Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRIL 1987
Lagt upp til leitar
Siglufjörður;
Mannsins enn leitað
Morgunblaðið/Matthías Jóhannsson
Guðmuiidur Bjarnason
Siglufjörður
SJÖTUGS manns hefur verið
leitað á Siglufirði frá því á
sunnudagsmorgun. Leitin hafði
ekki enn borið árangur í gær-
kvöldi. I gær fóru bátar með
ströndinni og kafarar könnuðu
höfnina. Um 60-80 manns tóku
þátt i leitinni.
Maðurinn sem saknað er heitir
Guðmundur Bjarnason. Hann fór
að heiman á sunnudagsmorgun
til morgungöngu og hefur ekki
sést síðan.
Fréttaritari
U mf er ðar óhöpp-
um fer fjölgandi
TÆPLEGA þrjú hundruð fleiri
umferðaróhöpp voru skráð hjá
bifreiðatryggingafélögunum í
mars á þessu ári en í sama mán-
uði árið 1986. Þetta samsvarar
því að á hverjum degi í mánuðin-
um hafi orðið 41 umferðaróhapp
hér á landi.
Umferðaróhöpp í mars síðastliðn-
um voru 1275, en í sama mánuði
í fyrra voru þau 998. í mars á þessu
ári urðu 63 slys og í þeim slösuð-
ust 73. í sama mánuði árið 1986
urðu 56 slys og 63 slösuðust. Fjór-
ir létust i þremur banaslysum í
mánuðinum og samtals sjö manns
hafa látist í umferðarslysum á þessu
ári.
Kostnaður við umferðarslysin á
ári hveiju nemur allt að þremur
milljörðum króna. Ef þeirri upphæð
er skipt niður á íbúa landsins eru
það rúmlega 12 þúsund krónur á
ári á hvern mann, eða 48 þúsund
krónur á hverja fjögurra manna
fjölskyldu.
Til að stemma stigu við fjölgun
umferðaróhappa hafa bifreiða-
tryggingafélögin hrundið af stað
átaki í umferðinni, og ber það yfir-
skriftina Fararheill ’87. Félögin
veija einu prósenti af iðgjöldum til
átaksins og hvetja vegfarendur á
ýmsan hátt til að sýna varkárni og
koma í veg fyrir fjölgun slysa.
Starfsmannafélög ríkisins og Reykjavíkurborgar:
Atkvæðagreiðsla iim
nýja kjarasamninga
Talið þann 14. apríl
ATKVÆÐAGREIÐSLUM um
nýja kjarasamninga Starfs-
mannafélags ríkisins og Starfs-
mannafélags Reykjavikurborgar
við viðsemjendur sína verður lok-
ið á þriðjudaginn eftir rétta viku
og verða atkvæði talinn þann
dag.
Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar;
Ný staða í efnahagslífinu ef
hækkanirnar verða almennar
ÞÓRÐUR Friðjónsson, forsljóri
Þjóðhagsstofnunar, segir að
erfitt sé að meta áhrif þeirra
kjarasamninga, sem ríkið hefur
að undanförnu gert við opinbera
starfsmenn, á efnahagslífið.
Hann segir að á næstunni verði
samningarnir skoðaðir nánar og
hugsanleg áhrif þeirra metin.
Þórður sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að samningarnir
gætu breytt verðbólguforsendum
ársins með tvenns konar hætti. Með
auknum halla á ríkisbúskapnum
sem hefði áhrif til aukningar á eftir-
spum og gæti teygt á þeim verð-
bólguforsendum sem gengið hefði
verið út frá. Ekki væri víst að þetta
kollvarpaði verðbólguáætlunum.
Síðan væri það spuming hvort þess-
ir kjarasamningar leiddu til
hækkana á hinum almenna vinnu-
markaði. Ef það yrði kæmi upp ný
staða í efnahagslífinu, bæði með
tilliti til þess að þá hlyti verðbólgan
að verða meiri en gert hefði verið
ráð fyrir og hallinn á viðskiptunum
við önnur lönd yrði meiri, nema
gerðar yrðu ráðstafanir til að
stemma stigu við þessum áhrifum.
Þórður sagði að ekki væri ástæða
til að endurskoða verðbólguforsend-
umar að svo stöddu, og vísaði þá
til þeirra samninga sem þegar er
búið að gera við opinbera starfs-
menn. Varðandi áhrif samninganna
á fastgengisstefnuna sagði Þórður
að ef ekki kæmi til annarra launa-
hækkana leiddu þeir ekki til breyt-
inga á genginu.
Atkvæðagreiðsla hjá Starfs-
mannafélagi ríkisstofnana hefst á
morgun, miðvikudag og lýkur á
hádegi á þriðjudaginn kemur, 14.
apríl, en kjörgögn þarf að senda
víða um land. Kjörgögn eiga að
hafa borist kjörnefnd klukkan 14
þann dag og hefst talning eftir það.
Atkvæðagreiðsla í Starfsmanna-
félagi Reykjavíkurborgar verður á
mánudaginn 13. apríl og þriðjudag-
inn 14. apríl á skrifstofu félagsins.
Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla fer
fram á fimmudag og föstudag í
þessari viku og talið verður að
kvöldi þriðjudagsins.
Ráðuneytið setur
reg’lur um fjórhjól
Skráningarskyld og ökumenn þurfa réttindi
Dómsmálaráðuneytið hefur
gefið út reglur um skráningu
torfærutækja á hjólum sem aðal-
lega eru ætluð til fólks eða
vöruflutninga utan vega og eru
innan við 400 kg að þyngd. Skrá
skal þessi tæki með sama hætti
og vélsleða og er ökumönnum
skylt að hafa réttindi til að aka
vélknúnu ökutæki; bíl, dráttarvél
eða bifhjóli.
Reglurnar fela í sér takmörkun
á akstri torfærutækja á vegum.
Óheimilt er að aka þeim á vegi sem
er ekki einkavegur, nema það reyn-
ist nauðsynlegt og skal þá styðsta
leið valin. „Þá er óheimilt að flytja
farþega á torfærutæki þegar ekið
er á vegi sem ekki er einkavegur
eða á einkavegi þar sem umferð er
almenn. Á þessum vegum má eigi
aka hraðar en 40 km á klukku-
stund,“ segir í frétt frá ráðuneytinu.
Sá varnagli er sleginn að ákvæðin
gildi ekki um akstur í þágu örygg-
is- eða heilsugæslu.
Reglur þéssar taka gildi í dag
en frestur er veittur til mánaða-
móta til þess að skrá torfærutæki
sem þegar eru í notkun. Hinar nýju
reglur eru settar á grundvelli gild-
andi umferðarlaga. Þær taka
jafnframt hliðsjón af ákvæðum í
nýjum umferðarlögum sem taka
gildi um næstu áramót.
Landsvirkjun hefur sótt um lóð framan við kaldavatnsgeymi Vatnsveitunnar við Bústaðaveg.
760 hluthafar í
Borgarráð:
Landsvirkjun sækir um lóð
LANDSVIRKJUN hefur óskað eftir því við borg- stöð ásamt íjarskiptamastri fyrir nýjan kerfiráð.
arráð að fyrirtækinu verði úthlutað lóð við Kerfiráðurinn verður miðstöð tölvuvæddrar fjarstýr-
Bústaðarveg, framan við kaldavatnsgeyma ingar og fjargæslu alls raforkukerfis Landsvirkjunar
Vatnsveitu Reykjavíkur. allan sólarhringinn, en það spannar nánast allt
landið.
Samkvæmt bréfi Landsvirkjunar til borgarráðs Erindinu var vísað til skrifstofustjóra borgarverk-
er gert ráð fyrir að þama verði reist hús fyrir stjóm- fræðings.
Utvegsbankanum
STOFNFUNDUR Útvegsbanka
íslands hf. verður haldinn í dag,
en 760 einstaklingar og félög
hafa skráð sig fyrir hlutabréfum
í bankanum að fjárhæð 36 millj-
ónir króna.
Ríkissjóður er enn sem komið er
stærsti hluthafinn með 764 milljón-
ir króna og Fiskveiðasjóður, sem
hefur skráð sig fyrir 200 milljónum
króna.
Matthías Bjarnason, viðskipta-
ráðherra flytur setningarávarp á
stofnfundinum. Að því loknu verður
tillaga að samþykktum fyrir bank-
ann og stofnunar hans afgreidd,
bankaráð og skoðunarmenn kosnir
og önnur mál tekin fyrir.