Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1987 „Ef ípiU ert si/ona. hræoldur um oÁ Sm'itast, ZofSii jpci ft'Oinnnni i eldhúsi!" Alúðlegt afgreiðslufólk Ágæti Velvakandi. Oft hefur þú glatt mitt geð á undanfomum skammdegisstundum með lesendabéfum þínum. Mest finnst mér þó gaman hversu íslend- ingar þeir sem rita í dálka þína virðast vera orðnir jákvæðari í þjóð- félagsumræðunni en var til skamms tíma. Þó er það auðvitað misjafnt eftir vægi gúrkutíðarinnar svoköll- uðu, en menn eru þó famir að leggja pappírinn sinn líka í það sem gott er og jákvætt. Það er að mínu mati einfaldlega sáluhjálparatriði að horfa fremur á björtu hliðina á málunum en að sökkva sér í eymd og volæði sem alls staðar má fínna ef grannt er skoðað. Ekki ætla ég nú að leggja meira á þig í bili, Velvakandi góður, af skoðunum Það var heldur alls ekki erindi mitt heldur ætlaði ég mér að vekja athygli á lítilli verslun hér í borg- inni sem ég versla stundum við. Þessi litla búð kemur mér ævinlega í gott skap, bæði vegna afskaplega skemmtilegra vömtegunda og líka vegna góðs viðmóts starfsfólksins sem þar vinnur. Þetta er Te- og kaffíbúðin sem ég er þama að tala um. Þessi verslun er mér sem vin í eyðimörkinni, í hraða og ákafa Reykjavíkurborgar. Það er alltaf jafnskemmtilegt að rölta þama inn í angandi kaffí- og teilminn og skemmta sér við að skoða þau áhöld, tepotta, bolla og sitthvað smálegt sem tilheyrir stemmning- unni eins og fjaðrimar hæfa fuglin- um. Þama hinkra ég oft dágóða stund við spjall og spaugyrði og virðist mér afgreiðslufólkið leggja sig í líma við notalegheit og alúð- lega framkomu. Finnst mér einhvem veginn að allir gætu haft gaman af því að doka þama við stutta stund og hressa geðið með hinum ævintýra- legustu tegunduum af bæði te og kaffí. Læt ég nú þessum skrifum um skoðanir mínar á te- og kaffímenn- ingu og menningu almennt lokið og bið Velvakanda fyrir góða kveðju til afgreiðslufólksins í Te- og kaffí- búðinni. Það er mikið þeim að þakka að skammdegisþunglyndið hefur ekki fest klæmar í mér þennan veturinn. Bæjarröltari „Sá hæfasti og heiðarlegasti“ Til Velvakanda. Gunnlaug Ólafsdóttir skrifar: Mig langar til að biðja Velvak- anda að koma eftirfarandi línum á framfæri. Ég var á stórmerkilegum bar- áttufundi hjá Flokki mannsins í Austurbæjarbíói 28. mars sl. Ég var undrandi á þeim mikla §ölda fólks á öllum aldri sem þar var, vegna þess að fundurinn var ekki auglýstur og ekki fjallað um hann í Qölmiðlum. Ég eins og aðrir var mjög snort- in af því sem formaður Flokks mannsins sagði. Mig langar að segja ykkur frá þessum stórbrotna stjómmálamanni, því fjölmiðlar hafa lítið fjallað um hann. Mig lang- ar til að segja ykkur frá Pétri Guðjónssyni og manngildishreyf- ingunni sem hann hefur flutt til okkar Islendinga. Pétur er formaður Flokks manns- ins og er í 1. sæti á lista flokksins í Reykjavík í komandi alþingiskosn- ingum. Pétur er stjórnmálamaður frá Har/ard-háskóla í Bandaríkjunum, og tók þaðan ein hæstu próf sem þar hafa verið tekin, auk þess sem hann hefur stundað framhaldsnám í félagsvísindum og hagfræði. Vann hjá Sameinuðu þjóðunum, einnig hefur hann kennt við virta háskóla í Bandaríkjunum. Þar sem Pétri Guðjónssyni þykir vænt um þjóðina, sem ól hann upp fyrstu árin, valdi hann ísland sem starfsvettvang, eftir að hafa tekið virkan þátt í að byggja upp húman- istahreyfingar víða um heim. Pétur hafnaði hálaunuðum störf- um og miklum frama erlendis til að láta landa sína njóta þeirrar hugmyndafræði sem hann vissi besta, eftir miklar rannsóknir og mikla leit. Ég tel hiklaust að Pétur Guðjóns- son sé hæfasti og heiðarlegasti stjómmálamaður sem við eigum völ á til að sitja á Alþingi næsta kjör- tímabil. Þess vegna segi ég að það væru meiriháttar mistök ef við Reyk- víkingar kysum Pétur ekki á þing. Borgarbúi skrifar: Kæri Velvakandi. Ósköp fannst mér nú stefna þessa nýja flokks Alberts Guðmundssonar nú rýr í roðinu. Flokkur sem ætlar að gera allt fyrir alla endar venjulega á því að gera ekki neitt fyrir fólk, því að allt endar í ringulreið og glundr- oða í þjóðfélaginu. Þessi flokkur er að því er virðist aðeins stofnaður utan um eitt baráttumál, og það Pétur Guðjónsson er að Albert Guðmundsson verði ráðherra eftir kosningarnar núna í apríllok. En hvemig í ósköpunum getur hann orðið ráðherra eftir að uppvíst varð að hann hefði ekki skilað inn réttu skattframtali? Ég ætla að vona að þjóðin mótmæli þessum málflutningi eða réttara sagt skorti á málflutningi í kosning- unum núna í vor. Allt endar í ringul- reið og glundroða HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar Gamalreyndur verkalýðsforingi kom að máli við Víkverja á dögunum. Hann kvaðst eiga erfitt með að skilja þetta þjóðfélag og þær breytingar, sem á því hefðu orðið. I eina tíð var hann í forystusveit verkalýðshreyfíngarinnar í miklu og hörðu verkfalli árið 1955. Þá var m.a. lokað fyrir flutninga til Reykjavíkur á mjólkurafurðum og öðru slíku og líður sjálfsagt seint úr minni þeirra, sem fylgdust með þeim átökum. Þessi verkalýðsforingi sagði að verkamennimir hefðu verið harðir í hom að taka í þessu verkfalli en eitt var grundvallaratriði hjá hinum óbreytta liðsmanni. Undir engum kringumstæðum mátti stöðva flutn- inga á nauðsynjum til sjúkrahúsa. Hann sagði verkamennina hafa ve- rið svo harða á þessu, að foringjam- ir hefðu orðið að gæta sín vandlega á því að misstíga sig ekki í sam- skiptum við sjúkrahúsin. Þau hefðu fengið uppgefið símanúmer, sem þau áttu að hringja í, ef þau vant- aði einhveijar nauðsynjar. Almenn- ingsálitið í landinu hefði verið á sama veg. Ekki kom til greina að stöðva rekstur sjúkrahúsanna eða valda óþægindum hjá starfsfólki þeirra á nokkum hátt. I ljósi þessarar lífsreynslu sinnar sagðist þessi gamli verkalýðsforingi alls ekki skilja það, sem hér hefði gerzt undanfarnar vikur. Starfsfólk á sjúkrahúsum færi í verkföll eða beitti uppsögnum, sjúklingar væm fluttir heim til sín, þótt þeir hefðu tæpast heilsu til og samfélaginu þætti þetta sjálfsagt, a.m.k. kæmu engar athugasemdir fram um það, að þetta væri eitthvað óeðlilegt. Hann spurði: hvað hefur gerzt með þessa þjóð? Víkveiji kemur þessari fyrirspum á framfæri. XXX Hvað ætli valdi því, að það heyr- ir til undantekninga, að sæmilega gott kaffi fáist á veitinga- húsum hér? Framfarir í rekstri veitingahúsa hafa orðið mjög mikl- ar, matur er góður, umhverfið skemmtilegt og oft mjög vandað en kaffíð ódrekkandi. Hvað veldur? XXX rátt fyrir þá gífurlegu fjölmiðl- un, sem flæðir yfír fólk um heimsbyggð alla, er merkilegt að sjá, eftir hveiju er tekið. í frétta- bréfí, sem verzlunarráðið í Louis- ville í Kentucky í Bandaríkjunum, sendi til félagsmanna sinna í marz, er fjallað um skrif í erlend blöð um þennan stað. Þar segir, að ein fróð- legasta greinin, sem birzt hafí nýlega um Louisville sé grein, sem birtist í Morgunblaðinu eftir Friðrik Brekkan, sem hafði verið þar á ferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.