Morgunblaðið - 07.04.1987, Síða 62

Morgunblaðið - 07.04.1987, Síða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1987 Paul Simon. Barbra Streisand. Dionne Warwick, Stevie Wonder og Gladys Knight (frá vinstri talið). Grammy-verðlauiiin afhent COSPER Hin árlegu Grammy-verðlaun voru afhent í 29. sinn, við hátíðlega athöfn í Los Angeles í Bandaríkjunum fyrir skömmu og var þar saman kominn mikill fjöldi trægra. listamanna eins og við er að búast við slíkt tækifæri. Sjón- varpað var frá athöfninni og er talið að flölmargir hafi fylgst með þeirri útsendingu. Paul Simon, Simply Red og Janet Jackson voru meðal þeirra sem skemmtu áhorf- endum og þótti þeim takast vel upp. Glatt var á hjalla og birtum við hér nokkrar myndir er teknar voru við þetta tækifæri. Olivia Newton-John og Billy Idol. Kúrekarnir geystust um sviðið. BLÖNDUÓS: Hjörvar Pét- ursson var sigfurvegari „Blönduvision“. Blönduósi. Grunnskólanemar héldu sína árshátíð á föstudagskvöldið 27. mars sl. í félagsheimilinu með miklum glæsibrag. Fjölmenni var á árshátíðinni og var boðið upp á fjöl- breytta skemmtidagskrá. Sverrir Stormsker kom óvænt á hátíðina og söng hið geysivinsæla lag sitt „Þórður" við góðar undirtektir. Meðan þjóðfélagið var nánast á hvolfi í framboðshugleiðingum og kosningaundirbúningi héldu grunn- skólanemar á Blönduósi sína árshátíð og framreiddu stórvel gerð dagskráratriði. Eitt þeirra atriða sem grunnskólanemar sýndu var leikatriði sem sýndi hversu fjöl- breytt mannlíf þrífst innan veggja skólans. í þessu atriði krakkanna kom sú skoðun í ljósi að skapgerð kennaranna mótaðist mikið af því hver staða þeirra væri heima hjá sér. Sú kennaraímynd sem krakk- amir kynntu gestum á árshátíðinni var eiginmaður sem var kúgaður heima af eiginkonu sinni en fékk útrás í skólanum á nemendum sínum. Þetta atriði var skemmtilega útfært hjá krökkunum og vakti mikla kátínu. Fimleikaflokkur skól- ans var með skemmtilega uppá- komu og var fimleikafólki klappað lof í lófa. Kúrekar geystust um svið- ið og skólakórinn söng nokkur lög. Eitt þeirra laga sem skólakórínn söng var hið geysivinsæia lag Sverris Stormskers „Þórður". Hvort sem það var tilviljun eður ei þá kom Sverrir Stormsker í heimsókn seinna um kvöldið og söng þetta lag með krökkunum við mikil fagnaðar- læti. Hápunktur kvöldsins var söngva- keppni skólans eða „Blönduvision". Það eru 7., 8. og 9. bekkir skólans sem keppa um sigur í þessari keppni og er framlag hvers bekkjar tvö lög. Hljómsveit grunnskólans, Hár- toppamir, sá um allan undirleik í söngvakeppninni og er ekki annað að segja en hljómsveitin hafí „kýlt á fílinguna", með öðrum orðum, haldið uppi miklu fjöri. Ótvíræður sigurvegari Blönduvision-keppninn- ar var Hjörvar Pétursson fíilltrúi 8. bekkjar og var framlag hans „Lóa, Lóa“ meistara Megasar. Hjörvar fór einkar vel með þetta lag og voru nemendur skólans vel með á nótunum meðan á flutningi lags- ins stóð. Þessi árshátíð tókst með miklum ágætum og var greinilega vel undir- búin og var krökkunum í Grunn- skóla Blönduóss til mikils sóma. — Jón Sig. fclk í fréttum Fjölbreytt skemmtidagskrá á árshátíð grunnskólans Morgunblaðið/Jón Sig. Skólakórinn söng m.a. eitt af lögum Sverris Stormskers.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.