Morgunblaðið - 07.04.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1987
41
Ölafsfjörður:
Mánaberg OF 42
kemur til hafnar
ólafsfirði.
NÝTT skip bættist við flota
Ólafsfjarðar sl. laugardag er
Mánaberg ÓF 42 sem áður hét
Bjarni Benediktsson lagði að
bryggju hér í Ólafsfirði. Það
birti yfir fólki þegar þetta
myndarlega skip sigldi hér inn
á höfnina í fegursta veðri, logni
og sólskini, eftir hið mikla
óveður sem var þá um garð
gengið. Við hafnargarðinn
hafði safnast saman mikill
mannfjöidi til að fagna komu
skipsins.
Sóknarpresturinn í Ólafsfirði,
séra Svavar Alfreð Jónsson, flutti
ólessunarorð. Bæjarstjórinn Val-
týr Sigurbjamarson bauð skip og
skipshöfn velkomna. Kirkjukór
Ólafsf|arðar undir stjóm Soffíu
Eggertsdóttur söng og stjórnar-
formaður Sæbergs hf. sem er
eigandi skipsins þakkaði hlýjar
móttökur og bauð öllum viðstödd-
um að skoða skipið og þiggja síðan
veitingar í félagsheimilinu Tjarn-
arborg. Þar flutti Aðalheiður
Karlsdóttir fmmort kvæði í tilefni
komu skipsins.
Skipið hefur verið endumýjað
út í Noregi og var því þar breytt
í frystitogara og er allur frágang-
ur mjög vandaður. Framkvæmda-
stjóri Sæbergs hf. sem á fyrir
togarann Sólberg er Gunnar Sig-
valdason. Jakob
Mánabergið kemur til heimahafnar
Morgunblaðið/Svavar Magnússon
Jón Þorvaldsson, Ásgeir Ásgeirsson og Gunnar Sigvaldason
stjórnarmenn Sæbergs hf.
Fjöldi Ólafsfirðinga fagnaði nýja skipinu
Hótel Akureyri hefur
fengið „andlitslyftingii“
MIKLAR breytingar hafa verið
gerðar á Hótel Akureyri að und-
anförnu. Ólafur Laufdal tók
rekstur hótelsins á leigu 8. des-
ember síðastliðinn; hótelið var
þá lokað en var opnað strax og
síðan hefur verið unnið að breyt-
ingum.
„Nú _er þetta fyrst orðið hótel!"
sagði Ólafur Sigmundsson, hótel-
stjóri, í samtali við Morgunblaðið á
dögunum. Öll herbergin, 18 að tölu,
hafa verið máluð, ný húsgögn sett
í þau; rúm, borð og skápar, nýtt
símakerfi er væntanlegt á hótelið
og verður þá sími á hverju herbergi
og innan skamms verður einnig
kominn mini-bar á öll herbergi.
Anddyri hótelsins hefur verið
breytt mikið — byggt við það raun-
ar þannig að nú nær það alveg út
í göngugötuna — „út í traffíkina.
Nú veit fólk hvar inngangurinn er
í hótelið!" sagði Ólafur hótelstjóri.
í kjallara hótels Akureyrar var
veitingastaður, Restaurant-Laut,
en honum hefur nú verið breytt í
hraðréttastað þar sem opið er alla
daga frá kl. 8.00 til 23.00. Þar er
boðið upp á mat kvölds og morgna,
og auk þess kaffi og meðlæti á
Ólafur Sigmundsson hótelstjóri
fyrir framan Hótel Akureyri. Á
innfelldu myndinni sést inn í eitt
herbergjanna.
öðrum tímum. Þess má geta að
boðið er upp á vínveitingar fyrir
matargesti.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Freyr Gauti
íþróttamaður Akureyrar 1986
FREYR Gauti Öigmundsson, stórefnilegur júdómaður úr KA,
var kjörinn íþróttamaður Akureyrar fyrir árið 1986 og tók
hann við viðurkenningu sinni á ársþingi ÍBA sem fram fór á
laugardaginn. Freyr Gauti er aðeins 15 ára að aldrei. Hnnn
hefur nú æft júdó í þijú og hálft ár og hefur hann orðið íslands-
meistari fjórum sinnum á þeim tíma. A meðfylgjandi mynd tekur
Freyr Gauti við hinum glæsilega bikar sem nafnbótinni fylgir.
Það er Hallgrímur Skaptason, stjórnarmaður í ÍBA, sem af-
liendir honum gripinn. Nánar verður sagt frá útnefningu Freys
Gauta í blaðinu á morgun og birt viðtal við hann.
Sjónvarp Akureyri
§ 18.00 Skilnaðarbörnin (Firstborn).
Heimilislifið fer úr böndunum þegar
fráskilin kona með tvö börn leyfir nýja
kærastanum sinum að flytja inn.
19.40 Frambjóðendurogfréttamenn.
Sjónvarp Akureyri sýnir níu þætti á
tveimur vikum þar sem, í hverjum
þætti, efsti maður á framþoöslista
svarar spurningum tveggja frétta-
manna. Þrirfréttamenn annast
spurningarnar; Arnar Björnsson, Gísli
Sigurgeirsson og Skapti Hallgrims-
son. I' þættinum í kvöld, sem er 2. i
röðinni, svarar Halldór Blöndal
20.06 Hardy gengið. Teiknimynd.
20.30 Návígi. í þættinum ræðir Páll
Magnússon við fjölmiölamenn um
hlut fjölmiðla í Albertsmálinu.
21:20Lokatilboðið. Leikin kanadísk he-
mildarmynd um kjarasamninga.
Leikstjóri myndarinnarerVestur- ís-
lendingurinn Sturla Gunnarsson.
22:40.NBA - körfubolti.
00:10.Dagskrárlok.