Morgunblaðið - 08.04.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.04.1987, Blaðsíða 35
rsei .iíflqÁ .8 hiioaciu'mtvgim .GiGAjanuoflOM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1987 E£ 35 Skógrækt á Fljótsdalshéraði: i Hugað að möguleika á útflutningi á iðnskógi Eirilsstiií'iiim. ^ ^ ^ i J ^ Egilsstöðum. A FUNDI sem skógræktarfélag Austurlands og Skógræktarfélag Islands gengust fyrir á Egilsstöð- um fyrir skömmu gerði Sigurður Blöndal skógræktarstjóri grein fyrir möguleikum á útflutningi iðnskógar til frekari vinnslu á Norðurlöndunum. Gott verð fæst fyrir þessa afurð þar og eru tijá- kvoðuverksmiðjur tilbúnar til að borga um 1500 kr. á rúmmetra. Framsögumenn auk Sigurðar voru Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri, Jón Loftsson skógarvörður á Hallorms- stað og Snorri Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags íslands flutti ávarp. Sigurður Blöndal skógræktarstjóri fjallaði í erindi sínu um markmið og möguleika í skóg- rækt á íslandi. Kvað hann tilfinnan- lega skorta pólitíska stefnumörkun í skógræktarmálum íslendinga. Einnig væri brýnt að gera langtímaáætlun um fjármögnun stofnkostnaðar en brýnast væri að hefjast handa um gerð skógræktarkorta fýrir landið í heild og auka rannsóknir. í máli Sigurðar um möguleika skógræktar kom fram að arðsem- iskröfur um vöxt væru um 3 rúmmetrar á hektara og að um 20 erlendar og 3 innlendar tijátegundir uppfylla þessi skilyrði. Þar af væru 5 tegundir hentugar til viðarfram- leiðslu. Sigurður greindi einnig frá nýjum hugmyndum sem hefðu vaknað eftir heimsókn sænska skógræktarpró- fessorsins Mortens Bendz á skóg- ræktarþingi fyrir skömmu. Benti hann á möguleikann á útflutningi á iðnskógi til tijákvoðuframleiðslu. Verksmiðjur á Norðurlöndunum greiða um 1500 kr. á rúmmetra fyrir slíkan iðnskóg kominn á hafnarbakka á AustQörðum. Er hér um nýjar hug- myndir að ræða því hingað til hafa augu manna beinst að rekstri slíkrar verksmiðju hér á landi en arðsemi ekki verið næg. Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri fjallaði um hlut skógræktar í búhátt- arbreytingunni og hvemig skógrækt og búfjárrækt færu saman. Kvað hann nauðsyn á nýrri landnýtingará- ætlun og lagabreytingum svo skóg- rækt geti orðið alvömbúgrein. Einnig gerði Jónas grein fyrir nýlegum arð- semisútreikningum sem sýna að --------------'Z.., ** *.«Ví Morgunblaðið/Hákon Aðalsteinsson Fyrsta tréð gróðursett í Fljóts- dalsáætlun Skógræktarinnar fyrir um 20 árum. Á myndinni eru f.v. Hallgrímur Þórarinsson, Sigurður Blöndal, þá skógar- vörður á Hallormsstað, Rögn- valdur Erlingsson og Halldór Sigurðsson. skógrækt á ákveðnum svæðum er bæði þjóðhagslega hagkvæm og hag- kvæm fyrir bóndann. Jón Loftsson skógarvörður á Hall- ormsstað flutti erindi um Héraðs- skóg. í máli Jóns kom fram að möguleikar á ræktun nytjaskógar á Upphéraði allt út að Rangá em mikl- ir. Á 132 býlum á þessu svæði em um 30 þús. hektarar vel fallnir til Einar Egilsson við sjókerið í anddyri Háskólabíós. Morgunbiaðið/Þorkeii Áhugahópur um byggingu náttúrufræðihúss: Sjóker til sýnis í and- dyri Háskólabíós ÁHUGAHÓPUR um byggingu ýmsar tegundir kuðunga. Þá er á náttúrufrseðihúss, sem þessa dag- ana er að byrja vorstarfsemi sina, hefur sett upp sýningu í anddyri Háskólabíós. Þar hefur verið komið upp sjókeri með sýnis- hornum af Kfverum í malar- og sandfjöru. Vorstarfsemi hópsins er fólgin í röð kynninga á lífinu í sjónum við ísland og er sýningin í Háskólabíói fyrsta kynningarat- riði hópsins. í sjókerinu em lifandi fjörulífverur og má úr plönturíkinu nefna þör- unga, s.s. kóralþang, belgjaþang og fjömgrös, og úr dýraríkinu krækl- inga, krossfiska, bertálkna, möttul- dýr og tvær tegundir sæbjúga. Einnig hrúðurkarla, þanglýs, marflær og sýningunni gróðurkort af íslenska hafsvæðinu og einfölduð mynd af fæðutengslunum í hafinu við fsland. Einar Egilsson, talsmaður Áhuga- hóps um byggingu náttúmfræðihúss, sagði í samtali við Morgunblaðið að áhugahópurinn stæði nú á tímamót- um. Eftir meira en tveggja ára starf við að ýta við stjómvöldum um aukna náttúmfræðslu og byggingu náttúm- fræðihúss væri hópurinn ekki ánægður með árangurinn og því yrði nú breytt um aðferðir. Einar sagði að í undirbúningi væm kynningar á ýmsum þáttum íslenskrar náttúm. Kynningin í anddyri Háskólabíós er opin daglega frá kl. 18.30 til 21.00 virka daga og kl. 16.30 til 21.00 um helgar og er aðgangur ókeypis. Égkýs SjálfstæðiS' flokkinn Birna Loftsdóttir, verslunarmaður, Hafnarfirði: „Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að ég treysti honum best fyrir hag lands og þjóðar.“ X-D 1REYKJAMES Sigurður Blöndal fylgist með bændum í Fljótsdal gróðursetja nyfja- skóg. skógræktar. Mætti huga sér að nýta helming þessa lands undir skógrækt á næstu 15 ámm. Til þess að planta í 100 ha á ári þarf um 4 milljónir plantna sem er tíföld núverandi fram- leiðsla. Kostnaður við þetta er um 100 þús. á ha eða um 100 milljónir á ári. Þetta er einungis hluti árlegra útflutningsuppbóta með hefðbundn- um landbúnaðarvörum. Taldi Jón að í dag væm ýmsir þeir atburðir að gerast í landbúnaðar- málum á íslandi að vert væri að gaumgæfa þennan valkost. í lok fundarins var eftirfarandi ályktun samþykkt: Pundur um hlut- verk skógræktar á Austurlandi haldinn í Valaskjálf, Egilsstöðum, 28.3. 1987 samþykkir að beina ákveðnum tillögum til stjómvalda um að útvega sem allra fyrst Qármagn til stóraukinnar skógræktar í Ijórð- ungnum. Það er sannað að nytjaskóg- rækt á völdum svæðum á Héraði er arðgæf. Á það bæði við um viðarvöxt og ávöxtun þess fjármagns sem til hennar er lögð. Skógrækt verður ekki stunduð í atvinnuskyni nema fjármagn verði tryggt og er skorað á stjómvöld að leggja nú lið þeim bændum sem í alvöru ætla að stunda skógrækt sem atvinnugrein. Björn ENGINN ER ÁNÆGÐUR.. EF HANN SPARAR UM OF í GISTIAÐSTÖÐU ÞAÐ VITUM VIÐ.. Hnnm^TmnTni ... þess vegna býður Atlantik einungis uppá fyrsta flokks hótel sem valda engum vonbrigðum. Taktu ekki áhættuna á því að koma óánægður heim. Veldu ferð með Atlantik og gistu á „Klassa“ hóteli. Á heildina litið þá borgar það sig. BROTTFARARDAGAR: April Mai Juni Julí 15 23 1 4 29 13 13 22 25 Agúsl September Október 3 5 5 15 14 24 26 ÁRtTTRHBÐ 28388 og 2P580 ÖRKIN.'SIA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.