Morgunblaðið - 08.04.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 08.04.1987, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1987 „Vetraruppákoma“ íþróttadeildar Fáks: Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson Konur eru því miður sjaldséðar á skeiðkappreiðum, en nú var keppt i sérstökum kvennaflokki og sést hér ein þeirra sem mætti til leiks, Jenny Mardal, sem reyndar er sænsk og situr hún hestinn Funa. ☆ ☆ ☆ |y 1946 m ■ 1986^ ☆ ☆ ☆ ÞORSKABARETT \aogafda9S Um næstu helgi eru síðustu tækifæri til að sjá The Blue Diamonds á íslandi. Þeir hafa svo sannarlega slegið í gegn í frískum og fjörugum Þórskabarett, ásamt fjörkálf- unum í kabarettlandsliðinu sem kveður landsmenn að sinni um næstu helgi. Þórskabarett hefur notið mikilla vinsælda hjá landsmönnum undanfarna mánuði. Notið þetta einstaka tækifæri og komið á fjöruga skemmtun með The Blue Diam- onds og kabarettlandsliðinu! Hermann Gunnarsson Haukur Heiöar Þuriöur Siguröardóttir Ragnar Bjarnason Ómar Ragnarsson Nú mæta allir á hressilegan endasprett! Að kabarettskemmtun lokinni leikur hin geysivinsæla hljómsveit SANTOS ásamt söngkonunni GUÐRÚNU GUNNARSDOTTUR fyrir dansi. Leynigestir á miðnætursviði. Athugið: Að panta borð tímanlega vegna mikillar aðsóknar. Borðapantanir hjá veit- ingastjóra í símum 23333 og 23335 alla virka daga frá kl. 10.00-18.00 og á laugardögum eftir kl. 14.00. ÞÓRSCAFÉ — ÞAR SEM TÝNDA KYNSLÓÐIN HEFUR SKEMMT SÉR VEL UNDANFARIN ÁR OG ÞVÍ ALDREI TÝNST, Skeiðhest- arnir komn- ir í gott form Valdimar Kristinsson Óvenju mikið líf hefur verið í hestamennskunni á svæði Fáks í vetur. Síðustu helgina í mars var haldið í annað sinn „Vetraruppá- koma“ þar sem hestamönnum gafst kostur á að reyna gæðinga sína í bæði tölti og skeiði. Veður var eins og best verður kosið á þessum tíma árs og gengu hlut- irnir vel fyrir sig þrátt fyrir að hér væri um að ræða samkomu sem ekki var þrautskipulögð fyr- irfram. Keppt var í töltiog voru knapar bæði í karla- og kvenna- flokki auk þess sem börn og unglingar kepptu saman í einum flokki. Keppnisfyrirkomulag var svipað og gerist í firmakeppnum. Þá var keppt í 150 metra skeiði, skeiðhestar 8 vetra og eldri og 7 vetra og yngri. Sérstakur kvenna- flokkur var í skeiðinu og var þar um að ræða skemmtilega nýbreytni og er vel athugandi fyrir móts- haldara sumarsins að kanna þessa hugmynd betur. Konur hafa verið allt of sjaldan knapar í skeiðinu og heyrir það nánast til undantekninga að konur leggi það fyrir sig að sitja skeiðhesta á kappreiðum. Má í þessu sambandi minna á að núver- andi Evrópumeistari í 250 metra skeiði er einmitt kona sem sýnir best að konur geta þetta vel. Tímar í skeiðinu voru góðir ef miðað er við árstíma og lofar þetta góðu fyr- ir sumarið. Hinrik Bragason var öðrum knöpum atkvæðameiri í skeiðinu en hann hirti þrem af sex verðlaunum sem veitt voru í karlaflokki. Hinrik er ekki með öllu óþekktur í skeiðinu því hann átti góðu gengi að fagna á síðastliðinu ári og gefur þessi frammistaða hans nú góð fyrirheit um komandi keppnistímabil. En úrslit urðu sem hér segir: Tölt — karlaflokkur 1. Viðar Halldórsson á Fagrablakk. 2. Hafliði Halldórsson á ísaki. 3. Sigurbjörn Bárðarson á Bijáni. Tölt — kvennaflokkur 1. Sigriður Benediktsd. á Kolskeggi. 2. Guðlaug Reynisdóttir á Fálka. 3. Sigrún Haraldsdóttir á Rispu. Tölt — barna- og unglingaflokkur 1. Daníel Jónsson á Glettu. 2. Þorvaldur Ámi Þorvaldss. á Gyðju. 3. Steinar Sigurbjörnsson á Loga. Skeið 150 metrar — 8 v. og eldri 1. Nótt, knapi Hinrik Bragas. á 15,4 sek. 2. Þórður, knapi Ragnar Hinrikss. á 15,8. 3. Lúkas, knapi Hinrik Bragas. á 15,8. Skeið 150 metrar — 7 v. og yngri 1. Daníel, knapi Sigurbj. Bárðars. á 16,3. 2. Fjalar, knapi Orri Snorrason á 16,4. 3. Hersir, knapi Hinrik Bragas. á 16,5. Skeið — kvennaflokkur 1. Máni, knapi Barbara Meyer á 17,0. 2. Glaumur, knapi Ama Rúnarsd. á 17,3. 3. Funi, knapi Jenny Mardal á 17,7 sek. Hinrik Bragason er nú óðum að skipa sér á bekk með fremstu skeið- reiðmönnum landsins en hann var með þrjá hesta í verðlaunasætum um helgina. Ragnar Hinriksson lætur sitt ekki eftir liggja þegar í keppni er komið og hafnaði hann í öðru sæti í keppni á eldri hestum ásamt Þórði, en svo heitir hesturinn sem hann sést hér á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.