Morgunblaðið - 27.03.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.03.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ 47 Minning: Þórunn Elías- dóttir Hansen Fædd 12. janúar 1897 Dáin 20. mars 1987 Amma var fædd á Eskifirði, for- eldrar hennar voru Elías Hansen frá Suðureyri í Færeyjum og Guð- fríður Guðmundsdóttir, fædd á Túni í Mýrdal. Elías fórst með skipi þeg- ar amma var á fyrsta ári. Elías og Guðfríður eignuðust tvö böm saman, en Guðfríður eignaðist síðan fjögur böm með seinni manni sínum, Magnúsi. Guðfríður flutti til Reykjavíkur þegar amma var á fyrsta ári, en amma varð eftir hjá móðursystur sinni, Rannveigu Guð- mundsdóttur, sem ól hana upp. 1913 fluttist Guðfríður til Kanada með böm sín fjögur úr seinna hjóna- bandi og eftir það sáust mæðgum- ar, Þómnn og hún, aldrei aftur, en þær skrifuðust á allt til andláts Guðfríðar árið 1943. Amma átti því fímm systkini og eina albróður sinn sá amma aðeins tvisvar sinnum á ævinni, en hann var búsettur í Eng- landi alla sína tíð, og hálfbróður sinn hitti hún í fyrsta skipti þegar hún var orðin 80 ára. Amma stofnaði heimili með afa mínum, Sigurbergi Benediktssyni, 1924 og bjuggu þau öll sín búskap- arár í Vestmannaeyjum. Eignuðust þau saman fjögur böm og tvö þeirra komust á legg, drengimir Benedikt Sigurbergsson og Rafn Sigurbergs- son, en drengur og stúlka dóu stuttu eftir fæðingu. Afi og amma bjuggu á Bergi í Vestmannaeyjum, en í janúar 1965 Kveðjuorð: Valdimar Björns- son íMinneapolis Fæddur 29. ágúst 1906 Dáinn 10. mars 1987 „Skrifaðu Valdimar Bjömssyni í Minneapolis. Hann verður þér innan handar." Svona hljómuðu ráðlegg- ingamar hér heima þegar ég var að sækja um í Minnesota-háskóla fyrir nokkmm árum. Valdimar Björnsson þekkti ég ekki en fór að þessum ráðum samt. Og til að vera sem kurteisust þéraði ég hann í þessu fyrsta bréfi. Svarbréf barst um hæl, vélritað á ritvél með ensku leturborði, með þverstrik ð-anna og kommur yfir stafi færð inn eftir á með penna. Á kjarngóðri, dálítið sérkennilegri íslensku baðst hann undan þéringum — ég heyrði seinna að þær hefðu lítið tíðkast meðal íslenskra útflytjenda í Vesturheimi — en tók erindi mínu vel. Hann benti mér á hvetjir aðrir íslendingar væm við nám og sagði frá mörgu sem að gagni mætti koma. Hann gerði sér meira að segja ferð niður í háskóla til að fylgja umsókninni eftir. Þegar vestur kom fylgdu í kjöl- farið heimsóknir til þeirra Valdi- mars og Gullu. Þau vom sérstak- lega gestrisin og létu sig ekki muna um að bjóða okkur fjölskyldunni og jafnvel gestum okkar að heiman í mat til sín. Úti fyrir uxu erlend tré og erlend stórborg teygði sig í allar áttir, en inni í stofunni þeirra var íslenskt griðland. Valdimar var ekki lengi að ættfæra gestina og á eftir fylgdi notalegt rabb um heima og geima. Námsmaðurinn fékk hvíld frá krefjandi námi og fannst hann kominn í heimsókn til velviljaðra ættingja. Þau hjónin opnuðu námsmönnum ekki eingöngu heimili sitt, heldur kynntu þeim samfélag Vestur- íslendinga í Minnesota. Valdimar sagði frá bernskudögum sínum í íslenska þorpinu Minneota og Gulla bauð íslensku stelpunum með sér á fund í Heklu, íslenska kvenfélaginu, sem telur hátt í hundrað meðlimi. Margir Vestur-íslendingamir voru, eins og Valdimar, af annarri kyn- slóðinni sem ól aldur sinn í Vestur- heimi og var merkilegt að kynnast því hversu mikinn áhuga þeir höfðu á íslandi og öllu sem íslenskt var. Kynnin af Valdimar og Gullu, ættingjum þeirra og vinum gerðu dvölina í Minnesota mun ánægju- legri en ella. Eg veit að við mælum fyrir munn margra námsmanna þegar við þökkum Valdimar Björns- syni allt gamalt og gott og sendum Gullu og fyjlskyldunni allri samúð- arkveðjur. Eva og Asgeir Rj Electrolux Ryksugu- tilboð D-740 ELECTRONIK. Z-165 750 WÖTT. Aðeins 1 .500 kr. ut og eftirstöðvar til allt að 6 mánaða. Vdrumarkaðurinn hf. Eiöistorgi 11 - simi 622200 lést afí og bjó amma ein í tvö ár eftir það, en 1967 fluttist amma til okkar í Faxatún 36 í Garðabæ. Amma var hjá okkur í 8 ár og átt- um við systkinin þess vegna margar ógleymanlegar stundir með henni ömmu. Alltaf var gott að fara inn til ömmu með námsbækumar, hún átti alltaf aflögu tíma fyrir mig og systkini mín. Okkur þótti gaman að fara inn og spjalla við ömmu, hún hafði alltaf frá einhveiju skemmtilegu að segja. Eg minnist ömmu sem rólegrar og yfirvegaðrar konu og mikil reisn var yfír henni. Hún stóð alltaf föst á sínu og var einstaklega orðheppin. Við amma fórum margar ferðim- ar til Reykjavíkur saman og ég, þá 7 ára krakki, beið með mikilli eftir- væntingu eftir þeim degi í viku hverri að fara með ömmu að selja peysur, en í þá daga pijónaði hún fyrir Álafoss. Hún var einstaklega handlagin við þá iðn. Við systkinin fengum hjá henni heimsins bestu sokka og vettlinga, hún átti alltaf hlýja sokkar handa okkur þegar kalt var úti. Eina af mörgum góðu stundunum átti ég fyrir jólin ár hvert. Þá kallaði amma mig inn til sín og bað mig að pakka inn jóla- gjöfunum og skrifa á jólakortin fyrir sig. Þetta var mikil upplifun fyrir mig sem krakka. Þessarar jólastemmningar, sem við amma áttum saman, saknaði ég í mörg ár eftir að amma fór á Sólvang. Um þetta leyti fór sjónin að dapr- ast hjá ömmu og hún hætti að geta pijónað. Það var mikill missir fyrir hana því ömmu féll illa að sitja aðgerðarlaus. Hún var mikil dugn- aðarkona. 1975 flutti amma á Sólvang í Hafnarfirði vegna þess að heilsan var farin að bila. Hún vildi koma á framfæri sérstöku þakklæti til alls starfsfólk á Sólvangi fyrir góða umönnun. Hún nefndi þetta oft þegar hán var í heimsókn hjá foreld- rum mínum á Selfossi og kallaði hún Sólvang alltaf heimili sitt og talaði um hversu gott þar væri að vera. Þegar ég heimsótti ömmu á Sólvangi tók hún alltaf á móti mér brosandi með útbreiddan faðminn, svo falleg þegar hún kom gangandi á móti mér með tinnusvart hár og teinrétt bak. Og þó ég sæi að hún væri eitthvað veik sagðist hún allt- af bara vera hress og aldrei heyrði ég ömmu kvarta yfír einu eða neinu. Svona var hún fram á síðasta dag æfí sinnar. Eg vil fyrir hönd foreldra, systk- ina og fjölskyldna okkar þakka ömmu innilega fyrir allar þær stundir sem hún gaf okkur. Þær stundir eru okkur ómetanlegar og mun minning hennar lifa meðal okkar. Guð blessi hana og geymi handan móðunnar miklu. \ »Legg ég nú bæði líf og 6nd ljúfi Jesús, í þína hönd síðast þegar ég sofna fer sitji Guð englar yfir mér.“ (H. Pétursson.) Birna Benediktsdóttir Birting afmælis- og minningargreina Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. kerfisbókin semallir geta notað og kostar bara 100 krónur. Fæst hjá öllum umboðsmönmim s Islenskra getrauna. m ÍSLENSKAR GETRAUNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.