Morgunblaðið - 08.04.1987, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 08.04.1987, Blaðsíða 74
74 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1987 mmhtm „ Ek-ki drepa pab! pab f lýgur burtu af sjálfsdd&um." 3| 30 ©1967 Umyqrxl Pien Syndlcate Ef þið hafið ekki tíma til að sinna afgreiðslustörf- unum má ég þá taka þátt í samræðunum? Með morgnnkaffinu Ég vil vera í hvítum brúð- arkjól, en hann í trimm- galla. • • Omurlegt skólakerfi að erlendri fyrirmynd Til Velvakanda Þökk sé Halldóri Þorsteinssyni fyrir góða grein um skólamál hér í blaðinu þann 3. apríl. Að lestri loknum tek ég undir orð DV í rit- stjórnargrein: „Burt með Piaget úr skólunum". íslensk menning verður aldrei borin uppi af útlendu menntakerfi, nema það sé aðalagað íslenskum staðháttum og þörfum, en þá er það ekki lengur útlent. OECD hefur ekki meira vit á því hvað okkur hentar en við sjálfir. Það ömuriega skólakerfi, sem við búum við nú, hefði Eggert Ólafsson sjálfsagt nefnt „Útlenzkan maga í íslenzkum búk“. Jón Trausti orðaði þetta þannig: „Vér getum sjaldan búizt við því, að fá fyrirmyndir utan úr heiminum, sem að öllu leyti falla í vorar þarfir." Þeir, sem vilja hefja skólana til þeirrar virðingar, sem þeir áður nutu, ættu að huga að námskröfun- um. Hvað landafræði snertir, minnist ég þess að hafa lesið í blöð- um, að hætta eigi að kenna um önnur lönd Evrópu en Pólland. (Ætlunin er víst að kenna um ís- land enn um sinn og eitthvað um Norðurlönd.) Illt er, ef satt er. Is- landssögukennslu átti einnig að þynna út, jafnvel svo að heilu ald- irnar féllu út úr námi barnanna. Sem dæmi um námskröfur í móður- málinu og stefnuna í skólamálum yfirleitt skal ég tilfæra dæmi um viðhorf menntamálaráðuneytisins til lestrarkunnáttu barna. Lestur er eins og flestir vita undirstaða alls náms og eðlilegs lífs. Dæmi er tekið úr einu hinna mörgu dreifí- bréfa, pésa og bæklinga, sem samdir hafa verið í menntamála- ráðuneytinu, þ.e. í skólarannsókna- deild þess. Ritið nefnist „Ábending- ar um móðurmálskennslu, m.a. með hliðsjón af viðmiðunarstundaskrá skyldunámsbekkja skólaárið 1974—’75“. (Það var einmitt árið 1974 sem grunnskólalögtóku gildi.) Á bls. 5 segir: „B. Lestur: Að loknu 3. bekkar námi ættu nemendur að geta lesið smáorð og stuttar setningar." Öðruvísi mér áður brá. Fyrir grunnskólalög lögðu skólamir allt kapp á að börn yrðu læs níu ára gömul, flest urðu það fyrr. Ástæðan hefur vafalaust verið sú, að reynsla sýndi að yrði barn ekki læst níu ára gamalt, var hætta á, að það yrði bæði seint og illa læst, ef nokk- urntíma. Ég ætla, að sumir kennar- ar hafi borið gæfu til að sýna þessum ábendingum þá virðingu, sem þeim hæfði. Ljóðabækur hafa börn í skyldu- námi ekki fengið í áraraðir, hvað þá heldur skólasöngva. (Bækur fyr- ir 10—12 ára böm.) Hefði það einhverntíma þótt saga til næsta bæjar, að sjálf bókmenntaþjóðin gæti ekki séð börnunum fyrir ljóða- bókum. Ljóðanám er nú að mestu hætt og efast ég um, að skólaböm almennt hafi það á valdi sínu að nefna helstu skáld þjóðarinnar, hvað þá að almenn kunnátta í ljóð- um þeirra sé til staðar. Ef bók- menntaþjóðin getur ekki séð bömunum fyrir sjálfsögðum kennslubókum, á hún að færa alla útgáfu kennslubóka til forlaga, sem getið hafa sér gott orð fyrir útgáfu kennslubóka og barnabóka. í leið- inni mætti færa alla verslun með námsgögn til verslana, sem vildu sérhæfa sig á því sviði. Með þessu móti fengist fjölbreytt úrval náms- bóka og námsgagna. Ríkiseinokun á þessum kennslubókum yrði aflétt og létta mundi á útgjöldum ríkis og skattgreiðenda. Kristján Jónsson Víkverji skrifar HÖGNI HREKKVISI Víkveiji er einn þeirra þúsunda manna, sem eiga leið um Mikl- atorg á hveijum morgni. Þar rennur saman umferð úr mörgum áttum. Bílalestimar lengjast stöðugt. Er ekki óalgengt, að um níu leytið nái bílaröðin frá torginu upp á háhæð- ina á Öskjuhlíð og langt í austur eftir Miklubrautinni og vestur á Hringbraut. Miðvikudaginn fyrir réttri viku voru þessar raðir óvenju- lega langar, og meira að segja í Eskihlíðinni var löng röð bíla á mesta umferðartímanum rétt fyrir klukkan níu að morgni. Þegar nær dró Miklatorginu sáust þar blikk- andi ljós á lögreglubíl, þannig að öllum var Ijóst, að þar hafði orðið umferðarslys. Víkveija er ekki ljóst hveming slysið varð. En á gatnamótunum, þar sem ekið er inn á torgið af Miklubraut stóð stór langferðabíll út í umferðaræðamar á torginu og fyrir aftan hann var strætisvagn. Var auðséð, að strætisvagningum hafði verið ekið aftur undir lang- ferðabílinn. Lögregluþjónn vappaði í kringum bílana með blað og blý- ant og einhver mælitæki. Annar sat inni í lögreglubílnum með tveimur mönnum. Einhveijum bílstjóra hafði dottið í hug að aka fram hjá langferðabílnum upp á grasblettinn á torginu til að komast leiðar sinnar niður í miðbæ. Hundruð bíla eltu síðan forystusauðinn eftir þessu einstigi. Þúsundir manna biðu þess að komast sömu leið til vinnu sinnar eða til að reka erindi sín I borginni. xxx Vafalaust hefur farið fyrir fleir- um eins og Víkveija að fyllast réttlátri reiði yfir því tillitsleysi, sem vegfarendum var sýnt á Miklubraut á þessari morgunstund. Hvers vegna í ósköpunum sá lögreglan ekki um það, að langferðabíllinn væri tafarlaust fjarlægður úr þess- ari mikilvægu umferðaræð? Hvers vegna vom ekki gerðar ráðstafanir til að greiða fyrir umferðinni með skipulegri stjórn af hálfu lögregl- unnar? Magnús Einarsson, yfirlögreglu- þjónn umferðarmála, komst rétti- lega að orði á dögunum, þegar hann sagði, að mikið af vandræðunum í umferðinni í Reykjavík ætti rætur að rekja til þess, að ökumenn væm of „stressaðir"; þeir virtust ekki átta sig á því, að umferðarþunginn hefði aukist gífurlega og menn þyrftu að ætla sér lengri tíma en áður til að komast á milli staða. En er nóg gert af því við umferðar- stjóm að sjá til þess að umferðin sé snurðulaus? í huga Víkveija er litla atvikið á Miklatorgi fyrir réttri viku til marks um að fleiri þurfa að sýna tillitssemi í umferðinni en ökumenn. XXX VUm það var deilt á sínum tíma í Vestur-Þýskalandi, hvort setja ætti reglur um hámarkshraða bifreiða á hraðbrautunum þar í landi. Þá andmælti Helmut Schmidt, þáverandi kanslari, þess- ari tillögu meðal annars á þeirri forsendu, að með því að spretta úr spori á hraðbrautunum fengju menn útrás og gætu losað sig við „stress". Það er því á fleiri stöðum en hér, sem menn huga að andlegri líðan ökumanna j umræðum um umferð- armál. í Þyskalandi höfnuðu menn hugmyndinni um hámarkshraða. Hér á landi ber alltof mikið á þeirri tilhneigingu hjá þeim, sem fara með stjóm umferðarmála, að setja mönnum skorður, er auka á andlega vanlíðan og „stress". Auðvitað er það ekkert náttúrulögmál, að um- ferðin um Reykjavík sé jafn hæg og leiðinleg og raun ber vitni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.