Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1987 f Finnland: Tilraunir til stjórnar- myndunar að hefjast? Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins: BUIST er við að Mauno Koi- visto, forseti Finnlands, tilkynni í dag hverjum hann felur að reyna stjórnarmyndun. Forset- inn ræddi við leiðtoga stjórn- málaflokkanna i gær og var líklegast talið að hann fæli full- trúa einhvers borgaralegu flokkanna stjórnarmyndun. Ilkka Suominen, forseti þjóð- þingsins og formaður hægri flokksins, gekk fyrstur á fund Koivisto. Eftir fundinn vildi hann ekki spá hveijum yrði falin stjóm- armyndun, en sagðist treysta dómgreind forsetans fyllilega í því máli. Fulltrúar Jafnaðarmanna- flokksins tilkynntu að loknum fundi með forsetanum að þeim fyndist eðlilegast að borgaralegu flokkamir yrði falið að reyna stjórnarmyndun. Forsvarsmenn borgaralegu flokkanna lýstu áhuga sínum á myndun samstjómar miðflok- kanna, hægri manna og jafnaðar- manna. Vildu þeir að fyrst yrði möguleiki á stjóm af því tagi kannaður. Mauno Koivisto flutti ræðu við þingsetningar á föstudag og við það tækifæri lét hann í ljós þá skoðun sína að samstjórn jafnað- armanna og borgaralegu flokk- anna kæmi vart til greina. Stjórn af því tagi hefði að hans mati allt- of stóran þingmeirihluta á bak við sig. Koivisto hefur jafnan viljað veg þingsins sem mestan og sagði í ræðu sinni að það yrði til þess að umræður á þingi legðust niður ef ríkisstjóm hefði meira en tvo þriðjuhluta allra þingmanna á bak við sig. Jafnaðarmenn eru einnig andvígir stjómarmyndun með borgaralegu flokkunum. Stjóm- málaskýrendur í Helsinki telja líklegast að í viðræðunum við flokksleiðtogana hafi forsetinn fyrst og fremst kannað tvo mögu- leika. Annað hvort myndun stjóm- ar jafnaðarmanna og hægrimanna eða stjómar miðflokka og hægri- manna. Reuter Ferja rétt við Stjórnunarfélag íslands hefur undanfarin þrjú misseri starfrækt tölvuskóla, þar sem kennd er forritun og kerfisfræði. Námiö þyggir að verulegu leyti á hönnunar- og forritunarverkefnum sem hafa það markmiö að nemendur öölist færni í aö beita þeim aðferðum serfi kenndar eru. Sum verkefni eru tekin beint úr atvinnulífinu, önnur eru tilbúin, en leitast er við að láta þau endursþegla raunveruleikann. Þetta nám er nú einnig hægt að stunda í áföngum á kvöldin. Sama námsefni er þá kennt í sjö 40 klst. áföngum. í fyrsta áfanganum, GRUNNI, er farið yfir stýrikerfi og helstu notkunarsvið einkatölva. í forritunaráföngum er kennt Pascal, mest notaða forritunarmálið á einkatölvur. Ekki er nauðsynlegt að Ijúka náminu, hver og einn getur tekið þá áfanga sem honum hentar. grunnur FRAMHALO KLST forritun II KERFISHÖNNUN Besla byriendanámstóO námskeið. ^ KyS ^mKatöWum. __ Stvrikerfiö MS-DOS. - Ritvinnslukerfiö Word. 40 KLST A Stjórnunarfélag Islands TÖLVUSKÚU Ananaustum 15 • Simi: 6210 66 Undirbúningl að því að rétta feijuna Herald of Free Enter- prise lauk í gær og átti að reyna að koma henni á réttan kjöl í dag. Feijan lagðist á hliðina í fyrra mánuði fyrir utan hafnar- mynnið í Zeebrugge í Belgíu og drukknuðu á annað hundrað farþegar, sem um borð voru. Reuter Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, og Brian Mulroney, forsætisráð- herra Kanada, slá á létta strengi við upphaf fyrsta fundar þeirra í opinberri heimsókn Bandaríkjaforseta til Kanada. Bandaríkin og Kanada: Viðskiptahömlum líklega aflétt í ár Ottawa, Reuter. RONALD Reagan, Bandaríkja- forseti, sagði í ræðu í þingi Kanada í Ottawa, að hann væri ákafur fylgismaður þess að við- skiptahindrunum milli Banda- aríkjanna og Kanada yrði rutt úr vegi. Reagan, sem nú er í opinberri heimsókn í Kanada, sagði að slíkt gæti orðið öðrum ríkjum til fyrirmyndar. Reagan hét því að Bandaríkja- stjóm myndi gera sitt til þess að ryðja viðskiptahömlum úr vegi. Brian Mulroney, forsætisráðherra Kanada, lagði til fyrir tveimur árum að grannríkin gerðu með sér fríverzlunarsamning. í millitíðinni hafa sprottið upp viðskiptadeilur milli ríkjanna og hafa Kanadamenn hvað eftir annað sakað Bandaríkja- menn um harða vemdarstefnu. Reagan sagði í gær að hugmynd- ir Mulroneys væri til marks um mikla framsýni. Forsetinn sagði hins vegar að auðveldara væri að setja sér takmark en ná því. Hann sagðist Vonast til þess að samkomu- lag næðist fyrir árslok. í ræðunni í þinginu í Ottawa vék Reagan að alþjóðamálum og sagðist fagna merkjum um breytingar í Sovétríkjunum. Hann sagðist vona til að þar væri um að ræða fyrsta skrefið í átt til raunverulegs frelsis þar í landi. Hann sagði að ef Sovét- menn stefndu raunverulega að friði ættu þeir að breyta stefnu sinni á alþjóðavettvangi. Stríðið í Afganist- an og stuðningur þeirra við stjómir Kampútseu, Eþíópíu og Angólu væri ekki til marks um mikinn frið- arvilja. X
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.