Morgunblaðið - 08.04.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1987
63
Skákkeppni stofnana
og fyrirtækja:
Búnaðarbank-
inn sigraði
fimmta árið í röð
Frá stofnanakeppninni. Ingi R. Jóhannsson (Löggiltir endurskoðendur hf.) og- Björn Þorsteinsson
(Útvegsbanki íslands) eigast við.
Skák
Margeir Pétursson
Búnaðarbanki Islands sigr-
aði örugglega i Skákkeppni
stofnana og fyrirtækja sem
lauk fyrr í vikunni. Þetta er
fimmta árið í röð sem sveit
Búnaðarbankans fer með sigur
af hólmi í keppninni, en i henni
taka þátt margir af sterkustu
skákmönnum landsins. Engri
sveit tókst að ógna sigurvegur-
unum i ár, hún vann allar sínar
viðureignir nema eina, er hún
gerði 2-2 jafntefli við sveit Iðn-
skólans. Búnaðarbankinn hlaut
alls 22'/2 vinning af 28 mögu-
legum, þremur vinningum á
undan sveit Flugleiða sem varð
i öðru sæti.
Úrslit í A riðli:
1. Búnaðarbanki íslands 22‘/z v.
2. Flugleiðir hf., A sveit 19'/2 v.
3. Háskóli íslands 19 v.
4. Bókaútgáfan Svart á hvítu I8V2
v.
5. Lögmenn Ránargötu 13 I6V2 v.
6-7. Utvegsbanki Islands og Iðn-
skólinn í Reykjavík 16 v.
8. Ríkisspítalarnir A sveit 15V2 v.
9. Landsbanki íslands 15 v.
o.s.frv.
Sigursveitina skipuðu þeir Jó-
hann Hjartarson, Margeir Péturs-
son, Bragi Kristjánsson, Jón
Garðar Viðarsson og Þröstur
Árnason. Flugleiðir náðu nú öðru
sætinu af Ríkisspítölunum sem
hrepptu það í fyrra og hefur þar
líklega munað mestu að Róbert
Harðarson, sem áður tefldi með
spítölunum var ráðinn til Flug-
leiða í fyrra. Hann tefldi á þriðja
borði, en aðrir í sveitinni voru
þeir Karl Þorsteins, Elvar Guð-
mundsson og Arinbjörn Gunnars-
son. Sveit háskólans var nú mun
harðsnúnari en áður, hana skip-
uðu þeir Jóhannes Gísli Jónsson,
Kristján Guðmundsson, Jón Frið-
jónsson og Jón Þ. Þór.
Við því var búist að Svart á
hvítu næði einu af þremur efstu
sætunum því þeir höfðu fengið
öflugan liðsauka þar sem var
Helgi Ólafsson, stórmeistari, og
hinir sveitarmenn engir liðlétting-
ar heldur, þeir Bragi Halldórsson,
Stefán Briem og Jón Torfason.
Úrslit í B flokki:
Þar voru bankamenn einnig
sigursælir, því forystu Reiknistofu
bankanna var aldrei verulega ógn-
að. Þótt Reiknistofan fengi aðeins
tvo og hálfan vinning úr átta
skákum síðasta kvöldið tókst þeim
samt að halda efsta sætinu.
1. Reiknistofa bankanna 19‘/2 v.
2. Bæjarfógetaembættið í
Keflavík I8V2 v.
3. Landakotsspítali 18 v.
4-5. Samtök áhugafólks um
áfengisvandamálið og Grunnskól-
ar Reykjavíkur 17 v.
6. Olíufélagið Esso hf. I6V2 v.
7-8. Álafoss hf. og Ríkisspítalarn-
ir C sveit 15l/2 v.
o.s.frv.
Sigursveit Reiknistofu ban-
kanna skipuðu þau Ómar Jónsson,
Hrafn Loftsson, Jóhannes Gfsla-
son og hin þekkta skákkona Ólöf
Þráinsdóttir.
Fjórða einvígi
Kasparovs og-
Karpovs í haust
Eins og fram hefur komið í
fréttum sigraði Anatoly Karpov,
fyrrum heimsmeistari, landa sinn
Ándrei Sokolov með miklum yfír-
burðum í einvígi þeirra um
áskorunarréttinn á Gary Ka-
sparov næsta haust. Karpov hlaut
7V2 vinning, en Sokolov aðeins
3V2 v. Karpov tapaði engri skák
í einvíginu, en vann fjórar. Sjö
skákum lauk með jafntefli og er
þetta einn allra öruggasti ein-
vígissigur Karpovs. Það er því
ljóst að þótt þeir Karpov og Ka-
sparov hafi teflt samtals 96 skákir
í einvígjum síðustu þijú árin,
verða þeir að bæta 24 skákum í
það safn í haust.
Eftir það einvígi munu þeir hins
vegar eiga náðuga daga, því FIDE
hefur nú enn einu sinni breytt
reglunum um heimsmeistara-
keppnina, þannig að keppt verður
um titilinn á þriggja ára fresti.
Sá þeirra Karpovs og Kasparovs
sem sigrar í haust mun því halda
titlinum í þijú ár. Heimsmeisiar-
inn fær þá loksins að njóta ávaxta
erfiðis síns, en enginn heims-
meistari í skáksögunni hefur þurft
að vetja titil sinn tvö ár í röð eins
og FIDE hefur lagt á Kasparov
nú. Sá möguleiki er því hugsan-
legur að eftir eitt einvígi á ári frá
1984-87 takist Karpov loks að
endurheimta titilinn og haldi hon-
um óáreittur til 1990. Slíkt væri
auðvitað mjög súrt í broti fyrir
Kasparov, sem hefur ekki fyrr
verið búinn að tryggja titilinn en
hann þurft að hefja undirbúning
fyrir nýtt einvígi að ári. Það eitt
að þessi möguleiki skuli vera fyr-
ir hendi hlýtur að gera honum
afar gramt í geði. Það má t.d.
minna á að frá 1975 til 1984
hélt Karpov heimsmeistaratitlin-
um og þurfti aðeins tvívegis að
veija hann, þ.e. jafnoft og Ka-
sparov þarf að gera á tveimur
árum.
Það er alveg öruggt að í ein-
viginu í haust verður barist af
síst minni hörku en í fýrri ein-
vígjum. Karpov sýndi það í ein-
víginu við Sokolov að hann er
ekki af baki dottinn. Yfírburðasig-
ur hans rennir stoðum undir þá
kenningu að þeir Kasparov séu
langsterkustu skákmenn heims,
sem næstu menn eigi enga mögu-
leika gegn, a.m.k. í einvígi. Við
skulum nú líta á elleftu og síðustu
einvígisskákina í Linares. Ör-
væntingarfullir sóknartilburðir
Sokolovs féllu um sjálfa sig strax
snemma í miðtaflinu:
Hvítt: Sokolov
Svart: Karpov
Caro—Kann vörn
I. e4 — c6 2. c4 — d5 3. exdö
— cxd5 4. cxd5 — Rf6 5. Rc3 —
Rxd5 6. Rf3 — Rxc3 7. bxc3 —
g6 8. h4!?
Það var að duga eða drepast
fyrir Sokolov. Hann varð að vinna
þessa skák og veiur því djarft
afbrigði. í skákinni Beljavsky-Tal
á millisvæðamótinu í Moskvu
1982 valdi svartur að svara þess-
ari ósvífnu árás með 8. — h6, en
fékk lakari stöðu eftir 9. d4 —
Bg7 10. Be2 - Rc6 11. 0-0 -
0-0 12. Bf4 - Bg4 13. Hbl.
Karpov er hins vegar alveg
óhræddur við frekari framrás
hvíta h-peðsins.
8. - Bg7 9. h5 - Rc6 10. Hbl
- Dc7 11. Ba3
Upphafíð á mjög vafasamri
áætlun. Biskupinn fer erindisleysu
á þessa skálínu.
II. - Bf5 12. Hb5 - a6 i3. Hc5
- Dd7 14. Db3 - 0-0 15. hxg6
- hxg6 16. Bc4 - Bf6! 17. d4
- b5 18. Bd5 - Ra5 19. Ddl -
Rb7!
Ef hvítur leikur nú 20. Bxb7 —
Dxb7 stendur hann greinilega lak-
ar að vígi. Sokolov reynir því
skiptamunsfórn, en hefur yfírsést
öflugt svar sem hrekur fórnina
gersamlega.
20. Re5?! - Bxe5 21. dxe5 -
Rxc5 22. Dd4
22. Bxc5 — Had8 var vonlaust,
svo Sokolov fómar hrók til að
koma drottningu sinni yfir á h-
línuna. Þangað kemst hún þó
aldrei því svartur á einfalt svar:
22. - Rd3+ 23. Kfl - Da7! 24.
Bxe7
Það var full ástæða til slíkrar
örvæntingar, því eftir 24. Dh4 —
Dxf2+ vinnur svartur endataflið
auðveldlega.
24. — Dxd4 25. cxd4 — Rf4 og
Sokolov gaf skákina og einvígið,
því 26. Bf6 er auðvitað svarað
með 26. — Rh5.