Morgunblaðið - 08.04.1987, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 08.04.1987, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1987 65 Fréttabréf frá Þingeyri: Blómlegt félagslíf, en stopul vinna í vetur Þingeyri. ÆTLA MÆTTI að Þingeyringar hefðu allir geispað golunni í vet- ur — svo hljótt hefur verið um þá — en þeir hafa ekki einu sinni týnt tölunni heldur það gagn- stæða. Samkvæmt opinberum skýrslum hefur fjölgað í hreppn- um um 9 manns, 1. desember 1985 vori 495 manns en eru nú 504. Heilsufar má teljast gott í vetur og sömu sögu er að segja af veður- fari síðan um áramót — eða eftir að lauk eilífum umhleypingum í nóvember og desember. Varla var von til þess að sumarið væri komið í alvöru á góu enda hafa síðustu vikur sýnt að enn er vetur. „Kontor- logn“ inn á Dýrafírði er þó enginn mælikvarði á vetrarveður, það vita allir er til þekkja. Til áramóta var sjósókn með ein- dæmum erfið að dómi sjómanna en aflabrögð nokkuð_ góð þá sjaldan veður datt niður. í ládeyðunni eftir áramót kvað við annan tón, nú afl- aðist sáralítið þar til 14. mars, að Sléttanesið kom inn með 150 tonn. Hinn togarinn, Framnesið, hefur verið í „klössun" í Þýskalandi marga mánuði, en er nú loks kom- inn í heimahöfn. Atvinna hefur þvl verið með minna móti og óvenju margir eru á atvinnuleysisbótum. En þrátt fyrir verkfall í janúar og minni atvinnu í vetur hefur fé- lagslífíð verið líkt og venjulega, hjónaball í nóvember, fjölsótt mjög, jóla- og áramótadansleikur, þorra- blót bæði í Þingeyrar- og Mýra- hreppi og kirkjukórinn æft vikulega. Lionsmenn efndu að venju til mannfagnaðar fyrir eldri borg- ara, beggja vegna fjarðarins. Allt bendir þó til þess að ekki stefni í syngjandi páska á þessum vetri, enda þótt tónlistarskóli hafí tekið til starfa í haust. Margir njóta góðs af þeirri starfsemi og þá sérstaklega grunnskólanemendur. Kennt er á píanó og kennari er Guðbjörg Leifs- dóttir frá Hnífsdal en vart er hægt að vænta þess að skólinn skili snill- ingum eftir eins vetrar nám. Brids-félagið Gosi spilar eitt kvöld í viku og í verkfallinu kom mikill fjörkippur í Gosa. Eitthvað hefur verið um almenna dansleiki, en kvikmyndasýningar hafa lagst af og við það batnaði fjárhagur félags- heimilisins enda var myndbanda- væðingin búin að kippa fótunum undan rekstrinum. Nokkrir dans- glaðir Þingeyringar hittast á sunnudagskvöldum í félagsheimil- inu og taka sporið. Kvenfélagið Von varð 80 ára 17. febrúar og var þess minnst með veglegri veislu 21. febrúar. Ekki þurfti að kvarta undan veisluföng- Stjóm kvenfélagsins Vonar. Frá vinstri: Alda Sigurðardóttir ritari, Þorbjörg Gunnarsdóttir formaður, Gunnhildur Elíasdóttir og Margr- ét Guðjónsdóttir. Jóhanna Gunnarsdóttir var fjarverandi. Hluti veislugesta situr að snæðingi og nokkrir fá sér á diskinn. Yfirskriftin er mynduð með rósum sem gerðar vom úr servíettum. Garðyrkjuskóli ríkisins: „Opinn dagnr“ GARÐYRKJU SKOLI ríkisins að Reykjum Ölfusi er opinn almenn- ingi til sýnis sunnudaginn 12. apríl (pálmasunnudag). Sýning þessi er unnin af nemendum og er liður í kynningu á starfsemi skólans. verður fræsala, vorlaukasala og kynning á gróðurskólaplöntum. Nemendur og fulltrúar fyrirtækja verða á staðnum og leiðbeina gest- um og gangandi. A svæðinu verður dreift ókeypis bæklingi, sem nem- endur hafa unnið, um eitt og annað sem viðkemur garðyrkju og garð- rækt. Sýningin er opin frá kl. 10—18 og eru allir boðnir velkomnir! (Fréttatilkynning) Nýr skemmtikraftur, frú Jóhanna Jónsdóttir, þenur nikkuna. um, öðru nær. Sjö röskar konur undir forystu Borgnýjar Gunnars- dóttur kennara báru hitann og þungann af að metta gesti og skemmta þeim og tókst það með ágætum. Félaginu bárust góðar gjafír þ.á.m. kr. 25.000 frá hrepps- nefnd Þingeyrarhrepps, og frá Kvenfélagi Mýrarhrepps þrír for- kunnarfagrir kertastjakar og fylgdu gjöfunum kveðjur og góðar óskir. Skeyti komu víðar að. Kven- félagskonum Mýrahrepps ásamt mökum var boðið til fagnaðarins og einnig félagskonum búsettum sunnanlands. Tvær mættu til leiks ásamt eiginmönnum, Þingeyrar- konum til óblandinnar ánægju. Þó nokkrar brottfluttar félagskonur halda tryggð við félagið á ýmsan máta, ijölmenna þegar Vonarkonur bregða undir sig betri fætinum og ferðast vítt og breitt um landið, en oft hafa þær verið veitendur og taka þá félögum sínum að vestan með kostum og kynjum. Kvenfélagið Von er bráðlifandi, félagar eru milli 50 og 60 og mik- ill meirihluti þeirra er á aldrinum frá tvítugs til fertugs. Það starfar í takt við tímann, aflar fjár og eyð- ir því til hinna ólíkustu mála, en er samt trútt upprunalegum til- gangi — að vinna að menningar- og mannúðarmálum. Ákveðið var að minnast þessara tímamóta með gjöfum að venju. Félagsheimilið fékk „andlitslyftingu" með end- umýjun gluggatjalda og 15 kristal- skertastjökum sem prýddu borð gestanna ásamt blómum í áður- nefndu hófí. Heilsugæslustöðin á bráðlega að fá nýtt blóðmælingartæki að ósk þeirra er þar ráða húsum. Á aðal- fundi var samþykkt að veita fé til tækjakaupa á fjórðungssjúkrahús- unum á ísafírði og Patreksfirði, einnig að kaupa ljósaútbúnað fyrir björgunarsveit Slysavamafélagsins Vamar. Yngri kynslóðin er nú tekin við stjóm félagsins en hana skipa: Þorbjörg Gunnarsdóttir formaður, Alda Sigurðardóttir ritari, Gunn- hildur Elíasdóttir gjaldkeri, Margrét Guðjónsdóttir og Jóhanna Gunnars- dóttir. Ein kona var gerð að heiðurs- félaga, Erla Sveinsdóttir fyrrver- andi formaður til margra ára og síðar gjaldkeri. Afhenti formaður henni heiðursskjal ásamt blóm- vendi. Félagskonur önnuðust skemmtiatriði en margir tóku til máls, bæði í bundnu og óbundnu ~ máli, einnig var mikið sungið. Þing- eyringar vom veisluglaðir og virðast það enn og verða sér oftast úti um tilefni til að skvetta úr klauf- unum — og eitthvað er í uppsiglingu núna á vegum félagsheimilisins, því æft er af kappi leikrit, söngur ofl. Sumir nefna þessa áráttu Þingeyr- inga skemmtanasýki. Sínum augum lítur hver silfrið. Hulda ESAB RAFSUÐU- TÆKI,VÍR 0G FYLGI- HLUTIR FORYSTA ESAB ER TRYGGING FYRIR GÆÐUM OG ÞJÓNUSTU = HEÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER ESAB í skólanum verður meðal annars boðið upp á kaffíveitingar auk þess sem selt verður ferskt íslenskl grænmeti, pottaplöntur og útsæðis- kartöflur. Einnig verða fulltrúai fyrirtækja með sölu og kynningu i ýmsu sem viðkemur garðyrkju, m.a HRINGDU og fáðu áskriftargjöldin skuldfærð á greiðslukorta- reikning þinn mánaðarlega. SÍMINN ER 691140 691141 Jttftrigiitttlrlgtöilfr Rennur fram meö einu handtaki og veröur 140 cm. breitt rúm. SUÐURLANDSBRALTT 22 S:36011 OPIÐ LAU6ARDA6 11. 04. KL. 10:00—16:00 J J; " í'. f 1S£ I Ifiai S Í^ ” > ii’ t ii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.