Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRIL 1987 61 Minning’: Guðmundur Hannes- son ljósmyndari Fæddur 8. október 1915 Dáinn 28. mars 1987 Kveðja frá barnabörnum „Heiðgolan þýtur björt og blíð í fasi, blómálfa smáa huldur til sín kalla. Hér vil ég vanga að um eilífð halla, — ástin mín býr í þessu dýragrasi, blá, ó, svo blá. í sátt við allt og alla upphafs míns til ég vil að lokum falla." (Jóhannes úr Kötlum) Nú er Guðmundur afi okkar far- inn. Og mikill er söknuðurinn. Við höfum átt svo ótal margar góðar stundir með honum um ævina. Og við megum þakka fyrir að hafa átt svo góðan afa sem hann var. Hann bjó hjá okkur allt fram á síðustu ævidaga sína eða þar til hann fór á spítalann. Og svo var hann allt í einu dáinn. En vonandi hittumst við þá aftur hinum megin og njótum þess að vera saman. Við þökkum elsku afa fyrir það sem hann var okkur og við munum alltaf geyma með okkur. Embla, Sölvi og Álfrún. Mummi, eins og hann var alltaf kallaður af vinum og vandamönn- um, var fæddur og uppalinn í Stykkishólmi, sonur hjónanna Hannesar Stefánssonar skipstjóra og Katrínar Ámadóttur. Katrín, móðir Guðmundar, lést þegar Mummi var á fímmta aldursári og hefur það verið mikið áfall fyrir hann að missa móður sína. Eftir að móðir hans lést var hann um tíma hjá afa sínum og ömmu, Ama Snæbjömssyni og Margréti Jóns- dóttur. Tæpum tveimur árum eftir lát Katrínar, móður Mumma, kvæntist Hannes faðir hans Rann- veigu Jónsdóttur og gekk Rannveig Mumma í móður stað upp frá því. Árið 1933 hóf Mummi nám í ljós- myndaiðn hjá óskari Gíslasyni, ljósmyndara í Reykjavík. Fljótlega að námi loknu fór Mummi til Þýska- lands og dvaldi þar við nám og störf fram að stríðsbyrjun. Eftir heim- komuna frá Þýskalandi hóf hann nám í Kennaraskólanum og lauk þaðan prófí með ágætiseinkunn. Árið 1945 kvæntist hann unnustu sinni, írisi Vignir, dóttur hjónanna Sigurhans Vignir og Önnu Þor- grímsdóttir. Bjuggu þau íris og Mummi í hamingjusömu hjónabandi til ársins 1981, en þá varð Mummi fyrir þeirri miklu sorg að missa ír- isi konu sína. Mummi og íris eignuðust tvær dætur, Elsu f. 17. febrúar 1947 og Báru f. 10. apríl 1950. Eftir að íris lést bjó Mummi með dætrum sínum, tengdasyni og þrem bamabömum á heimili sínu á Laugateigi 35. Síðustu árin átti Mummi við milkla vanheilsu að stríða og reyndust dætur hans hon- um sannar og góðar dætur í veik- indum hans. Ég sem þetta rita kynntist Mumma fyrst árið 1928 er ég var tekinn í fóstur af Rannveigu og Hannesi. Var ég þá á þriðja aldurs- ári og varð þá strax ákaflega hændur að Mumma, enda var hon- um einkar lagið að umgangast aðra, ekki síst böm. Margs er að minnast frá samvemstundum okkar á liðn- um árum, ég minnist þess þegar ég var lítill drengur í Hólminum hvað ég saknaði hans mikið þegar hann fór að heiman, og minnist þess hvað ég hlakkaði mikið til þegar hann kæmi heim aftur. Eftir að ég fluttist til Reykjavíkur er margs að minnast af samvemstund- um okkar Mumma, ég minnist margra ferða sem við fómm um sumarið 1947, gangandi frá Búðum fram fyrir Jökul og inn í Stykkis- hólm. A þeirri ferð hittum við marga vini og kunningja Hannesar fóstra míns sem allt vildu fyrir okkur gera og em þar ofarlega nöfn eins og Guðmundur og Snæbjörn í Kletts- búð á Hellissandi, séra Magnús í Ólafsvík, Ágúst í Mávahlíð, og síðast en ekki síst frændfólk okkar á Kolgröfum, Berserkseyri og Bjarnarhöfn. Seinna fómm við margar ferðir vestur í Hólm, ég, pabbi og Mummi. Ég var togarasjómaður í mörg ár og þær vom ekki margar heim- komumar sem þeir Mummi og pabbi tóku ekki á móti mér og keyrðu mig heim. Við Mummi bund- umst sterkum bræðraböndum sem aldrei slitnuðu. Mummi ogíris vom 'akaflega elskuleg og góð heim að sækja og var heimili þeirra rómað fyrir gest- risni og myndarskap meðan íris hafði heilsu og þrek, og var oft fjöl- mennt af vinum og vandamönnum hjá þeim á Laugateigi 35, en eftir að íris lést og Mummi missti heils- una fækkaði vinunum fljótt og var svo komið í lokin að fáir höfðu tíma til að líta inn til Mumma. í fyrstu tók hann það nærri sér en var orð- inn sáttur við það í lokin. Að lokum votta ég og fjölskylda mín Elsu, Bám, Tryggva og afa- bömunum þrem innilegar samúðar- kveðjur. Ragnar Franzson og fjölskylda Laugardaginn 28. marz sl. lést í Landspítalanum mágur minn, Guð- mundur Hannesson Ijósmyndari, Laugateigi 35. Hafði hann átt við erfíðan sjúkdóm að stríða í nokkur ár og þrátt fyrir hjálp mætustu lækna og nýjustu lyfja fékkst lækn- ing ekki. Bálför Guðmundar hefur farið fram í kyrrþey að hans ósk. Guðmundur fæddist í Stykkishólmi 8. október 1918 sonur hjónanna Katrínar Ámadóttur og Hannesar Stefánssonar skipstjóra. Móður sína missti Guðmundur er hann var fjög- urra ára en faðir hans giftist aftur og var önnur kona hans Rannveig Jónsdóttir, sem gekk Guðmundi í móðurstað. Árið 1928 tóku Hannes og Rannveig ungan svein í fóstur, dreng að nafni Ragnar Fransson (síðar skipstjóri) og tók Guðmundur miklu ástfóstri við hann. Þeir ólust upp saman þar til Guðmundur fór til Reykjavíkur til náms 1933, en mjög náið samband var ávallt á milli þeirra bræðra uns leiðir nú skilur. í Reykjavík lærði Guðmund- ur ljósmyndun hjá Óskari Gíslasyni ljósmyndara og lauk hann prófí frá Iðnskólanum í Reykjavík 1935 og sveinsprófí í ljósmyndaiðn nokkm síðar. Lítið gaf starf ljósmyndarans í aðra hönd á kreppuárunum og fór Guðmundur til Þýskalands 1937 og dvaldi þar í tvö ár og starfaði mest- allan þann tíma á stóru heimili fyrir drengi á eyjunni Suderoog við Norð- ursjávarströnd Þýskalands, minnt- ist hann oft þessara ára með ánægju. Eftir að heim kom vann hann við iðn sína en stundaði jafn- framt nám við Kennaraskóla ís- lands og lauk kennararprófí 1943. Ekki starfaði hann samt mikið við kennslu þar sem starf ljósmyndara var nú orðið lífvænlegra og var Guðmundur starfandi ljósmyndari hér í borg um 40 ára skeið. Hann var mjög virkur félagi í Ljósmynd- arafélagi íslands og í stjórn þess um margra ára skeið. Flest sín verkefni sótti hann út í mannlífíð, ljósmyndaði mikið fyrir atvinnufyrirtæki, einnig skóla, en smám saman varð samt kortagerð og útgáfa jóla- og póstkorta hans aðalverkefni. Stofnaði hann í því skyni fyrirtækið Eddafótó sem í mörg ár var eitt það stærsta í kortaútgáfu hér á landi. Óhætt er að segja að góð landkynning hafí verið af þeim ágætu ljósmyndum sem Guðmundur tók víðsvegar um landið og gaf síðan út í þúsunda- tali á póstkortum sem fóru víða. Guðmund sá ég fyrst 1942 er hann kom til vinnu á ljósmyndastofu föð- ur míns. Mér leist strax vel á manninn, hann var hár og spengi- legur og bar með sér hressandi blæ sem hreif fólk, hvort sem það var í starfi eða leik. Kynni okkar urðu síðan nánari er hann gekk að eiga systur mína, írisi, en brúðkaup þeirra var gert í júnímánuði 1945. Þau reistu sér brátt hús við Lauga- teig 35 hér í borg og bjuggu þar til æviloka. Það var gott að koma á heimilið á Laugateignum og fínna þá samheldni og ást sem þar ríkti; húsmóðirin ávallt til staðar, vakandi yfír bömum og búi, hann, þrátt fyrir annríki við störf, átti alltaf tíma aflögu fyrir vini sína, var manna glaðastur á góðri stund og þau bæði höfðingjar heim að sækja. Guðmundur og lris eignuðust tvær dætur, Elsu f. 1947 og Báru f. 1950, eru þær báðar starfandi kennarar hér í borg, bamabömin eru þrjú, Embla og Álfrún, dætur Báru, og Sölvi, sonur Elsu. Eftir 36 ára farsælt hjónaband lést íris skyndilega 1981. Guð- mundur var þá orðinn veikur og naut þess að dætumar héldu heim- ili með honum og bamabömunum síðustu árin. Til þeirra em nú sendar samúðar- kveðjur en það er huggun harmi gegn að bjart er yfír minningu Guðmundar Hannessonar. Ragnar Vignir Laugavegi61 Blóma- og gjafavöruverslun Kransar, kistuskreytingar, hvers konar skreytingar og gjafir. Gæfan fylgir blómum og gjöfum úr Stráinu. Opið um helgar. Sími 16650. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdafööur, afa og langafa, HJALTA KRISTJÁNSSONAR, Gyðufelll 4, Reykjavfk, áður bóndi að Stóru-Brekku, Fljótum. Þorbjörg Pálsdóttir, Óskar Hjaltason, Anna Gróta Arngrfmsdóttir, Trausti Hjaltason, Lllja Sigurðardóttir, Gurf Lff Stefánsdóttlr, Gunnar Vilmundarson, Ásta Hjaltadóttir, Kjartan Þorbergsson, barnabörn og barnabarnabarn. Minning: Eyjólfur R. Arna- son gullsmiður Fæddur 20. janúar 1910 Dáin 25. mars 1987 Nú á kveðjustund rifjast upp ótal minningar. Fyrir meira en 40 ámm flutti fjölskylda mín í sama hús og Eyjólfur Árnason og kona hans, Guðrún Guðvarðardóttir, bjuggu í hér á Akureyri. í upphafí vom þau okkur alls ókunn, en urðu brátt okkar bestu vinir. Varð ég mjög hænd að þeim, og það sama má segja um Ragnar bróður minn, sem alltaf lítur á sig sem fósturson þeirra. Þeirra heimili varð okkar annað heimili, þar sem við í ríkum mæli nutum umhyggjusemi þeirra og hlýju. Þetta hefur líka fundið allur sá mikli fjöldi vina og kunn- ingja, sem notið hefur gestrisni þeirra. Eyjólfur vinur okkar, sem við nú kveðjum að sinni, var okkur alltaf svo einstaklega góður. Ef okkur vanhagaði um eitthvað hjálp- aði Eyfi okkur um það. Ef það var ekki til, þá bjó hann það til. Ef okkur vantaði svör við einhveiju gat hann alltaf frætt okkur um það. Hann vissi ekki allt það góða, sem hann gat fyrir okkur gert, og þess sama nutu bömin mín, þegar þau komu til sögunnar. Aldrei var farið erindisleysu af hans fundi, hann leysti allan vanda. Enda var viðkvæðið „hann Eyfi getur allt" oft notað. Alltaf var hann veitandi, en við þiggjendur. Virtist hans mottó vera: Sælla er að gefa en þiggja. Marga dýrmæta og fallega muni eigum við til minn- ingar um það. Eyjólfur var myndarlegur maður, mikið snyrti- menni, léttur á fæti og einhvem veginn fannst okkur hann alltaf eins, — ekkert eldast. Hann var bráðgreindur og víðlesinn, fjöl- hæfur og vandvirkur, gestrisinn og gjafmildur. Eyjólfur var fámáll, hafði ákveðnar skoðanir og stóð líka við þær, stríðinn gat hann verið. Þá var hann mikill náttúmunnandi og hafði áhuga á blóma- og tijá- rækt. En í einu orði sagt var hann mannkostamaður, sem við af alhug þökkum fyrir að hafa átt að vini. Fyrir mörgum árum fluttu Eyfi og hún Gunna hans suður á land og söknuðum við þeirra mikið, vissum þó að við ættum eftir að hitta þau aftur. Og enn sjáum við á eftir Eyfa okkar og eins viss og ég.er um að ekkert eyðist í þessum efnis- heimi, heldur breyti aðeins um mynd, trúi ég að við eigum eftir að hitta hann er okkar tími kemur. Elsku Gunna okkar, við sendum þér innilegustu samúðarkveðjur frá okkur öllum og biðjum Guð að styrkja þig. Blessuð sé minning hans. Krístín S. Ragnarsdóttir Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttii; með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, GUÐMUNDU VILHJÁLMSDÓTTUR. Hlöðver Guðmundsson, Ólafur Guðmundsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Guðmundsson, Gísli Guðmundsson, Ellen Guðmundsdóttir, Ásta Guðmundsdóttlr, Jósep Guðmundsson, Slgrfður Guðmundsdóttir, Dagbjört Guðmundsdóttir, barnabörn, barnabarna Esther Inglmundardóttlr, Alma Hansen, Reynir Guðbjörnsson, Alda Guðbjörnsdóttlr, Þóra Elfa Björnsson, Ólafur Stephensen, Baldur Skaftason, Ólöf BJÖrg Karlsdóttlr, Þortákur Jóhannsson, Haraldur Sigurðsson, og barnabarnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.