Morgunblaðið - 27.03.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.03.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 49 Anatoly Koryagin, 48 ára Serafim Yevsyukov Jr., 24 ára opinbera yfirlýsingu þar sem krafízt var sjátfstæðis Eystrasaltsríkjanna 23. ágúst 1979, þegar rétt 40 ár voru liðin frá gerð leynisamnings Stalíns við Hitler þar sem viður- kennt var að Eystrasaltslöndin væru innan áhrifasvæðis Sovétríkj- anna. Eistland hafði notið sjálfstæðis í 21 ár þegar það var innlimað í sovézka stórveldið árið 1940. Minn- ingamar lifa enn. Réttarhöldin yfír Niklus vom enn ein tilraun Sov- étríkjanna til að koma í veg fyrir að þær minningar þróuðust yfír í einarða aðskilnaðarhreyfingu. Fyrir að undirrita yfirlýsinguna, fyrir að lýsa yfír fordæmingu á innrás Sov- étríkjanna í Afghanistan og fyrir stuðning við þá sem vildu sniðganga Ólympíuleikana í Moskvu var Nik- lus dæmdur til tíu ára vistar í vinnubúðum og fímm ára útlegð. í bréfí sem smyglað var út úr vinnubúðunum segist Niklus búa í bragga með 47 öðmm föngum og aðeins 32 kojum: „Ég hreiðraði um mig á gólfínu, í hálfmyrkrinu undir ofninum innan um fjölda vel aldra kakkalakka." „Sergei D. Khodorovich“ Khodorovich, fyrmrn tölvuforrit- ari, var í stjóm hjálparsjóðs til stuðnings pólitískum föngum sem starfaði ólöglega við að aðstoða ijöl- skyldur fanganna við kaup á flugfarseðlum til að heimsækja ijar- lægar vinnubúðir, veita bamafjöl- skyldum framfærslustyrki, sendingu matarpakka, og stöku sinnum kostaði sjóðurinn lögfræði- aðstoð fyrir fangana. Árið 1983 var Khodorovich dæmdur vegna vitnisburðar fram- Iosif Z. Begun, 54 ára Sergei I. Grigoryants, 45 ára Mart Niklus, 52 ára Aleksandr I. Ogorodnikov, 36 ára Vladimir L. Gershuni, 56 ára Merab Kostava, 47 ára Genrikh fengi að ganga fijáls væri hann sú manngerð að um hann safnaðist nýr hópur andófsmanna.“ Orðrómur var á kreiki meðal andófsmanna nú í febrúarbyijun að Altunyan hefði verið fluttur úr vinnubúðunum til fangelsis í Kharkov í Úkraínu, og yrði fljótlega látinn laus. „Anatoly Koryagin“ Koryagin, sem er sálfræðingur, var dæmdur til sjö ára dvalar í vinnubúðum og fímm ára útlegðar innanlands fyrir að smygla til Vest- urlanda skýrslu um störf sín sem ólaunaður ráðgjafí nefndar er rannsakaði misbeitingu geðlækn- inga í pólitískum tilgangi í Sov- étríkjunum. „Allir þeir sem ég rannsakaði höfðu verið úrskurðaðir geðsjúkir vegna þess að þeir höfðu gert eða sagt eitthvað sem álitið var fjand- samlegt Sovétríkjunum," skrifaði hann í skýrslu sem hann sendi brezka læknatímaritinu Lancet árið 1981. Skýrsla hans stuðlaði að al- þjóða fordæmingu á misnotkun geðlækninga í Sovétríkjunum. Seint í janúar var haft eftir Sak- harov og öðrum andófsmönnum að Koryagin hefði verið fluttur úr vinnubúðunum í fangelsi í heima- borg sinni Kharkov, og 19. febrúar var hann svo látinn laus. „Iosif Z. Begim“ Á unglingsárunum gekk Begun í skóla gyðinga. Á fullorðinsaldri heillaðist hann af sögu og menningu gyðinga. Ludmilla Alexeyeva segir að hann hafi verið fyrsti maðurinn sem hún hafi séð ögra almennu gyðingahatri með því að ganga um með kollhúfu gyðinga, yarmulke, í Moskvu. Þegar h_ann sótti um að fá að flytjast til ísraels árið 1971 var hann rekinn úr starfí sínu sem rafmagnsverkfræðingur, og síðar einnig úr starfi næturvarðar. Hann kenndi hebresku í einkatímum, en það er ekki talið lögmætt starf í Sovétríkjunum. Hann var hand- tekinn fyrir að vera „sníkjudýr", eða þann glæp að hafa enga at- vinnu, og sendur í tveggja ára útlegð til gullnámubæjar í Síberíu, átta tímabeltum frá fjölskyldu hans í Moskvu. Eftir að hann tók þátt í mótmæl- um gegn réttarhöldum yfír andófs- manninum Yuri Orlov árið 1978 var Begun handtekinn á ný og sendur í þriggja ára útlegð þar sem innan- lands-vegabréf hans heimilaði honum ekki að vera í Moskvu. Hann var handtekinn í þriðja sinn árið 1983 fyrir að skrifa og safna greinum um menningu og sögu gyðinga, en þar komu einnig ber- lega fram ásakanir um opinberar ofsóknir gegn gyðingum í Sovétríkj- unum. í fangelsinu í Chistopol, um FIMMERUENN íFANGELSI Grein Bill Kellers var skrifuð síðla í febrúar s.l. Síðan hafa orðið þær breytingar, að fjórir menn til viðbótar á lista Sakharovs hafa verið látnir lausir, en einn virðist hafa verið færður til vistar á geðveikrahæli á ný. Mennimir, sem látnir voru lausir, eru: Genrikh 0. Altunyan, Sergei D. Khodorovich, Mikhail G. Rivkin og Alexsei Smimov. Svo virðist sem Serafim Yevsyukov, eldri, sem látinn var laus af geðveikrahæli 24. janúar, hafi verið handtekinn 28. febrúar s.l. og færður á hælið á ný. Hann hafði dvalið þar í sex mánuði og verið gefið inn geðlyf eftir að hafa krafíst þess að fá að flytja úr landi. Sonur hans og nafni er enn í vinnubúðum fyrir að neita að gegna herskyldu. Auk Yevsyukov-feðga eru þrír menn á lista Sakharovs enn í fangelsi. Þeir eru: Vladimir L. Gershuni, sem er á geðveikrahæli, Mart Niklus, sem er í vinnubúðum og Merab Kostava, sem liggur á fangelsisspítala. 550 km fyrir austan Moskvu, starf- aði hann við að vefa strigapoka undir ávexti og grænmeti. Ina kona hans og sonurinn Boris höfðu ekki fengið að heimsækja hann frá því í ágúst 1985. Þegar eiginkonan reyndi að fá að hitta hann nú í janúar var henni sagt að hann væri í einangrun þar sem hann hefði ekki skilað tilskildum kvóta upp á átta poka á dag. Begun var látinn laus um síðustu helgi. „Vladimir L. Gershuni" Gershuni var fyrst handtekinn árið 1949, þá 19 ára og nemandi, fyrir að dreifa flugritum með ásök- unum á Stalín fyrir svik við bylting- una. Aleksandr Solzhenitsyn, sem hitti hann í bráðabirgðafangabúð- um árið 1950, minnist hans í bók sinni um Gulagið sem æsingamanns er snerist gegn eftirlitsfanga og hrópaði: „Við erum aftur orðnir byltingarmenn! í þetta sinn gegn Sovétríkjunum." Gershuni var látinn laus tíu árum síðar og starfaði sem múrari auk þess sem hann skrifaði hnyttnar og harðorðar greinar í ólögleg tímarit, en fyrir þá iðju sína var hann dæmd- ur til fímm ára dvalar í geðsjúkra- húsi. Árið 1979, þegar nokkrir Moskvubúar hófu útgáfu ólöglegs tímarits er hlaut nafnið Leitin og ætlað sem málgagn þeirra er vildu leita „leiða út úr ógöngum okkar allra", var Gershuni skráður sem einn ritstjóra tímaritsins. Fyrir það var hann á ný dæmdur til styttri dvalar í geðsjúkrahúsi. Þegar honum var sleppt að þessu sinni gekk hann til liðs við hóp manna er vildu stofna óháð verka- lýðsfélög í stað þeirra opinberu. Hópurinn hafði háleitar hugsjónir um að stofna sameiginlega hjálpar- sjóði, sameignarhúsnæði, bama- heimili og innkaupahópa, en tókst aðeins að gefa út upplýsingarit með gagnrýni á sovézka vinnulöggjöf og hag verkamanna. Fyrir þetta var Gershuni handtekinn árið 1982. Síðast fréttist af Gershuni í geð- sjúkrahúsi í Alma Ata, höfuðborg Kasakstans. Fátt annað er um hann vitað. „Mart Niklus“ Niklus, fuglafræðingur að mennt, var einn 45 Eistlendinga, Litháa og Letta sem undirrituðu kvæmdastjóra sjóðsins í Leningrad, Valery Repins, sem eftir 15 mánaða setu í einangrunarklefa hafði lýst yfír iðrun sinni opinberlega í ríkis- sjónvarpinu og sagt sjóðinn vera skálkaskjól fyrir bandarísku leyni- ijónustuna, CLA. Khodorovich var dæmdur til þriggja ára vistar í vinnubúðum rúmum 300 kílómetr: um fyrir norðan heimskautsbaug. I apríl í fyrra var dómurinn lengdur vegna „illkvittnislegrar óhlýðni". 28. janúar var kona hans, Taty- ana, kvödd á fund KGB og henni tilkynnt að hún hefði tveggja daga umhugsunarfrest til að ákveða hvort hún vildi fallast á tilboð þeirra: ef hún féllist á að flytjast úr landi yrði eiginmanni hennar sleppt. Hún sagði að tilhugsunin um að verða rifín burt frá ættjörð sinni og ættingjum væri „ógnvekj- andi“, en ekki jafn ógnvekjandi og tilhugsunin um að eiginmaðurinn léti lífið í vinnubúðum. Þau hjónin hafa því ákveðið að flytjast úr landi. „Yevsyukov- fjölskyldan“ Serafím Ycvsyukov, fyrrum sigl- ingafræðingur hjá Áeroflot, var sendur á geðveikrahæli eftir að hafa sótt um að fá að flytjast úr landi. Hann var efstur á lista Sak- harovs yfir þá sem hann vildi fá leysta úr haldi. Hann var látinn laus 24. janúar, máttfarinn og utan við sig eftir að hafa verið sprautað- ur svo til daglega í sex mánuði með sterkum róandi lyfjum. Hann hefur ekki fengið heimild til að flytjast úr landi, og yfírvöld hafa aðvarað hann um að hann geti fljótlega lent á geðveikrahæli á ný. Sonur hans og alnafni, sem er 24 ára, er áfram í vinnubúðum í Síberíu, en hann hefur tvívegis ver- ið dæmdur til vistar þar fyrir að neita að gegna herþjónustu. Hann tilkynnti yfirvöldum að hann vildi ekki þjóna í her lands þar sem hann vildi ekki búa. Yevsyukov eldri og dóttir hans, Ludmilla, sem er 26 ára, segja að fjölskyldan sé enn ákveðnari en áður í að reyna að komast úr landi. „Hér á landi eru allir óttaslegnir," segir hún. „Allir eru þrælar." „Sergei I. Grigoryants“ Grigoryants var blaðamaður og bókmenntagagnrýnandi, og skrifaði fyrir mörg virtustu tímaritin í Moskvu. Árið 1975 var hann handtekinn fyrir að hafa látið vin sinn fá þijár bækur eftir höfunda sem flutzt höfðu úr landi og fyrir „brask" í sambandi við sölu á nokkrum mál- verkum. Hann sat í fimm ár í fangelsi og vinnubúðum. „Sergei sagði oft að ef hann gæti gleymt öllu því sem hann sá í fyrstu fangelsisvistinni væri hann heigull," segir náinn vinur hans. „Með því að gleyma væri hann að bregðast samföngum sínum og einnig landi sínu.“ Hann gleymdi engu. Árið 1983 var hann handtekinn á ný fyrir að standa að útgáfu ólöglegs frétta- blaðs sem nefnt var „V“, en það stóð fyrir Vesti, eða fréttir, og skýrði frá réttarhöldum og að- búnaði pólitískra fanga. í réttar- höldunum yfir honum þuldi Grigoryants yfír dómurunum nauð- syn þess að upplýsa um siðferðis- skortinn í sovézku samfélagi svo unnt yrði að þoka því í lýðræðisátt. Ummæli hans, sem flutt voru af miklum eldmóði, gætu hafa komið úr penna ræðuhöfundar Gorbach- evs. Dómurinn hijóðaði upp á sjö ár í fangelsi og þriggja ára útlegð. í síðasta bréfi hans, sem eigin- kona hans, Tamara, fékk í júní í fyrra, kvartaði Grigoryants yfír miklum höfuðverkjum og kvaðst þjást af skyrbjúg. Yfírvöld hafa fullyrt að hann væri við góða heilsu, en neitað eiginkonu hans og móður um að fá að heimsækja hann og endursent matarpakka og lyf sem þær hafa sent honum. Tamara Grigoryants kveðst ekki komast hjá að minnast þess að annar kunnur andófsmaður, Ana- toly Marchenko, lét lífíð í sama fangelsi, Chistopol, í desember eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.