Morgunblaðið - 27.03.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.03.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ Lögðum allt kapp á að fá flutníngana - segir Hörður Signrgestsson um gagnrýni á lágt tilboð Eimskips í varnarliðsf lutningana „VIÐ HÖFÐUM fátt tU að miða við í þessu útboði en lögðum kapp á að fá vamarliðsflutning- ana í þetta skipti. Því buðum við tiltölulega lágt, en þó nægjanlegt til að ekki ætti að verða tap á þessum flutningum," sagði Hörð- ur Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélags íslands, þegar leitað var álits hans á gagnrýni annarra flutningsaðila á tilboð félagsins, sem þeir telja óeðlilega lágt. Hörður sagði að menn yrðu að hafa í huga að þama væri um að ræða flutninga á 1.800 gámum á einu ári á milli tveggja staða, sem ætti að vera tiltölulega einfalt að fást við. Flutningar félagsins á milli Evrópu og Bandaríkjanna væm að dragast saman og mætti að hluta til líta á vamarliðsflutningana í því ljósi, að þeir kæmu þar í staðinn. Hörður sagði að það væri rétt að verðið væri aðeins hluti af því verði sem í gildi hefði verið þegar íslensku skipafélögin önnuðust þessa flutningas á sínum tíma, sagði að verðið nú væm um fjórð- ungur af því verði. Danska skipið: Sjópróf í Reykjavík í dag SJÓPRÓF vegna strands danska flutningaskipsins Arktis River verða haldin í Reykjavík í dag. Skipið strandaði við Rif á Snæ- fellsnesi aðfaranótt þriðjudagsins. Varðskipinu Óðni tókst að ná skip- inu á flot í fyrrinótt og hélt það þá áleiðis til Reykjavíkur. Þangað kom skipið í gær og hefjast sjópróf í málinu um kl. 15 í dag. Lögreglu- rannsókn fór fram á Rifi og í gær vann rannsóknarlögregla ríkisins einnig að málinu. I/EÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi f gær: Yfir norðaustur-Grænlandi er 1028 milli- bara hæð. 500 kílómetra suðaustur af landinu er 983 millibara lægð sem þokast austnorðaustur og vaxandi 978 millibara lægð um 1700 kílómetra suður í hafi þokast norðaustur. SPÁ: í dag verður norðaustanátt, víðast strekkingsvindur. Él um norðan- og austanvert landið en bjart suðvestanlands. Hiti rétt um eða undir frostmarki. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: LAUGARDAGUR: Norðaustanátt og víða vægt frost. Dálítil él við norðaustur- og austurströndina, en úrkomulaust og víða léttskýjað annars staðar. SUNNUDAGUR: Fremur hæg breytileg átt og hiti nálægt frost- marki. Dálítil él við austurströndina og á annesjum vestanlands, en víða bjart veður inn til landsins. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað A g| Hálfskýjað 'dðlk. Skýjað W/Æfflm / /\ Alskyjað yy//ÆnW/j x Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri hltl 0 veður úrkomaígr Reykjavik 3 skýjaó Bergen 3 skúr Helsinki 1 hálfskýjað Jan Mayen -5 snjóél Kaupmannah. S skýjað Narssarssuaq -1 úrk.ígr. Nuuk -8 snjókoma Osló 1 þokumóða Stokkhólmur 1 þokumóða Þórshöfn 2 slydda Algarve 17 hálfskýjað Amsterdam 10 skýjað Aþena 15 léttskýjað Barcelona 15 þokumóða Berlfn 8 skýjað Chicago 8 þokumóða Glasgow Feneyjar 12 vantar þokumóða Frankfurt 11 léttskýjað Hamborg 9 léttskýjað Las Palmas 20 skýjað London 12 skýjað Los Angeles 11 helðskfrt Lúxemborg 11 hálfskýjað Madrfd 16 hálfskýjað Malaga 9 heiðskfrt Mallorca 16 mistur Mlami 23 skýjað Montreal 6 rigning NewYork 8 alskýjað Parfs 11 skýjað Róm Vfn 15 vantar rigning Washington 13 lóttskýjað Winnipeg -3 skýjað Engar tóbaksvörur seldar á Egilsstöðum og Seyðisfirði REYKINGAR verða litnar homauga víðsvegar um land i dag. Tóbaksvarnarnefnd og Samtökin um reyklaust ísland árið 2000 hafa hvatt reykinga- menn til þess að gera daginn reyklausan. Fyrirtæki, heil- brigðisyfirvöld og félagasam- tök Iýsa stuðningi við málstaðinn, þar á meðal versl- anir á Egilsstöðum og Seyðis- firði sem selja ekki tóbaksvömr í dag. sem heilbrigðis og trygginga- málaráðuneytið og Landlækni- sembættið heldur með héraðs- læknum á Akureyri þessa dagana skoraði í gær á landsmenn að taka þátt í reyklausum degi og sameinast í því að úthýsa „einni mestu heilsuvá þjóðarinnar“ eins og það er orðað í ályktuninni. Að sögn Þorvarðar Ömólfsson- ar starfsmanns Krabbameinsfé- lags Reykjavíkur verður opið hús á skrifstofu félagsins við Skóg- arhlíð í dag. Þar geta reykinga- menn sótt sér fróðleik og stuðning. Einnig munu leiðbein- endur á tóbaksvamamámskeiðum svara í símann og gefa holl ráð. „Þeir sem hafa áhuga á því að ganga í reyklausa liðið og aðrir sem áhuga hafa á þessu máli eru velkomnir. Hér verður boðið upp á kaffi, sýnd myndbönd allan dag- inn og bæklingar liggja frammi. Þetta er einnig kjörið tækifæri til þess að skoða húsnæðið í Skóg- arhlíð," sagði Þorvarður. Tóbaksvamarnámskeið, þar sem reykingamönnum fá stuðning •til þess að láta af vananum, eru nú í boði á 13 stöðum á landinu. Þorvarður sagði að nýlega hefði Krabbameinsfélaginu borist beiðni frá Alþýðubankanum að halda slíkt námskeið fyrir starfs- menn hans. Reykingamönnum innan bankans verður boðið á námskeiðið þeim að endurgjalds- lausu. Þetta er í fyrsta skipti sem fyrirtæki kaupir slíkt námskeið en erlendis er þessi háttur við- tekinn. Það er von tóbaksvarnarmanna að sem flestir drepi í síðustu síga- rettunni í dag. Reyklaus dagur í dag: Mjólkurmálið: Akvörðun um refsingu frestað TVEIR dómar féllu í sakadómi Reykjavíkur á þriðjudag í svo- kölluðu mjólkurmáli, en nokkrir starfsmenn Mjólkursamsölunnar og kaupmenn voru ákærðir fyrir verslun með stolnar mjólkurvör- ur. í dómsorði segir að fresta skuli ákvörðun um refsingu hinna ákærðu og falli hún niður að tveimur árum liðnum, sé al- mennt skilorð haldið. Mál þetta kom upp í janúar á síðasta ári, þegar kært var til rann- sóknarlögreglu ríkisins yfir þjófnaði á framleiðsluvörum Mjólkursamsöl- unnar í Reykjavík. Við rannsókn málsins viðurkenndi nokkur fjöldi þáverandi og fyrrverandi starfs- manna fyrirtækisins að hafa um nokkurra mánaða skeið tekið vörur ófijálsri hendi og selt kaupmönnum í Reykjavík og nágrenni fyrir hálf- virði eða 2/s af heildsöluverði. í öðru málinu sem dæmt var í á þriðjudag voru ákærðu einn starfs- maður Mjólkursamsölunnar og sjö kaupmenn, en í hinu þrír starfs- menn og tveir kaupmenn. í niður- stöðum dómsins í báðum málunum segir, að brot starfsmannanna varði við 244. grein almennra hegningar- laga og brot kaupmannanna við 263. grein sömu laga. Þá segir að ekki verði hjá því komist að líta til þess, að hjá rannsóknarlögreglu ríkisins viðurkenndi nokkur fjöldi starfsmanna Mjólkursamsölunnar að hafa tekið vörur að ófijálsu frá fyrirtækinu og selt til kaupmanna. Fjórir starfsmenn hafi verið ákærð- ir, en ekki verði séð að til aðgerða ákæruvalds hafi komið gegn öðrum. Varðandi þátt kaupmannanna virð- ist ekki aðhafst gegn öðrum en þeim níu sem þessi tvö mál fjalli um. Enginn hinna ákærðu utan einnw hafi áður gerst sekt um hegn- ingarlagabrot. Að þessu athuguðu ákvað dóm- ari að fresta ákvörðun refsingar á hendur öllum ákærðu og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms, haldi þau almennt skijorð. Dóminn kvað upp Amgrímur ísberg, sakadómari. 1NNLENT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.