Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1987 Staðreyndir um mennt- unarkröfur brunavarða eftir Hrólf Jónsson Ágætur heimspekingur hélt því fram, að meðan við mennirnir hefð- um aðeins tungumálið til að tjá hver öðrum hugsanir okkar yrði stöðugt um að ræða misskilning okkar í milli vegna ófullkomleika þess. Það er jú alkunna að menn leggja oft mismunandi skilning í orð og hugtök. Er þetta staðreynd sem við verðum sjálfsagt að búa við um aldur og ævi. Önnur er sú staðreynd að oft mistúlka menn orð annarra vilj- andi, slíta þau úr samhengi og umhverfa þeim þá máli sínu til stuðnings og þykir það frekar löstur en hitt. Þá kemur það einnig fyrir að menn beita fyrir sig ósannindum, rangfærslum og dylgjum, málstað sínum til framdráttar. Ekki vil ég ásaka 1. fulltrúa vagnstjóra SVR um slíkt, þó svo álykta megi svo við lestur greinar hans, sem birtist hér á síðum Morgunblaðsins þann 1. apríl sl., heldur tel ég greinina skrifaða í heilagri reiði, reiði sem byggist á misskilningi, en þó fyrst og fremst vanþekkingu um málefni slökkviliðs Reykjavíkur og starfs- menn þess. Sjálfsagt er reiði mannsins sprottin af ummælum eftir Guðmund Vigni Oskarsson Með gjörbreyttu og flóknara þjóðfélagi hafa kröfur til starfa ýmist aukist eða minnkað. Sem dæmi um auknar kröfur til starfa má nefna ýmsa starfshópa innan heilbrigðisgeirans, t.d. hjúkr- unarfræðinga, sjúkraliða, meina- tækna og nú síðast sjúkraflutninga- menn, sbr. reglugerð frá 18. nóv. 1986 sem fjallar ummenntun, skyldur og ábyrgð þeirra. Flestir brunaverðir í Reykjavík starfa jafnhliða sem sjúkra- og neyðarflutningsmenn. Samanburð- ur á innbyrðisvægi starfa frá fyrri tíð á þar af leiðandi ekki við í dag. Það mat á störfum strætisvagnabíl- stjóra og brunavarða sem lá til grundvallar launakjörum þeirra árið 1956 og Hannes talar um í grein sinni hlýtur að hafa tekið breyting- um. Gildi menntunar og sérhæfni til starfa Sú viðurkenning sem felst í form- legum kröfum um menntun og/eða sérhæfni til starfa er dýrmæt. Sú hvatning sem af henni hlýst leiðir til markvissrar þróunar og þroska innan starfanna og hefur í för með sér aukna ábyrgð. Hver sá sem tekur að sér trúnaðarstörf í verka- lýðshreyfingunni ætti ekki að þurfa að fara í grafgötur um mikilvægi þessara sanninda. Það er mikil þröngsýni sem kemur fram í grein Hannesar til ofangreindra þátta og birtist í fullyrðingum eins og rök- leysa, dulbúnar launagreiðslur og besti brandari seinni ára. Þessi afstaða hans virðist beinast gegn borgaryfirvöldum sem um áratuga- skeið hafa ráðið til brunavarðar- starfa menn með þá iðnmenntun eða sambærilega menntun og reynslu sem sannarlega hefur nýst þeim í starfi. Borgarstjórn staðfesti sem höfð eru eftir mér í sunnudags- blaði Morgunblaðsins, að bruna- vörðum finnist það lítilsvirðing af hálfu starfsmannafélags Reykjavík- ur, að viðurkenna ekki launakröfur þeirra fram yfir vagnstjóra SVR. Ég skil ekki hvernig ummæli eins manns geta gefið tilefni til að ráð- ast á eina stétt innan St. RVK eins og hún leggur sig, með skömmum og fullyrðingum um vafasamt inn- ræti. Það sem ég er fyrst og fremst að skýra frá í viðtali við blaðamann Morgunblaðsins er hversu alvarlegt ástand skapist í borginni ef ekki tekst að fullmanna vakt á slökkvi- stöðinni. Og þeirri bláköldu stað- reynd að fjórðungur varðliðsins hefur hætt á Stöðinni og horfið í önnur störf, á tæpum tveimur árum. Höfuðorsök þess er óánægja með laun. Er þetta stjórnendum slökkvi- stöðvarinnar mikið áhyggjuefni. Ég taldi hins vegar rétt að geta þess, að ekki er eingöngu við borgaryfir- völd að sakast í þessu efni, heldur einnig Starfsmannafélag Reykja- víkur, af áðurgreindum ástæðum. Ég hef enga skoðun á því hvað vagnstjórar SVR eigi að hafa í laun. Þeir hljóta að rökstyðja kröfur sínar á sannverðugan hátt. A.m.k. voru þeir meðal þeirra stétta sem fengu leiðréttingu í síðustu samningum, sem reyndar voru svo felldir, en 1. gildi þess í raun með samþykkt um slökkvilið Reykjavíkur frá árinu 1985, þar sem iðnmenntunar er formlega krafist. Orð Hannesar eru því dapurlegur og alvarlegur dómur sem varðar ekki aðeins brunaverði heldur alla félaga í St.Rv. sem hafa menntun til starfa. Þau störf sem unnin eru af ófaglærðu fólki krefj- ast oft sérhæfni. Þau eru oft áhættusöm, starfsskilyrði eru mun lakari og þeim fylgir oft ábyrgð sem lítt er metin neðst í launastiganum. Þetta getur m.a. átt við starf stræt- isvagnabílstjóra, en þar fer saman akstur við erfið skilyrði jafnhliða ábyrgð á fjölda fólks. Af framansögðu má sjá að aukn- ar kröfur til menntunar og/eða sérhæfni ættu að nýtast ólíkum starfshópum og varða veg þeirra hvers um sig, og þar með veg okk- ar allra, til' bættra starfshátta og kjarabóta. „Hin umdeildu mannréttindi“ Hannes segir í grein sinni: „Sum- ir hópar níðast á öðrum vegna sérhagsmuna og sérstöðu sjálfum sér til framdráttar og á ég við hin umdeildu mannréttindi, að sumir hópar geta sent aðra í verkfall fyr- ir sig.“ Þarna á hann við þá sem skyld- aðir eru til vinnu í verkfalli en það eru allir heilbrigðishópar innan fé- lagsins og þeir sem sinna öryggis- vörslu, en þeir voru u.þ.b. 900 manns af 2.600 í verkfallinu 1984. Ástæða er til að taka fram að þessir hópar styrktu hvað mest verkfallsbaráttu félagsins 1984 og stóðu verkfallsvaktir, þrátt fyrir langan vinnudag. Þeir sérhagsmun- ir og sérstaða sem Hannes eignar þessum starfshópum koma hvergi fram í innröðun starfsheita þeirra í launastiganum. Varla getur hann átt við þau gleðitíðindi að félagar okkar, þ.e. sjúkraliðar, hafa náð markvissum árangri til leiðréttingar launa sinna á síðustu dögum. fulltrúi SVR hafði sætt Sig við. í mínum huga eru það ekki rök, að vagnstjórar hafi verið í sama launa- flokki og brunaverðir í 30 ár og því skuli svo vera áfram. Það hefur margt breyst á Slökkvistöðinni á undanförnum árum, þó ekki væri farið nema 15 ár aftur í tímann. Sama má sjálfsagt segja um starf vagnstjóra. Allt er breytingum und- irorpið, t.d. voru brunaverðir í sama launaflokki og lögreglumenn fyrir nokkrum árum. Nú eru lögreglu- menn hærra launaðir en brunaverð- ir í Reykjavík sem nemur 7 til 11 launaflokkum. 1. fulltrúi vagnstjóra SVR hefur mörg orð um það að krafist sé iðn- menntunar af brunavörðum. Telur hann þetta stórkostlegan brandara. Það er í sjálfu sér ágætt fyrir hans hönd að geta skemmt sér yfir van- þekkingu sinni. Það er nefnilega ekki nema hálfur sannleikur að krafist sé iðnmenntunar til starfs- ins, og iðnmentunin ein sér alls ekki nægileg. í samþykkt um slökkviliðið, sem gerð var í borgar- stjórn fyrir allnokkru, segir: „Brunaverðir skulu hafa iðnmennt- un, sem nýtist þeim í starfi, eða sambærilega menntun og reynslu að mati borgarráðs." Þessi samþykkt sem hér er vitnað til var samþykkt í borgarstjórn fyr- Guðmundur Vignir Óskarsson „Það samningaform sem við búum við í dag krefst þess að hinir ólíkustu starfshópar deili innbyrðis litlum bita úr hendi viðsemj- andans og er kveikjan að þeirri sundrung sem því miður hefur ríkt að undanförnu.“ Starf smannaf élag á krossgötum Það samningaform sem við búum við í dag krefst þess að hinir ólík- ustu starfshópar deili innbyrðis litlum bita úr hendi viðsemjandans og er kveikjan að þeirri sundrung sem því miður hefur ríkt að undan- förnu. Sú þörf starfshópa í dag til að sitja augliti til auglitis við viðsemj- andann og skiptast þannig á skoðunum um eðli og mikilvægi starfanna er sjálfsögð. Félagar innan Starfsmannafé- lags Reykjavíkur standa nú á krossgötum þar sem þeir verða að hugleiða stöðu sína innan félags- heildarinnar og meta hvernig hagsmunum þeirra verður best borgið í framtíðinni í kjölfar nýrra samningsréttarlaga. Með von um málefnalega um- fjöllun á félagsvettvangi. Höfundur situr í stjórn Starfs- mannafélags Reykjavíkur. Starfar sem brunavöröur. Hrólfur Jónsson „ Allt er breytingnm undirorpið, t.d. voru brunaverðir í sama launaf lokki og lög- reglumenn fyrir nokkr- um árum. Nú eru lögreglumenn hærra launaðir en brunaverð- ir í Reykjavík sem nemur 7 til 11 launa- flokkum." ir u.þ.b. 2 árum (með meginþorra atkvæða). Ég dreg stórlega í efa að borgarfulltrúar hafi verið að FERÐASKRIFSTOFAN Úrval býður í sumar upp á ferðir til Englands í svokallaðar Beaum- ont-sumarbúðir fyrir börn á aldrinum 8 til 17 ára. Börnin munu dvelja á heimavistum og geta þau vaiið um tuttugu staði víðsvegar um Bretland. Áhersla verður lögð á að kenna börnunum ensku og er gert ráð fyrir í stundaskrám að enska verði kennd í tvo og hálfan tíma á dag. Þá verða á dagskrá ýmsir leikir eins og sumarbúðum tilheyrir. Leið- beinendur verða lærðir íþróttakenn- arar og annað fagfólk, sem starfað hefur að æskulýðsmálum. Einnig gefst íslenskum kennurum tækifæri á að starfa við búðirnar í fjórar til sex vikur í sumar á meðan þær eru opnar. Starfsfólk Beaumont-sumar- búðanna er um 600 manns og sagðist Damien Medine, aðstoðar- framkvæmdastjóri Beaumont, hafa mikinn áhuga á að fá íslenska leið- beinendur til liðs við sig. Á kynning- arfundi á Hótel Loftleiðum sl. laugardag kynnti Medine sumar- búða- og skólastarfið. Úrval hóf fyrst sölu á slíkum segja borgarbúum brandara með samþykkt þessari. Heldur hafi vak- að fyrir þeim að tryggja borgarbú- um betra slökkvilið. Það er staðreynd að iðnmenntun og margs konar sambærileg menntun og reynsla nýtist slökkviliðum vel. Eft- ir þessu ákvæði hefur verið farið af hálfu slökkviliðsstjóra frá því það tók gildi er hann hefur gert tillögur um ráðningu manna til borgarráðs. Greinarhöfundur dylgjar um það að frændsemi ráði meiru um ráðn- ingu en hæfni og próf. Staðreynd málsins er sú að samkvæmt sam- þykkt um slökkvilið er það borgar- ráð sem ræður menn endanlega í slökkvilið Reykjavíkur. Áður hefur prófanefnd slökkviliðsins sem skip- uð er slökkviliðsstjóra, borgarhag- fræðingi og fulltrúa Starfsmanna- félags Reykjavíkur fjallað um umsóknirnar. Það er því ansi lang- sótt að ásaka stjórnendur liðsins um óeðlileg vinnubrögð við ráðning- ar. Þeir eru einfaldlega ekki í aðstöðu til þess. Að lokum vil ég segja þetta. Ég taldi mér skylt að leiðrétta sumt af því sem fram kemur í grein 1. fulltrúa vagnsstjóra SVR. Eg bendi honum á að kynna sér samþykkt um slökkviliðið. Er afskiptum mín- um af þessu máli hér með lokið. Ég vona að fljótfærnisleg ummæli mín í Morgunblaðinu verði ekki til að flækja frekar hina erfiðu deilu sem Reykjavíkurborg og starfs- mannafélagið standa frammi fyrir og vona að hún leysist sem farsæl- legast. Höfundur er varaslökkviliðsstjóri í Reykjavík. ferðum í fyrrasumar. Sumarbúðirn- ar verða opnaðar á öllum stöðum þann 18. júlí nema í Kingswood- skólanum, þar sem eru heilsárs- búðir, og er þar megin áhersla lögð á tölvukennslu, ásamt ensku og íþróttaiðkun. Hægt er að dvelja í búðunum allt frá einni og upp í sex vikur í senn. Einnar viku ferð kost- ar til dæmis 18.480 krónur fyrir börn 8 til 11 ára og 22.810 krónur fyrir 12 til 17 ára börn. Tveggja vikna dvöl kostar 29.980 krónur fyrir yngri krakkana og 34.840 fyrir þá eldri. Innifalið í verði er flug til og frá London, dvöl á sumar- búðunum, fullt fæði, kennsla í ensku og ýmis tómstundastörf. David Pitt, umboðsmaður Be- aumont, sagði í samtali við Morgunblaðið að í ráði væri að bjóða upp á slíkar ferðir til Kings- wood yfir vetrartímann þar sem þar væri opið allan ársins hring. Þá gætu hópar bama með kennara sínum tekið sig saman um að dvelja eina viku eða tvær í búðunum við leik og fræðslu, bæði ensku- og tölvukennslu, til dæmis í vetrar- eða páskafríum sínum. Morgunblaðið/Emilía Knútur Óskarsson framkvæmdastjóri Úrvals, Damien Medine aðstoð- arframkvæmdastjóri Beaumont og David Pitt umboðsmaður Beaumont. „Vagiistjóri á villigötum“ Athugasemdir vegna greinar Hannesar H. Garðarssonar Ferðaskrifstofan Úrval: * Islenskum börnum býðst sumarbúða- dvöl á Bretlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.