Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRIL 1987
HÁÞRÝSTI-
VÖKVAKERFI
SérhæfÓ þjónusta.
Aóstoóum vió val
og uppsetningu
hvers konar
háþrýstibúnaóar.
REGGIANA
RIDU7TORI
I
Drifbúnaður
fyrirspil o.fl
= HÉÐINN =
VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260
LAGER-SÉRPANTANIR-ÞJÓNUSTA
Af sjónarhóli landsbyggðarmanns
eftirÞráin Bjarnason
Miklar sviptingar hafa nú verið
síðustu daga á hinum pólitíska vett-
vangi. Ber þar hæst átökin í
sambandi við brottför Alberts Guð-
mundssonar úr ráðherrastöðu. Þarf
engan að undra að slíkir atburðir
veki athygli og að mismunandi sjón-
armið komi fram um svo afdrifaríka
ákvörðun. Svo vill oft fara, að í
augnablikinu ráði meira um afstöðu
manna tilfinningaleg og persónuleg
sjónarmið en raunsæ og skynsam-
leg ákvörðun byggð á aðalatriðum
mála hveiju sinni.
I umræðu manna um pólitíska
ábyrgð og siðgæði stjórnmála-
manna hefir það almennt verið
talinn áberandi ljóður á ráði þeirra
hér á landi, gagnstætt því sem ger-
ist með öðrum þjóðum, að meint
misferli þeirra leiði seint til þeirrar
eðlilegu niðurstöðu, að þeir leggi
niður störf meðan rannsókn málsat-
riða fer fram.
Nú vil ég ekki á nokkum hátt
gerast dómari um það hve alvarleg
mistök Alberts hafa verið meðan
hann gegndi ráðherrastöðu. Hitt
liggur þó alveg ljóst fyrir, enda við-
urkennt af honum sjálfum, að
mistök urðu. Það hefði því verið
eðlilegast að hann hefði á þeim tíma
sagt af sér ráðherradómi. Það gerð-
ist því miður ekki. Afleiðing þess
blasir nú við.
Sjálfstæðisfólk hefír lengi orðið
að hlusta á þann ósanna áróður
andstæðinganna, að forysta flokks-
„Ég- þekki ekki byggða-
stefnu Borgaraflokks-
ins, en ef hún er fólgin
í því að snapa atkvæði
úti á landi til þess að
tryggja frambjóðend-
um flokksins á Reykja-
víkursvæðinu þingsæti
er hún gróf móðgun við
fólkið á landsbyggð-
inni.“
ins haldi hlífískildi yfir skattsvikum,
og hvers konar annað misferli þró-
aðist í skjóli flokksins. Það er
sannarlega kominn tími til að hrekja
þessar röngu aðdróttanir og sýna
fram á það í eitt skipti fyrir öll að
slíkt meint misferli er ekki í anda
sjálfstæðisstefnunnar.
I þessu sambandi minnist ég þess
atviks á fyrstu árum Bjarna heitins
Benediktssonar í formannsstöðu í
Sjálfstæðisflokknum, að á lands-
fundi fór í ræðustól fjáraflamaður,
sem gerði harða hríð að forystu
flokksins fyrir það, að hún stæði
ekki nógu vel á verði í vöm fyrir
þá stétt manna. Bjarna ofbauð þessi
málflutningur og svaraði fullum
hálsi og með þungum áherslum eitt-
hvað á þá leið, að menn skyldu
átta sig á því, að Sjálfstæðisflokk-
urinn væri ekki skálkaskjól brask-
ara og skattsvikara. Þessa
hreinskilnu og ákveðnu fullyrðingu
hins merka stjórnmálaskörungs
þarf sannarlega að árétta.
Það er eindregið álit mitt að for-
maður Sjálfstæðisflokksins, Þor-
steinn Pálsson, hafi gert rétt í
ákvörðun sinni til þessa erfiða máls
Alberts Guðmundssonar. Ég er
sannfærður um að því fer fjarri að
gerðir hans hafi mótast af óvild til
Alberts. Þar mun einungis hafa
ráðið vel hugsuð og ábyrg afstaða.
Einnig er það sannfæring min, að
Albert Guðmundsson hafi í raun
ekki ætlað að fara í sérframboð
heldur hafí þar um ráðið þrýstingur
og ofstopi stuðningsmanna hans,
þannig að hann sjálfur hafí þar litlu
um ráðið.
Við verðum að vona að þegar
mesta moldviðri þessa máls linnir
átti menn sig á því að óvægileg
barátta milli fyrrum samheija leiði
ekki til góðs og er síst til þess fall-
in að veita brautargengi þeim góðu
málefnum, sem við höfum verið
sammála um að beijast fyrir.
Ég vil nú með nokkrum orðum
víkja að væntanlegum kosningum
hér í Vesturlandskjördæmi.
I kosningunum 1983 skorti lítið
á að við sjálfstæðismenn fengjum
þriðja mann okkar á listann inn á
þing sem uppbótarþingmann. Að
óbreyttum kosningalögum hefði nú
blasað við að þetta takmark næðist.
Með þeirri breytingu sem nú hefir
verið gerð á lögunum hefir þessi
möguleiki fjarlægst. Það verðum
við að gera okkur ljóst. Annað kem-
ur einnig til. Nú er það augljóst,
að möguleiki á tveimur þingsætum
fellur aðeins í hlut þess flokks sem
flest atkvæði fær í kjördæmum. Það
veltur því á miklu að við höldum
þeirri forystu sem náðist í síðustu
kosningum.
Við sjálfstæðismenn höfum nú
sem fyrr úrvalsfólk á framboðslista
okkar, sem hefir sýnt það í störfum
sínum, að því er fullkommlega
treystandi til að vinna að fram-
faramálum fólksins í Vesturlands-
kjördæmi.
Framboðslisti Borgaraflokksins á
Vesturlandi hefir nú verið birtur.
Um það fólk hefi ég lítið að segja.
Ég þekki það ekki, enda hefir þess
ekki verið getið áður í sambandi
við velferðarmál fólksins á Vestur-
landi. Hitt er öllum ljóst, er til
þekkja, að frambjóðendur þessa
nýja flokks eru enginn valkostur
fyrir okkur Vestlendinga, því eng-
um getur dottið í hug að þeir hafi
hinn minnsta möguleika á því að
fá kjörinn mann á þing.
Ég þekki ekki byggðastefnu
Borgaraflokksins, en ef hún er fólg-
in í því að snapa atkvæði úti á landi
til þess að tryggja frambjóðendum
flokksins á Reykjavíkursvæðinu
þingsæti er hún gróf móðgun við
fólkið á landsbyggðinni.
Höfundur er bóndi í Hlíðarholti á
Snæfellsnesi.
FALLEGIR
SJAKXAR
VERÐI
DÖMUR 0G HERRA
Verð kr. 16.900,-
y
SNORRABRAUT 56 SÍMI 1 35 05
Listvinafélag
Hallgrímskirkju:
Dagskrá í
tónum
og tali
Listvinafélag Hallgrímskirkju
gengst nk. miðvikudagskvöld
fyrir dagskrá í Hallgrímskirkju
í tónum og tali, sem nefnist „Sjá,
vér förum upp til Jerúsalem" og
tengist tímanum frá boðunardegi
Maríu til páska.
Margrét Bóasdóttir sópransöng-
kona syngur aríur og ljóð eftir Bach,
Fux, Haydn, Wolf, svo og Magnific-
at eftir Jónas Tómasson. Með henni
koma fram hljóðfæraleikaramir
Bemhard Wilkinson flautuleikari,
Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari
og Hörður Askelsson orgelleikari.
Sr. Kristján Valur Ingólfsson hefur
valið ritningartexta, sem mynda
umgjörð tónlistarinnar. Meðal
verka, sem flutt verða, er arían
„Ich folge dir gleichfalls" úr Jó-
hannesarpassíunni eftir J.S. Bach.
Aðgangur á þessa dagskrá er
ókeypis og hefst hún kl. 20.30.