Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 42
wm
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRIL 1987
A.S E A Cylinda
þvottavélar^sænskar og sérstakar
Fá hæstu neytendaeinkunnir fyrir þvott, skolun,
vindingu, taumeðferð og orkusparnað. Efnis-
gæði og öryggi einkenna ASEA. Þú færð ekki
betri vélar!
Bíb^g» ÆOniX
■ HATUNI 6A SlMI (91)24420
Morgunblaðið/Einar Falur
Brynjólfur Guðjónsson, Lindá hf, Árni Árnason, Sölustofnun Lagmet-
is og Orri Vigfússon, Sprota hf
GJÖRDU SVO VEL!
FERSK
OSTAKAKA
A AUGABRAGÐI
Nýr íslenzkur kaví-
ar á markaðinn
SÖLU STOFNUN lagmetis og
Sproti hf hafa sent á markaðinn
nýjan islenzkan kavíar, Icy-
Caviar, sem kominn er á
markaðinn í fyrsta sinn. Kavíar-
inn er unninn úr grásleppu-
hrognum af fiskiðjunni Arctic
hf á Akranesi, en tegundin, sem
er ný, var þróuð í samstarfi Sölu-
stofnunar og Sprota hf. Dreif-
ingu innan lands annast
heildverzlunin Lindá.
I fréttatilkynningu frá þessum
aðilum segir, að Icy-Caviar, sem
verður dreift bæði innan lands og
utan, sé gerður úr fyrsta flokks
íslenzkum grásleppuhrognum, sem
aflað sé vestan lands og norðan á
vorin. íslenzk grásleppuhrogn séu
um helmingur þeirra hrogna, sem
árlega nást í heiminum. Sölustofn-
un lagmetis hafi haft forystu um
að auka framleiðslu á kavíar úr
grásleppuhrognum hér á landi og
jafnframt stjórnað markaðssókn
íslenzkra framleiðenda erlendis.
Fyrir fáum árum hafi hrognin að
mestu farið óunnin úr landi til
vinnslu í Danmörku og öðrum Evr-
ópulöndum, auk Bandaríkjanna.
Það hafi hins vegar verið í fyrsta
sinn á síðasta ári, sem íslenzkar
verksmiðjur hafi framleitt kavíar
úr meiru en helmingi íslenzkra grá-
sleppuhrogna.
Nú er leikur einn að bera fram eigin
ostaköku ferska og freistandi.
Withworths hefur valið saman úrvals hráefni fyrir þig
- þú bætir aðeins mjólkinni og smjörinu við.
Enginn bakstur.
Kakan er tilbúin og bíður eftir því að bráðna á tungunni.
KRISTJÁN Ó.
SKAGFJÖRÐ HF.
Hólmaslóðé, sími 24120, Rvk.
ER ÍSKÖLD STAÐREYND