Morgunblaðið - 27.03.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ
Essen óstöðvandi
Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni f Vestur-Þýskalandi
ÞAÐ virðist fátt geta komið í veg
fyrir að Essen verji meistaratitil
sinn í þýska handknattleiknum.
Þróttur
fékk
Liðið vann í gœr stóran sigur á
liði Göppingen, 26:12, eftir að
staðan í leikhléi hafði verið 14:4!
Alfreð Gíslason lék að venju vel
með Essen. Hann skoraði fimm
mörk í leiknum og í vörninni sá
hann um Klempel þannig að kapp-
inn skoraði aðeins eitt mark í fyrri
hálfleik og þrjú í þeim síðari.
Fraatz var markahæstur leik-
manna Essen með níu mörk en
Alfreð kom næstur honum.
Það virðist nú vera formsatriði
fyrir Essen að klára mótið. Liðið
hefur sjö stiga forystu þegar fimm
leikir eru eftir og allt útlit fyrir að
það verði meistari. Leikurinn í gær
er trúlega besti heimaleikur Essen
í vetur.
Handewitt vann Schvabing í
gærkvöldi með 25 mörkum gegn
24.
• Alan Smith sleppur hér framhjá Johhny Metgod hjá Forest. Ætli
hann eigi eftir að standa sig jafnvel með Arsenal?
England:
þrjú
Þróttur vann Fylki í öðrum leik
Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu
á gervigrasveliinum í Laugardal í
gærkvöldi með þremur mörkum
gegn tveimur og fékk því þrjú
stig fyrir leikinn.
Fyrri hálfleikur var þófkenndur
en sóknarlotur Þróttar þó ívið
hættulegri. Sigurður Hallvarðsson
skoraði þá tvívegis fyrir Þrótt en í
upphafi síðari hálfleiks skoruður
þeir Hörður Valsson og Ólafur Jó-
hannesson sitt markið hvor fyrir
Fylki og jöfnuðu metin.
Atli Hilmarsson tryggði Þrótti
síðan sigur og þrjú stig er hann
skoraði mark á síðustu mínútum
leiksins eftir mistök markvarðar
Fylkis sem missti fyrirgjöf út í teig-
inn til Atla sem þakkaði fyrir sig
og skoraði.
Tap gegn
Luxemburg
ISLENSKA landsliðið f blaki tap-
aði fyrsta leiknum í blakmóti sem
liðið tekur þátt í í Luxemburg.
Strákarnir héldu utan í gær og
léku fyrsta leikinn fljótlega eftir
komuna.
Fyrstu hrinuna unnu heima-
menn mjög auðveldlega, 15:5, eftir
að vera komnir í 14:1. Síðan tóku
íslensku strákarnir við sér en það
dugði ekki til sigurs. Þeir töpuðu
15:11 og þeirri þriðju 15:12.
Það var fyrt og fremst sterk
sókn Luxemborgara sem gerði
gæfumuninn. Einnig var einn leik-
Islandsmet hjá Guðna
metinu. Þrír kappar áttu það áður
en Guðni bættist í hópinn. Magnús
Jónasson úr Ármanni og Angantýr
Jónasson úr HVÍ settu báðir met
árið 1977 og ári síðar bættist Guð-
laugur Þorsteinsson úr ÍR í hópinn.
GUÐNI Sigurjónsson hlaupari úr
Breiðabliki jafnaði í fyrrakvöld
íslandsmetið í 50 metra hlaupi
innanhúss þegar hann hljóp
vegalengdina á 5,7 sekúndum.
Guðni setti metið á innanfélags-
móti UBK sem fram fór í Baldurs-
haga og þótti víst mörgum tími til
kominn að einhver næði eldra
manna þeirra með geysilega
sterkar uppgjafir sem okkar menn
réðu illa við.
Bestir voru þeir Þorvaður Sig-
fússon, Leifur Harðarson og
Sigurður Þráinsson.
Liðið leikur á morgun við ungl-
ingalandslið Finna og á sunnudag-
inn leika þeir síðasta leik sinn á
mótinu.
ÍBK vann
ÍBK vann Hauka í bikarkeppni
kvenna í Keflavfk í gær með 60
stigum gegn 41 og eiga stúlkurn-
arfrá Keflavík nú mikla möguleika
á að komast f úrslitaleikinn og
þá væntanlega við KR, sem vann
IS í fyrri leik liðanna.
Arsenal keypti Smith
Síðasti dagur félagaskipta var f gær
Frá Bob Hennessy á Englandi.
FRESTUR til félagaskipta leik-
manna hjá ensku knattspyrnulið-
unum á þessu keppnistfmabili
rann út í gær og langt er sfðan
eins mikið hefur verið um að vera
sfðasta daginn.
Arsenal opnaði loks budduna í
gær og keypti Alan Smith frá Leic-
ester City fyrir 800.000 pund.
Smith er 24 ára framherji og lék á
sínum tíma við hlið Gary Lineker
hjá Leicester. Hann hefur gert 17
mörk í vetur. Hann mun þó ekki
leika með Arsenal fyrr en næsta
ár því samið var um að hann yrði
áfram hjá Leicester og freistaði
þess að bjarga þeim frá falli. Þess
má geta að hann sagði nei við
Chelsea fyrir tveimur mánuðum
er þeir buðu honum samning.
Notthingham Forest keypti Paul
Wilkinson, miðherja hjá Everton, í
gærfyrir 275 þúsund pund. Manc-
hester City fékk Kevin Langley
lánaðan frá Everton, en Wilkinson
keypti miðvallarleikmanninn frá
Wigan í fyrrasumar fyrir 100 þús-
und pund.
Watford greiddi Northampton
235 þúsund pund fyrir Richard
Hill. Hann hefur skorað 31 mark
fyrir félag sitt í vetur, sem er á
HEIMALEIKIR
UTILEIKIR
SAMTALS
Lelkir U J T Mörk U j T Mörk Mörk Stig
LIVERPOOL 34 12 3 2 35 13 8 4 5 25 19 60 : 32 67
EVERTON 32 12 3 1 38 10 6 4 6 21 16 59 26 61
ARSENAL 32 9 5 1 22 5 6 5 6 20 15 42 : 20 55
TOTTENHAM 30 10 3 4 29: 13 6 3 4 22 17 51 30 54
NOTT. FOREST 33 10 6 1 31 12 5 3 8 24: 27 55 39 54
LUTON 33 12 3 1 22 9 3 6 8 14 25 36 34 54
NORWICH 32 7 9 1 23: 17 6 5 4 20: 21 43: 38 53
COVENTRY 32 12 2 3 28: 14 2 5 8 10: 21 38: 35 49
WIMBLEDON 32 9 4 4 25 16 5 2 8 17 22 42 38 48
WATFORD 31 9 4 2 29 12 4 4 8 22 26 51 38 47
CHELSEA 33 7 4 6 22 23 5 5 6 20 27 42 50 45
QPR 33 9 3 4 25 18 3 4 10 12 24 37 42 43
MAN. UTD. 32 9 3 4 29 14 1 8 7 11 19 40 33 41
SHEFF. WED. 32 8 7 2 30: 16 2 4 9 13 30 43. 46 41
WESTHAM 32 6 2 6 24: 23 4 6 8 19: 30 43 53 38
SOUTHAMPTON 32 9 2 5 35 19 2 2 12 18 37 53 56 37
OXFORD 32 6 6 4 24 21 2 4 10 8: 33 32: 54 34
LEICESTER 33 7 5 4 30 21 2 1 14 13- 43 43: 64 33
MAN. CITY 32 6 5 5 20 17 0 7 9 7 25 27 42 30
CHARLTON 32 4 5 6 17 17 3 3 11 13 28 30 45 29
ASTON VILLA 33 5 6 5 19 22 1 4 12 17 45 36 67 28
NEWCASTLE 31 5 4 6 22 24 1 5 10 10 29 32 53 27
góðri leiö meö að sigra í 4. deild.
Hill verður áfram hjá Northampton
út tímabilið.
West Ham keypti í varnarmann-
inn Tommy McQuinn frá Aberdeen
í gær fyrir 125.000 pund og á sama
tíma keypti Oxford sóknarmanninn
Martin Foyle frá Aldershot fyrir
140.000 pund.
WBA seldi Garth Crooks til
Charlton fyrir 80.000 pund og Stu-
art Evans fyrir 50 þúsund pund til
Plymouth, en Luton hafnaði tilboði
Glasgow Rangers í Ricky Hill. Sou-
ness bauð 250 þúsund pund, en
Luton vill fá 400 þúsund pund fyr-
ir leikmanninn.
Sunderland keypti í gær Keith
Bertschin frá Stoke City fyrir 30
þúsund pund í gær. Souness hjá
Glasgow Rangers hefur nú eytt 2
milljónum punda til kaupa á nýjum
leikmönnum. í gær keypti hann tvo
leikmenn, Jim Philips frá Bolton
Woderse fyrir 75 þúsund pund og
Kirkwood frá East Five fyrir 50
þúsund pund.
Þá er Ijóst að Mark Hughes
verður áfram hjá Barcelona. Hann
fór til Wales í frí um síðustu helgi,
þegar hann var settur út úr liðinu,
og hafði Manchester United áhuga
á að fá hann aftur. Af því verður
ekki og Hughes flýgur til Spánar í
dag.
Að lokim má geta þess að John
Bond framkvæmdastjóri Birming-
ham var sektaður um 750 pund á
dögunum fyrir að gagnrýna val
landsliðs Englands fyrr í vetur i
blaðaviðtali.
Nokkrir leikir voru í Englandi í
vikunni og látum við stöðuna fyrir
leiki helgarinnarfylgja hértil hliðar.
Handbolti:
í kvöld
TVEIR hörkuleikir veröa í 1.
deild handboltans í í kvöld í
Seljaskóla og hefst sá fyrri
klukkan 19.30.
Fyrst leika Valur og Breiða-
blik, liðin sem léku svo æsi-
spennandi leik í bikarnum á
miðvikudaginn, og síðan lið KR
og Stjörnunnar. Tveir leikir sem
verða áræðanlega spennandi.
i 2. deild er einnig mikill leik-
ur en þá leika Þór og ÍBV á
Akureyri og ræður þessi leikur
miklu um hverjir komast í 1.
deild að ári.
Kubik með tvö
TÉKKAR unnu Svisslendinga, 2:1
í vináttulandsleik í knattspyrnu í
Bellinzona í Sviss í fyrrakvöld.
Kubik skoraði bæði mörk Tékka
í seinni hálfleik eftir að Hermann
hafði náð forystunni fyrir heima-
menn á 11. mínútu.
Létt hjá
þýskum
Vestur-Þjóðverjar unnu ísra-
elsmenn, 2:0, í vináttulandsleik í
knattspyrnu í Tel Aviv í fýrra-
kvöld. Olaf Thon og Lothar
Mattaeus skoruðu fyrir Þjóð-
verja. Áhorfendur voru 30
þúsund.
sima
góNusm
GREIÐ SLUKORTAÞ J ÓNU STA
ÍSLENSKRA GETRAUNA
Hér eru leikirnir!
Leikir 28. mars 1987 K
1 X 2
1 Arsenal - Everton 2 Aston Villa - Coventry 3 Charlton - Chelsea
4 Leicester-Man.City 5 Luton-Tottenham 6 Man. Utd. - Nott'm Forest
7 Newcastle - Southampton 8 Oxford - Sheff. Wednesday 9 Q.P.R. - Norwich
10 West Ham - Watford 11 Oldham - W.B.A. 12 Portsmouth - Sunderland
Hringdu strax!
688-322
föstudaga kl. 9.00-17.00 laugardagakl. 9.00-13.30