Morgunblaðið - 27.03.1987, Side 19

Morgunblaðið - 27.03.1987, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ lf> SAMBAND EFNAHAGS OG HEILSUFARS HEALTH, HIGHER EDUCATION AND THE COMMUNITY. REPORT OF AN INTERNATIONAL CONFERENCDE OF OECD PARÍS, 1975. Mynd 1: Þótt efnaleg velmegun sé undirstaða þróunar þá er ofgnóttin ekki eftirsókn- arverð. MEÐALÆVI KARLA OG KVENNA EFTIR ALDRI Á ÁRUNUM 1850-1978 1860 1900 1940 1980 MANNFJÖLDI, MANNAFLI OG TEKJUR. FRAMKVÆMDARSTOFNUN RÍKISINS, ÁÆTLUNNARDEILD. Mynd 7: Meðalævin óx hraðast á fyrri hluta aldarinnar. Frá 1950 hefur aukning meðalævinnar verið mjög lítil. 1900 1970 HEIMILD: UM HEILBRIGÐISFRÆÐSLU OG HEILSUUPPELDI í SKÓLUM MENNTAMÁLARÁOUNEYTIÐ 1986 Mynd 2: Langvinnir sjúkdómar aukast en skammvinnir minnka. Sjúkrakostnaður breyt- ir engu um það hve ört ný sjúkdómstilvik birtast. SJÚKDÓMSSPEGILLINN: BREYTINGAR Á 20. ÖLDINNI Mynd 3: Á þessari öld hafa orðið miklar breytingar á tiðni sjúkdóma. Nútímasam- félagshættir hafa skapað nýjan vanda. BRÁTT HJARTADREP í REYKJAVÍK FJOLDI 500 400 300 200 100 1976-1985 3 LANDSPÍTALINN 1 BORGARSPÍTALINN mHII LANDAKOT mm sM m m®: ‘Mm i :W:'xv vX: vj • • •i ■ I |p: & y 7 Sííí* !«ISÍ im** liÍ z iííss: ÍSSS ir I illii 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 HEIMILD-.ÁRSSKÝRSLUR STOFNANANNA 1976-1985 Mynd 8: Fjöldi sjúklinga innlagður vegna bráðrar kransæðastíflu á sjúkrahúsum í Reykjavík 1976—1985. 1950—1978 heldur en á tímabilinu 1920—1950. Sé samlíkingin við ísjakann notuð áfram táknar þetta að ísmyndunin fyrmefnda tímabilið (1950—1978) hefur valdið því, að jakinn reis hraðar það tímabil held- ur en 30 árin á undan (1920—1950). Kransæðasjúkdómur er einn hinna svonefndu menningarsjúk- dóma. Samkvæmt tilgátunni um aukin áhrif neikvæðra samfélags- þátta ættu tölur um sjúkleika af völdum þessa sjúkdóms að fara vaxandi. Mynd 8 sýnir fjölda tilvika af bráðu hjartadrepi, sem voru lögð inn á sjúkrahús í Reykjavík á tíma- bilinu 1976—1985. A þessu tímabili fjölgaði tilvikum af bráðu hjarta- drepi úr 300 1976 í 450-500 árið 1984-1985. Ætla má að tvennt eigi mestan þátt í aukningu bráðs kransæða- sjúkdóms á sjúkrahúsum í Reykjavík, þegar frá er talin hlut- fallsleg fjölgun aldraðra á tímabil- inu: a) Fjölgun nýrra tilfella kransæða- sjúkdóms þ.e. aukið nýgengi sjúkdómsins. b) Dauðsföllum af völdum bráðrar kransæðastíflu fækkar vegna bættrar meðferðar sem leiðir til þess, að sá sem fær sjúkdóminn hefur auknar lífslíkur. Aftur á móti getur sá hinn sami fengið fleiri bráðatilvik, sem leiðá til fleiri inn- lagna. Það táknar aukið algengi kransæðasjúkdóms þ.e. fleiri eru á lífi með kransæðasjúkdóm en áður. Miklar framfarir hafa orðið í meðferð krabbameins á undanföm- um árum. Nú er unnt að lengja líf fjölda fólks, sem fengið hefur þenn- an sjúkdóm. Það leiðir til vaxandi algengis krabbameins. Nú er talið, að hér á landi séu 3—4000 krabba- meinssjúklingar í meðferð eða eftirliti. Utreikningar sýna, að um næstu aldamót verður þessi hópur orðinn allt að 10.000 manns. Það má ráða af því, sem hér hefur komið fram, að læknavísindin eiga sjálf þátt í aukningu á verkefn- um sjúkraþjónustunnar, sem er áberandi nú á dögum. Framfarir læknavísinda felast m.a. í því, að lengja líf sjúkra. Það slær vissulega í bakseglin síðar með auknum til- kostnaði. Þeir, sem gagnrýna hinn aukna tilkostnað, átta sig e.t.v. ekki á, að þeir eru þar með að gagn- rýna að tekist hefur að auka lífslíkur sjúklinga. Niðurlag í mörgum löndum í hinum vest- ræna heimi kennir vissrar óþolin- mæði, því mörgum þykir heilbrigð- iskerfíð ekki sýna árangur í samræmi við þá auknu fjármuni, sem varið hefur verið til heilbrigðis- mála. Samkvæmt því, sem hér hefur verið sagt, mun árangurinn áfram láta á sér standa og raunar til- gangslaust að vænta hans eftir þessari leið. Viðfangsefni heilbrigð- ismálanna eru afmörkuð á þann hátt, að þar eru ekki tök á nema litlum hluta af þeim sjúkdómsupp- sprettum, sem þarf að loka, svo heilsufar batni. Kjarni málsins er sá, að hér dugar heilbrigðiskerfið ekki, heldur verður að horfa til annarra átta. Hér verður að hefjast handa með almennu átaki sam- félagsins í heild. Mótun heilbrigðisstefnu og setn- ingu ákveðinna markmiða um framfarir í heilsufarsmálum er fyrsta verkefnið. Heilbrigðisáætlun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, sem ríkisstjómin gerðist nýlega aðili að, er vísir, sem þarf að hlúa að. Heilbrigðisráðuneytið og heil- brigðisstéttirnar eru ekki ein um að sjá okkur fyrir betra heilsufari. Nýr hugsunarháttur þarf að skjóta rótum í þjóðfélaginu. Nú þarf hver einstaklingur að gera sér ljósa eigin ábyrgð. Hver er sinnar heilsu smiður. Verkefnið er í hönd- um allra ráðuneyta og allra stétta. Höfundur er borgarlæknir í , Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.