Morgunblaðið - 27.03.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.03.1987, Blaðsíða 2
2 iRj t ': jaJCA'iuraóí <f MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 27. MARZ KRISTJÁN Thorlacius formaður Hins islenska kennarafélags og Heimir Pálsson varaformaður félagsins hafa fundað óformlega með Indriða H. Þorlákssyni for- manni samninganefhdar ríkisins og Geir Haarde aðstoðarmanni fjármálaráðherra. Á þessum fundum hafa verið ræddar ýms- Grindavík: Islandslax hf. selur stórseiði til Irlands Grindavik. ÍSLANDSLAX hf. í Grindavík hefur selt fjóra skipsfarma af stórseiðum til írlands að heildar- verðmæti um 20 milljónir króna. Starfsmenn Ríkisspítalanna funda í dag með stjómarformamii og forstjóra: ar hugmyndir sem stjórn og fulltrúaráð HÍK hafa síðan rætt nánar. Kristján Thorlacius segir hinsvegar að hann sjái ekki að lausn í deilunni sé í sjónmáli. „Það væri fásinna að kalla saman samninganefndir ef ekki væri nokk- uð góð trygging fyrir að saman næðist, því ef slitnaði upp úr einu sinni enn væri mun erfiðara að tengja þráðinn saman aftur," sagði Kristján Thorlacius í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði aðspurð- ur að lítið hefði þokast frá því á mánudag þegar upp úr viðræðum siitnaði en málin hefðu verið rædd og hitt og þetta verið til athugunar þar sem báðir aðilar gerðu sér ljósa þýðingu þess að leysa deiluna. Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins að ekki kæmi til greina að grípa inn í kennaradeil- una með lögum. Það hlyti að vera í ýtrustu neyð að löggjafinn gripi inn í kjaradeilur og sú staða væri ekki komin upp í þessu verkfalli þó illa horfði. Sverrir sagði að ekki væri gert ráð fyrir neinum breytingum á framkvæmd prófa í skólum í vor þrátt fyrir að skólastarf riðlaðist vegna verkfallsins. „Ég hef hangið í þeirri von að menn kæmust til ráðs vegna þess að ég hef ekki trú- að því að svo gæti haldið áfram að lífshlaup unglinga væri truflað með þessum hætti. En ég er daufari og svartsýnni en áður,“ sagði Sverrir Hermannsson. Sjá viðtöl við nemendur og skólameistara á bls. 35. Morgunblaðið/Þorkell. Framhaldsskólanemendur hafast enn við i húsakynnum fjármála- ráðuneytisins í Arnarhvoli. í gær voru kröfuspjöld á lofti. Óformlegir fundir í kennaradeilunni: Lausn í deilunni ekki í sjónmáli - segfir Kristján Thorlacius formaður HIK Að sögn Jóns Þórðarsonar, fram- kvæmdastjóra íslandslax hf., er hér um að ræða megnið af ársgömlum seiðum stöðvarinnar, 100—150 grömm að stærð, sem ekki verða alin upp í matfisk í stöðinni. Venju- leg gönguseiði eru um 50 grömm. „Heildarverðmæti þessarar sölu er um 20 milljónir króna og verða seiðin flutt utan til írlands með norskum skipum sem koma til Grindavíkur," sagði Jón og bætti við að íslandslax hf. hefði fengið leyfi bæjaryfirvalda í Grindavík til að reisa tvo tanka við höfnina í Grindavík og verður seiðunum komið þar fyrir áður en skipin koma, til að lestun taki sem allra stystan tíma. Skipin verða að koma og fara á sama flóð- inu. Fyrsti farmurinn fer 7. apríl en sá síðasti 24. apríl. „Nú bíðum við eftir að ná tveimur minni samningum fyrir afganginn af seiðunum og ætti það að ganga á næstunni," sagði Jón að lokum. íslandslax hf. hóf starfsemi sína í Grindavík fyrir þremur árum og er þetta fyrsta salan á stórseiðum frá fyrirtækinu en uppbygging þess hefur gengið áfallalaust fram að þessu. Þessi samningur er þýðingar- mikill í ljósi þeirra frétta að mikil óvissa ríkir um seiðasölu til Noregs á þessu ári. - Kr.Ben. Oskir um hlunnindi utan kjarasamninga Heimild til hlunnindagreiðslna til athugnnar, segir Ragnhildur Helgadóttir FULLTRÚAR þeirra háskóla- menntuðu starfsmanna Ríkisspít- alanna, sem sagt hafa upp störfum frá og með 1. apríl, hafa óskað eftir fundi með stjórnar- formanni og forstjóra Ríkisspít- alanna í dag. Vilja þeir ræða möguleika á að fá laun sín hækk- uð utan kjarasamninga, til dæmis með því að fá greidda óunna yfirvinnu eins og tíðkast í nokkr- um öðrum ríkisfyrirtækjum. Yrði þá að einhveiju leyti leið- réttur sá munur sem er á launum þessa fólks og fólks i sambæri- legum störfum í sjúkrahúsum úti á landi. í samtali við blm. Morgunblaðs- ins sagði Friðrik Sophusson formað- ur stjómar Ríkisspítala að Ríkisspítalamir hefðu ekki beinar tekjur heldur væru þeir bundnir af framlögum á fjárlögum. Þeir væru einnig bundnir af stöðuheimildum og gætu því ekki greitt starfsfólki umfram kjarasamninga eins og önnur ríkisfyrirtæki. Hinsvegar hlyti það að vera markmið í fram- tíðinni að stjómin fengi möguleika á meiri sveigjanleika í samningum við starfsfólk. Ragnhildur Helg;adóttir heil- brigðisráðherra sagði í samtali við blm. að það væri meðal annars til athugunar að Ríkisspítalar fengju heimild til að greiða ýmis hlunnindi til starfsfólks, en skilyrði slíks væri auðvitað að Qárveiting fengist og taka þyrfti tillit til þess við gerð næstu fjárlaga. Þetta gæti bætt verulega starfsaðstöðu þeirra heil- brigðisstétta sem nú standa í kjaradeilu. Davíð Á. Gunnarsson forstjóri Bréf Alberts til Fulltrúaráðsins HÉR FER á eftir bréf það, sem Albert Guðmundsson rítaði Sveini H. Skúlasyni formanni fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík i gær: „Hérmeð fer ég þess á leit við yður, hr. formaður Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, að þér dragið til baka nafn mitt af framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Frá þessari stundu lít ég svo á, að ég sé ftjáls af því framboði. Ástæðan fyrir þessari ákvörð- un minni er sú, að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir frá minni hálfu að halda góðum samstarfsvilja, koma síendurteknar hótanir frá formanni flokksins um, að kosn- ingum loknum verði starfssvið mitt sem 1. þingmanns Reykjavíkurkjördæmis þrengt, svo fyrirsjáanlegt er, að fyrirfram er ákveðið að mér verður erfítt að gegna skyldum þeim, sem mér ber að gegna á Alþingi íslend- inga. Með virðingu Albert Guðmundsson." ALBERT OUOMUNDSSON ALBERT GUDMUNDSSON LAUíASVtOI U 26. ««r*. 19*t. Hr. Sv«inn Skúl*son gegna á Albingi fslendinr.a. formaöur rulltrúaráðs Sl4lf*t*öis- félananna Raykjavík. Meft virftlngu HÁrmcð fcr é* bess a leit vló vóur• hr. formaöur fulltrúaráðs r.Lílfstcóisfélaaanna í Kcvk'avík, aft bcr drapift til baka nafn mitt af framboftslista ?Jálfct*íls* /iui-U.1 )->UVt flokksins í RcykJavík. o i i r - 0202. Trá bessari stundu l»r ár svo á. aft ás sá frJáls af bví fra->bofti. Xstcftan fyrir bessari ákvftrftun minr.i cr sú, aft brátt fyrir ftrckaftar tilrau.iir frá minni hálfu aft halda RÓftum sémstarfsvilla, koma sfcndurtaknar hótanir frá formanni flokksins us, aft kosningusi loknum varfti starfsviA mitt sem 1. MnRmanna Rcyklavfkur- kjflrdcmis brengt, svo fyrirsJácnlef.t er, aft fyrirfram er ákveftift aft már vcrftur crfitt aft Re*na skyldum beim, sem már ber aft /t£x Ríkisspítalanna sagði við blm. að þessi hugmynd væri í takt við þá umræðu sem verið hefur í þjóð- félaginu undanfarið að flytja meira af samningamálum yfir í stofnan- imar. Hinsvegar væri nýbúið að setja lög um þessa kjarasamninga sem gengju ekki í þessa átt og því virtist löggjafinn ekki vera að hugsa á þessum línum. Davíð sagði að svo virtist sem kjarasamningar sveitarfélaganna utan Reykjavíkur væm rýmri en þeir kjarasamningar sem ríkið hefur boðið upp á og starfsmenn hefðu sagt upp hjá Ríkisspítulunum og farið í vinnu annars staðar á landinu fyrir mun hærri laun. Davíð nefndi sem dæmi að talsverð vandamál hefðu verið í Kristneshæli í Eyja- fírði, sem er eini ríkisspítalinn utan Reykjavíkur þar sem nágranna- spítalinn, í þessu tilviki á Akureyri, greiðir mun hærri laun. Friðrik Sophusson sagði um þetta að sveitarfélögin hefðu heimild til að greiða mismuninn á launum starfsfólks Ríkisspítalanna og ann- arra heilbrigðisstofnana. Hinsvegar hefði daggjaldakerfíð haft það í för með sér að ríkið hefði oft á endan- um greitt þennan mismun úr eigin vasa. Friðrik Sophusson sagði það ljóst að kjarasamningar við ríkið leystu ekki þann vanda sem skapast hefur vegna mismunandi kjara starfsfólks Ríkisspítala og annarra stofnana. Hann sagðist ekki sjá neina ákveðna lausn á vandanum og ef ekki væri hægt að komast að sam- komulagi fyrir fyrsta apríl, þegar uppsagnimar taka gildi, blasti neyðarástand við. Ragnhildur Helgadóttir sagðist vona að brátt rofaði til, því það væri hörmulegt að kjarabarátta, sem allir væru sammála um að þyrfti að leiða til bættra kjara þessara stétta, bitnaði á veiku fólki. Hinsvegar sagðist hún vita að það væri eindreginn vilji í fjármálaráðuneytinu að leysa þessa deilu en málin væru mjög flókin og erfíð. „Ég er þó þeirrar skoðunar að þessi mál komist aldrei í almenni- legt horf fyrr en búið er að byggja upp þau heildarsamtök sem eru samningsaðilar með allt öðmm hætti en nú er,“ sagði Ragnhildur síðan. „Mér finnst miklu eðlilegra að heildarsamtökin taki mið af skyldleika þeirra starfa sem verið er að vinna. Þannig væm heilbrigð- isstéttimar í sérsambandi, kennslu- stéttir í sérsambandi og svo framvegis," sagði Ragnhildur Helgadóttir. Bréf Alberts Guðmundssonar. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Eyjum: Hvetur til samstöðu sjálfstæðismanna eyjum harmar þá ákvörðun Alberts Guðmundssonar að víkja af lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Jafnframt hvetur fundurinn til órofa samstöðu sjálfstæðismanna um land allt og tryggja með bar- áttugleði góðan árangur Sjálfstæð- isflokksins í alþingiskosningunum 25. apríl nk.“ Á NÆR 100 manna fundi í full- trúaráði sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum, sem haldinn var í gærkvöldi f Básum, ríkti mikill einhugur og baráttugleði í fólki. Á fundinum var einróma samþykkt eftirfarandi ályktun: „Fjölmennur fundur í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna ( Vestmanna-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.