Morgunblaðið - 27.03.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.03.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ „Frjálslyndir flokk- ar“ o g útvarp eftir Þór Sigfússon Hrafn Gunnlaugsson skrifar grein í Morgunblaðið þann 14. mars sl., þar sem hann lýsir því jrfír að Jón Baldvin Hannibalsson komi til með „að taka inn á þing einhvem forstokkaðasta hóp kerfís- karla sem nokkum tíma hefur setið á Alþingi íslendinga". Þar á hann við komandi þingflokk Alþýðu- flokksins. Hér verður heilshugar tekið undir þessi orð. Þessu til sönn- unar má m.a. benda á viðhorf alþýðuflokksmanna til ftjáls út- varps. Eiður Guðnason alþingis- maður er m.a. nefndur í grein Hrafns, sem einn helsti andstæð- ingur frjáls útvarps úr röðum krata. Það kom glögglega fram við af- greiðslu útvarpslagafrumvarpsins á Alþingi að afturhaldið taldi sér ekki fært að standa lengur gegn fijálsu útvarpi. Þó reyndu menn eins og Eiður allt til þess að teíja málið með málþófi. Hann sagði m.a. 12. júní 1985: „Hvað liggur á? Af hveiju má ekki samþykkja þau í skynsamlegra horf í haust? Undir hvaða þrýstingi er fólkið? Það er mjög hávær minnihlutahópur, sem hefur tök á ^ölmiðlum og sem á þar greiðan aðgang, sem hefur hátt í þessu máli. En er þetta mál sem fólk úti um hinar dreifðu byggðir landsins telur skipta meginmáli, vera stórmál?" Þegar þetta var sagt voru liðin átta ár sfðan Guðmundur H. Garðarsson lagði fram tillögur á þingi um frelsi í útvarpsmálum. Rökin „hvað liggur á“ voru ekki ný af vörum þeirra er halda vildu í úrelt einokunarkerfíð. Arni og auðmagnið Eiður er þó ekki sá eini sem tjáði sig um þetta efni opinberlega af krata hálfu. Ami Gunnarsson á athyglisverðari og stórbrotnari orð í þessari umræðu. Hann sagði í forystugrein Alþýðublaðsins, rétt eftir að sjálfstæðismenn hófu um- ræður um þetta mál á Alþingi, 25. nóvember 1977: „En þessar hug- myndir sjálfstæðismanna, sem líkiega er ætlað að styrkja frelsi og lýðræði í landinu, eru ákaflega vanhugsaðar. Fijáls útvarpsrekstur gæti stefnt þessu hvoru tveggja í verulega hættu. Ástæðan er einföld, auðmagnið myndi hafa tögl og hagldir í þessum rekstri." Undir lok leiðarans segir ritstjórinn og þing- mannskandidatinn: „Tillagan um fijálsan útvarpsrekstur er dægur- fluga, sem þó gæti bitið illilega, ef menn gættu sín ekki gagnvart henni. Hún er tilraun til að mis- muna meira en nú er kynningu og útbreiðslu skoðana og sjónarmiða. Tillagan er í raun atlaga að lýðræð- islegri skoðanamyndun. Hvergi á Norðurlöndum og óvíða í öðrum Evrópulöndum er fijáls útvarps- rekstur leyfður. Lýðræðisþjóðir telja hann hættulegan ...“ Lára V. og vinstri menn Nýr kandidat á framboðslistan- um í Reykjavík, Lára V. Júlfus- dóttir, vakti athygli á sér fyrir skömmu með því að lýsa yfír fullum stuðningi við félag vinstri manna í stúdentaráðskosningunum í Há- skólanum. Það vakti undrun margra há- skólastúdenta að sjá kratamærina lýsa þessu yfír. Kannski lá ekkert á heldur, að hennar mati, að breyta stúdentaráði úr litlu alþingi, eins og vinstri menn vildu hafa það, í félag fyrst og fremst fyrir háskóla- nema um málefni háskólans. Stúdentar svöruðu þó kalli hennar og fleiri afturhaldssinna með því að styðja borgaralegu öflin í Há- skólanum til mikils sigurs. Hrafn Gunnlaugsson hefur í grein sinni lög að mæla þegar hann fullyrðir að Alþýðuflokkurinn sé ekki annað en hópur forstokkaðra kerfískarla. Hópur, sem tekur stjómlyndið fram yfir allt annað og sækir allar sínar hugmyndir til krataflokka á hinum Norðurlöndunum. Látum ekki blekkjast. Rósin er alveg jafn rauð hér á Islandi og í Svfþjóð. Við höf- um ekkert að gera við sænskt álegg á íslenskt brauð. Alþýðubandalagið — afturhald án tilgangs Það var mörgum hlustendum Bylgjunnar viss lífsreynsla að fylgj- ast með formanni Alþýðubanda- lagsins, Svavari Gestssyni, afsaka ítrekaðar tilraunir Alþýðubanda- lagsins til þess að koma í veg fyrir að einokun ríkisútvarpsins af út- varpssendingum yrði afnumin. Hann svaraði einum Bylgjuhlust- andanum á Opinni línu á þá leið að ef hlustandinn vildi endilega Þór Sigfússon „Það kom glögglega fram við afgreiðslu út- varpslagafrumvarpsins á Alþingi að afturhaldið taldi sér ekki fært að standa iengur gegn frjálsu útvarpi.“ heyra það, gæti hann viðurkennt að Alþýðubandalagið hafi verið andvígt fijálsu útvarpi. Þar hafði formaður Alþýðubandalagsins ekki upp sömu tilburði og í þingræðu, er hann flutti þann 8. maí 1985. Þar sagði hann: „Alþýðubandalagið er fyrir sitt leyti tilbúið að gera bandalag við Framsóknarflokkinn um að stöðva hina gegndarlausu útþenslu fjármagnsins ...“ Á Op- inni línu Bylgjunnar, „einni út- þenslustofnun ijármagnsins", sat . nú formaður Alþýðubandalagsins og reyndi eftir mætti að bera í bætifláka fyrir flokkinn. Oftar hef- ur hann síðan komið þar til viðtals, eins og allir fulltrúar stjórnmála- flokkanna hafa gert á þessu fijálsa útvarpi. Einhvern tíma lét hann síðan út úr sér er hann snæddi sfldarrétti í spjallþætti á Bylgjunni að honum þætti stöðin „bara ágæt“. Ef þetta er ekki að lifa í pólitísku tilgangsleysi þá hef ég eitthvað misskilið þá skilgreiningu. Fiýáls og- bullandi hlutdrægur En þeir eru fleiri alþýðubanda- lagsmennirnir, sem lítið heyrist frá um útvarpsmálin. Hjörleifur Gutt- ormsson sagði í þingræðu þann 17. október 1984: „Ríkisútvarpið er og verður áfram sameiningarafl í þjóð- félaginu. Fijáls fjölmiðill opinn öllum landsmönnum. Ekkert má gera sem teflir þessu hlutverki ríkisútvarpsins í tvísýnu." í þjóð- félaginu átti að þrífast einn fjölmið- ill — bullandi hlutdrægur, eins og skoðanabróðir Hjörleifs, Ævar Kjartansson, komst að orði í viðtali við NT. Var það kannski keimlíkt og Sósíalistafélag íslendinga aust- antjalds hafði prédikað á skólaárum Hjörleifs, þ.e.: „Vér álítum rétt og sjálfsagt að leyfa ekki umræður né gefa fólki kost á að velja um neitt nema á grundvelli Sósíalismans." Alþýðubandalagið gekk svo langt í andstöðunni gegn fijálsu útvarpi að flokkurinn tók upp á því að koma áróðri inn í kennsluefni hjá mennta- skólanemum. í Menntaskólanum við Hamrahlíð var áfangi í fjöl- miðlafræði, þar sem notað var fyölrit til hliðsjónar með_ heitinu: „Vísir að fjölmiðlafræði". í því mátti finna greinar m.a. eftir Þorbjöm Brodda- son, sem stjómaði umræðunni innan Alþýðubandalagsins um fijálst útvarp. Þorbjöm vitnar m.a. í Karl Marx og fleiri þekkta vinstri Fyrsta stórrallý ársins! TOMMA RALLÝ hefst með tilheyrandi strokkhljóðum I dag kl. 18.00 fyrir utan TOMMA BORGARA á Lækjartorgi. Síðan verður ekið eftir því sem rokkur, topp- stykki og reglur leyfa suður að ísólfsskála (kl. 19.51) og þaðan að Stapafelli (kl. 20.26), Stapa (kl. 20.57) og um Hvassahraun (kl. 21.23). Keppninni lýkur svo fyrri daginn við TOMMA BORGARA á Grensásvegi kl. 21.45 í kvöld. Kapparnir rísa úr rekkju árla I fyrramálið, bursta tennur, sjæna sig til og hefja leikinn að nýju kl. 7.00 fyrir utan BÍKR skemmuna en meira um það í Mogganum á morgun. Munið að öllum sérleiðum verður lokað hálftíma áður en fyrsti bíll kemur. Áhorf- endaleiðabækur fást á öll- um TOMMA STÖÐUM hér á Suðvesturhorninu. En umfram allt farið nú varlega og hlaupið mldœ auglfclngciþjónusta. s. 685651
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.