Morgunblaðið - 08.04.1987, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1987
Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki:
Gjaldþrot eða björgun
Inngangnr
Um fá fyrirtæki hefur staðið
meiri styr en Steinullarverksmiðj-
una á Sauðárkróki. Aðdragandinn
að stofnun hlutafélags um rekstur
hennar var langur, forkannanir
voru gerðar og álit sérfræðinga
fengið á öllum sviðum málsins.
Forsagan að stofnun fyrirtækisins
verður ekki rakin í þessari greinar-
gerð, enda aðrir betur til þess fallnir
en undirritaður. Það er eigi að síður
ljóst að margir þeir sem um málið
fjölluðu og skiluðu sérfræðiáliti,
hvort sem var til hluthafa, banka-
stofnana, sjóða eða opinberra aðila,
töldu annaðhvort ráðlegt að hefja
reksturinn eða skiluðu áliti er studdi
þá skoðun að rekstur þessi væri
arðsamur.
Víða heyrðust þó varnaðarorð og
m.a. var bent á að svo fjármagns-
frekur iðnaður er hér um ræddi
yrði ávallt mjög viðkvæmur fyrir
verðsamkeppni, gengissveiflum og
öðrum ytri aðstæðum. Steinullar-
verksmiðjan var eigi að síður reist
og eru hluthafar sem hér segir:
Steinullarfélagið 28,7%, Ríkið 40%,
SÍS 16,44%, Kaupfélag Skagfirð-
inga 6,53% og Partek A/B 8,33%.
Steinullarverksmiðjan á í dag við
mikla erfiðleika að etja og þessa
dagana hafa hluthafar til endan-
legrar athugunar að auka hlutafé
um allt að 72 milljónir í kjölfar
umfangsmikilla björgunaraðgerða,
til að freista þess að koma fyrirtæk-
inu á viðunandi rekspöl.
Markmið þessarar greinar er að
fjalla um málefni Steinullarverk-
smiðjunnar, orsakir rekstrarerfið-
, leikanna, björgunaraðgerðir þær
sem í gangi eru, rekstrarhorfur og
lífslíkur.
Ef til vill kann mörgum að þykja
tímabært að fjallað sé um málefni
verksmiðjunnar með þeim hætti
sem hér verður gert. Stjórn verk-
smiðjunnar hefur hins vegar verið
einhuga um að umfjöllun af hennar
hálfu eða stjómenda byggðist sem
mest á staðreyndum um umfang
vandans og færi ekki fram, fyrr en
niðurstöður lægju fyrir um árangur
framangreindra björgunaraðgerða.
Rétt er þó að vekja athygli á því
að þar sem fram koma eiginlegar
skoðanir eða viðhorf til einstakra
atriða ber að túlka það sem per-
sónulegt mat undirritaðs en ékki
sem samnefnara fyrir skoðun
stjómar eða einstakra stjómar-
manna.
En hvers vegna er ástæða til
umfjöllunar einmitt nú:
— Hluthafar fyrirtækisins eru
þessa dagana að vega og meta
niðurstöður þeirra samninga
sem náðst hafa við lánardrottna
og þjónustuaðila til bjargar
rekstrinum. Æskilegt er að þeir
sem áhuga hafa á málefnum
verksmiðjunnar fái við það tæki-
færi innsýn í þá þætti sem áhrif
hafa á ákvarðanatöku um
áframhaldandi rekstur.
— Sú blaða- og fjölmiðlaumfjöllun
sem tengst hefur verksmiðjunni
hefur á stundum einkennst af
vanþekkingu á málefninu, auk
þess sem ástæður hennar hafa
oft verið ótengdar hlutlægri upp-
lýsingamiðlun. Stjórn verksmiðj-
unnar vill því freista þess með
málefnalegri greinargerð um
stöðu hennar að koma umfjöllun
um fyrirtækið á eðlilegan grund-
völl.
— Þar sem Steinullarverksmiðjan
er í eigu opinberra aðila að stór-
um hluta er eðlilegt að greina
almenningi frá stöðu mála og
þeim atriðum er tengjast mögu-
leikum hennar á áframhaldandi
rekstri.
Forsendubrestur
Steinullarverksmiðjan hf. stóð á
sl. hausti frammi fyrir gjaldþroti
innan nokkurra mánaða, yrði ekk-
ert að gert. Þetta kom í Ijós í kjölfar
úttektar á greiðsluhæfi og arðsemi
verksmiðjunnar. Fyrirliggjandi
áætlanir er unnar voru allt fram á
fyrri helming ársins 1986 gerðu
eigi að síður ráð fyrir að greiðslu-
geta og arðsemi verksmiðjunnar
yrðu viðunandi. Jafnframt varð ljóst
að ef takast ætti að bjarga fyrirtæk-
inu frá gjaldþroti yrði það einungis
gert með víðtækum aðgerðum á
öllum sviðum rekstrar og fjármála.
Rétt er strax í upphafí að skoða
hvemig á því stendur að fyrirtæki
sem álitið var geta skilað 19% arð-
semi af heildarfjármagni fyrir um
3—4 árum er í dag aðeins talið
geta skilað 5—10% arðsemi þegar
björgunaraðgerðum hefur verið
beitt, auk þess sem óvissa ríkir um
hvort arðsemi eigin fjár verði fyrir
hendi í fyrirsjáanlegri framtíð.
Hér er vissulega um mikla og
óheillavænlega breytingu að ræða
á skömmum tíma.
Meginástæður eru eftirfarandi:
1. Verðlækkun varð á steinull og
en ráð var fyrir gert í upphaflegri
áætlun.
I öðru lagi urðu vélar dýrari
vegna óhagstæðrar gengisþróunar
frá þeim tíma sem samningar voru
undirritaðir og þar til afhending fór
fram.
I þriðja lagi varð alger umbylting
í gengismálum þjóðarinnar síðustu
mánuðina áður en verksmiðjan tók
til starfa sem aftur olli því að vext-
ir á byggingartíma urðu um 30
millj. kr. hærri en áætlað hafði ver-
ið.
Markaðsf orsendur
Árið 1983 var gert ráð fyrir
aukningu á notkun einangrunar,
næstu 10—15 árin, m.a. vegna
væntinga um stöðugt umfang ný-
bygginga (2000 íbúðarbyggingar á
ári), aukningar í viðhaldi á eldri
húsum og vegna reglugerðarbreyt-
inga er orðið höfðu og gerðu auknar
kröfur um einangrunarþykktir.
Ráðstefna sú sem haldin var á
vandanum. Annars vegar blöstu við
hinar fjárhagslegu staðreyndir
málsins og hins vegar voru sam-
keppnishæfni verksmiðjunnar og
markaðsmöguleikar að miklu leyti
óþekkt stærð. Ákveðið var að reyna
til þrautar hversu langt yrði hægt
að ná með samstilltum aðgerðum á
öllum sviðum fjármála og rekstrar,
vegna þess að lífslíkur voru taldar
vera fyrir hendi.
Eigendur samþykktu að auka
hlutafé samtals um 60 milljnir
króna að því gefnu að niðurstöður
aðgerðanna teldust viðunandi fyrir
hvern þeirra um sig. Þegar upp er
staðið hefur tekist að safna skilyrt-
um hlutafjárloforðum fyrir 72
milljónir króna.
Sérstök stjómarnefnd var skipuð
til að samræma aðgerðir, vinna upp
tillögur og semja við einstaka hags-
munaaðila.
Hvad náðist?
Niðurstöður liggja nú fyrir um
• Sjóðir iðnaðarins hafa lýst
sig reiðubúna til að lána sam-
tals 28 miHjónir króna að
undangengnu mati á greiðslu-
hæfni fyrirtækisins í framtíð og
að viðunandi tryggingar fáist
fyrir lánunum.
Áuk þess hafa þeir lýst yfir vilja
til að skuldbreyta gjaldföllnum
vöxtum og afborgunum í lengri
lán.
Vandasöm ákvörðun
Eigendum og öðrum hagsmuna-
aðilum er vandi á höndum við
ákvörðun um framtíð verksmiðj-
unnar. Þó flestar niðurstöður
björgunaraðgerða liggi nú fyrir
mun rekstrargrundvöllur fyrirtæk-
isins verða jafnháður ytri aðstæðum
og áður.
Hættu á gjaldþroti að nokkrum
árum liðnum ber því ekki að útiloka
í áhættumati allra ákvörðunaraðila.
í bréfí sem sent er til hlutaðeig-
andi og beðið um formlega stað-
festingu á gerðu samkomulagi er
Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki
glerull í kjölfar mettunar á Evr-
ópumarkaði á árunum 1984 og
1985.
2. Stofnkostnaður varð hærri en
upphaflega var áætlað, sem hef-
ur valdið hærri fjármagnskostn-
aði og erfíðari skuldastöðu.
3. Áætlanir um nýbyggingar á Is-
landi frá árinu 1983 fyrir árin
1985—1987 eru í engu samræmi
við það sem vitað er í dag, sem
aftur hefur þýtt að sala varð
minni en upphaflegar áætlanir
gerðu ráð fyrir.
Verður nú vikið nánar að hvetju
þessara atriða.
Verðlag og- samkeppni
Árið 1983 var verð á tonn á Is-
landi tæpar 60 þúsund krónur á
verðlagi ársins 1986.
Eftirfarandi yfirlit sýnir þá verð-
þróun sem átt hefur sér stað frá
1983 til ársins 1986. (Verðlag
tonn
September 1983 59.586
September 1984 41.707
Mars 1985 37.960
Janúar 1986 35.720
JÚ1ÍI986 37.232
Eins og fram kemur lækkaði
verð að raunvirði um 37,5% á þessu
tímabili. í kjölfar orkukreppu átt-
unda áratugarins var afkastageta
einangrunarframleiðenda aukin
verulega. Bætt orkunýting og notk-
un annarra orkugjafa en olíu leiddi
hins vegar til umframframleiðslu
sem aftur orsakaði verðfall á ein-
angrun.
Stof nkostnaður
í febrúar 1985 gerðu áætlanir
ráð fyrir að stofnkostnaður yrði 414
milljónir króna (verðlag 1986).
Stofnkostnaður miðað við sama út-
reikningsgrundvöll varð hins vegar
478,6 milljónir króna.
Ástæður þessa eru þær að bygg-
ingin varð mun stærri og flóknari
Akureyri á sl. ári um bygginga-
markaðinn vitnar hins vegar um
það hversu langt frá sanni spár um
þróun nýbygginga hafa reynst og
hversu erfítt menn telja að spá fram
í tímann í þessum efnum.
Eftirfarandi tafla sýnir hver hin
raunverulega þróun á fjölda ný-
bygginga hefur verið:
Fjöldi full- Ibúðir
gerðra íbúða þús. m1
1924 917 953
1711 849 818
1601 813 662
1683 749
Skv. bráðabirgðatölum fyrir
árið 1986 virðist hafa orðið enn
frekari samdráttur miðað við
1985.
Hér hefur tvennt gerst. Fjöldi
nýbygginga hefur dregist saman
og meðalstærð íbúðarhúsnæðis
hefur minnkað.
í skýrslu sem unnin var 1983
um markað og markaðsþróun á
steinullareinangrun var gert ráð
fyrir sölu á 3.450 tonnum 1986.
Salan varð hins vegar 2.450 tonn.
Markaðshlutdeild verksmiðjunn-
ar á íslenzka markaðinum er
samt sem áður meiri en gert var
ráð fyrir í upphafi. Flestir virð-
ast hins vegar sammála um að á
árinu 1986 hafi botninum verið
náð hvað samdrátt í byggingu
íbúðarhúsnæðis varðar og að
byggðar verði að jafnaði
1100—1300 íbúðir á ári á kom-
andi áratug. Þá er jafnframt ljóst
að skortur er enn talsverður á
iðnaðarhúsnæði ýmiskonar, auk
þess sem eftirspurn eftir ein-
angrun vegna viðhalds eldra
húsnæðis mun aukast jafnt og
þétt á næstu árum.
Aðgerðir
Eigendum verksmiðjunnar var
mikill vandi á höndum við ákvörðun
um hvemig bregðast skyldi við
flesta þætti aðgerðanna:
• Lán að upphæð samtals 160
milljónir króna hafa fengist
lengd úr 5 árum í 10—11 ár.
Vextir af þessum lánum hafa
jafnframt verið lækkaðir úr
rúmum 12% í 9%.
Annað húsnæði Samtals
þús. m3 1982
1870 1983
1667 1984
1475 1985
• Skammtímalán í viðskiptabanka
verksmiðjunnar hafa fengist
framlengd til 5 ára og endur-
samið hefur verið um viðskipta-
fyrirgreiðslu.
• Samstarf hefur náðst við Partek
A/B í Finnlandi, sem jafnframt
er eignaraðili að verksmiðjunnni
um víðtækt samstarf á sviði
vöruþróunar, framleiðslutækni
og sölu á erlendum mörkuðum.
Auk þess hefur Partek boðið
fram hutafé í formi tækjabún-
aðar og tækniaðstoðar fyrir 11
milljónir króna en sú ljárhæð
er til viðbótar fyrrgreindum 60
milljónum króna er upphaflega
var gert ráð fyrir í hluta-
Qáraukningu.
• Endurskoðun dreifingarsamn-
inga, hagræðing og sparnaður
í rekstri ásamt endurskoðun
þjónustu- og aðfangasamninga
munu skila fyrirtækinu um 7,5
milljónum króna í kostnaðar-
lækkun árlega, nokkur næstu
árin.
• Starfsmenn, stjórnendur og
stjórn hafa boðist til að leggja
fram hlutafé að upphæð 1,3
milljónir króna. Auk þess hafa
starfsmenn lýst yfir vilja til að
taka mið af erfiðleikum verk-
smiðjunnar í launasamningum
fyrst um sinn.
jafnframt tekið fram, að jafnvel
þótt allir aðilar veiti samþykki sitt
við framangreindum björgunarað-
gerðum verði að hafa í huga að
samfallandi breytingar á einstökum
rekstrarþáttum í neikvæða átt muni
að öllum líkindum leiða til gjald-
þrots félagsins.
Hér er sleginn varnagli sem mik-
ilvægt er að hafa í huga í allri
umræðu um málefni verksmiðjunn-
ar. Núverandi eigendur og lánar-
drottnar munu þess vegna taka
endanlega ákvörðun um framtíð
verksmiðjunnar út frá því hvaða
líkur séu á að þær björgunaraðgerð-
ir og þar með talið hlutafjárframlag
dugi til að skapa fyrirtækinu viðun-
andi lífsskilyrði.
Eigendur munu auk þessa meta
aðra þá hagsmuni sem þeir hafa
við áframhaldandi rekstur, svo sem
vegna þjónustusamninga við fyrir-
tækið og annarra sérhagsmuna er
hver hluthafí um sig kann að hafa
og gefa arð með óbeinum hætti.
Þátttaka ríkisvaldsins
Áleitin spurning í þessu sam-
bandi er að sjálfsögðu áframhald-
andi þátttaka ríkisins í fyrirtæki
sem svo er ástatt um.
Hér er verið að ráðstafa 24 millj-
ónum króna af peningum skatt-
borgaranna til viðbótar þeim
hartnær 40 milljónum sem þegar
hafa verið lagðar fram sem hlutafé.
Það er einmitt þessi spurning
sem fjölmiðlar af skiljanlegum
ástæðum vilja fjalla mest um og
þá ef til vill með þvi að gefa sér
neikvæða niðurstöðu fyrirfram.
Ég mun síðar í greininni fjalla
um rök er mæla með og á móti
áframhaldandi rekstri Steinullar-
verksmiðjunnar í óbreyttri mynd.
Gjörbreytt rekstrarumhverfi með
háum raunvöxtum hefur á örfáum
árum leitt til þess að talið er eðli-
legt og sjálfsagt að gera strangar
kröfur um hámarksarðsemi og lág-
marksáhættu þegar hið opinbera