Morgunblaðið - 08.04.1987, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1987
„Vetraruppákoma“ íþróttadeildar Fáks:
Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson
Konur eru því miður sjaldséðar á skeiðkappreiðum, en nú var keppt i sérstökum kvennaflokki og sést
hér ein þeirra sem mætti til leiks, Jenny Mardal, sem reyndar er sænsk og situr hún hestinn Funa.
☆ ☆ ☆
|y 1946 m ■ 1986^
☆ ☆ ☆
ÞORSKABARETT
\aogafda9S
Um næstu helgi eru síðustu tækifæri til að
sjá The Blue Diamonds á íslandi. Þeir
hafa svo sannarlega slegið í gegn í frískum
og fjörugum Þórskabarett, ásamt fjörkálf-
unum í kabarettlandsliðinu sem kveður
landsmenn að sinni um næstu helgi.
Þórskabarett hefur notið mikilla vinsælda hjá landsmönnum undanfarna mánuði.
Notið þetta einstaka tækifæri og komið á fjöruga skemmtun með The Blue Diam-
onds og kabarettlandsliðinu!
Hermann Gunnarsson
Haukur Heiöar
Þuriöur Siguröardóttir
Ragnar Bjarnason
Ómar Ragnarsson
Nú mæta allir á hressilegan endasprett!
Að kabarettskemmtun lokinni leikur hin
geysivinsæla hljómsveit SANTOS
ásamt söngkonunni GUÐRÚNU
GUNNARSDOTTUR fyrir dansi.
Leynigestir á miðnætursviði.
Athugið: Að panta borð tímanlega vegna mikillar aðsóknar. Borðapantanir hjá veit-
ingastjóra í símum 23333 og 23335 alla virka daga frá
kl. 10.00-18.00 og á laugardögum eftir kl. 14.00.
ÞÓRSCAFÉ — ÞAR SEM TÝNDA KYNSLÓÐIN HEFUR SKEMMT
SÉR VEL UNDANFARIN ÁR OG ÞVÍ ALDREI TÝNST,
Skeiðhest-
arnir komn-
ir í gott form
Valdimar Kristinsson
Óvenju mikið líf hefur verið í
hestamennskunni á svæði Fáks í
vetur. Síðustu helgina í mars var
haldið í annað sinn „Vetraruppá-
koma“ þar sem hestamönnum
gafst kostur á að reyna gæðinga
sína í bæði tölti og skeiði. Veður
var eins og best verður kosið á
þessum tíma árs og gengu hlut-
irnir vel fyrir sig þrátt fyrir að
hér væri um að ræða samkomu
sem ekki var þrautskipulögð fyr-
irfram. Keppt var í töltiog voru
knapar bæði í karla- og kvenna-
flokki auk þess sem börn og
unglingar kepptu saman í einum
flokki. Keppnisfyrirkomulag var
svipað og gerist í firmakeppnum.
Þá var keppt í 150 metra skeiði,
skeiðhestar 8 vetra og eldri og 7
vetra og yngri. Sérstakur kvenna-
flokkur var í skeiðinu og var þar
um að ræða skemmtilega nýbreytni
og er vel athugandi fyrir móts-
haldara sumarsins að kanna þessa
hugmynd betur. Konur hafa verið
allt of sjaldan knapar í skeiðinu og
heyrir það nánast til undantekninga
að konur leggi það fyrir sig að sitja
skeiðhesta á kappreiðum. Má í
þessu sambandi minna á að núver-
andi Evrópumeistari í 250 metra
skeiði er einmitt kona sem sýnir
best að konur geta þetta vel. Tímar
í skeiðinu voru góðir ef miðað er
við árstíma og lofar þetta góðu fyr-
ir sumarið.
Hinrik Bragason var öðrum
knöpum atkvæðameiri í skeiðinu en
hann hirti þrem af sex verðlaunum
sem veitt voru í karlaflokki. Hinrik
er ekki með öllu óþekktur í skeiðinu
því hann átti góðu gengi að fagna
á síðastliðinu ári og gefur þessi
frammistaða hans nú góð fyrirheit
um komandi keppnistímabil.
En úrslit urðu sem hér segir:
Tölt — karlaflokkur
1. Viðar Halldórsson á Fagrablakk.
2. Hafliði Halldórsson á ísaki.
3. Sigurbjörn Bárðarson á Bijáni.
Tölt — kvennaflokkur
1. Sigriður Benediktsd. á Kolskeggi.
2. Guðlaug Reynisdóttir á Fálka.
3. Sigrún Haraldsdóttir á Rispu.
Tölt — barna- og unglingaflokkur
1. Daníel Jónsson á Glettu.
2. Þorvaldur Ámi Þorvaldss. á Gyðju.
3. Steinar Sigurbjörnsson á Loga.
Skeið 150 metrar — 8 v. og eldri
1. Nótt, knapi Hinrik Bragas. á 15,4 sek.
2. Þórður, knapi Ragnar Hinrikss. á 15,8.
3. Lúkas, knapi Hinrik Bragas. á 15,8.
Skeið 150 metrar — 7 v. og yngri
1. Daníel, knapi Sigurbj. Bárðars. á 16,3.
2. Fjalar, knapi Orri Snorrason á 16,4.
3. Hersir, knapi Hinrik Bragas. á 16,5.
Skeið — kvennaflokkur
1. Máni, knapi Barbara Meyer á 17,0.
2. Glaumur, knapi Ama Rúnarsd. á 17,3.
3. Funi, knapi Jenny Mardal á 17,7 sek.
Hinrik Bragason er nú óðum að skipa sér á bekk með fremstu skeið-
reiðmönnum landsins en hann var með þrjá hesta í verðlaunasætum
um helgina.
Ragnar Hinriksson lætur sitt ekki eftir liggja þegar í keppni er
komið og hafnaði hann í öðru sæti í keppni á eldri hestum ásamt
Þórði, en svo heitir hesturinn sem hann sést hér á.