Morgunblaðið - 08.04.1987, Blaðsíða 60
60
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1987
JL húsið auglýsir
v/símaálags í vesturbænum
Að gefnu tilefni viljum við taka fram að
JL HÚSIÐ HF. og JL BYGGINGAVÖRUR
SF. eru aðskilin fyrirtæki. Eru viðskiptavin-
ir vinsamlega beðnir að athuga það í
sambandi við símanúmer.
JLHÚSIÐ.......................10600
Beinar línur JL HÚSIB:
Húsgagnadeild................28601
Matvörumarkaður..............28602
Rafdeild....................622732
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121
Aðalumbod hf.
sími 621738
Toyota Forrunner 1985
Ekinn 21.000. Verð 750 þús.
Blazer 1985
með öliu. Verð 980 þús.
Wíllis Lareto 1983
Verð 580 þús.
AF ERLENDUM VETTVANGI
Evrópska umhverfisverndaráríð:
Evrópuþjóðirnar vaktar
af Þyrnirósarsvefninum
-en prinsinn er í líki sótsvartrar mengnnar og deyjandi náttúru
Á ÁRI hverju berast út í andrúmsloftið frá rikjum Evrópubanda-
lagsins 18 milljónir tonna af brennisteinstvísýringí og 10 milljónir
tonna af kðfnunarefnissýru. Afleiðingin er loftmengun, sem búin
er að valda skaða á rúmum helmingi alls skógar í Vestur-Þýska-
landi svo dæmi sé tekið. 21. mars sl. gekk í garð „Evrópska
umhverfisverndarárið" og er að því stefnt að vekja fólk til vitund-
ar um hættuna, sem að náttúrunni steðjar. Raunar þurfa
ráðamenn ekki að kvarta undan sofandahætti almennings í þess-
um efnum, hingað til hafa þeir sjálfir hliðrað sér við að fylgja
fast eftir gildandi lögum um mengunarvarnir.
1200 ár a.m.k. hafa Evrópu-
menn verið að eitra fyrir sér
vatnið, loftið og landið en það er
fyrst nú, að þeir eru farnir að
óttast afleiðingarnar. Hefur ýmis-
legt orðið til að auka þeim
áhyggjurnar, t.d. Chemobyl-sly-
sið, eiturslysið í Basel og síðast
en ekki síst brennisteinstvísýring-
urinn frá kolakyntum raforkuver-
um, sem berst um allt meginlandið
án tillits til nokkurra landamæra.
Ríkisstjórnir eru almennt sam-
mála um nauðsyn þess að taka
höndum saman ( baráttunni við
mengunina en hvað gera skuli og
hvernig er uppspretta endalausra
deilna.
Löngum hefur verið litið á
mengunina sem staðbundið
vandamál en það á ekki lengur
við. Áður fyrr vom evrópskar
borgir sótsvartar yfir að líta vegna
kolaofnanna á hvetju heimili en
nú eru flest hús kynt upp með
rafmagni frá orkuverum, sem
dæla menguninni upp um himin-
háa skorsteina og geta eitrað vötn
og skóga í mörg hundruð km fjar-
lægð. Vísindamenn eru raunar
farnir að vara við heimsslysi ef
ekki verður hætt framleiðslu
ýmissa efna eins og t.d. þeirra,
sem notuð eru ( úðabrúsa, en þau
hafa eyðileggjandi áhrif á ózon-
lagið um jörðu. Bandaríkjamenn
bönnuðu raunar þetta efni fyrir
áratug en Evrópumenn hafa ekki
gert það enn.
í þeim löndum þar sem almenn-
ingsálitið er sterkast er nokkur
hreyfing komin á málin. í Vestur-
Þýskalandi hefur gengi græningj-
anna ýtt undir aðra flokka og (
sjö vestur-evrópskum ríkisstjórn-
um fer einn ráðherranna aðeins
með umhverfismál. Erfiðlega
gengur þó fyrir þjóðirnar að
skipuleggja samræmdar aðgerðir
gegn menguninni. Hver um sig
reynir að gæta sinna hagsmuna.
Frakkar, sem búa nærri upptök-
um Rínar, hafa t.d. minni áhuga
á að hlífa ánni við mengun en
Vestur-Þjóðvetjar og Hollending-
ar, sem fá allan óþverrann til sín.
Þá eru Bretar erfiðir viðfangs og
hafa Ktið gert til að draga úr
menguninni. Hvað sem þessu líður
er Evrópuþjóðunum nú að skilj-
ast, að þær geta ekki lengur setið
með hendur í skauti.
Mesta vandamálið er brenni-
steins- og köfnunarefnissambönd-
in, sem berast út í andrúmsloftið.
Dauði þýsku skóganna og vatn-
anna á Norðurlöndum hefur vakið
athygli manna á hættunni, sem
af þeim stafar. Brennisteinství-
sýringinn, sem kemur aðallega frá
kolakyntum orkuverum, má
minnka um 90% ef vatni og kalki
er úðað niður um reykháfana en
þessi mengunarvörn er dýr. Bret-
ar hafa t.d. staðið í stappi um það
við önnur EB-ríki hvort eigi að
draga úr þessari mengun um 30%
á 13 árum eða um 60% á nokkru
lengri tíma en í þessum efnum
eru þó hjólin farin að snúast.
Öðru máli gegnir um köfnunar-
efnissamböndin. Framkvæmda-
nefnd EB hefur lagt til, að þau
verði minnkuð um 40% fyrir árið
1995 en sú tillaga hefur mætt
mikilli andstöðu. Helsta upp-
spretta þessarar mengunar eru
bllarnir og nú er það svo með
Þjóðveija, að þeim þykir jafn
vænt um hraðan akstur, sem eyk-
ur mengunina, og skógana sína.
Fyrst létu þeir sér detta ( hug að
takmarka hraðann en nú hafa
þeir ákveðið setja hreinsibúnað í
alla bíla. Eru þeir að reyna að fá
aðrar þjóðir til að fara að dæmi
sínu. Þá hafa Bretar og Vestur-
Þjóðveijar sameinast um að
banna smám saman blý í bensíni.
Þrátt fyrir úrbætur á þessum
sviðum mun brennsla lífrænna
leifa, kola og olíu, halda áfram
að auka samsöfnun óæskilegra
efna og koltvísýrings ( andrúms-
loftinu. Umhverfisverndarsinnar
eru í þeirri klipu, að ekki er sjáan-
legt, að neitt geti komið í staðinn
fyrir þetta eldsneyti annað en
kjarnorkan. Chernobyl-slysið hef-
ur hins vegar haft veruleg áhrif
á frekari nýtingu hennar og nú
stendur það upp á fylgjendur
kjamorkunnar að sanna, að hún
sé hættulaus. Að þessu leyti er
þó líklega stutt í mikil tíðindi því
að Svíar og Vestur-Þjóðveijar
hafa hannað kjarnaofn, sem er
„fullkomlega öruggur". Er hann
umflotinn bórsýrublönduðu vatni,
sem bæði kælir ofninn og gleypir
í sig geislavirknina ef eitthvað fer
úrskeiðis.
Samningar ríkjanna um meng-
unarvarnir eru oft ekki pappírsins
virði því að mörg þeirra standá
ekki við þá, ekki einu sinni þá,
sem samþykktir hafa verið í æðstu
stofnunum Evrópubandalagsins
og eiga að vera bindandi fyrir öll
aðildarríkin. Áður en Evrópska
umhverfisverndarárið hófst ritaði
framkvæmdanefndin öllum ríkis-
stjórnunum bréf þar sem þeim var
sagt til syndanna og afglöp þeirra
talin upp lið fyrir lið. ítalir, Belgíu-
menn og Grikkir standa sig verst
og Bretar ekki miklu betur en
Danir og Vestur-Þjóðveijar eru
öðrum til fyrirmyndar,
1 þessum efnum er oft frekar
um að kenna lélegu stjórnkerfi
en að viljann vanti. Frakkar eríi
t.d. vanir að þvælast fyrir þegar
lagasetningarnar eru annars veg-
ar en þegar lögin hafa einu sinni
verið samþykkt er miðstýrða
stjórnkerfið franska ekki að
tvínóna við framkvæmdina.
Nógu erfitt er að koma á sam-
eiginlegum mengunarvörnum í
Vestur-Evrópu en ómögulegt á
öllu meginlandinu. Þegar til neyð-
arástands kom í Hamborg og
Vestur-Berlín skömmu eftir ára-
mótin var mengunin að hluta til
komin frá Austur-Þýskalandi og
því lítið lið að Járntjaldinu þegar
brennisteinst.vísýringurinn er ann-
ars vegar. Miðað við ferkm eni
Austur-Þjóðveijar fjórum sinnum
meiri mengunarvaldar en landar
þeirra í vestri.
Almenningur í Austur-Evrópu-
ríkjunum hefur vaxandi áhyggjur
af menguninni og ( fimm þeirra
hefur verið ákveðið að minnka
brennisteinstvísýringinn um 30%
fyrir 1993. Vandinn er bara sá,
að ríkin hafa ekki efni á mengun-
arvörnum og því hafa nágrannar
þeirra í vestri hlaupið undir bagga
með þeim. Vestur-Þjóðveijar gátu
nýlega fengið Tékka til að þiggja
hreinsibúnað í tvö orkuver og
Danir og Svfar eru að ráðgera að
hjálpa Pólveijum með sama hætti.