Morgunblaðið - 08.04.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.04.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1987 43 Grunnur lagður að verðmætum skinnum Hvannatúni í Andakíl. PÖRUNARTÍMI hjá loðdýrum stendur yfir um þessar mundir. Á loðdýrabúi Bændaskólans á Hvanneyri er rekin refasæðinga- stöð. Á búinu var Gunnar Gauti Guð- mundsson dýralæknir í Borgarfirði að sæða blárefalæðu þegar frétta- ritara bar að garði. Trausti Aðal- steinsson loðdýrahirðir var þá búinn að ákveða réttan pörunartíma með svonefndum brimamæli. Sæði er tekið úr silfurrefum bg blárefalæður sæddar með því. Blendingar silfur- og blárefs eru kallaðir frostsilfur (blue frost). Skinn þeirra eru_ mun verðmætari en af blárefum. Á búinu eru nú 15 silfurrefir og mun sæði úr þeim verða notað á Vesturlandi. D.J. Gunnar Gauti sæðir blárefalæðu og Trausti heldur í. Til að veij- ast klóri klæðist Gunnar leðurhönskum. Morgunblaðið/DJ. Silfurrefir og blárefir tímgast varla í náttúrunni. Silfurrefir eru að eðlisfari stygg og nokkuð grimm dýr. Morgunblaðið/Sigurður P. Bjömsson Leikendur í sjónleiknum Ofurefli eftir Michael Cristofer. Leikfélag Húsavíkur frumsýnir Ofurefli Húsavfk. LEIKFÉLAG Húsavíkur hefur frumsýnt sjónleikinn Ofurefli eftir Michael Christofer í þýð- ingu Karls Ágústs Úlfssonar og var þetta frumsýning leiksins hér á landi. Leikstjóri er María Sig- urðardóttir, en leikmynd gerði Árni Páll. Leikritið fjallar um viðhorf manna, sem vita af þeir þjást af ólæknandi sjúkdómi og viðbrögð þeirra og fjölskyldna þeirra til fyrir- fram fullvissu að ekki sé langt eftir af hinu jarðneska lífi. Leikendur eru 9 og segja má að þeir fari allir með aðalhlutverk en þeir eru: Anna Ragnarsdóttir, Þor- kell Björnsson, Viðar Pétursson, Hrefna Jónsdóttir, Einar Njálsson, Guðný Þorgeirsdóttir, Jón Fr. Ben- ónýsson, Herdís Birgisdóttir og Margrét Halldórsdóttir. Af höfundarins hendi eru gerðar miklar kröfur til flutnings á þessu leikverki og segja má að leikfélagið hafi færst mikið I fang þegar ákveð- ið var að sýna Ofureflið, en áhugaleikfólkið stóð sig með mikilli prýði og því var flutningurinn ekk- ert ofurefli. Þessi áhrifaríka leiksýning hreif áhorfendur svo að heyra hefði mátt saumnál detta í salnum meðan á sýningu stóð, en I leikslok hylltu þeir leikstjóra og leikendur með blómum og áköfu lófataki. Þetta er annað verkefni félagsins á þessu leikári en fyrra verkefnið náði metaðsókn og sýningarfjölda. — Fréttaritari ÞÚ sparar með = HEÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER A Fytst ngelirðu þér í Emmess súkkulaðiskafis (hann fæst bókstaflega alls staðar), opnar dósína, kallar í folkíð ... ... og skefur og skefur. Eina kulu handa_____________ 2 kulur handa_______________ 3 kúlur handa_______________ og __ kulur handa þér. Svo endurtakíð þíð leíkinn ... Emmess sökkulaðískafís með súkkulaðíbítum í nýjum 2ja Iítra umbúðum. Emmess súkkulaðiskafís - svo undur ljúffengur í eínfaldleík sínum. [wjföÖC -miotkutiita. syfcur. JsrtigiJ- sykur, gii*s*eröít torKJ-eftr; '£471. E466. £470, E412 E4G?. E433. E4Q1I braigðéfhé (ván0Í2j ag Msvefní (El&Ob). Súkfaóadisósa 2 iitrar ú&maíö, S GeymsIuf>oí: ^ í víó -20 f marga mánuÖi- frys! tTöíft kæ sKáps < u p í. 3 . sálarfirfnga Emmess Skafí* - mjiikur beint úr frystinum. Skáf<ð matsXfiíöúr dösmnl S&tjið óskjun a aítur í fryíði áður e-n ísínn Ser að bráðna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.