Morgunblaðið - 27.03.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.03.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 17 1987 er svo hent inn nokkrum tolla- breytingum á örfáum tollnúmerum, ekki kannski þeim númerum, sem aðallega hefðu átt að vera þar. Svona vinnubrögð eru óskiljanleg, þetta er sýndarmennska. Stefnan — orð og efndir Lítum næst á yfirlýsingar Sjálf- stæðisflokksins og berum saman orð og efndir. Við getum farið langt aftur í tímann, en við skulum láta okkur nægja að fara aðeins aftur til ársins 1983. í ályktun 25. landsfundar Sjálf- stæðisflokksins árið 1983 segir: „Utanríkisviðskipti skulu byggjast á fríverslun. Þar af leiðandi er nauð- synlegt að lækka tolla og önnur aðflutningsgjöld og samræma tollaálögur." í ályktun 26. landsfundar Sjálf- stæðisflokksins árið 1985 segir: „Haldið verði fast við fyrirliggjandi áform um að lækka tolla." í ályktun 27. landsfundar Sjálf- stæðisflokksins árið 1987 segir: „Frumvarp að nýjum tollskrárlög- um verði lagt fram og afgreiðslu þess flýtt." Á sama landsfundi var fjármála- ráðherrann, sem einnig er formaður flokksins, hins vegar búinn að til- kynna að afgreiðslu frumvarps um ný tollskrárlög og breytingar á vörugjaldsinnheimtu yrði slegið á frest. Við vitum um efndimar frá árunum 1983 og 1985, eigum við að trúa_ nýjustu yfírlýsingum frá 1987? Ég tæki a.m.k. efndimar fram yfir orðin, þau hafa hingað til verið léttvæg. Fagrar yfirlýsingar fyrri ára vöktu hjá mér þær vonir að nú myndu „mínir menn“ taka af skarið og gera eitthvað í málunum, en því miður, allt innantóm orð og svik. Dæmin undanfarin ár sýna að þess- ir ráðamenn Sjálfstæðisflokksins virðast vera, og þar er enginn und- anskilinn: — á móti því að afnema eða breyta tollum og tímabundnu vöru- gjaldi, — á móti því að verslun með „vin- sælar smyglvörur" komi inn í landið, — á móti því að verðlag á vömm verði svipað hér á landi og er- lendis, - — á móti auknum tekjum ríkis- sjóðs, — á móti heilbrigðri skynsemi og rökréttri hugsun, — á móti því sem er í þeirra eigin stefnulýsingum, þær virðast hvort sem er aðeins vera fyrir landsfundarfulltrúa og til nota fyrir kosningar. Getur verið að þessi flokkur sé á réttri leið? Nei og aftur nei, að minnsta kosti ekki í þessum mála- flokki. Núverandi fjármálaráðherra, og einnig sá sem á undan var, töldu í samtölum við okkur, ýtmstu nauð- syn á að breyta því ranglæti og þeirri vitleysu sem í tollskránni em. Nú átti að framkvæma algjöran uppskurð á tollskránni, leiðrétta og lagfæra allar vitleysumar, en því miður vom þetta aldrei nema innan- tóm orð af þeirra hálfu, og svik. Viðskiptaráðherrann sagði nú fyrir stuttu á aðalfundi Kaup- mannasamtaka íslands, að hann myndi svo sannarlega styðja það að tollar yrðu lækkaðir á „vinsælum smyglvömm". Menn myndu nú al- deilis dæmin með úrin og nylon- sokkana. Hvemig var svo stuðningurinn þegar tækifærið gafst nú í þinglok? Jú, hann lýsti sér í þögn. Er nokkur furða þótt jafnvel sér- fræðingar ráðuneytisins, sem unnið hafa að þessum málum, sjái sóma sinn í því að hætta störfum og leita annað? Þeirra miklu vinnu undan- farin ár virðist hvort eð er vera hent í raslakörfuna. Tillögur þeirra hafa sennilega verið of skynsamleg- ar til þess að rétt þætti að taka mark á þeim. Nei, svona flokkur getur varla verið á réttri leið. Höfundur er framkvæmdastjóri Pfaff hf. og fyrrverandi formaður Félags raftækjasala. Kratar ætla að lækka bílverðið eftirJón Sigurðsson Greinarkom eftir Sigríði Am- bjamardóttur, sem birtist í Morgun- blaðinu 25. mars 1987 undir yfirskriftinni „Tekst krötum að hækka bílverðið?", gefur mér kær- komið tækifæri til að skýra nánar hugmyndir Alþýðuflokksmanna um endurskoðun bifreiðaskatta. Fyrst er á það að benda, að Sigríður fer alls ekki með rétt mál, þegar hún segir, að ég hafi í Morg- unblaðsgrein um skattamál sagt, að mér finnist verð á bifreiðum og bensíni óeðlilega lágt. Og hafi þar lagt til, að það verði hækkað aftur upp í það sem mér fínnist eðlilegt. Þetta álit hef ég hvergi látið í ljós, enda er þetta alls ekki mín skoðun. Enda getur Sigríður hvergi fundið þessari fullyrðingu stað í því sem ég hef skrifað um skattamál. Grein Sigríðar er því ekki reist á réttum forsendum. Hið rétta í málinu er, að Al- þýðuflokksmenn vilja, að endur- skoðun bifreiðaskatta verði einn þáttur í þeirri heildarendurskoðun skattakerfisins, sem er nú eitt brýn- asta viðfangsefnið í íslenskum stjómmálum. í umræðu um þetta mál hefa Alþýðuflokksmenn varpað fram þeirri hugmynd, að bifreiða- skattar til ríkisins verði lækkaðir en sveitarfélögin 'fái bifreiðaeign sem gjaldstofn á móti, enda færist jafnframt til þeirra verkefni. Bif- reiðaskattar til ríkisins verði jafn- framt einfaldaðir. Ein lflegasta breytingin á ríkissköttum af bifreið- um væri í þessu sambandi lækkun aðflutningsgjalda, það er lækkun bOverðs! Eins og öllum er ljóst hafa sveit- Jón Sigurðsson arfélögin, ekki síst Reykjvík, afar mikla fyrirhöfn af bifreiðaeign íbú- anna. Það virðist því eðlilegt, að þau geti, ef þau kjósa sjálf, lagt á hana gjald. Slík breyting ætti að vera hluti af heildarendurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga, sem gera þyrfti í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga. Markmiðið með þessari endurskoðun ætti að vera að auka íjárhagslegt sjálfstæði sveitarfélaga og þar með auka vald- dreiflngu í íslensku þjóðfélagi. Þetta er sú endurskoðun á bifreiða- sköttum, sem jafnaðarmenn vilja vinna að á næsta kjörtímabili. Höfundur er hagfræðingur og skipar efsta sætið á lista Alþýðu- flokksins íReykjavík við alþingis- kosningarnar 25. apríl nk. Könnun Félagsvísindastofnunar: 56,2% styðja stjómina KÖNNUN, sem Félagsvísinda- stofnun gerði fyrir Morgunblað- ið, leiðir í ljós, að 56,2% kjósenda, sem afstöðu taka, styðja ríkis- stjórnina, en 28,7% eru andvígir henni. Samkvæmt könnuninni styðja 93% kjósenda Framsóknarflokksins og 93,5% kjósenda Sjálfstæðis- flokksins ríkisstjómina. Sama gildir um 36,7% kjósenda Alþýðuflokks- ins, 5,2% kjósenda Alþýðubanda- lagsins, 17,6% kjósenda Kvennalist- ans og 42,9% kjósenda Flokks mannsins. Könnunin var gerð dagana 5.-12. mars s.l. og var úrtakið 1.500 manns á kosningaaldri um land allt eins og fram hefur komið hér í blað- inu áður. IphiupsI Ihilips KBX-6 | símakerfið er sérstaklega hannað til að mæta kröfum um fullkomið símakerfi, sem býr yfir öllum möguleikum, en er jafnframt ein- falt í notkun. KBX-6 símakerf ið er kjörið fyrir hin fjöimörgu þjónustufyrir- tæki og ýmis- jri. :iöldi annarra skemruti- egramöguleikasemvtö ■nunum meö ánægju sýna þér viljirðu kynna þér írekar KBX 6 sima- keriiö frá Philips Góð þjónusta. • • 'BX-6 símakerfið er ramleitt af PhillPs- __nseaif sem konar stofur sem notast við fleiri en einn síma, en hafaennekki fjárfest í samhæfðu símakerfi. Heimilistæki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.