Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRIL 1987
h
Notaðu
og fitan fer!{jg§|
Fæst í apótekinu
Vaxtarræktin - Nóatún 17 - Sími 19900
V
Albert er enginn
æðri þingmaður
eftírBörk
Gunnarsson
Undanfarið. hefur umræðan um
hið svokallaða „Albertsmál" keyrt
svo úr hófi fram, að aðgátar er
þörf. Pjölmiðlar hafa blandað sam-
an fréttum, • vangaveltum og
getgátum þannig að ekki hefur
mátt greina á milli. Málið hefur
verið spiiað á tilfinninganótunumj
en fefnisatriði þess hafa gleymst. I
stað þess að velta fyrir sér tildrög-
um málsins, íhuga hina pólitísku
ábyrgð ráðherra og líta á fordæmi
erlendis frá hafa fjölmiðlar haft
w mestan áhuga á: andvökunóttum,
flölskyldulíðan og tilfínninga-
ástandi Alberts Guðmundssonar. Á
móti hefur fjölmiðlum ekki enn
hugkvæmst að Þorsteinn Pálsson á
einnig fjölskyldu, dóttur (sem að
vísu líkir Alberti ekki við pöddu)
og ber ábyrgð á stærsta stjórn-
málaflokki í landinu. Það hefur
„gleymst" að spyija hvurnig honum
er innanbrjósts.
Annars ætti umræðan að vera á
svona lágkúrulegu plani, auðvitað
þykir öllum leitt að þetta hafí hent
Albert en til að íhuga málið þarf
að líta á tilgerðir. Ráðherrar eru
æðstu valdamenn stjómarfram-
kvæmdar hver á sínu sviði. Um
ábyrgð þeirra á stjómarathöfnum
gilda sérreglur og sérdómstóll
dæmir í málum er varða embættis-
rekstur þeirra. En ábyrgð ráðherra
„Ef Albert Guðmunds-
son telur sjálfan sig
einhvern æðri þing-
mann sem eigi frekar
rétt á ráðherrastól en
aðrir er slíkt ofmat. Að
vísu hefur fyrirliði list-
ans í Reykjavík jafnan
verið ráðherra en að-
stæður hafa aldrei
verið samar o g nú.“
AMSTKAI) PC 1512
— -------.—■—
1 diskadrif m/svarthv. pergament skjá ...kr. 37.900,- stgr.
2 diskadrif m/svarthv. pergament skjá ....kr. »4.90(1,- ->tgr.
20 MB harður diskur, 1 diskadrif,
sv./hv. pergamcntskjár....................kr. 67.900.-stgr.
Utaskjár, aukalega .......................kr. 11.900.-
Prentari, AMSTRAD DMP 3000................kr. 16.790,-
• 8086 Mhz örtölva • 512 K vinnsluminni, stækkanlegt í 640 K
• PC samhæfð • Fullkomið grafískt litakort (16 lita)
• 14" grafískur skjár, pcrgamenthvítur eða litaskjár* Rauntímaklukka
• Hliðtengi (parallel)og raðtengi (RS 232 C)* 5'A" 360 Kdiskadrif
• Mús (2 stýritakkar) • Stýripinnatengi ,• 3 lausar tengiraufar
• Stillanlegur skjár á veltifæti • Hátalari með hljóðstilli
• MSDOS 3.2 stýrikerfi • DOS Plus stýrikerfi • GEM stýriforrit
• („GEM Graphics“, „GEM Desktop" og „GEM Paint“)
• Basic 2 stjórnað úr GEM
Viðgerðarþjónusta: Tækniverkstæði Gísla J. Johnsen,
Móttaka: Bókabúð Braga, Tölvudeild, s.: 621122
Námskeið: TÖLVUFRÆÐSLAN, Borgartúni 56, sími 687590
Bókhaldspakki:
20 MB tölva með 1 diskadrifi og sv./hv. pcrgamentskjá
og Ráð, fjárhags-, viðskipta-, sölu- og lagerkerfi á kr. 99.000.-
Bókabúð
Braga
TÖLVUDEHI)
v/Hlemm Símar 29311 og 621122
Kjör: E0R0, EUROKREDIT, VISA; / 30% útb, skuldabréf: cftirst. 4-6 mán.
Verð á AMSTRAD PC 1512
Þetta er nýja AMSTRAD PC 1512 tölvan, sem slegið
hefiir í gegn erlendis í vetur. Við fengum fyrstu sendinguna í
febrúar og afgreiddum400 tölvur fyrstu 6 vikurnar.
Hentar skólafólki, fyrirtækjum, skólum, einstaklingum, heimil-
um o.fl. o.fl.
er ekki einungis ríkari en þing-
manna lagalega, heldur bera þeir,
stöðu sinnar vegna, aukna pólitíska
og siðferðislega ábyrgð. Vegna þess
var fullkomlega eðlilegt að Albert
héldi fyrsta sæti á framboðslista
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þó
hann axlaði pólitíska ábyrgð á „mis-
tökum“ sínum. Sú ábyrgð var
tilkomin fyrst og fremst vegna ráð-
herra embættis síns en ekki af þeim
sökum að hann var þingmaður.
Alþingismönnum hafa orðið á hlið-
stæð „mistök" en staða þeirra hefur
verið önnur sem '/œaf löggjafar-
valdinu en æðsta handhafa fram-
kvæmdavalds á ákveðnu sviði.
Albert Guðmundsson sætti sig
við þessa niðurstöðu, ákvað að axla
pólitíska ábyrgð en taka jafnframt
sæti á framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins. Sólarhring síðar kvað við
annan tón, þegar ráðherrann fyrr-
verandi sagði sig af framboðslistan-
um og sagði formann flokksins
hafa „hótað að þrengja starfssvið
hans sem 1. þingmanns Rvk.kjör-
dæmis og því geti hann ekki gegnt
skyldum sínum á Alþingi íslands".
Starfssvið 1. þingmanns Rvk. er
ekkert frábrugðið starfssviði 5.
þingmanns Austurlands eða nokk-
urs annars þingmanns, og verður á
engan hátt þrengt.
Ef Albert Guðmundsson telur
sjálfan sig einhvem æðri þingmann
sem eigi frekar rétt á ráðherrastól
en aðrir er slíkt ofmat. Að vísu
hefur fyrirliði listans í Reykjavík
jafnan verið ráðherra en aðstæður
hafa aldrei verið samar og nú. .Fyrri
'frambjóðendur í þetta sæti hafa
ekki gert þau „mistök" að telja
ekki fram leynireikningsgreiðslur
upp á um 500.000 kr. á núvirði,
sem óvart voru lagðar inn á per-
sónulegan reikning og gleymdust.
í annan stað má benda á að ráð-
herrar flokksins úr Rvk.kjördæmi
hafa aldrei verið valdir eftir sér-
stakri röð.
Albert Guðmundsson hefur því
ekki stofnað Borgaraflokkinn til að
þjóna hagsmunum Reykjavíkur, því
hví væri hann þá að bjóða fram
skyldfólk og kunningja í öðrum
kjördæmum?
Aðgerðir hans bera vott um heift,
hefndarhug þar sem reynt er að
frýja sig ábyrgð með því að kenna
öðrum um. Sá maður mun þó ganga
mörgum fetum til skammt í þeirri
viðleitni sinni að sundra Sjálfstæð-
isflokknum. Fámennur hópur
óánægjumanna mun fylgja honum
en þau skörð fyllir fólk sem óánægt
var með fyrri skipan listans. Fólk
sem velur ábyrgð, festu og umburð-
arlyndi lætur ekki tilfinningar ráða
heldur lítur á efnisatriði. Fólk sem
hafnar smáflokkaglundroða og
vinstri óstjóm. Fólk sem dæmir eft-
ir verkum og málefnastöðu.
Sjálfstæðismenn herðast frekar
þegar á reynir, snúa bökum saman
og fylgja forystu sinni með ráðum
og kappi.
Höfundur er nemi i Verzlunar-
skóla íslands.