Morgunblaðið - 27.03.1987, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 27.03.1987, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MARZ Argentína: Áætlað að flytja að- setur sljórnarinnar Buenos Aires, Reuter. EFRI deild þings Argentínu sam- þykkti í gær tillögu Rauls Alfonsín forseta um að flylja aðsetur stjórnarinnar frá Buenos Aires og stofna nýja höfuðborg. Samkvæmt tillögunni mun stjórnin framvegis sitja í Videma um 1.000 kílómetra suður af Buenos Aires. Tillaga þessi er liður í áætlun forsetans um endurskipulagningu stjómkerfísins. Buenos Aires hefur verið miðstöð stjómsýslu frá því Argentína varð lýðveldi á 19. öld. Alfonsín lagði til í apríl á síðasta ári að höfuðborgin yrði flutt til Patagóníu-héraðs sem er mjög strjálbýlt. Stjómin hyggst veija rúmum 160 milljörðum íslenskra króna til uppbyggingar Videma og hafa menn spáð því að íbúar borgar- innar verði orðnir 350.000 að tölu fyrir næstu aldamót. Stjómarandstæðingar hafa gagnrýnt tillögu forsetans harð- lega. Telja þeir efnahag lands- manna ekki leyfa slíka tilfærslu en skuldir ríkissjóðs nema 50 milljörð- um Bandaríkjadala. Þá hafa þeir einnig borið brigður á kostnaðará- ætlun stjómarinnar. Klofningshópur úr flokki Perón- ista styður tillögu forsetans og er búist við að hún hljóti samþykki beggja þingdeilda. Ríkisfyrirtæki lýst gjaldþrota Heuter SJÓSLYS VIÐ TAIWAN Þyrla reynir að bjarga skipverjum af björgunarskipi sjóhersins, sem strandaði, þegar verið var bjarga olíuflutningaskipi, sem siglt hafði verið í strand, undan Keelung á Taiwan. Tveir sjómenn drukknuðu og þriggja var saknað. Kína: Moskvu, Reuter. FYRIRTÆKI hefur í fyrsta skipti verið lýst gjaldþrota í sögu Sovétríkjanna. Að sögn Tass- fréttastofunnar sovésku hefur það þegar verið leyst upp. Fyrirtækið starfaði á sviði bygg- ingariðnaðar og mun heimili og vamarþing þess hafa verið í Len- ingrad. Minnti fréttastofan á að gjaldþrot illa rekinna fýrirtækja væri á stefnuskrá Mikhails S. Gorbachev Sovétleiðtoga. 2.000 manns störfuðu hjá fyrir- tækinu og verða þeim fengin ný störf. Það var leyst upp þar sem verk- og kostnaðaráætlanir stóðust ekki og þær húsbyggingar sem fyr- irtækið reisti reyndust illa úr garði gerðar. Ný lög um ríkisfyrirtæki verða að líkindum samþykkt á þessu ári. Samkvæmt þeim er gert ráð fyrir að stjómendur og verkamenn taki á sig aukna ábyrgð á rekstri þeirra. Þannig munu stjómendur sjálfir ráða fjölda starfsmanna og ákveða kaup og kjör. Þá er einnig að fínna ákvæði sem tryggir stjómvöldum rétt til að skera niður kaup verka- manna við fyrirtæki sem framleiða vömr sem ekki standast lágmarks- gæðakröfur. Tass-fréttastofan sagði að flest fyrirtæki í Leningrad hefðu tekið upp skynsamlegri stjómunarhætti eftir að Mikhail Gorbachev komst til valda. Hins vegar hefðu stjóm- endur byggingarfyrirtækisins ekki aðlagað sig að þeim breytingum. Hertar efnahagsráðstaf- anir til að draga úr eyðslu Peking. Reuter. AP. WANG Bingqian, fjármálaráð- herra Kina, kynnti í gær hertar efnahagsráðstafanir kínverskra stjórnvalda og sagði, að lands- menn yrðu að herða sultarólarn- ar til að vinna upp tveggja ára óhófseyðslu. Wang sagði 3000 fulltrúum á kínverska þjóðþing- inu, að fjárlagahallinn á árinu 1986 hefði verið yfir sjö milljarð- ar yuan (um 74 milljarðar ísl. kr.) og yrði jafnvel enn hærri á þessu ári. Wang kenndi hallann ríkisfyrir- tækjum, eyðslusemi sveitarstjórna, óhófseyðslu og spillingu. Hann sagði, að skilvirkni ríkis- fyrirtækja væri „ófullnægjandi" og framleiðslukostnaður þeirra og tap fæm hækkandi. Hefðu yfír 10% af skattatekjum ríkisins farið í að standa straum af taprekstri þeirra á síðasta ári. Ríkisfyrirtækin verða að minnka tap sitt um 30% á þessu ári miðað við árið í fyrra, sagði hann. Vestrænn sendifulltrúi sagði, að ríkisfyrirtækin væm ekki háð lög- málum markaðarins, þar sem þau gætu ekki orðið gjaldþrota, þyrftu ekki að endurgreiða bankalán og yrðu að veita starfsmönnunum vinnu, hvort sem þau þyrftu á þeim að halda eða ekki. Wang sagði, að ríkið yrði að draga úr fjárfestingu um 50% frá Ný bók eftir Lessing um Afganistan: Erum við orðin þreytt á að finna til - osr hundleið? Observer * Observer SKÁLDKONAN Doris Lessing hefur nýlega sent frá sér bók, sem fjaUar um stríðið í Afgan- istan. Bókin heitir „The Wind Blows Away Our Words,“ og undirtitill - stutt, reið bók. Dor- is Lessing hefur stutt hjálpar- starfið í Afganistan dyggilega, og hún tók sér ferð á hendur i flóttamannabúðir skæruliða i Pakistan síðasta haust. Hún segir:„ Sumir furðulegustu bar- dagar samtímans hafa verið háðir milli heija, sem hafa ann- ars vegar verið skipaðir full- komnustu skriðdrekum og vopnum og hins vegar hijáðra karla, kvenna og barna með heimabúnar sprengjur, gijót og gamla rifla að vopni - og Afgan- ir hafa margsinnis unnið....og heimurinn lætur sér fátt um finnast." Þema Doris Lessing í bókinni er tvíþætt. Stríðið sjálft gegn Sovétmönnum og síðan spuming- in um, hvers vegna stríðið hefur ekki náð að baga samvizku Vest- urlandaþjóða. Er það vegna þess við þjáumst af „samúðarþreytu", við erum orðin hundleið á að vor- kenna, eða ræður fáfræði um staðreyndir. Þær staðreyndir fela í sér tvær eða þijár eða kannski fjórar'milljónir flóttamanna. Eða getum við ekki lengur melt og meðtekið það sem er í svona gríðar miklum stærðum, milljón- imar hafa vaxið okkur yfír höfuð. Loma Sage, gagnrýnandi Ob- server segir, að bók Lessing sé mjög meðvituð og mikið áróðurs- rit. Hún sé furðu keimlík nýlegri bók Salman Rusdie um för hans til Nicaragua. Sami útgefandi sé að báðum, Picador. í báðum bók- unum er sögð sagan um Davíð og Golíat, í hlutverkum tveggja stórvelda. Fulltrúi hins illa í báð- um tilfellunum. Og áhrifin, segir Sage, sérstaklega ef báðar bæk- umar em lesnar með stuttu millibili, em hræðileg. Ekki vegná þess að höfundamir séu á reiki utan sinna landamerkja, heldur af því sem þeir verða vísari. Reynsla þeirra leiðir fram þau sannindi, að það em skáldskapur- inn kemst ekki með tæmar þar sem virkileikinn hefur hælana. Skoðanimar í stríði orðanna, verða ofan á vegna þess þær stækka fórdómaflötinn, vegna þeirrar sannfæringar sem orðin em sett í, og vegna þess þær koma heim og saman við myndir, sem em til fyrir. Loma Sage bendir á að annað nafn Doris Lessing sé Cassandra, þótt hún hafi ekki notað það. Enda hafí Cassandra verið spá- kona, sem enginn hlustaði á. Doris Lessing þekki af langri og biturri reynslu, að vera ekki í takt við almenningsálitið. Það hafí byijað strax í upphafi rithöfundaferils hennar með bókinni Grasið syng- ur, þar sem hún skrifaði um Suður-Afríku. ógemingur hafi verið að fá lesendur í Bretlandi til að leggja við hlustir í alvöm. Nú kveðst Lessing fá sams konar viðbrögð, þegar hún reynir að fjalla um Afganistan. Og henni sé meira að segja gefinn kostur á að greina frá því í sjónvarpi, að hún sé á móti apartheid-stefn- unni. Eins og það þ þyki tíðindum sæta og enginn hafí heyrt það áður. í bókinni nýju „Vindurinn feyk- ir burt orðum okkar“ má skynja búðir skæruliðanna, hjartans sannfæringu þeirra, trúarlegan ágreining, deilur milli hinna ýmsu ættbálka. Samt er bókin, segir Sage, uppfull af hálfþreytulegum klisjum og orðagjálfri, einatt sé orðfærið flatneskjulegt og hvers- dagslegt. En stöku sinnum leyfi hún sér að sýna glæsileg tilþrif, þar sem af orðum hennar gneisti. Reiðin færi oftar skáldskapinn í kaf, stríð orðanna beri sigurorð af skáldskapnum. Hún segi á ein- um stað sögu, mjög athyglisverða af góðum kvenskæruliða. Það er saga hryllilegra þjáninga og ótrú- legrar hetjulundar, sem hlýtur að binda endi á allar hugmyndir um að einhverra siðalögmála sé gætt í baráttunni. Gagniýnandi Observer segir að það sem fyrst og síðast setji mark á frásögnina sé óþolinmæðin og reiðin. Kannski sé Lessing sjálfri sér samkvæmari en virðist við fyrstu sýn. Þegar hún var í Afríku gekk hún í kommúnistaflokkinn, nú er hún æstur and-kommúnisti, æstur andstæðingur Sovétmanna. En í hvorri stöðunni sem er sé örvæntingin þungamiðjan. því sem var í fyrra, og ætti það við um alla opinbera aðila. Bandarískur bankamaður sagði, að þessi mikli fjárlagahalli yrði vatn á myllu íhaldsaflanna í viðleitni þeirra til að þjarma að umbótasinn- unum með kröfum um hertar efnahagsráðstafanir. Wang sagði, að samkvæmt spám mundu heildarútgjöld vaxa úr 229,11 í 245,95 milljarða yuan (2418 í 2574 milljarða ísl. kr.) á milli áranna 1986 og 87. Rúmenía: Þrír frammá- menn reknir Búkarest. AP. ÞRÍR frammámenn í rúm- enska kommúnistaflokknum voru í fyrradag sviptir emb- ættum sínum. Málgagn flokks- ins, Scinteia, skýrði frá þessu í gær og sagði, að breyting- arnar hefðu verið tilkynntar við lok fundar i miðstjórninni. í langri ræðu, sem Nicolae Ceausescu forseti flutti á fundin- um, viðurkenndi hann, að ekki hefði tekist að standa við helstu áætlanir stjómarinnar í efna- hagsmálum. Vildi hann þó ekki kenna orkuskortinum um, heldur „agaleysi, ábyrgðarleysi og óreiðu". Skoraði hann á mið- stjómarmennina að koma í veg fyrir þetta „ófremdarástand". í Scinteia sagði, að Alexandr- ina Gainuse, sem fór með málefni létta iðnaðarins, hefði verið rekin úr stjómmálaráðinu en í fyrra mánuði var ráðuneyti hennar kennt um „bruðl og ó- ráðsíu" og að þess vegna hefði ekki verið unnt að standa við útflutningsáætlanir stjómarinn- ar. Iosif Banc, fyrrum aðstoðar- forsætisráðherra og landbúnað- arráðherra í eina tíð, var nú sviptur embætti sem flokksritari og rekinn úr stjómmálaráðinu og svo var einnig með Miu Dobr- escu, sem áður sá um að halda uppi flokksaganum og hefur að undanföfnu verið formaður rúm- enska alþýðusambandsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.