Morgunblaðið - 27.03.1987, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 27.03.1987, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 13 Hvað verður um gömlu húsin í mið- bæ Reykjavíkur? Sérstaða Reykjavíkur eftirJúlíönu Gott- skálksdóttur og Nönnu Hermansson Þegar maður dvelst erlendis finnst manni alltaf gaman að fá fréttir af því sem er að gerast á íslandi. Oft verður maður bæði glaður og hissa á öllu því sem hægt er að gera í svona litlu þjóðfélagi. Þar virðist allt vera á uppleið. Mað- ur fréttir af heilum íbúðarhverfum, sem verða til á fáeinum árum í útjaðri Reykjavíkur, og nýjum mið- bæ með kaupvangstorgi, borgar- leikhúsi og bókasafni auk fjölda annarra bygginga sem allar hafa risið á síðustu árum. Slíkt heyrir til undantekninga í grannlöndum okkar. Þar verða engir nýir mið- bæir til sem gætu tekið við þeim þrýstingi sem er á gömlu bæjunum, en þar eru kröfur um nýjar bygg- ingar yfir stórar stofnanir og kaupvangstorg eigi að síður. Vand- inn er þá hvemig koma megi slíku fyrir í gamalgrónum hverfum, því víða, einkum í Svíþjóð, er þegar búið að ganga svo hart að gamalli byggð, að mönnum er nú umhugað um að halda i það sem eftir er. Þetta á ekki síst við þegar halda á hátíðlegt afmæli einhverrar þessara borga sem sumar eiga sér 7—800 ára sögu. Þá finna menn oft fyrir því hve lítið er eftir í umhverfinu sem minnir á sögu borganna. í Reykjavík ættu menn ekki að þurfa að eiga við slík vandamál að stríða. Borgin á sér gamlan miðbæ, þar sem enn má lesa 200 ára sögu hennar og nýjan miðbæ í vændum sem væntanlega mun taka við miklu af þeim þrýstingi sem nú er á gamla bænum. Því skyldi maður ætla að það væri auðveldara að vernda gamla byggð þar en víða annars staðar. Húsvernd í Reykjavík — áhugi og framkvæmdir Þegar við nú lesum blaðagreinar um nýja deiliskipulagsstillögu að Kvosinni í Reykjavík og sjáum myndir af því hvemig höfundar hennar hafa hugsað sér að byggð þar líti út í framtíðinni verður okk- ur hugsað aftur til ársins 1975. Þá átti að rífa nær öll húsin í Grjóta- þorpi, en þar sem í ljós kom að menn vissu lítið um sögu byggðar- innar þar, hófum við, sem þá unnum í Árbæjarsafni, könnun á sögu hús- anna. Við minnumst þess áhuga, sem fólk sýndi þessari vinnu okkar, og kom einna skýrast í ljós þegar borgaryfirvöld ákváðu að láta gera deiliskipulagstillögu að svæðinu á grundvelli hennar. Sú tillaga var síðan samþykkt að Aðalstræti und- anskildu, en á þeim svæðum, þar sem hún er í gildi, hefur þegar ver- ið gert við nokkur hús, sem áður þóttu lítil bæjarprýði, en vekja nú athygli manna og jafnvel aðdáun. Er þama ljóst dæmi um það hvern- ig fara má að við að bæta gamal- gróna byggð á hennar eigin forsendum. Við minnumst líka margs ann- ars, sem áunnist hefur í húsvernd- unarmálum í Reykjavík undanfar- inn áratug, svo sem friðunar Bemhöftstorfu og viðgerðarinnar á húsunum þar, sem sjá má áhrif frá víða í gamla bænum, og ekki síður friðunar og viðgerðar á húsum í eigu Reykjavíkurborgar. Meðal þeirra em hús, sem eitt sinn átti að rífa, svo sem Iðnó og Iðnskólinn gamli við Vonarstræti, en em nú talin ómissandi hluti af mynd gamla miðbæjarins eins og viðgerðin á tumi Iðnskólans síðasta sumar sýndi glögglega. Af þessu má sjá að á íslandi sem inn fengið að halda upphaflegu þakformi sínu, sem einkenndi byggðina í Reykjavík fram yfir miðja síðustu öld. Ásamt homhús- inu við Lækjartorg mynda þau litla heild sem við öll þekkjum svo vel og sjáum oftast fyrir okkur, þegar við minnumst gamla miðbæjarins í Tvö af elstu húsum borgarinnar eru austast í Austurstrætinu. „í ljósi þess, sem áunnist hefur í hús- verndunarmálum í borgum erlendis, og þeirra tilrauna, sem gerðar hafa verið hér á landi, f innst manni að með þessari nýju skipu- lagstillögu sé verið að stíga stórt skref aftur til þess tíma, þegar það þótti sjálfsagt að gömul byggð viki fyrir því sem koma skyldi.“ Gamli Iðnskólinn við Lækjargötu. Eitt sinn stóð til að rffa þetta hús, en nú er það talið ómissandi hluti af mynd gamla bæjarins. annars staðar vom menn famir að gefa gamalli byggð meiri gaum en áður og skilningur á eðli hennar hafði aukist. Mönnum var orðið ljóst að sérkenni hennar bám sögu okk- ar vitni og að þar var að finna menningararfleið sem okkur bæri að varðveita. Ný skipulagstillaga — breytt stefna? Með allt þetta í huga var ástæða til að vona að með nýrri skipulags- tillögu að Kvosinni yrði reynt að stuðla að vemdun gömlu húsanna sem þár era og hafa verið kenni- leiti í miðbænum svo lengi sem menn muna. Það em okkur því mikil vonbrigði að sjá hve mörg þessara húsa eiga að víkja fyrir nýbyggingum samkvæmt tillög- unni. Það verður lítið eftir, sem minnir mann á að þar hafi byggð verið að mótast i tvær aldir, og þau sérkenni, sem okkur finnst við þekkja miðbæinn af og draga mann að sér, munu hverfa. í staðinn sjáum við röð af háum byggingum, sem minna á gömul hús í borgum Norður-Evrópu, en em framandi í Reykjavík þar sem gömul byggð er hvorki há né þétt og sól nær víða að skína á milli húsanna. Hafnarstræti — fyrir- mynd Austurstrætis? Austast í Austurstræti standa tvö af elstu húsum borgarinnar. Ásamt Aðalstræti 10 em þau einu lág- reistu timburhúsin frá bernskuámm Reykjavíkur sem hafa nokkum veg- Reykjavík. í tillögunni að framtíð- arbyggð í Kvosinni er þessi kunnuglega mynd að engu orðin: hús Hressingarskálans horfíð, en hin tvö eins og sökkull undir mikið glerhýsi. Hætti er við að þau verði heldur afkáraleg með þviiíkt bákn á bak við sig og maður vonar að þeim verði hlíft við því. í borg, þar sem skuggar em bæði langir og svalir og næðingur alltaf einhvers staðar, sést vel hvað það hefur mikið að segja fyrir allt götulíf að þar njóti sólar. Hver hefur ekki fundið fyrir kuldanum og næðingn- um í Hafnarstræti þar sem aldrei skín sól? Eflaust þættu randbygg- ingamar þar mun glæsilegri borgarhús á mynd eða á módeli en lágu húsin í Austurstræti. Samt safnast menn saman í sólinni fyrir framan þau hús, á meðan menn arka samanherptir eftir Hafnar- stræti, góðviðrisdaga sem aðrar daga, því þar er alltaf jafnkalt og nöturlegt. I skipulagstillögunni nýju er þó sem götumynd Hafnarstrætis hafi verið höfð sem fyrirmynd að væntanlegri götumynd Austur- strætis, sern þó er hugsuð sem göngugata. Á þeim kafla, þar sem nú er göngugata, safnast fólk sam- an í sólinni en ekki skugganum og er því hætt við að götulíf þar dofni í skugga háu húsanna i framtíðinni. Ný hús með aldamótasvip Á það hefur verið bent (Hús- vemdun, bls. 31) að hin fyrirhugaða byggð í Kvosinni verði með áþekku yfirbragði og timburhúsin glæsi- legu, sem reist vom við Austurvöll og Pósthússtræti laust eftir alda- mótin, en hurfu í eldhafið árið 1915. Það er ánægjulegt að íslenskir arki- tektar skuli finna eitthvað í íslensk- um byggingararfi sem vinna megi úr. Slíkt hvarf aftur í söguna er í takt við þann tíma, sem við lifum á, og raunar af sömu rótum mnnið og aukinn áhugi og skilningur á eðli gamallar byggðar. Hér er þó sem löngu horfin hús njóti þessarar virðingar fremur en þau hús frá sama tíma, sem enn standa og em þar með hlut af umhverfinu. Hús eins og Aðalstræti 16, Lækjargata 6 og Vallarstræti 4 (Hótel Vík) bera öll einkenni húsa, sem reist vom um eða eftir aldamótin, en engu þeirra er ætlað að standa í framtíðinni. Ósjálfrátt verður manni á að spyija, hvort timbur- húsin, sem áður stóðu við Austur- völl, hefðu hlotið náð fyrir augum skipuleggjenda stæðu þau þar enn! Að bæta gamla byggð í ljósi þess, sem áunnist hefur í húsvemdunarmálum í borgum er- lendis, og þeirra tilrauna, sem gerðar hafa verið hér á landi, finnst manni að með þessari nýju skipu- lagstillögu sé verið að stíga stórt skref aftur til þess tíma, þegar það þótti sjálfsagt að gömul byggð viki fyrir því sem koma skyldi. í Reykjavík hafa slíkar skipulagstil- lögur hingað til reynst of stórtækar til að hægt væri að framkvæma þær og syrgja það fáir. Verra er, að þær hafa eftirlátið borgarbúum sundur- tættan miðbæ. Að fylla í þau stóm skörð er ekki auðvelt, en heldur engin lausn að þurrka það út, sem eftir er af gamalli byggð, og byggja röð af nýjum húsum. Með því hyrfu einmitt þau verðmæti, sem við vild- um síst missa, og em ástæða þess, hvers vegna okkur er ekki sama um hvemig miðbærinn lítur út. Meðal þeirra þjóða, sem hafa reynslu af gagngerri endumýjun heilla borgarhverfa, og eins þeirra, sem hafa farið vægar í sakimar í þeim efnum, er byggðarvemd að verða sjálfsagður hluti af endumýj- un gamalla hverfa. Að fella nýtt að gömlu er verkefni, sem menn glíma við, og þar duga engar ódýr- ar lausnir ef útkoman á ekki að verða annaðhvort stílbrot eða nýtt hús í gömlum búningi. Það em kannski ekki einstök form, sem mestu skipta, heldur eðli byggðar- innar. Greining á byggðinni er því ríkur þáttur: hvemig hún hefur orð- ið til, hvemig hún hefur mótast og fengið núverandi útlit. Mótun byggðar nær langt út yfir teikni- borð arkitekta, enda verk margra kynslóða. Það er þetta ferli, sem menn mega ekki missa sjónar á, þegar þeir fá jafnerfitt verkefni og það að bæta byggðina í miðbæ Reykjavíkur. Lokaorð Á 200 ára afmæli Reykjavíkur síðastliðið sumar þáði borgin eignir ríkisins í Viðey að gjöf og eignaðist þar með Viðeyjarstofu, elsta hús á landinu. Bygging Viðeyjarstofu hófst um það leyti sem verið var að reisa fyrstu hús Innréttinganna í Aðalstræti og var það fyrsti vísir að þéttbýlismyndun í Reykjavík. Það fer því ekki illa á því að Reykjavíkurborg eigi Viðeyjarstofu og nú, þegar til stendur að hraða viðgerð á húsunum í Viðey eins og þeim sæmir, finnst manni það vera við hæfí að stuðla jafnfrmt að því að gömlu húsin í miðbæ Reykjavík- ur, sem staðið hafa af sér eldsvoða og niðurrif, fái að standa. Júlíana Gottskálksdóttir er Ust- frœðingur og Nanna Hermansson er landsminjavörður í Söderman- landí Svíþjóð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.