Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 81.tbl. 75. árg. ÞRIÐJUDAGUR 7. APRIL 1987 Prentsmiðja Morgfunblaðsins Kosningamar í Hessen: Samstarf- inu við græn- ingja hafnað Bonn. Reuter. VESTUR-þýskir jafnaðarmenn biðu ósigur í ríkisþingskosning- unum, sem fram fóru í Hessen um helgina. Eru stjórnmálaskýr- endur sammála um, að launþeg- ar, almennir kjósendur flokksins, hafi í kosningunum komið þeim skilaboðum til flokksforystunn- ar, að þeir vilji ekki samstarf við græningja. í kosningunum bundu kristilegir demókratar og ftjálsir demókratar enda á 42 ára valdatíma jafnaðar- manna í Hessen, „Rauða ríkinu" eins og það hefur verið kallað, og verður Walter Wallmann umhverf- ismálaráðherra og frambjóðandi kristilegra demókrata í forsvari fyr- ir nýrri stjórn. I kosningunum varaði Wallmann kjósendur við því, sem hann kallaði „óánægju og and- stöðustefnu" græningja, sem hafa sett á oddinn baráttuna gegn kjarn- orku í öllum myndum og Atlants- hafsbandalaginu. Jafnaðarmannaflokkurinn tapaði 150.000 kjósendum yfir til mið- og hægriflokka og segja stjórnmála- skýrendur, að ljóst sé, að burðarás- inn í fylgi flokksins, venjulegir launþegar, hafi með því lýst van- þóknun sinni á samstarfinu við græningja á síðasta kjörtímabili og ruglingslegri stefnu flokksins í varnarmálum. Eru úrslitin talin válegur fyrirboði fyrir jafnaðar- menn í þeim femum ríkisþingskosn- ingum, sem verða í Vestur-Þýska- landi á sumri komanda. Sjá „Enn eitt vígi ..." á blaðsíðu 34. Söguleg heimsókn Reuter Chaim Herzog, forseti ísraels, er nú í opinberri heimsókn í Vestur-Þýskalandi, fyrstur ísraelskra þjóðhöfðingja. Richard von WeizsScker, forseti Vestur-Þýskalands, tók á móti honum við komuna til Bonn en að móttökuathöfninni lokinni fór Herzog til Bergen-Belsen þar sem 30.000 gyðingar létu lífið í útrýmingarbúðum á stríðsárunum. Var myndin tekin þegar þeir forsetarnir lögðu blóm- sveig á minningarstein um hina látnu. Herzog er til hægri við miðju. • • Oskubakk- ar í útlegð Genf, Reuter. STARFSMENN Alþjóðaheil- brigðismálastof nunarinnar, WHO, efndu í gær til athafnar, sem fólst í því að bijóta hvern einasta öskubakka, sem fyrir- fannst í aðalstöðvunum í Genf. í dag er Alþjóðaheilbrigðisdagur- inn og héðan í frá verða reykingar bannaðar innandyra hjá WHO. Dr. Halfdan Mahler, yfirmaður WHO, sagði við athöfnina, að á hvetju ári léti a.m.k. hálf önnur milljón manna lífið vegna reykinga og að þess vegna vildi stofnunin gefa öðrum gott fordæmi með öskubakkabrot- inu. Tók hann fram, að þrátt fyrir bannið yrði ekki gripið til sérstakra refsiaðgerða gegn þeim, sem reyndu að sniðganga það. Pólland: Róttæk breyting boð- uð í efnahagsmálum Hlutabréf boðin út, verðbréfamarkaður og horfið frá miðstýrðu efnahagslífi Stokkhólmi, Reuter. POLSKUM almenningi verður brátt boðið að kaupa hlutabréf í ríkisfyrirtækjum og hugsan- legt er, að komið verði á fót verðbréfamarkaði í landinu. Kom þetta í gær fram hjá hátt- settum, pólskum embættis- manni, sem sagði, að þessar aðgerðir væru liður í miklum endurbótum og uppstokkun á efnahagslífinu. Jerzy Urban, talsmaður pólsku stjómarinnar, sagði í gær á blaða- mannafundi í Stokkhólmi, að nauðsyn bæri til að laga efna- hagslífið að markaðsöflunum og að umbótaáætlanirnar gerðu ráð fyrir, að skipt yrði um „aila for- ystumenn í pólskum efnahagsmál- um og fyrri stjórnunaraðferðir". Almenningi yrðu boðin hlutabréf í ríkisfyrirtækjum og stuðningur ríkisins við iðnaðinn skorinn niður um 15% til að gera óarðbær fyrir- tæki gjaldþrota. Sagði Urban, að komið yrði upp verðbréfamarkaði í Póllandi ef það væri talið til hags- bóta fyrir efnahagslífið. „Engar kenningar eða kreddur munu standa í vegi fyrir umbótun- um, kjarninn er sá, að heilbrigð skynsemi og markaðurinn fái að ráða. Hér er um það að ræða að hverfa frá miðstýrðu og ríkis- styrktu efnahagslífi," sagði Urban og bætti því við, að umbæturnar myndu ná til allra greina atvinnu- lífsins. Urban sagði, að þegar fram liðu stundir ættu stjórnvöld að hætta afskiptum sínum af fyrirtækjunum en snúa sér þess í stað að því að móta almenna efnahagsstefnu. Flutningabílarnir koma með matvæli inn í Shatila-búðirnar. Eins og sjá má eru þær í rústum en flótta- fólkið, 3.200 manns, hefst við í kjöllurum og byrgjum. Yistir fluttar til svelt- andi fólks í Beirút Beirút, Reuter. FIMM flutningabílar fluttu í gær matvæli til sveltandi fólks í Shatila-flóttamannabúðunum í Beirút þrátt fyrir, að skotið væri á nokkrar bifreiðirnar. Fóru flutningarnir fram í skjóli vopnahlés, sem Sýrlendingum hefur tekist að koma á. Fulltrúar Sýrlendinga, Pal- estínumanna og Amal-hreyfingar shíta fylgdust með þegar 40 tonn af matvælum, fatnaði og ábreið- um voru flutt inn í Shatila-búðirn- ar þar sem 3.200 manns hafast enn við í byrgjum og jarðhýsum undir húsarústunum. Nokkuð var um, að skotið væri á bílana en þó komust þeir allir á áfangastað. í fyrradag tókst einnig að koma vistum inn í Bouij al-Barajneh- búðirnar. Vopnahléið, sem um samdist í fyrrakvöld, er fyrsta eiginlega vopnahléið frá því í febrúar en Amal-shítar segja, að á því verði ekki framhald nema skæruliðar Palestínumanna hverfi frá stöðv- um sínum við borgina Sídon. Frakkland: Fullar sannanir fyrir njósnunum París, Reuter. FRONSK stjórnvöld kváðust í gær hafa nákvæmar sannanir fyr- ir njósnum sex Sovétmanna, sem hefur verið vísað brott frá Frakklandi. Sovétmenn hafa brugðist við með því að reka jafn marga Frakka frá Moskvu og halda því auk þess fram, að allt málið sé uppspuni frá rótum og til þess gert að spilla umbótatil- raunum Gorbachevs í Sovétríkjunum. Talsmaður franska utanríkis- hreyflana í Ariane-eldflaugina. ráðuneytisins sagði í gær, að stjórnin hefði „fullar sannanir fyr- ir alvarlegum brotum" þriggja sovéskra sendiráðsmanna, sem vísað var burt 2. apríl sl., og einn- ig þriggja annarra Sovétmanna, sem hefur verið gert að koma sér burt innan ótiltekins tima. Tengj- ast sexmenningarnir njósnahring, sem aflaði sér upplýsinga um Sovétmenn hafa svarað fyrir sig með því að reka sex Frakka frá Moskvu og saka frönsku stjórnina einnig um að setja málið á svið til að grafa undan umbóta- viðleitni Gorbachevs. Þykir sú ásökun dálítið skrýtin en Sovét- menn beita henni þó æ oftar fyrir sig þegar í odda skerst með þeim og vestrænum ríkjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.