Morgunblaðið - 08.04.1987, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 08.04.1987, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, MIUVIKUDAGUR 8. APRÍL 1987 + Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, SIGRfÐUR HALLDÓRA GUÐJÓNSDÓTTIR, Hólmgarði 27, lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 7. apríl. Kristján R. Þorvaröarson, Þórhildur Kristjánsdóttir, Eggert Bogason, Sigrfður Kristjánsdóttir, Viðar Vilhjálmsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Frænka okkar, FRÚ RUTH SIGURÐSSON, andaöist í Seattle 3. apríl sl. Jaröarför fer fram í Mountain N-Dakota, 10. apríl. F.h. ættingja, Kjartan Helgason, Erla Kristjánsdóttir. + Hjartkær móðir okkar og tengdamóðir, INGIBJÖRG J. HALL, Sólheimum 23, lést í Landsspítalanum aðfaranótt 7. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sólrún Kjartansdóttir, Kormákur Kjartansson, Hólmfríður Friðsteinsdóttir. + Bróðir okkar, OTTÓ BJÖRNSSON, Sólvallagötu 40, verður jarösunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 9. apríl kl. 13.30. Gunnar Björnsson, Erlingur Björnsson, Friðjón Sigurbjörnsson, Þorvaldur Sigurbjörnsson. + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, SIGRÍÐUR GUÐBJARTSDÓTTIR, andaöist í Hrafnistu í Hafnarfiröi, sunnudaginn 5. april. Jarðarförin fer fram fimmtudaginn 9. aprífkl. 13.30 í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Guðrfður Guðmundsdóttir, Heiðar B. Marteinsson, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Halldór Sigurðsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Einar Gunnarsson, Guðmundur S. Guðmundsson, Frfða B. AAalsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + FREYJA GUÐMUNDSDÓTTIR, Þinghólsbraut 43, Kópavogi, veröur jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 9. apríl kl. 13.30. Reynir Einarsson, Dröfn Hjaltalfn, Örn Hjaltalfn, Freyja Kjartansdóttir, Marfa Hjaltalfn, Dögg Hjaltalfn. + ÓLAFUR I. ÁRNASON fyrrv. yfirfiskmatsmaður, frá Hurðabaki, Bústaðavegi 69, verður jarðsunginn frá kirkju Óháða safnaöarins föstudaginn 10. apríl kl. 15.00. Börn og tengdabörn. + Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, JÓHANNES SIGURÐSSON, Hátúni 10, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, miðvikudaginn 8. apríl kl. 13.30. Guðrún Jónsdóttir, Sigrún Jóhannesdóttir, Geir Runólfsson, Gunnar Jóhannesson, Rósa Sigurðardóttir. Minning: Guðmundur Guðjóns- son Pálshúsum Fæddur 6. nóvember 1907 Dáinn 30. mars 1987 í dag fer fram frá Garðakirkju útför Guðmundar Guðjónssonar, Pálshúsum í Garðahverfi, en hann lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfírði hinn 30. mars síðastliðinn eftir skamma legu þar. Guðmundur fæddist á Óttars- stöðum í Garðahreppi hinn 6. nóvember 1907 og var því á áttug- asta aldursári er hann lést. Foreldrar Guðmundar voru hjón- in Guðjón Sigurðsson hreppstjóri frá Björk í Grímsnesi og Jósefína Jósefsdóttir frá Litla-Bakka í Vest- ur-Húnavatnssýslu. Guðjón og Jósefína reistu fyrst bú á Aðalbóli í Húnavatnssýslu en fluttu eftir skamma búsetu þar að Óttarsstöð- um í Garðahreppi og bjuggu þar til 1918 en þá flytja þau til Krýsuvík- ur, en dvölin þar varð aðeins eitt ár því árið eftir lá leiðin á Pálshús í Garðahverfí þar sem þau bjuggu til æviloka. í Pálshúsum dvaldi því Guð- mundur mest allan aldur sinn, fyrst í foreldrahúsum og síðan í sambýli við Jósef bróður sinn og konu hans Ingibjörgu Guðmundsdóttur eftir að foreldrar hans hættu búskap. Guðmundur var fríður maður ásýndum, góð samsvörun í vexti, hárið var mikið, dökkt að lit og gaf andlitinu sterkan svip. Hann var hæglátur í fasi, athugull og minnið svo trútt að undrum sætti oft á tíðum. Hann naut ekki mikillar skóla- göngu í æsku fremur en annað alþýðufólk á hans aldri, en hann bætti sér það upp með miklum bókalestri ævina út þegar tóm gafst til frá erli dagsins. Guðmundur eða Gummi eins og hann var oftast nefndur gekk til allrar vinnu í Pálshúsabúinu með Jósef bróður sínum hvort heldur það var skepnuhirðing, heyskapur, hús- byggingar, tún- eða garðrækt. Og saman sóttu þeir bræður sjóinn á opnum vélbáti og drógu björg í bú og ekki má gleyma að nefna hrogn- kelsaveiðina sem var svo snar þáttur í vorverkunum. Auk bústarfanna stundaði hann flskvinnu í landi og einnig vann hann oft við smíðar því að hann var ágætlega laghentur. Vann hann oft í annarra þágu ýmis störf án þess að ætlast til launa. Okkur systkinunum frá Króki verður Gummi lengst minnisstæður fyrir óendanlega hjálpsemi og greiðvikni við heimili foreldra okkar frá fyrsta degi er við fluttum í Garðahverfí og til hins síðasta dags er móðir okkar dvaldi í Króki, en hún og Guðmundur voru systkina- börn og ólust upp á sama heimili. Pálshúsaheimilið var okkur sem kjölfesta í æsku, ekki síst þegar faðir okkar lá langdvölum á sjúkra- húsi. Þangað var ætíð leitað ef einhvers þurfti með og ekki var hægt að leysa heima. Og oftar en ekki var komið og gáð að því hvort ekki mætti rétta hjálparhönd við eitt eða annað. Oft lá til dæmis fisk- ur á steini við útidymar er komið var á fætur að morgni. í skjóli nætur hafði hjálpsamur granni ver- ið á ferð. Það vekur ætíð tómleikakennd og söknuð þegar einn af samferða- mönnunum hverfur yfir móðuna miklu og því meiri sem hann hefur verið nátengdur. Þetta á svo sann- arlega við um Gumma. Hann sést nú ekki lengur ganga um tún og huga að nýfæddu lambi, gá að báti í vör eða vinna að heyi á velli. Kími- legt blik í auga, hlýlegt bros og spaugsyrði af munni eru horfin, en eftir liflr minning um góðan dreng í hugum okkar, sem við erum ævin- lega þakklát fyrir. Innilegar samúðarkveðjur send- um við eftirlifandi öldnum bróður, bróðurbömum og ættingjum, venslafólk og vinum. Systkinin frá Króki Loftur Loftsson kennari — minning Á þessum árum hávaða og sýnd- armennsku, á þessum tímum þegar hvatir til að láta á sér bera eru tíðum í öfugu hlutfalli við hæfi- leika, á þessari gullöld fjölmiðla- flóna sem eru haldin áráttu í að ota andleysi sínu og ambögum að al- menningi þá er gott að minnast manna á borð við Loft kennara Loftsson. Hógværari mann en hann gat tæpast. Hann gætti þess að troða engum um tær. Háttvísi og tillitssemi voru honum í blóð borin. Ekkert var honum fjær en að pota sér áfram eða olnboga sig inn í eitt- hvert sviðsljós, ímyndað eða raunverulegt. Hann var Loftur Loftsson, Strandamaður að upp- runa, og gerði kennslu að ævistarfí sínu. Hann reyndi aldrei að sýnast eitthvað annað, en rækti störf sín af alúð og trúmennsku. Það kölluðu Danir fyrrum að halda sig við leist- inn og Fransmenn að rækta garðinn sinn. Loftur gerði það svikalaust. Loftur Loftsson var fæddur að Eyjum í Kaldrananeshreppi 16. júlí 1907. Foreldrar hans voru Loftur bóndi þar, Guðmundsson, og kona hans, Rósa Guðmunda Rósinkrans- dóttir frá Hesti í Hestfirði. Loftur stundaði í æsku venjubundin störf til sjós og lands. Hann nam í Ungl- ingaskóla ísafjarðar tvö ár og löngu síðar, þá fullorðinn og með alllanga kennslureynsu, lauk hann kennara- prófí frá Handíðakennaraskólanum. Kennslustörf hóf Loftur Loftsson í heimabyggð sinni 1935 og var kennari á einum fimm stöðum áður en hann byrjaði nám að nýju. Hann hafði nýlokið kennaraprófi er hann réðst vestur í Stykkishólm, að Bama- og miðskólanum þar. Það var haustið 1957. Þar tókust kynni okkar og æ síðan var hann traustur vinur okkar hjóna og bama okkar. Árið 1960 fluttist Loftur til Akra- ness og kenndi þar við Bamaskól- ann til 1974 að hann lét af störfum vegna aldurs. Á þeim árum dvaldist hann um skeið við nám í Náás í Svíþjóð. Á sumrin vann Loftur oft við að mála. Var hann vel liðtækur við þau störf, smekkvís og ötull. Loftur kennari Loftsson er í val fallinn nær áttræður. Kyrrlátri ævi er lokið. „Ekki grætur ekkjan par t Þökkum auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför móöur minnar, tengdamóöur, ömmu, langömmu og systur, GÍSLÍNU GUÐRÚNAR EYJÓLFSDÓTTUR, Reynivöllum 3, Selfossi. Guðrún Ásbjörnsdóttir, Gislína G. Jónsdóttir, Jóhann H. Jónsson, Sigriður Jónsdóttir, Sigríður Ása Slgurðardóttir, Ólafur Sigurðsson, Ásbjörn Sigurðsson, Margrét Eyjólfsdóttir, Siguröur Eyjólfsson, Óskar Eyjólfsson, Jón G. Jóhannsson, Ingvar Guðmundsson, Ingunn Sigurjónsdóttir, Ásbjörn G. Jónsson, Sólrún Sigurðardóttir, Marfa Guðnadóttir, Jónbjörg Kjartansdóttir, Unnur Þorgeirsdóttir, Stefanfa Áskelsdóttir og barnabörn. — eða kveina bömin“ því að hann kvæntist aldrei og eignaðist ekki böm. En í hugum vina hans vakir heið og tær minning um góðan dreng sem í engu brást því er hon- um var til trúað. Og einhvem veginn fínnst mér að ég hafi fáa þekkt sem orð Steingríms Thor- steinssonar hæfa betur en honum: „Mðrg látlaus ævin lífsglaum fjær sér leynir einatt, góð og fógur, en Guði er hún allt eins kær þótt engar fari af henni sögur. Svo dylst og lind und bergi blá og brunar tárhrein, skugga falin, þótt veröld sjái ei vatnslind þá í vitund Guðs hver dropi er talinn." Ólafur Haukur Arnason resid af meginþorra þjóðarinnar daglega! Auglýsing síminn er224 a- 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.