Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1987
Bretland:
V erkamannaflokk-
urinn hefur sókn
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
Breski Verkamannaflokkurinn hóf nýja sókn um helgina til að bæta
stöðu sina í breskum stjórnmálum. Ymsir spáðu kosningum 7. maí,
eftir að skoðanakannanir sýndu mesta fylgi íhaldsflokksins í tæp
fjögur ár.
Roy Hattersley, varaformaður
Verkamannaflokksins, flutti ræðu í
Southamton á laugardag og hóf
sókn flokksins til að bæta stöðu
sína. Hann lagði áherslu á, að ein
þjóð byggi í Bretlandi og stjómvöld
þyrftu að sjá til þess, að svo yrði
áfram. Stjóm íhaldsflokksins hefði
hins vegar ekki gert annað en tæta
þetta samfélag í sundur. Neil
Kinnock, leiðtogi Verkamanna-
flokksins, gerði harða atlögu að
Bandalaginu í klukkustundarlöngu
viðtali á sunnudag. Hann sagði, að
eina leiðin til að koma Thatcher frá
völdum væri að kjósa Verkamanna-
flokkinn. Um þessa helgi hófst
einnig veggspjaldaherferð flokksins
gegn stjóminni.
Forsætisráðherrann hefur ekkert
sagt um, hvenær hún boði til kosn-
inga.í Sunday Times sl. sunnudag-
var íhaldsflokkurinn sagður með
12% forskot á Verkamannaflokkinn
og Bandalagið, fékk 41%, en stjóm-
arandstöðuflokkamir 29% hvor.
Aðrar kannanir benda allar í þá
átt, að íhaldsflokkurinn hafí öruggt
forskot, en Verkamannaflokkurinn
sé annaðhvort jafn Bandalaginu eða
í þriðja sæti. Stjómin óttast fyrst
og fremst Bandalagið, því að það
hefur sýnt sig, að það hefur yfir-
leitt bætt stöðu sína í kosningabar-
áttu, en í síðustu sjö skipti hefur
Verkamannaflokkurinn hins vegar
annaðhvort staðið í stað eða tapað
fylgi í kosningabaráttu.
Ferðalag Thatcher til Moskvu
hefur bætt stöðu hennar, en í því
kom hún fram sem einn af áhrifa-
mestu leiðtogum Vesturlanda.
Mikið var fjajlað um ferðina í íjöl-
miðlum. Ef íhaldsflokkurinn hlyti
41% atkvæða, fengi hann 80 sæta
meirihluta í neðri deild breska
þingsins.
Nánir aðstoðarmenn Thatcher
neituðu því í gær, að hún væri að
hugleiða að boða til kosninga í maí.
Rcuter
Walter Wallmann (t.v.), umhverfismálaráðherra stjóraar Helmuts Kohl og sigurvegari í kosningunum
í Hessen í Vestur-Þýskalandi, ræðir hér við jafnaðarmanninn Holger Bömer eftir að úrsiit vora Ijós.
Kosningar í Hessen:
Enn eitt vígijafn-
U j _____ y •• aðarmanna fallið
Breta gegn Japonum
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
Kristilegir og frjálslyndir í stjórn
SIR Geoffrey Howe, utanrikisráð-
herra Bretlands, tryggði stuðning
utanríkisráðherra annarra Evr-
ópubandalagsrikja við aðgerðir
Breta gegn Japönum á óformleg-
um fundi ráðherranna um helg-
ina.
Ákveðið var, að hópur sérfræð-
inga kæmi saman í næstu viku og
undirbyggi sameiginlega stefnu
bandalagsins. Hún yrði síðan lögð
fram á leiðtogafundi helstu iðnrílqa
heims í Feneyjum í byijun júní.
Sir Geoffrey Howe gaf ráðherrun-
um yfirlit um ágreining Japana og
Breta, sem snýst meðal annars um
óheftan aðgang að fjarskiptum Jap-
ana. Ráðherramir voru almennt
sammála um, að tregða Japana við
að opna markaði sína yrði að breyt-
ast. En einn homsteinninn að
velgengni Japana er frjáls aðgangur
að mörkuðum á Vesturlöndum.
Michael Howard, aðstoðarráð-
herra í neytendamálum, er í Japan
og á viðræður við Japani um yfirvof-
andi viðskiptastríð. Hann mun gera
Japönum grein fyrir refsiaðgerðum,
sem Bretar hyggjast grípa til, en
breska ríkisstjómin hefur nú þegar
tekið sér vald samkvæmt lögum til
að neita japönskum fjármálafyrir-
tækjum um að starfa í London. En
aðrar aðgerðir eru einnig fyrir-
hugaðar..
Bonn, Reuter.
VESTUR-ÞÝSKIR jafnaðar-
menn (SPD) töpuðu á sunnudag
kosningum í ríkinu Hessen, sem
þeir hafa stjóraað undanfarin
fjörutfu ár.
Flokkurinn, sem hlaut verstu út-
reið í aldarfjórðung í þingkosning-
um fyrir tveimur mánuðum, missti
stjómartaumana í hendur kristileg-
um demókrötum (CDU) og fijáls-
lyndum demókrötum (FDP) fyrsta
sinni síðan heimsstyijöldinni síðari
lauk.
Stjómmálaskýrendur sögðu að
úrslit kosninganna væru áfall fyrir
SPD, sem hefur verið klofinn vegna
innanbúðadeilna um stefnu flokks-
ins og framtíð.
Kjósendur lýstu í raun einnig
yfir vantrausti á samsteypustjóm
jafnaðarmanna og græningja (die
Griinen), sem voru við völd I Hess-
en fyrir kosningamar. Vinstri
vængur flokksins hefur haldið því
fram að hægt væri að mynda stjóm
með græningjum í Bonn á grund-
velli samstarfsins í Hessen.
Walter Wallmann, umhverfís-
málaráðherra stjómar Helmuts
Kohl kanslara, var forsætisráð-
herraefni CDU í kosningunum í
Hessen. Hann hrósaði sigri á
sunndag og lýsti yfir því að jafnað-
Þjóðaratkvæðagreiðsla í Sviss:
Samþykktar hertar reglur
um landvist flóttamanna
ZUrich, Reuter.
SVISSLENDINGAR hafa sam-
þykkt hertar reglugerðir um
pólitiskt hæU tU handa flótta-
mönnum. Efnt var tU þjóðarat-
kvæðagTeiðslu um frumvarp
stjórnarinnar þessa efnis og
hlaut það samþykki mikils
meirihluta kjósenda.
Frumvarpið var samþykkt á
síðasta ári og studdu 67,4 pró-
sent kjósenda það í atkvæða-
greiðslunni en talningu lauk í
gær. Meirihluti kjósenda í öllum
26 kantónum landsins var fýlgj-
andi frumvarpinu. Kirkjuleg
samtök og hjálparstofnanir beittu
sér fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu
um málið en samtök þessi vom
frumvarpinu andvíg. Bentu þau
á þá að Sviss hefði í gegnum
tíðina verið griðastaður þeirra
sem sættu ofsóknum.
Stjómin taldi á hinn bóginn
nauðsynlegt að hefta straum
flóttamanna inn í landið og herða
reglugerðir. Undanfarin fimm ár
hafa 6.000 til 10.000 manns sótt
um pólitískt hæli í Sviss. Á
síðasta ári bjuggu rúmlega
30.000 flóttamenn í Sviss sam-
kvæmt opinberum tölum.
Samkvæmt reglugerðunum,
sem nú hafa verið samþykktar,
er stjómvöldum heimilt að neita
flóttamönnum um landvist ef
umsækjendum Qölgar skyndi-
lega. Samkvæmt fyrri reglum var
þetta eingöngu heimilt er óvissu-
ástand skapaðist í alþjóðamálum.
Þá munu þeir sem sækja um
hæli framvegis verða að gefa sig
fram við tilteknar landamæra-
stöðvar. Þá er yfirvöldum einnig
heimilað að neita flóttamönnun-
um um atvinnuleyfi í þijá mánuði
og þá sem ekki fá landvistarleyfi
má fangelsa í allt að 30 daga
áður en þeim er vísað úr landi.
Að auki munu yfirvöld í hverri
kantónu fá meira vald en áður
varðandi landvistarleyfí flótta-
manna. Talsmenn hinna ýmsu
mannréttindasamtaka segja að
síðastnefnda atriðið muni leiða
til þess að fleiri flóttamönnum
verði synjað um pólitískt hæli en
áður.
Jerusalem Post:
Waldheim-bréfið
reyndist falsað
Jerúsalem. Reuter.
DAGBLAÐIÐ JeruaaJem Post við-
urkenndi á föstudag, að skjal, sem
blaðið birti f febrúarmánuði og
sagði bréf frá Alois Mock, utanrfk-
isráðherra Austurrfkis, til Margar-
et Thatcher, forsætisráðherra
Breta, hefði verið falsað.
Samkvæmt bréfinu átti Mock að hafa
verið fylgjandi þeirri hugmynd að
telja Kurt Waldheim, forseta Aust-
urríkis, á að segja af sér og bera við
heilsufarsástæðum, vegna þess að
ásakanir á hendur honum um laumu-
spil vegna samstarfs hans við nasista
hefði skaðað austurríska hagsmuni.
Mock neitaði því strax, að hann
hefði ritað þetta bréf, og einn af
aðstoðarmönnum hans sagði, að ut-
anríkisráðherrann mundi hefía
málarekstur á hendur blaðinu vegna
birtingar þess.
Jerusalem Post sagði, að í ljós
hefði komið eftir langvinnar yfir-
heyrslur, að bréfið hefði verið falsað.
Sagðist ritstjórinn, Ari Rath, harma
birtingu þess, en bætti við, að sterk-
ar líkur bentu til þess, að öfl innan
Austurríska þjóðarflokksins (flokks
utanríkisráðherrans) hefðu staðið á
bak við fölsunina.
armenn hefðu beðið mikinn ósigur.
„Margir hefðbundnir fylgismenn
jafnaðarmanna greiddu okkur at-
kvæði sitt vegna þess að þeir vildu
ekki að SPD væri undir áhrifum frá
græningjum," sagði Wallmann við
blaðamenn í Wiesbaden, höfuðborg
Hessen, á sunndag.
Framámenn innan flokks jafnað-
armanna segja að nú þurfi að
endurskoða stefnumál flokksins og
framtíðarhorfur án þess að draga
nokkuð undan. Flokkurinn missti
um 105.000 stuðningsmenn til CDU
og marga yngri stuðningsmenn til
græningja.
Johannes Rau, forsætisráðherra
í Nordrhein-Westfalen, var kansl-
araefni SPD í þingkosningunum í
janúar. Að hans sögn þarf að at-
huga gaumgæfílega hvórt flokkur-
inn hafi grafið sér eigin gröf í
kosningunum í Hessen.
Hans Krollmann, sem leiddi SPD
í kosningunum, var spurður hvort
það hefði haft áhrif að Willy Brandt
sagði af sér formennsku I lok apríl.
Krollmann sagði að afsögn Brandts
hefði „aðeins haft lítil áhrif ... en
það hefði verið betra ef við hefðum
verið lausir við þá umræðu".
CDU og FDP fengu 56 sæti á
þinginu í Hessen og SDP og græn-
ingjar 54 sæti. CDU og FDP munu
því mynda stjóm þar á svipuðum
forsendum og í Bonn. Wallmann,
sem áður var borgarstjóri I Frank-
furt, stærstu borg í Hessen, mun
leiða stjómina. Þess má geta að
SPD missti mikið fylgi í Frankfurt.
Wallmann hættir því að gegna
störfum umhverfismálaráðherra í
stjóm Kohls. Þar hefur hann meðal
annars haft kjamorkumál á sinni
könnu. Andstæðingar Wallmanns I
kosningunum uppnefndu hann
„plútóníumráðherrann" er hann
neitaði að verða við áskorunum um
að loka vinnslustöð fyrir plútóníum
i Hessen.
Vinnslustöðin var sett á oddinn
í kosningabaráttunni. Stjóm græn-
ingja og jafnaðarmanna féll eftir
að grænginjar kröfðust þess að
Alkem-verksmiðjunni, sem fram-
leiðir eldsneyti fyrir kjamaofna úr
plútóníumi, yrði tafarlaust lokað.
Stjómin var mynduð I desember
1985 þegar gæningjar ákváðu að
ganga í minnihlutstjóm SPD. Þeir
fengu embætti umhverfismálaráð-
herra og varð þingmaðurinn Josch-
ka Fischer þá fyrsti ráðherra
græningja í Evrópu.