Morgunblaðið - 27.03.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.03.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 35 Suðurlandskj ördæmi: Framboðsfundir ákveðnir Selfossi. Sameiginlegir fundir fram- boðslista í Suðurlandskjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar hafa verið ákveðnir og verða sem hér segir: Laugardaginn 28. mars á Kirkju- Athugasemd frá Flugleiðum FLUGLEIÐIR hafa beðið Morg- unblaðið að birta eftirfarandi athugasemd: bæjarklaustri klukkan 14:00 og í Vík í Mýrdal klukkan 20:30 Sunnu- daginn 29. mars að Hvolsvelli klukkan 20:00, fimmtudaginn 2. apríl á Flúðum klukkan 14:00, föstudaginn 3. apríl í Þorlákshöfn klukkan 20:30, sunnudaginn 5. apríl í Vestmannaeyjum klukkan 14:00 og miðvikudaginn 8. apríl verður fundað á Selfossi í Hótel Selfossi klukkan 20:00. — Sig. Jóns. Framhaldsskólamir: í tilefni af skrifum Helgarpósts- ins þann 12. þessa mánaðar, þar sem fjallað er um rekstur ferða- skrifstofunnar Útsýn, og viðskipti hennar við Flugleiðir, viljum við koma eftirfarandi á framfari. Ferðaskrifstofan Útsýn hefur verið einn af stærstu viðskiptaaðil- um Flugleiða á íslandi í fjölda ára. Öll þessi ár hefur Útsýn verið með skilvísustu greiðendum og sam- vinna þessara tveggja fyrirtækja verið með ágætum. Þessi ummæli í Helgarpóstinum er því ekki á rök- um reyst. Flugleiðir vona að viðskiptin við starfsfólk Ferðaskrifstofunnar Út- sýn megi verða jafnánægjuleg um ókomin ár. Úrslit í spurn- ingakeppni ÚRSLIT í Dennakeppninni, spurningakeppni framhaldsskól- anna um popptónlist, fara fram í kvöld. í ár mættu 17 framhaldsskólar víðsvegar að af landinu til leiks og komust 4 þeirra í úrslit. Úrslita- keppnin verður í Tónabæ og hefst kl. 20.30. Verðlaunin í Dennakeppninni eru tveggja vikna sólarlandaferð fyrir vinningsliðið. Á landsmótinu koma kóramir fram hver í sinu lagi en einnig syngja saman nokkur lög. Landsmót íslenskra barnakóra haldið í Rangárvallasýslu Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Landsmót íslenskra barnakóra er haldið annaðhvert ár og skipu- lagt af Tónmenntakennarafélagi íslands. Tilgangur mótanna er að efla tónmennt í skólum landsins og örva kórsöng sérstaklega. LANDSMÓT islenskra bama- kóra verður haldið austur i Rangárvallasýslu helgina 28. til 29. mars nk. Er þetta 6. lands- mótið sem haldið verður. Um 20 baraakórar víðs vegar af landinu taka þátt i mótinu sem lýkur með tónleikum á Heima- landi sunnudaginn 29. mars kl. 15.00. Á landsmótinu munu kóramir koma fram hver í sínu lagi en einnig syngja saman nokkur lög. Munu þá um 800 böm stilla sam- an raddir sínar í skipulegum söng. Ráðsfundur á veg- um II Ráðs Málfreyja INNLENT RÁÐSFUNDUR á vegum II Ráðs Málfreyja á íslandi verður hald- inn á morgun, laugardag 28. mars, að Hótel Esju. Gestgjafa- deild er Irpa Reykjavik. Fundur verður settur kl. 10.30. Óundir- Hækkunin var 5% í FRÉTT í Morgunblaðinu i gær sagði að laun ráðherra og for- seta íslands hefðu hækkað um tæp 10% með úrskurði Kjara- dóms á þriðjudag. Þetta er ekki rétt, hækkunin nam 5%. Leiðrétting- NAFN félagsráðgjafa féll niður í frétt blaðsins í gær, er greint var frá því hvaða starfsfólk Ríkisspítal- anna hefði sagt upp störfum frá 1. apríl. Félagsráðgjafar eru í þeim hópi. Kjaradómur úrskurðaði um laun þingmanna og æðstu embættis- manna ríkisins og nam hækkunin í öllum tilfellum 5%. Ástæða þess að mishermt var í fréttinni í gær var sú, að laun frá því í október voru lögð til grundvallar, en 4,59% hækkun kom á þau laun í desember sl., líkt og samið hafði verið um fyrir BSRB. Þingfararkaup er nú 97.698 krónur, ráðherralaun 161.223 krónur, laun forsætisráð- herra 177.346 krónur og laun forseta íslands eru 183.503 krónur. Þessi 5% hækkun gildir frá 1. jan- úar sl. búin ræðukeppni hefst kl. 10.45. Hádegiserindi verður flutt af Erlu Guðmundsdóttir, 1. varafor- seta 5. svæðis. KI. 14.30 flytur Hrafn Bragason lögfræðingur fræðsluerindi er nefnist Hvernig fara Alþingiskosningar fram - vægi atkvæða og fyrirsgumir. Kl. 15.20 flytur Hrólfur Ólvirs- son fræðsluerindi um tillögu- flutning. Fréttatilkynning Rauði klárínn á Hofi sem Jörundur hundadagakonungur kemur riðandi á úr landsreisunni. Kneyfa öl úr krúsum á meðan sýninff stendur yfir Hofsósi. V O •/ Hofsósi. LEIKFÉLAG Hofsóss sýnir um mundir leikrít Jónasar sonar Þið munið hann Jör- und. Leikritið fjallar um dvöl Jör- undar hundadagakonungs á íslandi á síðustu öld og sam- skipti hans og félaga við Islend- Nemendur áhyggjufullir vegna Kennaradeilunnar: • • Onnin er ónýt ef verkfall- ið leysist ekki um helgina NEMENDUR framhaldsskól- anna á höfuðborgarsvæðinu sem sest hafa upp í fjármála- ráðuneytinu era ekki bjartsýnir á horfuraar og telja að margir nemendur muni flosna upp úr námi vegna þess hve verkfallið hefur dregist á langinn.„Önnin er ónýt ef verkfallið leysist ekki um helgina, við eigum ekki möguleika á að ná öllum prófum ef við missum úr meirí kennslu." Svipaðrar svartsýni gætti einnig hjá skólamönnum á Eg- ilsstöðum og á Isafirði í samtali við Morgunblaðið í gær. Þeir nemendur Menntaskólans á ísafírði sem í vetur hafa verið á heimavist skólans eru flestir famir heim til sín og margir komnir í vinnu, að sögn Bjöms Teitssonar. „En ég hef trú á að flest allir nemendur skili sér aft- ur, þó það gæti breyst ef verkfallið dregst öllu lengur. Ennþá hefur þetta ekki staðið svo lengi að önnin sé ónýt, en enginn má við því að verkfall standi lengi enn. Ég hef ákveðna samúð með kenn- urum í þeirra launabaráttu en það er auðvitað mjög slæmt að þetta þurfi að koma niður á nemend- um.“ Aðspurður um hvort hugs- anlega yrði hægt að bæta nemendum upp kennslumissinn sagði Bjöm að möguleikinn væri sá að stytta próftímann og vinna þannig einhverja daga til kennslu og jafnvel mætti kenna í páskafrí- inu. „Þetta er svona það sem manni dettur í hug, en auðvitað hafa engar ákvarðanir verið tekn- ar enn í því máli. Emil Bjömsson, kennari við Menntaskólann á Egilsstöðum og formaður svæðisfélags H.Í.K. á Austurlandi, sagði dauft hljóð í kennurum þar, en um hljóðið í nemendum væri lítið hægt að segja því flestir væru famir af staðnum. „Nemendum var bent á að fylgja námsáætlun. Hluta verk- efnanna er hægt að vinna heima en önnur er erfiðara að eiga við nema undir leiðsögn kennara. Við óttumst að einhver hópur skili sér ekki aftur, en það fer samt eitt- hvað eftir því hvenær þessi mál leysast. Það er stutt í prófin, en hvemig þessu kennslutapi verður mætt er samningsatriði milli kennara Emil. og ríkisvalds," sagði Þrátt fyrir slæmar horfur, var ekki annað að heyra á nemendum í fjármálaráðuneytinu en að mik- iil hugur væri í fólki þar.„Við förum ekki fyrr en lausn er fund- in og það fer reglulega vel um okkur. Við höfum fengið sendar kökur og ýmislegt góðgæti frá kennurum og drepum tímann með spilum og söng," sögðu nokkrir nemendur í gær. Að þeirra sögn gistu um 50 manns ráðuneytið í fyrrinótt. Aðspurð sögðu þau að kennarar myndu örugglega reyna eftir getu að bæta þeim kennslu- missinn, ef samningar tækjust, t.d. með kennslu á laugardögum fram að prófum og í páskaleyfínu. inga. Alls taka 25—30 manns þátt í sýningunni hvert sinn og allir í tómstundum sínum. Þannig má sjá framkvæmda- stjóra Hraðfrystihússins hf., Hofsósi, sýna mikil tilþrif þegar hann í hlutverki Jörundar kemur ríðandi úr landsreisunni inn í aðal- sal félagsheimilisins Höfðaborgar á rauðum klára frá Hofi. Þeim sal hefur verið breytt í hina frægu Lundúnakrá „Jokers and Kings" og þar sitja áhorfendur og kneyfa öl úr stórum krúsum á meðan sýning- in stendur yfír. Ekki er til þess vitað að framkvæmdastjórinn hafi fyrr komið á hestbak, er reyndar þekkt- ari fyrir andúð á hrossum þegar hann sem oddviti hefur reynt að fá hrossaeigendur til að fara eftir bú- íjárreglugerð þorpsins. Hilmir Jóhannesson, Þingeyingur að uppruna, sem lengi hefur verið viðriðinn leiklistina, m.a. samið leik- ritið „Sláturhúsið hraðar hendur", tók að sér leikstjóm og hefur hann breytt uppsetningu leikritsins í samráði við höfund. Með helstu hlutverk fara: Jóhann Friðgeirsson, Gísli Kristjánsson, Stefán Óskars- son, Einar Einarsson, Lúðvík Bjamason, Þórleif Friðriksdóttir, Þómnn Snorradóttir, Sigurður Sig- urðsson, Jónína Hjaltadóttir. Hefur aðsókn verið mjög góð, ekki er gert ráð fyrir að fara með leikritið til sýninga í nágranna- byggðarlög, þannig að þeir sem enn hafa hug á að sjá leikritið þurfa að koma í Hofsóskrána „Jokers and Kings" eitthvert kvöldið. Ófeigur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.