Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1987 Paul Simon. Barbra Streisand. Dionne Warwick, Stevie Wonder og Gladys Knight (frá vinstri talið). Grammy-verðlauiiin afhent COSPER Hin árlegu Grammy-verðlaun voru afhent í 29. sinn, við hátíðlega athöfn í Los Angeles í Bandaríkjunum fyrir skömmu og var þar saman kominn mikill fjöldi trægra. listamanna eins og við er að búast við slíkt tækifæri. Sjón- varpað var frá athöfninni og er talið að flölmargir hafi fylgst með þeirri útsendingu. Paul Simon, Simply Red og Janet Jackson voru meðal þeirra sem skemmtu áhorf- endum og þótti þeim takast vel upp. Glatt var á hjalla og birtum við hér nokkrar myndir er teknar voru við þetta tækifæri. Olivia Newton-John og Billy Idol. Kúrekarnir geystust um sviðið. BLÖNDUÓS: Hjörvar Pét- ursson var sigfurvegari „Blönduvision“. Blönduósi. Grunnskólanemar héldu sína árshátíð á föstudagskvöldið 27. mars sl. í félagsheimilinu með miklum glæsibrag. Fjölmenni var á árshátíðinni og var boðið upp á fjöl- breytta skemmtidagskrá. Sverrir Stormsker kom óvænt á hátíðina og söng hið geysivinsæla lag sitt „Þórður" við góðar undirtektir. Meðan þjóðfélagið var nánast á hvolfi í framboðshugleiðingum og kosningaundirbúningi héldu grunn- skólanemar á Blönduósi sína árshátíð og framreiddu stórvel gerð dagskráratriði. Eitt þeirra atriða sem grunnskólanemar sýndu var leikatriði sem sýndi hversu fjöl- breytt mannlíf þrífst innan veggja skólans. í þessu atriði krakkanna kom sú skoðun í ljósi að skapgerð kennaranna mótaðist mikið af því hver staða þeirra væri heima hjá sér. Sú kennaraímynd sem krakk- amir kynntu gestum á árshátíðinni var eiginmaður sem var kúgaður heima af eiginkonu sinni en fékk útrás í skólanum á nemendum sínum. Þetta atriði var skemmtilega útfært hjá krökkunum og vakti mikla kátínu. Fimleikaflokkur skól- ans var með skemmtilega uppá- komu og var fimleikafólki klappað lof í lófa. Kúrekar geystust um svið- ið og skólakórinn söng nokkur lög. Eitt þeirra laga sem skólakórínn söng var hið geysivinsæia lag Sverris Stormskers „Þórður". Hvort sem það var tilviljun eður ei þá kom Sverrir Stormsker í heimsókn seinna um kvöldið og söng þetta lag með krökkunum við mikil fagnaðar- læti. Hápunktur kvöldsins var söngva- keppni skólans eða „Blönduvision". Það eru 7., 8. og 9. bekkir skólans sem keppa um sigur í þessari keppni og er framlag hvers bekkjar tvö lög. Hljómsveit grunnskólans, Hár- toppamir, sá um allan undirleik í söngvakeppninni og er ekki annað að segja en hljómsveitin hafí „kýlt á fílinguna", með öðrum orðum, haldið uppi miklu fjöri. Ótvíræður sigurvegari Blönduvision-keppninn- ar var Hjörvar Pétursson fíilltrúi 8. bekkjar og var framlag hans „Lóa, Lóa“ meistara Megasar. Hjörvar fór einkar vel með þetta lag og voru nemendur skólans vel með á nótunum meðan á flutningi lags- ins stóð. Þessi árshátíð tókst með miklum ágætum og var greinilega vel undir- búin og var krökkunum í Grunn- skóla Blönduóss til mikils sóma. — Jón Sig. fclk í fréttum Fjölbreytt skemmtidagskrá á árshátíð grunnskólans Morgunblaðið/Jón Sig. Skólakórinn söng m.a. eitt af lögum Sverris Stormskers.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.