Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1987 Astín hefur hýrar brár o.s.frv.... ________Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Hugleikur, áhugaleikfélag Reykjavíkur, sýnir á Galdraloft- inu: Ó, þú...ástarsaga pilts og stúlku, eftir Ingibjörgu Hjartardóttur, Sigrúnu Óskarsdóttur og Unni Guttormsdóttur Leikmynd og búningar: Erlingur Páll Ingvarsson, Alda Sigurðar- dóttir Lýsing: Ólafur Örn Thoroddsen Höfundur lags og texta: Magnús Eiriksson Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir Þetta mun vera þriðja framlag aðstandenda Hugleiks til menníng- arinnar og fengu hin tvö hinar fegurstu undirtektir. Að þessu sinni er á ferð úttekt á þjóðlegum menn- ingararfi með nútímalegri skírskot- un, Sagan hefst í réttunum, og þar gerast afdrifaríkir atburðir, sem móta alla framvindu sögunnar. Stór og vondur hrútur ræðst til að mynda á góðmennið séra Guðmund sem er með frú sinni, danskættaðri Kar- en að safna fé handa hungruðum heimi. Og þama undir réttarveggn- um uppgötva þau Indriði og Sigríð- ur, að þau elskast og geta loksins stunið því upp. Þau ætla að hittast í stórborginni því bæði eru að fara í þjóðþrifanám, hann að læra að verða stýrimaður og hún vill verða hjúkrunarkona. En auðvitað er Gróa á Leiti ekki langt undan. Og söm við sig. Hún er líka á leið í blæinn til að verða gengilbeina og lendir fljótlega í svínaríi. Og Gróa býr svo um hnútana, að það verður engin smáræðis bið á að þau nái saman. Inn í þessa dramatisku sögu fléttast aðskiljanlegir erfíðleikar utangarðsfólksins í nútímaþjóðfé- lagi- en vegna atbeina hugsjóna- konu reyna viðkomandi að snúa frá villu síns vegar. Söguþráðurinn er orð’inn mjög viðamikill og verður nú að greiða úr honum og láta allt enda vel. Og það er gert og viðhöfð bara hröð handtök. Sem sagt: elsk- endur hafa orðið að skilja, fyrir gróur og voðalegan misskilning, önnur aðalsöguhetjan, hin væna og dyggðum prýdda Sigríður fór að hjúkra séra Guðmundi í framandi landi. Til Danmerkur sem sé. Ind- riði, þetta glæsimenni og tgryggða- tröll, sem betur fer stýrimaður á nálægum höfum, og það vill svo heppilega til að þegar skip hans strandar, er það ákkúrat í réttri klettafjöru. Helkaldur og uppblás- inn af vatni er hann borinn inn til hennar, sem hjúkrar honum. Það tekur stundarkom áður en hann áttar sig á að er ekki elskan hans lifandi komin og engum trúlofuð. Ó, þau verða svo hamingjusöm. Svo fara þau heim til íslands og gifta sig í réttunum. Gróa á Leiti giftist smákrimmanum Ástvaldi, sem vill nú fara í framboð og komast á þing þar sem hann ætlar m.a að vemda hvalina, Hallfreður skáld og Karen ná saman, eftir að séra Guðmundur hefur lagt upp laupana, en hann náði sér aldrei eftir að vondi hrútur- inn stangaði hann hinn afdrifaríka réttardag. Héðinn og Gudda( grasa) hafa náð saman. Flóki fuglafræð- ingur ann Sigríði í Tungu enn hugástum, en hann sættir sig við orðinn hlut og kona hans Anna, er önnum kafín að reka endurhæfíng- arstöðina sína og reynir að siðbæta Ásu, Signýju og Helgu, sem Ast- valdur þingmannsefni og hvala- vemdari hafði ekki átt hvað minnstan þátt í að draga niður í skítinn. Flókið? Ekki aldeilis. Úr öllu er greitt að lokum. Hér taka allir leikarar sig mjög alvarlega á grínagtugan og óborg- anlegan hátt. Leikstjóm Sigrúnar Valbergsdóttur er til fyrirmyndar hress og spæk og í anda textans. Frammistaða leikaranna konung- leg, rétt eins og hæfír svo rammís- lenzkri sápuóperu. Ég missti því miður af Skugga Björgu og Sálum jónanna, en mun nú ekki sitja mig úr færi að sjá næstu sýningar hjá aðstandendum Hugleiks. Það er alveg óhætt að lofa mönnum maka- lausri skemmtan. William Parker Schubert-tónleikar Dalton Baldwin Tónlist Jón Ásgeirsson William Parker og Dalton Bald- win fluttu söngva eftir Schubert sl. laugardag á vegum Tónlistar- félagsins. Fyrir utan að tónleikar þessir voru í alla staði mjög góð- ir, höfðu þeir aðra og sérkenni- legri merkingu fyrir þá, sem í áratugi hafa sótt tónleika Tónlist- arfélagsins í Austurbæjarbíó, því húsið hefur verið selt og mun næstu vikur vera lokað vegna fyr- irhugaðra breytinga og eftir því sem undirritaður veit best, mun allt í óvissu um húsnæði fyrir tón- leika Tónlistarfélagsins. Þessi félagsskapur, sem stofnaður var af áhugamönnum um tónlistar- flutning, hefur safnað sér áhuga- verðu efni í sögu og þó þeir séu flestir látnir, án þess að hafa sagt sögu sína, er þó enn margt eftir til að skrásetja. Það var sérkenni- legt að sjá sviðið autt, fólkið líða hægt og með vaggandi göngu- takti út um hliðardymar og sjá það svo síðan drífa sig út og suð- ur frá húsinu en húsvörðinn loka öllum útidyrum. Þama stóð Aust- urbæjarbíó líflaust en niðurlags- stefið hafði verið áherslustyrkt með hurðaskellum, til þess að leggja áherslu á að nú væri öllum söngvum lokið að sinni. Það gildir sama reglan með hús og listastefnur, að nýtt tekur við af gömlu og gamalt kemur síðan í staðinn fyrir nýtt. Raunsæið átti að þurrka út rómantíkina, en þeg- ar fólk hafði fengið nóg af því að „kópíera" hversdagsleikann, varð því ljóst að hinn tilbúni draumur átti í sér fólgna fegurð, er gerði manneskjunni kleift að lifa af ljót- Ieika og miskunnarleysi raun- vemleikans. Þegar svo var komið, Skáldið, þjóðin og sljórnmálin Békmenntlr Guðmundur Heiðar Frímannsson Ami Signijónsson: Laxness og þjóðlífið, Vaka Helgafell, 1986, 147 bls. enda hljóta þau að teljast vera helzta framlag hans til andlegs lífs í landinu og veröldinni yfírleitt. Fremstur þeirra hefur verið Peter Hallberg, sem enn ritar um verk Halldórs. En á síðustu áram hafa komið fram á sjónarsviðið íslenzkir bókmenntafræðingar, sem hafa rannsakað þjóðmálaskrif Halldórs Árni Sigurjónsson Halldór Kiljan Laxness er orðinn órjúfanlegur þáttur íslenzks þjóðlífs, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Nú orðið er það svo, hygg ég, með flesta, að þeim líkar það vel, að Laxness er þjóð- skáld. En það hefur ekki ævinlega verið svo. Hann hefur lengst af ferli sínum verið mjög umdeildur maður, ekki sízt fyrir þjóðmálaskoð- anir sínar. Þetta á sérstaklega við urn fyrri hluta ævi hans, þegar hann var mjög umdeildur, svo að vægt sé til orða tekið. Á seinni áram hefur orðið um það almennt sam- komulag, að hann sé f hópi höfuð- skátda. Hann nýtur viðurkenningar á alþjóðavettvangi og vinsælda með þjóðinni. Þjóðinni hefur aldrei verið sama um hann, en það er ekki fyrr en síðustu þrjá áratugina eða svo, að hann hefúr notið óskoraðrar virð- ingar fyrir ritsnilld sína. Mér er ómögulegt að sjá, hvemig nokkur maður með heilbrigða skynsemi getur neitað því, að Laxness sé rit- snillingur. En um hitt hygg ég, að sé síður samkomulag, að skoðanir hans á veröldinni í kringum hann hafi ævinlega verið sérlega skyn- samlegar. Og það er álitaefni, hvort þær skoðanir skipta máli við mat á ritsnilldinni. Bókmenntafræðingar hafa eðli- lega einbeitt sér að því að rannsaka bókmenntaverk Halldórs Laxness, Laxness og samband þeirra við skáldverkin. Einn þeirra er Ámi Sigurjónsson, sem gaf út fyrir síðustu jól bók um efnið, sem að hluta til er byggð á doktorsritgerð hans um hugmyndafræðina og sið- fræðina að baki Sölku Völku og Sjálfstæðu fólki. Bókin fjallar um skáldið og þjóðlífíð, eins og nafíiið bendir til, en bókin nefnist Laxness og þjóðlífið með undirtitlinum „Bók- menntir og bókmenntakenningar á áranum milli stríða". Fyrst er fyall- að um stjómmála- og efnahags- þróun millistríðsáranna og sérstaklega um deilur um land- búnaðarmál. Síðan er fjallað um bókmenntakenningar, þ.e. kenning- ar um hlut bókmennta í samfélag- inu, samband þeirra við stjóm- málabaráttu, um fagurfræði á þessum árum. Að síðustu er lýst megindráttum í sagnagerð á millistríðsárunum. Þegar greint er frá verkutn þessa tíma er fyrst og fremst lýst inn- taki, viðfangsefni skáldverka og ritgerða, en ekki er fjallað um stíl þeirra eða búning. Höfundur forð- ast líka eins og heitan eldinn að meta eða dæma höfunda og verk þeirra. Hann segir til dæmis um verk Sigurðar Nordals: „Þessi orð eru ágætt dæmi um það með hvaða hætti bókmenntafræði Sigurðar Nordal era oft gildishlaðin. Skrif hans eru fjarri því að vera þurr, en þau voru stundum æði persónu- leg og huglæg." (BIs. 46.) Þetta segir hann í kjölfar ívitnunar í Nor- dal. í beinu framhaldi af þessu nefnir hann þá skoðun Nordals, að í íslenzkum fomsögum „sé enginn mannaþefur," sem hann skilur svo að þær séu hlutlægar og náttúru- legar. Hann útleggur þessa skoðun svo, að hún lýsi einungis því, sem sé Nordal að skapi og vitnar til Karls Marx um að veijendur mark- aðskerfísins líti oft á það sem náttúrulegt. í lok málsgreinarinnar um þetta efni segir hann: „En það er að sjálfsögðu eins með þjóðskipu-. lagið, stílinn og frásagnarháttinn, að þar getur enginn einn valkostur talist eðlilegur frá og sjálfgefinn frá hendi náttúrunnar öðrum fremur." (Bls. 47.) Ég hygg, að þetta sé rétt um stflinn og frásagnarháttinn og jafnvel um þjóðskipulagið en til þess hníga allt önnur rök en til þess, að stfll sé náttúrulegur. En sjálfsagðasta spumingin í þessu samhengi er hvort Nordal, Guð- mundur Finnbogason og fleiri hafí notað „náttúralegur" í þessum skilningi fremur en í þeim skiln- ingi, að það sé stfll, sem hæfi tilteknu efni. Um það fullyrði ég ekki hér, en það þarf að rökstyðja dóm eins og þennan betur en gert er í þessari bók. En að baki þessu virðist mér liggja sú skoðun höfundarins, að öll gildi séu huglæg í einhveijum næsta augljósum skilningi. Það sé þess vegna löstur á skipulegum fræðum á borð við bókmennta- fræði, að leyfa sér gildisdóma. Skoðunin, sem höfð er eftir Marx, byggist á því, að gildisdómar séu ekkert annað en fordómar eða duld- ir hagsmunir, en sú staðhæfíng, að markaðsskipulag sé náttúralegt skipulag, merkir ekkert annað en, að það sé bezta skipulagið. En þessi skoðun er öldungis fráleit. Gildi og verðmæti eru margskonar og það er einn höfuðkostur góðra bók- menntafræða að hliðra sér ekki hjá gildisdómum heldur rökstyðja þá, sem frekast er kostur. Én þessi skoðun höfundar kemur meðal ann- ars í veg fyrir að hann sjái, hve kenningar sósíalista um fagurfræði vora frumstæðar og einfeldnings- legar miðað við kenningar Sigurðar Nordals og Guðmundar Finnboga- sonar. Það dugar ekki sem vöm að segja, að í bókmenntasögu eigi gild- isdómar ekki heima, því að þeir eru forsenda fyrir vali á því, sem menn taka til frásagnar í bók sem þessari. Það má segja að flórir efnis- þættir séu í þessari bók. Það er fjallað um stjómmál, um efnahags- þróun, um fagurfræði og um skáldskaparþróun. Mér virðist, að einungis lýsingin á skáldskapar- þróuninni sé góð. Hún upplýsti mig betur en áður um þá mikilsverðu staðreynd, hve Halldór Laxness bar af öðram höfundum á áranum á milli stríða. En þessa getur höfund- urinn ekki frekar en anr.irra staðreynda um gildi. Til að rökstyðja það, að umfjöll- unin um efnahagsmál og stjómmál sé ófullnægjandi er rétt að taka tvö dæmi. Höfimdur gerir því skóna, að ástæða þess að þjóðemisróm- antík, sem hann kallar svo, hafí vikið fyrir öðram skoðunum um eða upp úr 1930 hafí verið sú, að „hag- skipulag kapítalismans festist í sessi hérlendis". (BIs. 64.) Þessi setning segir tvennt. í fyrsta lagi að hagþróun skýri þróun í bók- menntum. Þetta er ómengaður marxismi og engin rök til að trúa því, að hann eigi við rök að styðjast í þessu tilviki. í öðra lagi þykja mér það tíðindi, að kapítalisminn hafí styrkzt í sessi, þegar kreppan reið yfír af fullum þunga. Ég hefði haldið, að einmitt þveröfug skoðun væri nær hinu sanna. Seinna dæmið er af umfjöllun höfundar um Sjálfstæðisflokkinn. Hann telur að um verulega breyt- ingu hafí verið að ræða í flokknum, þegar Ólafur Thors tók við af Jóni Þorlákssyni sem formaður flokks- ins. Hann segir „Með þessum hætti var samstarf hægri flokksins og útgerðarauðvaldsins innsiglað, og réðu útgerðarmenn mestu f Sjálf- stæðisflokknum í nokkra áratugi og létu ríkisvaldið tryggja hagnað sinn með gengisfellingum." (BIs. 21.) Ég hygg, að nokkuð sé til í því, að útgerðarmenn hafi orðið áhrífamiklir í Sjálfstæðisflokknum frá upphafi og ekki hefur það dreg- ið úr áhrifum þeirra, að Ólafur Thors varð formaður. En það er stór munur á því og hinu, að þeir hafí látið ríkisvaldið tryggja sér hagnað með gengisfellingum, í gegnum áhrif sín í Sjálfstæðis- flokknum að líkindum. Þessi setn- ing er hreinn hugarburður höfundar, enda gerir hann ekki minnstu tilraun til að rökstyðja hana. Þessi dæmi ættu að nægja til að sýna, að alvarlegir gallar eru á þessari bók. Höfundurinn er hins vegar ekki illa haldinn af norrænu veikinni, sem lýsir sér helzt í því, að segja snoturlega ekki neitt. Bók- in er ekki sérlega vel stíluð og stundum ekki vel hugsuð. Og svo sér maður aðra eins smekkleysu og þá um Tómas Guðmundsson, að hann hafí haft „óvenju hugsjóna- lítið og létt skopskyn og féll í kramið hjá borgarbúum". (Bls. 134.) Það er kannski bezt að láta svona höf- unda dæma sig sjálfa. 0g ekki varpa þeir skugga á þjóðskáldið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.