Morgunblaðið - 08.04.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 08.04.1987, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1987 £4 Fleira er matur en feitt kjöt eftirJens íKaldalóni Hún er yndisleg kona hún Olína. Mildur og blíður svipurinn brosir við manni — augun tindrandi skær og heillandi — einarðleg framkom- an öll — en þó látlaus og aðlaðandi enda af góðu fólki komin. Faðir hennar, hinn hugumljúfi öldungur, alltaf sem hinn dagfarsprúði vinur manns — aðeins af sumum taiinn alltof góður maður til að gegna dómarastarfi — sem í öllu falli honum féll þyngst að vinna, að þurfa að dæma nokkurn lifandi mann en dáður og virtur af öllum þeim er erindi þurftu við hann að eiga. Maðurinn hennar með okkar rammsterkasta vestfirska sjó- mannsblóði frammí tær og fingur, sonarsonur hins hugumríka dánu- manns Sigurðar Péturssonar vélstjóra á Isbirninum á ísafirði, einum Samvinnubátanna frá því hann kom til landsins allar götur meðan róið var. Þekkti ég þann mann vel á sinni tíð, hraustur og hugumljúfur í allri gerð, yfirvegað- ur rósemdarmaður í allan máta. Þá var oft kapp í köllum og fast siglt á saltan sæ meðan sú útgerð stóð í blóma sínum frá Neðstaka- upstaðnum á Isafirði, og vel munum við eldri menn þá gullöld sem þar að landi bar — með þeim dæmalausu ósköpum sem þessir bátar að landi báru, og það iðandi Jíf ungra og aldna sem þar um garða gengu. Já, hún Olína er n.l. eins og all- ir vita dóttir hans Þorvarðar heitins Kerúlfs, fyrrv. bæjarfógeta á Ísafirði og sýslumanns í ísafjarðar- sýslum, sem kom hér í hverja sveit einu sinni á sumri til að halda manntalsþing og spjalla við bænd- ur og búalið, og í föður sinn sækir hún hestamennskuna, því hann var mikill hestamaður. Já, cinmitt hún Olina fréttaþulur í sjónvarpinu, sú hin sama sem sýndi okkur súpu- kjötið þetta feita í vetur, að þegar búið var að færa upp soðninguna þá voru þetta bara eintómir fituklebbar, en ekki einn einasti magur biti. En nú þótti bændum þeir illa sviknir og svo oft hafa lagt að munni sér súpukjötsbita um sína daga, að þama hlyti eitt- hvað skökku að skjóta við, að ekkert sæist uppúr pottinum henn- ar Ólínu koma nema eintómir fítuklebbar. Auðvitað ætlaði hún Ólína þó ekki að særa bændurna, jafn raunsæ og góð kona sem hún er og þó allra síður kaupmanninn sem jú sagði nú bara í mestu hógværð að hann ætti nú ekkert nothæft súpukjöt eftir í borðinu, aðeins bara fráköstuð fita. En hún Ólína mín taldi það nú í Iagi, hún ætlaði sem sé hvorki að borga það né borða. Nú, soðningin var svo sett í pottinn, og sáu svo flestir sjón- varpsáhorfendur hvað á diskinn kom, þá upp var fært. Hún gerði þetta ekki af neinum ótuktarskap hún Ólína — hún á það ekki til í huga sér, heidur bara hitt að hún vissi ekki hvað hún var að gera. En Guð fyrirgefur þeim alltaf sem vita ekki hvað þeir gera — nú þá stendur ekki á bændunum að gera það líka, því það eru sko ekki síður góðir menn en Ólína svo sannarlega er. Og þó svo hið forn- kveðna máltæki segi „að fleira er matur en feitt kjöt“ þá hefur þó komið á daginn, að það getur orð- ið offeitt feita kjötið þegar ekkert kemur upp úr pottinum nema fitan ein og sér, þá gæða skal sér á góðri súpukjötssoðningu. En hitt er svo annað mál, að gott kjöt getur aldrei talist fitu- laust kjöt eða horað. Og ég vona svo sannarlega að hún Ólína eigi eftir að koma með einn þátt í við- bót í sjónvarpinu einmitt um það hvernig gott kjöt eigi að vera. Og af því ég tel mig nokkuð vita um það, hvernig gott kjöt eigi að vera, vil ég gefa henni hér nokkra punkta um það — þó aldrei geti það orðið svo fullkomið að öllum líki sem best að sínum smekk. Það hefur hver skepna sitt nátt- úrulega eðli frá Guði og náttúrunni komið og á ekkert skylt við það hvað maðurinn venur sig á að éta, eða réttara sagt — hvað foreldrarn- ir venja börnin sín á að borða. Ég þekkti ágætan bankastjóra á Isafirði sem borðaði aldrei á morgnana annað en hafragraut og súr út í. Hann keypti súrinn á haustin á einu ágætasta sveita- heimili hér við Djúp, sem dugði honum allan veturinn. En vel að merkja að sá súr var búinn til á annan og náttúrlegri hátt en nú er gert, því nú kann enginn svo að segja að búa til ætan súr, sem hægt er að geyma vetrarlangt. En hvað um það, þessi maður var vaninn á þetta sem unglingur að borða graut og súr á morgnana, og honum þótti þetta eitt sinn besti matur en því aðeins að súrinn fylgdi með. Ég gleymi því aldrei t.d. hvað mér þótti sigin grásleppa vond þegar ég var strákur. Kom kannski soltinn heim úr smalamennsku á vorin og fékk signa grásleppu í matinn — hvað andstyggilegt var að finna lyktina af þessu, hvað þá heldur að éta sér þetta til fylli. Nú svo fór maður að kroppa í þetta, því annað var ekki til og viti menn: Þetta, að manni fannst til að byija með algert óæti, æxlað- ist svo uppí það að verða eitthvað hið eftirsóknarverðasta sælgæti sem maður fær og geta menn og konur svo étið þetta í alla mata og jafnvel með kaffinu líka, þá búið er að læra átið, eins og kallað er. En þótt þetta hafi nú verið smáútúrdúr þá er það nú svo skrítið að það sem börnin eru van- in á að borða ung, þykir þeim svo lystagott alla sína ævi. En það var nú um lambakjötið sem ég ætlaði að segja henni Ólínu hvemig ætti að vera, þ.e.a.s. gott kjöt. Sko, mín kæra, það er bæði ómannlegt og líka ómögulegt að breyta sköpunarverki náttúrunnar til þess eingöngu að hlaupa eftir margbreytilegum duttlungum mannanna um smekk þeirra og kenjur í vali á matvælum. Færey- ingum t.d. fínnst þjóðarkennd sinni og aldagamalli reisn misboðið með því að banna þeim að veiða grind- arhval, verka hann og éta að gömlum sið og vana. Græniending- ar éta hrátt selspikið um leið og þeir gera að selnum og verður gott af því o.s.frv. Við breytum heldur ekki því náttúrulögmáli ærinnar að mjóika og leita sér að góðu og kostaríku grasi til að geta mjólkað sem best fyrir lambið sitt, og þar með gefa góða afurð. Og þótt fólk vilji ekki feitt kjöt getum við aldrei fram- leitt gott kjöt nema á því sé fita. Það væri algerlega svikin og ónátt- úrleg fæða, ef allt kjötið væri af einhveijum horlömbum eða van- þroska kvikindum sem alist hefðu upp í kröm og kvöl. Gott lamba- kjöt á að vera þannig að skrokkur- inn sé umlukinn jafnri fituhúð, ekki endilega mjög þykkri en helst hvergi sjáist í beran vöðvann. Fólk þarf ekki endilega að borða alla fituna fyrir það, það er allt annað- mál. En ef þú tekur læri af 16—18 kg skrokk vel þroskuðum og feit- um, og svo annað læri af fitulaus- um og horuðum skrokk, setur þau bæði í ofninn og steikir, þá er ólíku saman að jafna hvað lærið af feita lambinu er safaríkara og bragð- sterkara á allan hátt, ljúffengara og betri matur, svo sannarlega hátíðamatur. En af horaða lambinu er það þurrt, bragðlaust og að öllu leyti moldarlegra í munn að leggja, það er af vanþroska skepnu sem hefur orðið fyrir þeim hrakförum í lífinu, að fá ekki næga mjólk né þroska og er engan veginn til að éta það sem gott og kraftmikið lambakjöt. Að slátra hálfvöxnum lömbum bara til þess að fá horað og van- þroska kjöt — er nákvæmlega það sama og svíkja okkur á tilveru og tilgangi lífsins. Við erum að taka þar fram fyrir hendur guðs og náttúrunnar og svíkja sjálfa okkur, í trú á okkar mátt og megin til að fullnægja þeim smekk sem við höldum að sé okkur til heilla — en sem kemur alltaf á daginn að við rekum okkur á sama lögmálið, vanþrif í fólkinu sjálfu, ýmislega menningarsjúkdóma, sem svo fínlega eru orðaðir, en er ekkert nema afleiðing af því að hafa slit- ið það samhengi sem okkur er Jens í Kaldalóni „Það væri algerlega svikin og ónáttúrleg fæða, ef allt kjötið væri af einhverjum horlömb- um eða vanþroska kvikindum sem alist hefðu upp í kröm og kvöl.“ uppálagt eftir að lifa, sem er að éta sem ómengaðasta matinn svo sem hann kemur beint með öllum sínum þroska og kjarna frá náttú- runni sjálfri. Þegar fyrst var farið að selja mjólk úr sveitunum var tilhneiging sumra meðan kýrnar voru fáar að fara að spara mjólkina við kálfana í uppeldinu. Það kom þá á daginn að þegar þessir kálfar urðu kýr, kom uppí þeim alls konar krank- leiki, doði, beinaveiki og allur fjandans óhraustleiki. Þær báru ekki sitt barr kýrnar þær, svo snar- lega var hætt að svíkja kálfana í uppeldinu, og nú keppast bændur við að kappala þá sem best þeir geta á sem mestri mjólk. Sannað- ist þar hið fornkveðna að lengi býr að fyrstu gerð. Þetta er nákvæm- lega eins með börnin, og það ætla ég að biðja hana Ólínu mína um- fram allt að gefa þessum bráð- fallegu börnum sínum nóga mjólk og mjólkurmat, en minna af sykur- vatni og sælgæti. Okkur smalastrákunum klígjaði ekkert við því að drekka sauða- mjólkina beint af fötubarminum á kvíarveggnum um leið og við fór- um í hjásetuna, þegar búið var að mjólka þær á sumrin. Og þá var nú ekki amalegt að fá sér nokkrar skeiðar úr ijómadallinum hennar mömmu saman við skyrið, og ausa svo ijómanum útá allt saman. Okkur varð heldur ekkert illt af því þó rennblautir værum í fæturna alla daga ef blautt var á eða rign- ing og kalsi væri í veðri í kúskinns- skónum einum til hlífðar, enda vel í skinn komnir. En það er hörmung með okkur Islendinga nú á dögum, jafn vel gefna þjóð, að vera svo vitlausir að stæra okkur með rembingi af því að éta sem hátíðasælgæti hænu og kjúklinga, uppalda á útlendu mjöli eingöngu, innilokaða í þröng- um smábúrum allt sitt líf, fá aldrei að njóta sólar né heillandi lofts, eða hreyfa sig hið minnsta sem öllum skepnum er áskapað, og halda svo, og hæla sér af að þarna sé verið að éta heilnæmt hnoss- gæti, eða telja sér trú um að lambakjötið eigi að vera af skríðhoruðum og mjólkurlausum lambaköttum með beinkröm og liðabólgum af hörgulkvillum og mjólkurleysi og þetta jafnist nokk- urn tíma við fullþroska feit og holdmikil fjallalömb, sem rollurnar hafa mokað í mjólk og ætt um alla Jjallarinda til leitar að þeim kjarnagróðri í fjallagrösum og geitnaskóf þar sem vítamínin og allrahanda bætiefnin fylla upp allar lífsþarfir þessara skepna. Sem dæmi um vitleysuna vildi ég hér nefna, að í haust er leið flæktist með sláturfénu lambkvik- indi og var með 11 kg skrokk. Auðvitað grindhoraður undanvill- ingur. Þess 11 kg skrokkur var settur í fyrsta flokk og lofaður og dáður fyrir gæðin — svona ætti kjöt að vera. En svo var fjöldi lamba með 20 kg skrokk sem allir voru verðfelldir í O-flokk og einn 27 kg sendur heim sem hundamat- ur. Nú ætla ég engum að borða alla fituna af skrokkunum, það er ekki svo miklu tapað að skera hana af, hjá þeim sem ekki vilja og margborgað sig vegna þess hvað feita kjötið er svo miklu nær- ingarríkara og bragðbetra en horaða kjötið, en svo tekur steininn úr þá talað er um að slátra 6—7 vikna algerlega óþroskuðum lambaköttum með 7—8 kg skrokk eða ala kálfana á tómri mjólk bara til að fá af þeim hvítt kjöt, vitandi að þetta eru jórturdýr sem byija að éta hey eftir fyrstu vikuna sem þau fæðast, og þrífast engan veg- inn eftir þá lögmálsbylt.ingu að færa þau frá þeirri náttúrugerð sem þeim svo sannarlega ásköpuð er. Já, fjallalambið ber svo sannar- lega nafn með rentu. Það kom ær sem Indriði á Skjaldfönn átti í haust, sem gengið hafði upp við rætur Drangajökuls uppá háöræf- um, tvílembd með 22,6 og 21,2 kg skrokka af hvoru lambi, og þarna ganga margar ær frá mér líka. Þarna sést ekki grastóta þá um er gengið, en ærnar finna kjar- nagrösin á þessum slóðum og hvort haldið þið nú sé kjarnmeira kjötið af þessu eða 11 kílóa undanvill- ingnum, sem metinn var í fyrsta flokk. Nei, sko, við erum að éta okkur útá vergang óhamingju eymdar og óþjóðlegs volæðis, og svo sannarlega væri hún ekki til einskis sýnd í sjónvaiyinu súpu- kjötssoðningin hennar Olínu okkar, ef fólkið færi að þenkja soldið bet- ur um það, að einmitt fjallalömbip okkar eru hinn magnþrungni kostamatur ásamt mjólkinni og súrnum, að þar er um ólíka kjarna- næringu að ræða frá því vanþroska horkjöti, sem nú svo dáð er. Og það skulið þið muna að það sem börnin venjast ung að borða verður þeirra uppáhaldsmatur meðan lifa. Þess vegna er það kjarnafæðan sem blífur, því það kemur best fram í heilsu og hreysti þá fram líður á æviskeiðið. Höfundur er bóndi að Bæjum í Snæfjallahreppi. rns k ilg 75ÁRA VEGGSP A 75 áraferli slnum hefurTHORO fundið svarvið nánast öllum vandamálum sem kunna að koma upp, þegar um steypu er aö ræða. THORITE er eitt af undraefnunum frá THORO. THORITE er fijótharðnandi viðgerðarefni sem reynist framúrskarandi vel til viðgerða á sprung- um og steypugöllum. Eru sprungur eða aðrir steypugallar á þlnu húsi? Hringdu I Steinprýði og við leysum vandann. N6UR? S steinprýði la Stangarhyl 7. s. 672777
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.