Morgunblaðið - 27.03.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.03.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 33 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, simi 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Sérframboð Alberts Vonir um sæmilegan frið í Sjálfstæðisflokknum eftir þær sviptingar, sem urðu vegna skattamála Alberts Guðmunds- sonar, hafa nú brugðizt. Sú ákvörðun fráfarandi iðnaðarráð- herra að víkja úr efsta sæti framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík og efna til sérstaks framboðs á vegum hins svonefnda Borgaraflokks þýðir að framundan eru á næstu vik- um mikil átök milli Sjálfstæðis- flokksins og Alberts Guðmunds- sonar og stuðningsmanna hans. Ef undan er skilin stjómarmynd- un Gunnars Thoroddsen 1980 er þetta alvarlegasti klofningur, sem orðið hefur í Sjálfstæðis- flokknum frá stofnun hans. Að þessu sinni er um klofning að ræða skömmu íyrir kosningar, sem haft getur ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Þá kom upp sundur- lyndi eftir kosningar. Með sérframboði Alberts Guð- mundssonar skapast ný staða í kosningabaráttunni, ekki aðeins fyrir Sjálfstæðisflokkinn heldur alla flokka. Löng reynsla sýnir, að það er ekki beinlínis eftirsóknarvert fyrir stjómmálamenn að efna til slíkra framboða. Bandalag jafn- aðarmanna varð til eftir klofning úr Alþýðuflokknum, en þing- menn þess gengu til samstarfs við Alþýðuflokkinn á ný seint á yfirstandandi kjörtímabili. Sam- tök frjálslyndra og vinstri manna urðu til eftir klofning úr Al- þýðubandalaginu fyrir rúmum einum og hálfum áratug. Sam- tökin unnu mikinn sigur í einum kosningum og áttu aðild að ríkis- stjóm eitt kjörtímabil en lögðu síðan upp laupana. I-listi, fram- boð Hannibals Valdemarssonar 1967, er hann gekk gegn forystu Alþýðubandalagsins þá og vann umtalsverðan sigur í kosningum, varð undanfari þeirrar flokks- myndunar. Klofningsframboð hafa orðið til úr flokkum í sveitarstjómum. Fýnnr nokkrum árum kom t.d. upp klofningur meðal Sjálfstæð- ismanna í bæjarstjóm Kópavogs, sem leiddi til þess að sérstakt framboð kom fram á þeirra veg- um í bæjarstjómarkosningum. Smátt og smátt tókst samstarf milli Sjálfstæðisflokksins og þeirra, sem efndu til sérfram- boðs, sem leiddi að lokum til einingar á ný. Þess eru engin dæmi á Alþingi, að klofnings- framboð hafí leitt til myndunar lífvænlegra stjómmálasamtaka, þegar til lengri tíma er litið. Hlutskipti Alberts Guðmunds- sonar og félaga hans á Alþingi getur því orðið þeim þungbært. Að vísu er ekki útilokað að þeir geti náð lykilstöðu í viðræðum um stjómarmyndun, en það er háð tilviljunum fyrst og fremst. í bréfí Alberts vegna afsagnar hans af lista sjálfstæðismanna gefur hann þá skýringu, að Þor- steinn Pálsson hafi haft uppi „síendurteknar hótanir" í sinn garð; „hótanir" um að þrengja starf Alberts að kosningum lokn- um sem 1. þingmanns Reykjavíkur „svo að fyrirfram er ákveðið að mér verður erfítt að gegna skyldum þeim, sem mér ber að gegna á Alþingi ís- Iendinga“, segir í bréfí Alberts. Hér er vísað til ummæla Þor- steins Pálssonar í sjónvarpsvið- tali þess efnis, að hann teldi ekki að Albert gæti átt kost á ráðherraembætti að kosningum loknum. Er þetta nægileg ástæða til að stofna nýjan stjóm- málaflokk? í umræðum manna um þessa óvæntu þróun mála, má ekki gleymast, hvert upphafíð er. Upplýst er, að afsláttargreiðslur frá Hafskip hf., vegna innflutn- ings á vörum til Afengis- og tóbaksverslunar ríkisins, til Al- berts Guðmundssonar eða heild- verzlunar hans, voru ekki taldar fram til skatts. Það gerðist, þeg- ar Albert var ijármálaráðherra. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átti engan annan kost en þann að óska eft- ir því við Albert Guðmundsson, að hann tæki pólitískum afleið- ingum þeirra mistaka. Það gerði Albert með afsögn sinni úr ráð- herraembætti sl. þriðjudag. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefði legið undir stórkostlegu ámæli innan flokks síns og utan, ef viðbrögð hans hefðu engin verið. Á hinn bóginn lýsti Þor- steinn Pálsson þeirri skoðun sinni, við stjóm Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reylgavík, að framboðslistinn í Reykjavík ætti að vera óbreyttur og Albert Guðmundsson í efsta sæti. Við þá niðurstöðu hefði Aibert átt að geta unað og virt- ist gera það í fyrstu. Það er alltaf hætta á því, þeg- ar sundrung verður meðal póli- tískra samheija, að menn gangi of langt í baráttunni og sjáist ekki fyrir. Morgunblaðið hvetur bæði talsmenn Sjálfstæðis- flokksins og Albert Gúðmunds- son og félaga hans til þess að haga málflutningi sínum í kosn- ingabaráttunni þannig að þeir hafí fullan sóma af. íslenskt þjóðfélag þarf á öðru að halda en því að andrúmið í landinu verði eitrað af heift og jafnvel hatri milli fyrri samherja. Fjölmennur fundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík: Einróma stuðningur við flokksforystuna „Menn eru ekki í Sjálfstæðisflokknum vegna einstakl- inga heldur málstaðar,“ sagði Friðrik Sophusson HVERT sæti var skipað og staðið í öllum göngum í Súlnasal Hótel Sögu í gær- kvöldi, er fulltrúaráð sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík kom þar saman til að sam- þykkja nýjan framboðslista Sjálfstæðisflokksins í höfuð- borginni. Birgir ísleifur Gunnarsson, alþingismaður, sagði, að hann myndi ekki eftir fjölmennari fundi I fulltrúaráðinu þau þijátíu ár, sem hann hefði starfað í Sjálfstæðisflokknum. Eng- inn þeirra, sem kvöddu sér hljóðs, tók málstað Alberts Guðmundssonar. Hinn nýi framboðslisti var samþykktur samhljóða svo og ályktun, þar sem lýst er yfír fullu trausti á formanni Sjálf- stæðisflokksins og stjóm full- trúaráðsins. Friðrik Sophusson, vara- formaður flokksins, sem nú mun skipa efsta sæti á listanum í Reykjavík, sagði í ræðu á fundinum, að menn væru ekki í Sjálfstæðisflokknum vegna einstaklinga, hvorki Alberts Friðrik Sophusson, sem skipar efsta sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, ávarpar fund Fulltrú- aráðsins. Guðmundssonar né annarra, heldur vegna málstaðar, vegna trúar á hugsjónir flokksins. Hann kvaðst fyllast endumýj- uðum þrótti, þegar hann stæði frammi fyrir þessum glæsilega fundi. Á fundinum rakti Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, mál Alberts Guð- mundssonar og vísaði á bug fullyrðingum Alberts, að starfssvið hans í flokknum hefði verið þrengt vegna yfir- lýsinga sinna. Hann sagði ennfremur, að rökin fyrir fram- boði Alberts í Reykjavík dygðu ekki fyrir framboði stuðnings- manna hans í öðmm kjördæm- um. Birgir ísleifur Gunnarsson, alþingismaður, kvaðst hafa starfað með með Alberti Guð- mundssyni í 17 ár og varla hefði liðið sá dagur, að þeir hefðu ekki talað saman. Þess vegna harmaði hann, að Albert hefði nú stigið skref, sem ekki yrði tekið iftur. Ekki væri hægt að una við aðgerð Al- berts og henni yrði að mæta af fullkominni hörku, enda væri ætlun Albertsmanna að reyna að mola Sjálfstæðis- flokkinn sundur. Fundur fulltrúaráðsins hófst klukkan 21:00 og stóð í hálfa aðra klukkustund. Fundarstjóri var Davíð Oddsson, borgar- stjóri. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins flytur ræðu á fundi Fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík á Hótel Sögu i gærkvöldi. Davíð Oddsson borgarstjóri var fundarstjóri. Morgunblaðið/ólafur K. Magnússon Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna: Harmar ákvörðun Alberts EFTIRF ARANDI ályktun var samþykkt samhljóða á fundi full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna i Reykjavík á Hótel Sögu i gær- kvöldi: „Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík harmar þá ákvörðun Al- berts Guðmundssonar að hætta við að vera í framboði á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við næstkomandi Alþingiskosningar. Fulltrúaráðið vill nota þetta tækifæri og þakka Albert Guðmundssyni störf í þágu sjálfstæðismanna í Reykjavík. Fulltrúaráðið lýsir bví jafnframt yfír, að það styðji í einu og öllu þær ákvarðanir sem stóm fulltrúaráðsins hefur tekið varðandi meðferð fram- boðsmála flokksins í Reykjavík síðustu daga. Sérstaklega þakkar fulltrúaráðið Sveini H. Skúlasyni, formanni ráðsins, örugga og vandaða forystu í þessum vandasömu málum. í tilefni af því bréfí er Albert Guð- mundsson hefur í. dag ritað stjóm fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík vill fulltrúaráðið taka fram að það telur að formaður Sjálfstæðis- flokks hafí á öllum stigum þess máls, er leiddi til afsagnar Alberts Guð- mundssonar úr embætti iðnaðarráð- herra og nú hefur leitt til þess að hann dregur sig út af framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að eigin frumkvæði, verið rétt og að öllu leyti í samræmi við skyldur hans sem formanns Sjálfstæðisflokksins. Fulltrúaráðið hafnar með öllu þeim fullyrðingum Alberts Guðmundsson- ar í bréfi hans að formaður Sjálfstæð- isflokksins hafí með einhveijum hætti haft í hótunum við Albert Guðmunds- son þess efnis að hann mundi ekki geta rækt með eðlilegum hætti skyld- ur sínar sem þingmaður Reykvíkinga. Fulltrúaráðið skorar að lokum á sjálfstæðismenn í Reylqavík að standa þétt saman um framboðslista flokksins í Reykjavík í komandi Al- þingiskosningum. Það er þjóðamauð- syn að kosningaúrslitin verði Sjálfstæðisflokknum sem hagstæð- ust. Sterkur og öflugur Sjálfstæðis- flokkur er eina vöm þjóðarinnar gegn óstjóm og upplausnarstefnu vinstri afíanna. Sá árangur sem náðst hefur á síðustu áram með stjómarþátttöku Sjálfstæðisflokksins er góður, honum má ekki spilla. Sterkur Sjálfstæðis- flokkur er forsenda frelsis, framfara og mannúðar á íslandi." Friðrik skipar 1. sætið FRIÐRIK Sophusson, vara- formaður Sjálfstæðisflokks- - ins, skipar efsta sætið á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík í komandi þingkosningum. Ákvörðun þessi var tekin á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík í gærkvöldi eftir að Albert Guð- mundsson hafði sagt sig af listanum. Friðrik skipaði áður annað sætið á listanum. Aðrir fram- bjóðendur fram að 16. sæti listans færast einnig fram, en í 16. sætið hefur fulltrúaráðið valið Hannes H. Garðarsson, flokkssljóra, formann Málfunda- félagsins Óðins. Hannes H. Garðarsson Albert Guðmundsson ákveður sérframboð: „Það var ekki um annað að ræða - það var engin fær útgönguleið“ „Guð veit að ég sé eftir þessu,“ segir Albert um hnefahöggið - „met dreng- skap ljósmyndarans meir en orð fá lýst“ ALBERT Guðmundsson, fyrsti þingmaður Reykvikinga, dró í gser framboð sitt til baka, sem fyrsti maður á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík, jafnframt því sem Albert ákvað að bjóða sig fram i sérframboði í komandi alþingiskosningum, undir listabók- stafnum S, í nafni Borgaraflokksins. Albert staðfesti þessa ákvörðun sina í viðtali við blaðamann Morgunblaðsins í gærkveldi og greindi frá þvi að hann myndi að öllum líkindum bjóða fram í öllum kjördæm- um landsins. Albert segist sjálfur munu skipa efsta sæti S-listans i Reykjavík, Guðmundur Ágústsson héraðsdómslögmaður annað sætið og Aðalheiður Bjamfreðsdóttir, formaður Verkakvennafélagsins Framsóknar skipi þriðja sætið. Þá hafi verið ákveðið að Júlíus Sól- nes muni skipa fyrsta sæti S-listans í Reykjaneskjördæmi. Albert segir að gengið verði frá listum Borgaraflokksins í dag. Viðtalið við Albert, sem tekið var á heimili hans við Laufásveg í gærkveldi, fer hér á eftir. Morgunblaöiö/Júlíus Albert Guðmundsson á heimili sínu í gærkveldi. — Albert, þú sagðir við mig fyrr f dag, að það væri þér þung- bært, sem þú værir að gera i dag. Eftir það samtal dregur þú nafn þitt til baka af D-listanum og ákveður sérframboð. Hvað réði endanlegri ákvörðun þinni í þessu efni? „Eins og kemur fram í bréfínu sem ég skrifaði formanni fulltrúa- ráðsins, þá varð sú ákvörðun mín til, að fara af D-lista Sjálfstæðis- flokksins og fara í sjálfstætt framboð, eftir þau ummæli sem formaður Sjálfstæðisflokksins, Þor- steinn Pálsson, lét falla f sjónvarps- þætti á Stöð 2 síðastliðið þriðju- dagskvöld. Hann tók fram, að þrátt fyrir vera mína í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins, og þar með sá þingmaður sem hefur flest atkvæði á bak við sig, af öllum 63 væntan- legum þingmönnum, skuli ég eftir kosningar vera áhrifalaus. Eg get ekki tekið því sem fyrsti þingmaður Reykvíkinga, að formaður Sjálf- stæðisflokksins og frambjóðandi í öðru kjördæmi lýsi því yfír að þeg- ar hafí verið tekin ákvörðun um það, að Reykvíkingar hafí ekki sama rétt í sínum þingmanni og aðrir landshlutar." — Hvenær tókstu endanlega ákvörðun um sjálfstætt framboð? „Það var reyndar ekki fyrr en í morgun sem endanleg ákvörðun mín lá fyrir. Ég hitti Þorstein Páls- son í morgun, því það er siður þegar ráðherrar hætta, að þeir afliendi arftaka sínum lyklavöldin að ráðu- neyti sínu. Við Þorsteinn töluðum saman í morgun í mesta bróðemi, eins og við höfum alltaf gert, en þá varð mér Ijóst að það var ekki um neina hugarfarsbreytingu að ræða hjá formanninum. Eg tel mig hafa reynt allt sem hægt er frá minni hálfu til þess að halda sátt- um. Ég sagði af mér ráðherraemb- ætti og tel mig hafa lítillækkað mig með því, til þess eins að reyna að halda sáttum, en ummæli for- mannsins f sjónvarpsþættinum sýndu fram á að það var ekki sátta- vilji fyrir hendi. Þrátt fyrir það vildi ég ræða þessi mál þegar ég af- henti honum lyklana, en hans áhugi beindist allur að því að skýra þau orð sem hann lét falla í sjónvarps- þættinum á annan hátt en almenn- ingur og ég skildum þau. Orðin sem voru látin falla, sögðu sfna sögu. Skilningurinn og túlkunin sem formaðurinn hefur á þessum orðum er á allt annan veg. Það var því ekki fyrr en í morgun, að ég sá að það var ekki um annað að ræða — það var engin fær útgönguleið, hvemig sem maður reyndi að ná sáttum og halda friðinn, því miður. Það er ekki minna sárt fyrir mig að yfírgefa félaga mína á framboðs- listanum en að yfirgefa ráðherra- stólinn. Ráðherrastaða er afskap- lega tímabundin og fallvölt staða. Þar er ekki um fastráðningu að ræða. Aftur á móti er félagsskapur sem maður hefur kunnað vel við sig í, manni kærari. Ég á eftir að sakna margra af þessum ágætu félögum mínum." — Þú segist stefna að þvi að bjóða fram í öllum kjördæmum landsins. Ertu tilbúinn með fram- boðslista í öllum kjördæmum? „Ég veit ekki á hvaða stigi undir- búningur þess máls er. Á þessari stundu er verið að opna kosninga- skrifstofu S-listans í Skeifunni 7 og ég hef ekki fylgst með neinni kosningavinnu, hvorki hér í Reykjavík né annars staðar. Ég veit að mínir stuðningsmenn hafa haft nokkuð mikið umfangs frá því í gærkveldi, að þeim varðljóst hvað ég hafði í huga. Það er fúllur vilji hjá okkur fyrir því að bjóða fram í öllum kjördæmum." — Hveijir munu skipa efstu sætin í Reykjavíkur- og Reykja- neskjördæmi? „Ég verð sjálfur í fyrsta sætinu í Reykjavík. Guðmundur Ágústs- son, ungur héraðsdómslögmaður verður í öðru sæti listans í Reykjavík og Aðalheiður Bjam- freðsdóttir skipar þriðja sætið. Frekari skipan listans ræðst seint í kvöld og á morgun. í Reykja- neskjördæmi hefur Júlíus Sólnes haft veg og vanda af undirbúningi framboðs okkar þar, í nánu sam- starfl við mig og aðra, og hann mun skipa þar efsta sætið. Önnur niðurröðun á lista kemur á daginn á morgun." — Hvaða stefnumál munuð þið kynna sem ykkar höfuðstefnu- mál? „Ég verð aldrei annað en sjálf- stæðismaður — sjálfstæðisstefnan er þvf okkar steftia. Ég fer síður en svo með glöðu geði úr Sjálfstæð- isflokknum. Reyndar fer ég ekki úr Sjálfstæðisflokknum. Svo lengi sem ég er í stjómmálum og svo lengi sem ég lifi, þá er ég sjálfstæð- ismaður í hugsjón og það breytir mér ekkert, þótt ég sé nú f fram- boði undir gamla listabókstaf Sj álfstæðisflokksins. “ — Ertu með þessu að segja að það sé enginn málefnalegur ágreiningur á milli S-Ustans og D-listans heldur aðeins persónu- legur ágreiningur? „Þessi listi verður til vegna þess að einhveijir í forystu Sjálfstæðis- flokksins gerðu tilraun til þess að hefta mitt athafnafrelsi sem þing- manns Reykvíkinga og ég er ekki þannig maður að ég láti hefta mig. Þess vegna má segja að ég hafí orðið undir í einhveijum átökum sem voru frá flokknum, en ekki frá mér til flokksins. Það voru ákaflega einhliða átök, því ég gerði ekkert til þess að koma í veg fyrir að mér yrði sparkað, hvorki ur ráðherrastól né úr þingmennsku, því ég lít svo á, að með ummælum formanns, fyrst um ákvörðun þingflokksins um að sparka mér úr ráðherrastól, ef ég ekki segði af mér sjálfur, og sfðan með ummælum sínum í áður- nefndum sjónvarpsþætti, að mér hafí verið sparkað úr Sjálfstæðis- flokknum, þó ég vilji ekki viður- kenna að ég sé kominn úr flokknum." — Hvað gerið þið ykkur vonir um að ná mörgum þingmönnum inn á Alþingi á vegum Borgara- flokksins? „Mér er ekki nokkur leið að svara þessari spumingu núna. Ég hef ekki hugsað það mál og geri mér ekki Ijósa grein fýrir því hversu mikinn stuðning þetta framboð okk- ar hefur." — Hugsar þú til þess, að kosn- ingum loknum, að Borgaraflokk- urinn sameinist Sjálfstæðis- flokknum, eða að um nána samvinnu þessara tveggja flokka geti orðið að ræða? „Nú er það svo með Borgara- flokkinn, að hann er flokkur borgara. Hann er flokkur sem er líkur Sjálfstæðisflokknum að því leytinu til, að það er ætlast til þess að fólk geti starfað innan hans með mismunandi skoðanir, eins og þú sérð af því að ég er þama í fyrsta sæti og kem úr Sjálfstæðisflokkn- um, en Aðalheiður Bjamfreðsdóttir er í þriðja sæti og er talin vera á vinstri væng stjómmálanna. Borg- araflokkurinn er nýtt afl sem hér er verið að virkja og við verðum bara að sjá hvemig það kemur út. Ég vil ekki spá neinu um framtíðina hvað varðar samstarf við Sjálfstæð- isflokkinn eða aðra flokka.“ — Þess var vænst klukkan þijú í dag að þú myndir tilkynna opinberlega um sérframboð þitt á óopinberum fundi með stuðn- ingsmönnum þínum á Hótel Borg. Það varð ekki og árekstur þinn við ljósmyndara Þjóðviljans, sem þar var staddur, varð til þess að þessum óformlega fundi lauk mjög skyndilega og án þess að nokkur yfirlýsing kæmi frá þér. Áttu von á því að þetta leið- indaatvik muni skaða þig í þeirri kosningabaráttu sem þú ert opin- berlega að hefja á morgun? „Fyrst er nú frá því að greina, að það var enginn fundur með mínum stuðningsmönnum á Hótel Borg. Ég kom bara til þess að hitta vini mína og kunningja á Hótel Borg í kaffí, eins og ég geri iðu- lega. Ég frétti meira að segja að það hefði verið greint frá því í út- varpi að það yrði fundur þama, sem er hreinn misskilningur. Nú, þetta atvik þama á Hótel Borg, hlýtur auðvitað að skaða mig. Þetta er í annað sinn á ævi minni sem ég slæ mann. í fyrra skiptið sem það henti mig hafði ég miklu meira tilefni til höggsins en í dag, því þá var virki- lega búið að leika mig grátt. En þú verður að átta þig á því, að það sem gerist í dag, gerist vegna þess að ég er búinn að vera undir ómann- legri pressu í langan tíma og er orðin afskaplega þreyttur. Eins og þú veist, þá hafa blaðamenn verið við hvert mitt fótmál í langan tíma og þessi síðasti sólarhringur hefur þó verið slnu verstur. Hann er raun- ar svo ótrúlegur, að það nálgast frelsisskerðingu. Sfðast þegar hringt var dyrabjöllunni í nótt af blaðamanni var klukkan að ganga tvö. í morgun fyrir allar aldir hring- ir blaðamaður og vekur mig til þess að hafa við mig viðtal. Þegar ég kem út snemma í morgun þá bfða mín blaðamenn frá DV fyrir utan til þess að ná tali af mér. Þeir hafa elt mig hvert einasta fótmál, hvert sem ég hef farið í allan dag, þann- ig að þegar ég kem niður á Hótel Borg að verða hálffjögur í dag og sé fulltrúa flestra ef ekki allra flöl- miðlanna samankomna í veitinga- salnum bið ég alla blaðamennina að lofa mér að drekka kaffí í friði með vinum mfnum og kunningjum. Og til þess að tryggja það nú að ég geti fengið að vera í friði, þá bið ég starfsfólkið og veitingastjór- ann um að sjá til þess að ég fái frið. Þetta gekk ekki vel í fyrstu en síðan fékk ég að vera nokkum veginn í friði. Svo gerist það, þegar ég stend upp til þess að tala við tvær konur sem ég þekki og sný mér svo við til þess að fara út úr salnum, að þá er þessi ljósmyndari búinn að stilla sér upp á milli mín og útgöngudyranna til að taka myndir. Þá fauk í mig, sem aldrei skyldi verið hafa. Ég sló til hans, fyrát til myndavélarinnar, þvf ég ætlaði að koma í veg fyrir að honum tækist að ná myndinni, en mér mistókst það. Þá sló ég hann í and- litið og auðvitað hefði ég ekki átt að gera það. Þetta var atvik sem átti sér stað vegna þreytu og ion- brigða með það, að fá ekki að rera í friði eitt einasta augnablik og Guð veit að ég sé eftir þessu. Þetta .ilýt- ur að hafa skaðleg áhrif á mig, það fer ekki hjá því. Eg vil hins vegar greina frá því, að þessi blaðamað- ur, sem varð fyrir höggi mínu hefur komið hingað heim til mín í dag, að minni beiðni og við höfum rætt saman og við höfum skilið sáttir. Ég met hans drengskap meir en orð fá lýst.“ Viðtal: Agnes Bragadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.