Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 19
«r
19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1987
Tími fyrirgreiðslu-
pólitíkusa er liðinn
eftir Sigurbjörn
Magnússon
Stjórnmálabaráttan snýst öðru
fremur um átökin á milli ftjálslynd-
is og stjórnlyndis. Fijálslyndið er
þá skilgreint þannig að það sé vönt-
un á tilhneigingu til að gerast
forráðamaður annarra en stjómvöld
sé tilhneiging til að skipulagsbinda
og kerfisbinda sem flesta þætti í
þjóðlífinu. Þessi átök birtast okkur
oft í hinu daglega lífi. Hinir stjóm-
lyndu vilja skammta, úthluta
leyfum og gera mönnum greiða
með því að færa þá til í biðröðinni.
Það vom gleðitíðindi þegar formað-
ur Sjálfstæðisflokksins lýsti þeirri
skoðun sinni að þingmenn ættu
ekki að sitja í bankaráðum. Við
höfum fengið nóg af stjómmála-
mönnum sem byggja tilvist sína á
því að færa fólkið til í biðröðum.
Það er grundvallarkrafa að allir
sitji við sama borð. Tími fyrir-
greiðslupólitíkusa á að vera liðin tíð.
Bankarnir fyrir fólkið
Eitt af þeim stóm atriðum sem
núverandi ríkisstjórn gerði til þess
að minnka afskiptin af borguranum
var að innleiða vaxtafrelsi. Spari-
fjáreigendur gátu verið ömggir með
sparifé sitt í bönkum og það sem
meira var að bankarnir fengu áhuga
á því að þjóna viðskiptavinum og
hófu að keppa um hylli þeirra. Áður
hafði bætt þjónusta bankanna birst
í því að byggja sem flest og glæsi-
legust útibú. Með vaxtafrelsi á
útlánum fara bankamir von bráðar
að bjóða fólkinu sem hagstæðust
lán, að vera bankar fyrir fólkið. Það
er því eitt mikilvægasta atriðið á
stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins að
breyta ríkisbönkunum í hlutafélög
og selja þá. Hvergi á Vesturlöndum
tíðkast jafnmikil ríkisafskipti af
bankakerfinu og hér á landi. Það
þarf að koma ríkisbönkunum úr
höndum pólitíkusanna til fólksins í
landinu og hafa arðsemis- og jafn-
ræðissjónarmið í heiðri.
Greiðslukort
Greiðslukortin em dæmi um það
þegar vald er fært frá pólitíkusum
til fólksins. Áður en Sjálfstæðis-
flokkurinn kom til valda giltu þær
reglur að einungis forstjórar fyrir-
tækja og forstöðumenn opinberra
stofnana fengu að hafa greiðslukort
með sérstöku leyfi stjómvalda. Rök-
in fyrir því vom þau að almenningi
væri ekki treystandi til þess að
nota þessi kort og fengi almenning-
ur að nota kortin mundi þjóðin fara
á allsherjar „kreditfyllirí". Nú er
öllum heimil notkun greiðslukorta
og gilda um þau almennar reglur
og hver einstaklingur semur við
sinn banka og þarf því ekki lengur
að leita á náðir valdsmanna um
þetta atriði.
Átthagafj ötrar
Áður en þessi ríkisstjórn kom til
valda 1983 var nánast ómögulegt
fyrir menn að flytjast úr landi því
það tók svo langan tíma fyrir þá
að yfirfæra eignir sínar í erlenda
mynt því upphæðin sem heimilt var
að yfirfæra árlega var skammar-
lega lág. Þessu var breytt og
upphæðimar stórhækkaðar þannig
að nú geta menn yfirfært allar eign-
ir sínar á tveimur ámm. Stjórnlyndu
fyrirgreiðslupólitíkusamir sögðu að
yrði slakað á þessum reglum myndi
bresta hér á með allsheijar land-
flótta. Það yrði að hafa vit fyrír
fólkinu. Þetta stangaðist á við þau
gmndvallarmannréttindi að allir
eiga að vera fijálsir ferða sinna.
Rök hinna stjómlyndu reyndust
ekki haldbær. Það brast ekki á
neinn landflótti. Frelsið sýndi sig
að vera betra en skömmtunin.
Áfram á réttri leið
Við Sjálfstæðismenn ætlum að
halda áfram á þessari frelsisbraut
sem við höfum fetað á síðustu fjór-
Sigurbjöm Magnússon
„Við höfum fengið nóg
af stjórnmálamönnum
sem byggja tilvist sína
á því að færa fólkið til
í biðröðum. Það er
grund vallarkraf a að
allir sitji við sama borð.
Tími fyrirgreiðslu-
pólitíkusa á að vera
liðin tíð.“
um ámm. Menn vita hvar þeir hafa
Sjálfstæðisflokkinn og fyrir hvað
hann stendur. Kjósi menn annað
en D-listann er það ávísun á óviss-
una.
Höfundur er í 10. sætiá lista Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavíkurkjör-
dæmi.
Kahrs
Parket
í sérflokki
Það sérð þú
þegar þú skoðar
KÁHRS-parketið
hjá okkur.
Náttúrulegt gólf-
efni, fallegt, hlýlegt
og virðulegt.
Líttu við og skoðaðu meistara-
verkið. Það borgar sig.
Egiii Árnason hf.
Parketval
Skeifunni 3, sími 91 -82111