Morgunblaðið - 07.04.1987, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 07.04.1987, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1987 41 Ölafsfjörður: Mánaberg OF 42 kemur til hafnar ólafsfirði. NÝTT skip bættist við flota Ólafsfjarðar sl. laugardag er Mánaberg ÓF 42 sem áður hét Bjarni Benediktsson lagði að bryggju hér í Ólafsfirði. Það birti yfir fólki þegar þetta myndarlega skip sigldi hér inn á höfnina í fegursta veðri, logni og sólskini, eftir hið mikla óveður sem var þá um garð gengið. Við hafnargarðinn hafði safnast saman mikill mannfjöidi til að fagna komu skipsins. Sóknarpresturinn í Ólafsfirði, séra Svavar Alfreð Jónsson, flutti ólessunarorð. Bæjarstjórinn Val- týr Sigurbjamarson bauð skip og skipshöfn velkomna. Kirkjukór Ólafsf|arðar undir stjóm Soffíu Eggertsdóttur söng og stjórnar- formaður Sæbergs hf. sem er eigandi skipsins þakkaði hlýjar móttökur og bauð öllum viðstödd- um að skoða skipið og þiggja síðan veitingar í félagsheimilinu Tjarn- arborg. Þar flutti Aðalheiður Karlsdóttir fmmort kvæði í tilefni komu skipsins. Skipið hefur verið endumýjað út í Noregi og var því þar breytt í frystitogara og er allur frágang- ur mjög vandaður. Framkvæmda- stjóri Sæbergs hf. sem á fyrir togarann Sólberg er Gunnar Sig- valdason. Jakob Mánabergið kemur til heimahafnar Morgunblaðið/Svavar Magnússon Jón Þorvaldsson, Ásgeir Ásgeirsson og Gunnar Sigvaldason stjórnarmenn Sæbergs hf. Fjöldi Ólafsfirðinga fagnaði nýja skipinu Hótel Akureyri hefur fengið „andlitslyftingii“ MIKLAR breytingar hafa verið gerðar á Hótel Akureyri að und- anförnu. Ólafur Laufdal tók rekstur hótelsins á leigu 8. des- ember síðastliðinn; hótelið var þá lokað en var opnað strax og síðan hefur verið unnið að breyt- ingum. „Nú _er þetta fyrst orðið hótel!" sagði Ólafur Sigmundsson, hótel- stjóri, í samtali við Morgunblaðið á dögunum. Öll herbergin, 18 að tölu, hafa verið máluð, ný húsgögn sett í þau; rúm, borð og skápar, nýtt símakerfi er væntanlegt á hótelið og verður þá sími á hverju herbergi og innan skamms verður einnig kominn mini-bar á öll herbergi. Anddyri hótelsins hefur verið breytt mikið — byggt við það raun- ar þannig að nú nær það alveg út í göngugötuna — „út í traffíkina. Nú veit fólk hvar inngangurinn er í hótelið!" sagði Ólafur hótelstjóri. í kjallara hótels Akureyrar var veitingastaður, Restaurant-Laut, en honum hefur nú verið breytt í hraðréttastað þar sem opið er alla daga frá kl. 8.00 til 23.00. Þar er boðið upp á mat kvölds og morgna, og auk þess kaffi og meðlæti á Ólafur Sigmundsson hótelstjóri fyrir framan Hótel Akureyri. Á innfelldu myndinni sést inn í eitt herbergjanna. öðrum tímum. Þess má geta að boðið er upp á vínveitingar fyrir matargesti. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Freyr Gauti íþróttamaður Akureyrar 1986 FREYR Gauti Öigmundsson, stórefnilegur júdómaður úr KA, var kjörinn íþróttamaður Akureyrar fyrir árið 1986 og tók hann við viðurkenningu sinni á ársþingi ÍBA sem fram fór á laugardaginn. Freyr Gauti er aðeins 15 ára að aldrei. Hnnn hefur nú æft júdó í þijú og hálft ár og hefur hann orðið íslands- meistari fjórum sinnum á þeim tíma. A meðfylgjandi mynd tekur Freyr Gauti við hinum glæsilega bikar sem nafnbótinni fylgir. Það er Hallgrímur Skaptason, stjórnarmaður í ÍBA, sem af- liendir honum gripinn. Nánar verður sagt frá útnefningu Freys Gauta í blaðinu á morgun og birt viðtal við hann. Sjónvarp Akureyri § 18.00 Skilnaðarbörnin (Firstborn). Heimilislifið fer úr böndunum þegar fráskilin kona með tvö börn leyfir nýja kærastanum sinum að flytja inn. 19.40 Frambjóðendurogfréttamenn. Sjónvarp Akureyri sýnir níu þætti á tveimur vikum þar sem, í hverjum þætti, efsti maður á framþoöslista svarar spurningum tveggja frétta- manna. Þrirfréttamenn annast spurningarnar; Arnar Björnsson, Gísli Sigurgeirsson og Skapti Hallgrims- son. I' þættinum í kvöld, sem er 2. i röðinni, svarar Halldór Blöndal 20.06 Hardy gengið. Teiknimynd. 20.30 Návígi. í þættinum ræðir Páll Magnússon við fjölmiölamenn um hlut fjölmiðla í Albertsmálinu. 21:20Lokatilboðið. Leikin kanadísk he- mildarmynd um kjarasamninga. Leikstjóri myndarinnarerVestur- ís- lendingurinn Sturla Gunnarsson. 22:40.NBA - körfubolti. 00:10.Dagskrárlok.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.