Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1987 Reykjalundur: Endurhæfingardeild flutt í nýbyggingu NÝBYGGING endurhæfingadeild- ar á Reykjalundi var vígð af heilbrigðisráðherra, Ragnhildi Helgadóttur s.l. föstudag að við- stöddum yfirlækni, starfsfólki, sjúklingum og fjölda gesta. Stjórn Landssamtaka hjartasjúklinga við tækjabúnað til þolprófunar hjarta og lugna. Tæki þetta var keypt fyrir söfnunarfé og er verð- mæti þess 2,5 milljónir króna. Ingólfur Viktorsson situr á þrekhjólinu, honum til hliðar eru Haraldur Steinþórsson, Rúrik Kristjánsson og Sigurveig Halldórsdóttir. Sjúkraþjálfun hófst á Reykjalundi árið 1963 en hefur fram að þessu búið við þröngan kost í kjallara aðalbyggingarinnar. í ávarpi Birgis Johnson yfirsjúkraþjálfara kom fram að nú starfa átta sjúkra- þjálfarar og fimm aðstoðarmenn við stofnunina og sinna þeir 90-100 komum sjúklinga á dag. „Það er enginn smááfangi fyrir þá sem hafa starfað í litlu, þröngu og gluggalausu rými að koma í albjart, stórt og vel búið húsnæði alsett gluggum. Við skuliun nýta þetta húsnæði vel,“ sagði Birgir. Endurhæfingadeildin kostar full- búin 56,5_milljónir króna. Vöruhapp- drætti S.Í.B.S hefur fjármagnað um 60% byggingarkostnaðar, Fram- kvæmdasjóður fatlaðra lagði fram 20% en eigin fjármögnun Reykja- lundar er um 20%. Nýja álaman er 1400 fermetrar að stærð, á tveimur hæðum. Tengi- gangar liggja yfir í aðalbyggingu sjúkrahússins og læknastöð. A efri Félag síldarsaltenda á Suður- og Vesturlandi og Félag síldarsaltenda á Norður og Austurlandi kynna: FRUMSÝNING í REYKJAVÍK Ný heimildarkvikmynd um saltsíldariðnað íslendinga verður sýnd í Stjörnublói mið vikudaginn 8. apríl kl. 17.30 og 19.00. Aðgangur ókeypis. SILFUR HAFSINS var frumsýnd á Höfn í Hornafirði 22. febrúar sl. og hefur síðan verið sýnd á öllum helstu söltunarstöðum landsins. Það þótti við hæfi að sýningar myndarinnar byrjuðu úti á landi, þar sem saltsildin hefur gegnt svo mikilvægu hlutverki í gegnum tíðina og enduðu í Reykjavík. Heimildarkvikmyndin SILFUR HAFSINS fjallar um saltsíldariðnað Islendinga, bæði fyrr og nú. I upphafi myndar- innar er gerð örstutt grein fyrir áhrifum síldarinnar á sögu Evrópu, en kjölfesta myndarinnar er í nútímanum, þar sem lýst er einu starfsári í þessari atvinnugrein. Inn c þá frásögn er síðan fléttað myndköflum úr síldar- sögu okkar l'slendinga. Handrit/klipping/stjórn: Erlendur Sveinsson, Slg. Sverrir Pálsson. ÞulirGuðjón Einarsson, Róbert Arnfinnsson. Kvikmyndun: Sig. Sverrir Pálsson, Þórarinn Guðnason. Öflun heimmilda- og myndefnis: Erlendur Sveinsson. Framleiðsla: Lifandi myndir hf. fyrir Félag sfldarsaltenda á Suður- og Vesturiandi, Félag síldarsaltenda á Norður- og Austurlandl. Morgunblaðið/Július Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðisráðherra á tali við Ingólf Árna- son, en fyrirtæki hans Mosraf gaf endurhæfingardeildinni þrekhjólið sem hann situr á. hæð álmunnar er sjúkráþjálfunin til húsa en á neðri hæð hafa íjorir end- urhæfíngalæknar aðsetur ásamt talmeinafræðingi. Þar er jafnframt rúmgóður funda og kennslusalur. I byggingunni verður röntgenher- bergi, sem ekki er fullbúið. Á Reykjalundi er eina sérhæfða aðstaðan hér á landi til þjálfunar hjarta og lungnasjúklinga. Sú deild mun starfa í tengslum við nýju sjúkraþjálfunardeildina. Við vígsluna var endurhæfinga- deildinni afhentur fjöldi gjafa frá velunnurum Reykjalundar. Lands- samtök hjartasjúklinga gáfu tölvu- stýrt þolprófunartæki til endurþjálf- unar fyrir hjartasjúklinga. Var tækið keypt fyrir ágóða söfnunar sem landssamtökin gengust fyrir undir kjörorðinu „Ertu hjartgóður ?.“ Li- onsklúbburinn Freyr gaf deildinni átta þjálfunarbekki og tveir aðilar, Guðmundur Ámason og Mosraf gáfu þrekhjól. Þá barst stofnuninni listaverk eft- ir Steinunni Marteinsdóttur frá starfsmannafélaginu, og þijár mynd- ir eftir Þórð Hall frá SIBS-deildinni á Reykjalundi. Haukur Þórðarsson yfirlæknir veitti gjöfunum viðtöku. Hann minntist einnig stuðnings og gjafa sem endurhæfingadeildinni hafa borist á byggingartímanum. Arkitekt hússins var Gunnlaugur Halldórsson sem er höfundur allra bygginga á Reykjalundi. Hann féll frá í byijun árs 1986 og fullgerðu arkitektamir Hilmar Þór Bjömsson og Finnur Björgvipsson verk hans. Staðarverkfræðingur er Vífill Odd- son. Fyrirtækið Mosraf reisti húsið og skilaði því tilbúnu undir tréverk. Trésmiðjan K-14 annaðist smíði inn- réttinga. Um Reykjalund fara að jafnaði 900 vistmenn á ári. Þar dvelja nú 158 sjúklingar, starfsmenn á sjúkra- húsinu eru um 150 en að iðnaðar- deildum meðtöldum em 210 stöðugildi á staðnum. Veistu ? Þa6 er hreinn appelsínusafi í dósaappelsíninu fró oanitas Sanitas
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.