Morgunblaðið - 08.04.1987, Blaðsíða 31
31
smiðstöðva sem nemendur hafa
aðgang að í þéttbýli.
Aðbúnaður og umönn-
un: Orð og efndir
Heimavistir skulu minna á al-
menn heimili
Nú skyldi maður ætla að öllum
væri ljós hver ábyrgð hvílir á þess-
um stofnunum og að þeim væri
búið í samræmi við hana. Lög og
reglugerðir sem máiið snertajgefa
býsna góð fyrirheit um það. I 25.
gr. grunnskólalaganna segir t.d.:
„Við gerð heimavista skaí kapp-
kostað að þær minni sem mest á
almenn heimili." Ennfremur segir
í reglugerð _ um heimavistir nr.
428/1978: „í öllum heimavistar-
skólum skal aðbúnaður vera
þannig að nemendur geti notið
sem best hvíldar og næðis utan
skólatíma. Einnig sé góð aðstaða
til tómstunda- og félagsstarfa."
(5. gr.)
Fjársvelti og virð-
ingarleysi fyrir
þörfum nemenda
Því miður eru þessi markmið víðs
Qarri raunveruleikanum.
Við skulum byija á að sjá hvern-
ig skólastjóri lítils heimavistarskóla
á Norðurlandi lýsir aðstöðunni, í
viðtali við tímaritið Heimili og skóla
1984:
Aðstaðan er mjög misjöfn og
engan veginn nægilega góð. I
fyrsta lagi er allt of þröngt, sér-
staklega á drengjavistinni. Þar
eru fjögurra manna herbergi en
við verðum yfirleitt að hafa
fimm á herbergi sem er óviðun-
andi. Þar er heldur ekki nein
setustofa eða neitt annað sem
hægt er að bjóða nemendum
upp á í frístundum. (Letur-
breytingar greinarhöfundar.)
Þetta getur hver sem er borið
saman við þær greinar laga og
reglugerða sem vitnað var til hér
að framan.
Þetta er nú undantekning, kann
nú einhver að segja. Það er því
miður rangt. Þetta er algengt
ástand. Um það geta margir vitnað.
Því miður hefur enginn talið
ómaksins vert að gera heildarúttekt
á ástandi þessara mála. T.d. vantar
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1987
allar upplýsingar um aðbúnað á
heimavistum í annars ágæta könn-
un sem Félag skólastjóra og yfir-
kennara gerði á aðstöðu og búnaði
í skólum 1981. Það vekur líka at-
hygli að í stofnbúnaðarskrá fyrir
grunnskóla sem sama félag gaf út
1985, ásamt Kennarasambandi Is-
lands, er ekki minnst einu orði á
heimavistir.
Höfundar OECD-skýrslunnar
hafa komið auga á sérstöðu heima-
vistarskólanna. Þeir nefna fyrst þá
sérstæðu staðreynd að margir þess-
ara skóla eru hannaðir með hótel-
rekstur í huga. Þeir segja að þótt
byggingar margra þessara skóla
séu á ytra borði aðlaðandi hafi þær
oft mikla galla sem skólar. Auk
þeirra augljósu óþæginda sem það
hefur í för með sér að láta allt
hverfa á vorin sem minnir á skóla-
hald, skortir þessa skóla algjörlega
þá félagsaðstöðu og þann aðbúnað
sem börn þurfa. Höfundar skýrsl-
unnar draga upp þá mynd af
þessum skólum að þeir líði fyrir
ómenntaða kennara, tíð kennara-
skipti og skort á rými, búnaði og
fjármagni. Höfundar segja enn-
fremur að þó svo að þörf fyrir
heimavistarskóla kunni að fara
minnkandi þá verði að starfrækja
þá skóla sem enn er þörf fyrir sóma-
samlega en ekki með svo augljósum
mismun frá því sem gerist í þétt-
býli sem nú tíðkast.
Þetta væri hörð gagnrýni um
hvaða skóla sem er. En að segja
það um heimavistarskóla, slík sem
ábyrgð þeirra er, að starfræksla
þeirra einkennist af ómenntuðu
starfsfólki, tíðum kennaraskiptum,
ijársvelti og algeru virðingarleysi
fyrir þörfum nemenda er ekki bara
gagnrýni, það er þungur áfellis-
dómur.
Hliðstæð umhyggja
og vernd og á
eigin heimilum
Ekki verður skilið við heimavist-
arskóla án þess að beina sjónum
að þörf heimavistarnemenda fyrir
umönnun starfsfólks. Um þetta eru,
eins og ýmislegt annað, fallega orð-
uð ákvæði í lögum og reglugerðum.
í 25. gr. grunnskólalaganna er sagt
að heimavistir skuli þannig úr garði
gerðar „ ... að nemendur geti
jafnan náð til umsjónarmanns
heimavista“. Ennfremur segir í
áður tilvitnaðri reglugerð mennta-
málaráðuneytisins um heimavistir
að umsjón nemenda skuli vera í
höndum „ ... kennara, fóstra eða
annarra starfsmanna með upp-
eldismenntun____“ (3. gr.) Þar
segir enn: „Gæslufólk skal leitast
við að sýna nemendum hliðstæða
umhyggju og vernd og þeir njóta
á heimilum sínum." (4. gr.)
Þetta skilja þeir sem starfa við
heimavistir þannig að nemendum
beri skýlaus réttur til umönnunar
og eftirlits allan þann tíma sem
þeir eru ekki í kennslustundum,
jafnt nótt sem dag. Þessi tími getur
því orðið allt að 18 stundum á sólar-
hring.
Nemendur mega vera
gæslulausir 12 stundir
á sólarhring
Því miður er menntamálaráðu-
neytið á annarri skoðun. Síðar í
þessari sömu reglugerð eru ákvæði
sem taka af öll tvímæli um það.
Þar er reiknaður út stundafjöldi,
sem gengur undir nafninu „gæslu-
kvóti“, og er sá tími sem skólum
er úthlutaður til að sinna nemend-
um utan kennslustunda. Fjármála-
ráðuneytið gefur síðan út samhljóða
reglur um hámarksgreiðslur úr
ríkissjóði fyrir gæslustörf að höfðu
samráði við Samband íslenskra
sveitarfélaga.
Lítum nú nánar á hvaða mat
kemur þar fram á þörf heimavistar-
nemenda fyrir slíka umsjón.
Gæslukvótinn er reiknaður út frá
nemendafjölda og miðast lágmark
hans, samkvæmt reglugerðinni, við
6—10 nemendur á heimavist. Það
þýðir væntanlega að séu nemendur
færri en það eiga þeir ekki rétt á
neinni umönnun utan kennslu-
stunda. Þetta geta menn borið
saman við eigin reynslu af því að
ala upp börn á grunnskólaaldri.
Þessi lágmarkskvóti er 26,63
stundir á viku og er athyglisverð
sú nákvæmni að reikna hann með
tveimur aukastöfum. Ef við jöfnum
þessum stundafjölda niður á íjóra
og hálfan sólarhring, þ.e. frá mánu-
dagsmorgni til föstudags, kemur í
ljós að til ráðstöfunar eru tæpar sex
stundir á sólarhring. Þær tólf stund-
ir sem þá eru eftir af sólarhringnum
verða nemendur væntanlega að
eiga undir kennurum sínum hvort
þeir sinna þeim í sjálfboðavinnu eða
ekki.
Gæslukvótinn fer síðan stig-
hækkandi með nemendafjölda. Séu
nemendur 11—20 eiga þeir rétt á
samveru við umsjónarmann sinn
35,75 stundir á viku, eða tæpar
átta stundir á sólarhring.
Það þarf 95 nemendur til að skóli
fái gæslukvóta sem nægir til að
hafa einn mann samvistum við nem-
endur 18 stundir á sólarhring frá
mánudagsmorgni til kennsluloka á
föstudag. Já, einn mann til að sinna
95 nemendum í einu. Það þarf
meira en lítið ímyndunarafl, eða
kannski heimsku, til að ætla manni
að vinna uppeldisstarf við þvílíkar
aðstæður.
Svona tryggir sem sagt yfirstjóm
menntamála á íslandi, í samráði við
sveitarstjórnarmenn, rétt heima-
vistarnemenda til hliðstæðrar
umönnunar og þeir njóta á heimil-
um sínum. Svona er farið að því
að tryggja þann rétt þessara barna,
sem geta verið allt niður í sjö ára
gömul, að geta leitað til einhvers
sem þau þekkja og geta treyst þeg-
ar eitthvað bjátar á, líka á nóttunni.
Og það sem dapurlegast er af
öllu: Embættismenn ráðuneytisins,
jafnvel þeir sem þykjast hafa
reynslu af að starfa við heimavist-
ir, verja þetta ástand og ganga
þannig gegn þeim hagsmunum
nemenda sem maður hefði haldið
að þeir væru settir til að veija.
Hér er að vísu rétt að slá þann
varnagla að ég er hér að tala um
þann rétt sem nemendum er tryggð-
ur en ekki endilega að lýsa raun-
verulegri umönnun nemenda.
Flestir kennarar meta velferð nem-
endanna meira en kjarasamningana
og vinnuverndarlögin og gera hvað
þeir geta í þessum efnum. En eftir
stendur þetta: Heimavistarskólum
er haldið í skipulögðu fjársvelti og
umsjón nemenda er skipulögð sem
sjálfboðavinna sem kennarar eiga
að bæta ofan á vinnuskyldu sína
við kennslu. Við þessar aðstæður
er óhjákvæmilegt að aðbúnaði nem-
enda sé stórlega áfátt, bæði hvað
varðar húsnæði, félagsaðstöðu og
umönnun. Það er beinlínis fáránlegt
að ætla heimavistarskólum að kom-
ast af með sama starfslið og
almennum skólum. Það hlýtur að
vera krafa allra sem hlut eiga að
máli, nemenda, foreldra og kenn-
ara, að þessum skólum verði gefinn
kostur á fleira starfsfólki en öðrum.
Annaðhvort sérstökum uppeldis-
menntuðum umsjónarmönnum eða
þá kennurum sem uppfylla vinnu-
skyldu sína að hluta með heimavist-
argæslu. Núverandi ástand er
smánarblettur á skólakerfinu sem
kennarar og foreldrar þessara
barna verða að sameinast um að
hreinsa meðan menntamálaráðu-
neytið lyftir ekki fingri til þess og
beitir sér jafnvel gegn sanngjörnum
kröfum um úrbætur.
Höfundur er kennari á Eiðum.
Hand
vaqnar
1« Eigum ávallt fyrirliggjandi
jtNJ hinavelþekktuBV-hand-
lyttivagna meö 2500
og 1500 kílóa lyftigetu.
UMBOÐS OG HEÍLDVERSLUN
BÍLDSHÖFDA 16 SÍML6724 44-
IlpfflF
/
y yt n iYwQj U YA l\/V^J c !> cL M
C3
Elna er saumavél sem kemur þér á óvart. Sérstaklega
meðfærileg og prýdd öllum þeim kostum, sem nauðsyn-
legir þykja, svo sem tvöfaldan lokusaum (overlock),
sjálvirka gerð hnappagata og margan annan fjölbreyti-
legan saum.
Elna, er heimsþekkt fyrir frábærar saumavélar.
Þú ættir að líta við og kynna þér kosti Elna.
X
-v
\\ vCRtOVl
Heimilistækí hf
HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8- S: 27500