reykjavík í gær. Að sögn talsmanna Sjálfstæðis- flokksins hringdu nokkrir tugir manna í skrifstofu hans í gær og báðu um að verða skráðir í flokk- inn. Miðstjóm Sjálfstæðisflokks- Jns kemur saman til fundar í dag VERKFALL háskólamenntaðra hjúkrunarf ræðinga hefur nú staðið á aðra viku og er áhrifa þess farið að gæta víða. Sjúkl- inga hefur þurft að senda heim af sjúkrahúsunum og að sögn Margrétar Þorvarðardóttur, framkvæmdastjóra heimahjúkr- unar við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, hefur það aukið nyög álagið á heimahjúkrun, sem nú annar ekki þörfinni. Fólk bíður eftir daglegri aðstoð sem ekki er unnt að veita. Sömu sögu er að segja á Seltjarnamesi. Á sjúkrahúsunum blasir við alvar- legt ástand vegna uppsagna sjúkraliða 1. aprfl. Kólesteról mest í íslenskum börnum ÍSLENSKAR stúlkur og piltar á aldrinum 7-19 ára hafa hæstu kólesterólgildi í blóðinu sem mælst hafa í heiminum. Kólester- ólgildi i fullorðnum einstakling- um er einnig töluvert hærra en það magn sem mældist í saman- burðarhóp Vestur-íslendinga, en þrátt fyrir það eru íslendingar ekki í hópi þeirra þjóða sem hafa hæstu dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma. Mælingar á kólesterólgildi f blóði voru gerðar í nýlegri samanburðar- rannsókn á íslendingum búsettum á Héraði og Vestur-íslendingum í Vatnabyggðum norður af Winnipeg. Viðamikil rannsókn fer nú fram á þessum hópum, að sögn dr. Jóhanns Axelssonar forstöðu- manns rannsóknarstofu Háskólans. Aðspurður hvort þessar niðurstöður gæfíi til kynna að kólesterólgildi í blóðinu væru ekki jafn hættuleg og menn hafa talið, svaraði Jóhann að líklegt væri að mikið kólesteról auki hættu á kransæðasjúkdómum, þó samhengið væri ekki jafn ein- falt og sumir hefðu talið. Hann segist vonast til að rannsóknimar leiði í ljós hvaða áhrif umhverfí og lifíiaðarhættir hafa á tilurð og þró- un sjúkdóma, þar sem þessir tveir hópar eru erfðafræðilega mjög líkir en hafa búið við mismunandi skil- yrði í um það bil öld. Sjá nánar namtal við Jóhann í C-hluta Morgunblaðsins á bls. 6 og 7. „Ástandið er mjög slæmt á mörg- um stöðum og það skapast algert neyðarástand ef til verkfalis sjúkra- liða kemur 1. apríl. Það verður ekki einu sinni hægt að sinna fólki sem ekki kemst fram úr rúmum og er svo til ósjálfbjarga. Þær fáu sem eftir verða reyna auðvitað að sinna því alnauðsynlegasta, það verður að stokka upp starfsemina á meðan þetta ástand varir, en það verður ekki helmingur starfsfólksins eftir, því sjúkraliðamir em í meirihluta hér. Þrátt fyrir að við séum með fullskipað lið núna, önnum við ekki því aukna álagi sem varð þegar byijað var að ioka deildum á Land- spítalanum," sagði Margrét Þor- varðardóttir, hjúkmnarforstjóri, í samtali við Morgunblaðið í gær. Á Seltjamamesi hefur ungbama- eftirlit og mæðraskoðanir raskast nú þegar vegna aukins álags í kjöl- far útskrifta sjúklinga á sjúkrahús- um. Ingibjörg Sigmundsdóttir, hjúkmnarforstjóri Heilsugæslu- stöðvar Seltjamamess, sagði að ekki hefði reynst unnt að sinna öll- um beiðnum sem borist hefðu og lagði áherslu á hversu alvarlegt ástandið yrði um mánaðamótin, ef ekkert yrði að gert. „Ekki aðeins kemur þá til verkfalls sjúkraliða, heidur ganga þá einnig í gildi upp- sagnir hjúkmnarfræðinga." Á Borgarspítalanum er farið að gera ráðstafanir til að mæta því ástandi sem skapast vegna upp- sagna, að sögn Margrétar Gústafs- dóttur, og verður að draga vemlega saman starfsemi á mörgum deildum sjúkrahússins. Tæplega 150 sjúkra- liðar hafa sagt upp störfum frá og með 1. apríl. Hún sagði að í dag yrðu lagðar tillögur fyrir stjóm sjúkrahússins um ráðstafanir og lokanir á deildum. Á Landspítalanum hefur verkfall háskólamenntaðra hjúkmnarfræð- inga staðiðsíðan 19. þessa mánaðar og af þeim sökum skapast mjög slæmt ástand, að sögn Vigdísar Magnúsdóttur, hjúkmnarforstjóra. Loka hefur þurft um 90 rúmum og senda sjúklinga heim af mörgum deildum. Uppsagnir bæði háskóla- menntaðra hjúkmnarfræðinga og sjúkraliða taka gildi 1. apríl, svo ástandið verður lang verst þar, ef fer sem horfír. Á Landakoti leggja um 100 sjúkraliðar niður störf um mánaða- mótin, ef til uppsagna kemur, að sögn Guðrúnar Marteinsson, hjúkr- unarforstjóra. Hún sagði að mikil samstaða væri meðal sjúkraliða á Landakoti, um 90% myndu leggja niður vinnu. Þar eins og á öðmm sjúkrahúsum verður að draga sam- an starfsemina. Sjá „Óskir um hlunnindi utan kjarasamninga“ á bls. 2.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.