Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1987
Reykjalundur:
Endurhæfingardeild
flutt í nýbyggingu
NÝBYGGING endurhæfingadeild-
ar á Reykjalundi var vígð af
heilbrigðisráðherra, Ragnhildi
Helgadóttur s.l. föstudag að við-
stöddum yfirlækni, starfsfólki,
sjúklingum og fjölda gesta.
Stjórn Landssamtaka hjartasjúklinga við tækjabúnað til þolprófunar
hjarta og lugna. Tæki þetta var keypt fyrir söfnunarfé og er verð-
mæti þess 2,5 milljónir króna. Ingólfur Viktorsson situr á þrekhjólinu,
honum til hliðar eru Haraldur Steinþórsson, Rúrik Kristjánsson og
Sigurveig Halldórsdóttir.
Sjúkraþjálfun hófst á Reykjalundi
árið 1963 en hefur fram að þessu
búið við þröngan kost í kjallara
aðalbyggingarinnar. í ávarpi
Birgis Johnson yfirsjúkraþjálfara
kom fram að nú starfa átta sjúkra-
þjálfarar og fimm aðstoðarmenn
við stofnunina og sinna þeir
90-100 komum sjúklinga á dag.
„Það er enginn smááfangi fyrir
þá sem hafa starfað í litlu, þröngu
og gluggalausu rými að koma í
albjart, stórt og vel búið húsnæði
alsett gluggum. Við skuliun nýta
þetta húsnæði vel,“ sagði Birgir.
Endurhæfingadeildin kostar full-
búin 56,5_milljónir króna. Vöruhapp-
drætti S.Í.B.S hefur fjármagnað um
60% byggingarkostnaðar, Fram-
kvæmdasjóður fatlaðra lagði fram
20% en eigin fjármögnun Reykja-
lundar er um 20%.
Nýja álaman er 1400 fermetrar
að stærð, á tveimur hæðum. Tengi-
gangar liggja yfir í aðalbyggingu
sjúkrahússins og læknastöð. A efri
Félag síldarsaltenda
á Suður- og Vesturlandi og
Félag síldarsaltenda á Norður
og Austurlandi kynna:
FRUMSÝNING
í REYKJAVÍK
Ný heimildarkvikmynd um saltsíldariðnað
íslendinga verður sýnd í Stjörnublói mið
vikudaginn 8. apríl kl. 17.30 og 19.00.
Aðgangur ókeypis.
SILFUR HAFSINS var frumsýnd á Höfn í Hornafirði 22. febrúar sl. og hefur síðan verið sýnd á
öllum helstu söltunarstöðum landsins. Það þótti við hæfi að sýningar myndarinnar byrjuðu úti á
landi, þar sem saltsildin hefur gegnt svo mikilvægu hlutverki í gegnum tíðina og enduðu í Reykjavík.
Heimildarkvikmyndin SILFUR HAFSINS fjallar um saltsíldariðnað Islendinga, bæði fyrr og nú. I upphafi myndar-
innar er gerð örstutt grein fyrir áhrifum síldarinnar á sögu Evrópu, en kjölfesta myndarinnar er í nútímanum,
þar sem lýst er einu starfsári í þessari atvinnugrein. Inn c þá frásögn er síðan fléttað myndköflum úr síldar-
sögu okkar l'slendinga.
Handrit/klipping/stjórn: Erlendur Sveinsson, Slg. Sverrir Pálsson.
ÞulirGuðjón Einarsson, Róbert Arnfinnsson.
Kvikmyndun: Sig. Sverrir Pálsson, Þórarinn Guðnason.
Öflun heimmilda- og myndefnis: Erlendur Sveinsson.
Framleiðsla: Lifandi myndir hf. fyrir Félag sfldarsaltenda á Suður- og Vesturiandi, Félag síldarsaltenda á
Norður- og Austurlandl.
Morgunblaðið/Július
Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðisráðherra á tali við Ingólf Árna-
son, en fyrirtæki hans Mosraf gaf endurhæfingardeildinni þrekhjólið
sem hann situr á.
hæð álmunnar er sjúkráþjálfunin til
húsa en á neðri hæð hafa íjorir end-
urhæfíngalæknar aðsetur ásamt
talmeinafræðingi. Þar er jafnframt
rúmgóður funda og kennslusalur. I
byggingunni verður röntgenher-
bergi, sem ekki er fullbúið.
Á Reykjalundi er eina sérhæfða
aðstaðan hér á landi til þjálfunar
hjarta og lungnasjúklinga. Sú deild
mun starfa í tengslum við nýju
sjúkraþjálfunardeildina.
Við vígsluna var endurhæfinga-
deildinni afhentur fjöldi gjafa frá
velunnurum Reykjalundar. Lands-
samtök hjartasjúklinga gáfu tölvu-
stýrt þolprófunartæki til endurþjálf-
unar fyrir hjartasjúklinga. Var tækið
keypt fyrir ágóða söfnunar sem
landssamtökin gengust fyrir undir
kjörorðinu „Ertu hjartgóður ?.“ Li-
onsklúbburinn Freyr gaf deildinni
átta þjálfunarbekki og tveir aðilar,
Guðmundur Ámason og Mosraf gáfu
þrekhjól.
Þá barst stofnuninni listaverk eft-
ir Steinunni Marteinsdóttur frá
starfsmannafélaginu, og þijár mynd-
ir eftir Þórð Hall frá SIBS-deildinni
á Reykjalundi. Haukur Þórðarsson
yfirlæknir veitti gjöfunum viðtöku.
Hann minntist einnig stuðnings og
gjafa sem endurhæfingadeildinni
hafa borist á byggingartímanum.
Arkitekt hússins var Gunnlaugur
Halldórsson sem er höfundur allra
bygginga á Reykjalundi. Hann féll
frá í byijun árs 1986 og fullgerðu
arkitektamir Hilmar Þór Bjömsson
og Finnur Björgvipsson verk hans.
Staðarverkfræðingur er Vífill Odd-
son. Fyrirtækið Mosraf reisti húsið
og skilaði því tilbúnu undir tréverk.
Trésmiðjan K-14 annaðist smíði inn-
réttinga.
Um Reykjalund fara að jafnaði
900 vistmenn á ári. Þar dvelja nú
158 sjúklingar, starfsmenn á sjúkra-
húsinu eru um 150 en að iðnaðar-
deildum meðtöldum em 210
stöðugildi á staðnum.
Veistu ?
Þa6 er hreinn
appelsínusafi
í dósaappelsíninu
fró oanitas
Sanitas