Morgunblaðið - 08.04.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 08.04.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1987 53 Kjaftagangur í Ólafi M. Jóhannessyni eftirBjörn Br. Björnsson ogSigurð Hróarsson í Morgunblaðiru þriðjudaginn 31. mars skrifar Ólafur M. Jóhann- esson greinarstúf um sjónvarpið, sem ekki verður komist hjá að gera athugasemdir við. Hann gerir að umtalsefni þáttinn Geisla, sem undirritaðir hafa um- sjón með. Ólafur kvartar fyrst yfir því að stór hluti af efni þáttarins sé send- ur út beint úr sjónvarpssal, í stað þess að taka hann upp úti í bæ. Síðan segir: „í síðasta Geisla- þætti var þó boðið uppá eitt frumlegt atriði; heimsóknina í bak- húsið við Lindargötu, þar sem Hrafn Gunnlaugsson, yfirmaður innlendrar dagskrárgerðar ríkis- sjónvarpsins og kvikmyndagerðar- maður, er að hanna viðamikla leikmynd fyrir nýjustu kvikmynd sína sem nú er í burðarliðnum. Ræddi Björn við leikmyndahönnuð- inn og búningameistarann, Karl Júlíusson, á vinnustaðnum. Það var mikið að mennirnir fengu að fara útúr húsi með myndavélarnar, en það er ekki sama Jón og séra Jón!“ Þessa klausu er ekki hægt að skilja á annan veg en svo, að hér hafi verið gerð undantekning varð- andi hefðbundna vinnslu Geisla til að hygla „leikmyndahönnuðinum“ Hrafni Gunnlaugssyni (þótt einnig komi fram að Hrafn sé alls ekki hönnuður þeirrar leikmyndar sem Qallað var um!) — og jafnframt „að mennirnir fengu að fara út úr húsi“ vegna þess að í hlut átti „leik- rnyndahönnuðurinn" Hrafn, en ekki einhver annar leikmyndahönnuður (t.d. Karl Júlíusson), og þá væntan- lega með „leyfi“ deildarstjóra „leikmyndahönnuðarins" Hrafns Gunnlaugssonar. Nú er öllum ljóst sem fylgst hafa með skrifum Ólafs um sjónvarpið að hann hefur sérstaka andúð á Hrafni Gunnlaugssyni og notar flest tækifæri (og fleiri til) til að bera hann út. Óg þótt við höfum lítinn áhuga á einkastyijöldum Ólafs, höfum við enn minni áhuga á að vera notaðir þar í fallbyssufóður. Staðreyndir í þessu máli eru: 1. Fyrir hvern Geisla hafa umsjón- armenn einn tökudag sem þeir ráðstafa að vild, og þurfa því ekk- ert leyfi til „að fara úr húsi“. 2. Hrafn Gunnlaugsson hefur aldr- ei í þann tíma sem við höfum haft umsjón með Geisla, gert minnstu tilraun til að hafa áhrif á efnisval eða efnismeðferð okkar. Allar dylgj- ur þar um eru hreinn þvættingur. Um hitt getum við verið sam- mála Ólafi að þáttur eins og Geisli væri að mörgu leyti mun betri ef hægt væri að taka hann upp á vett- vangi atburðanna og skreyta með myndefni af því sem um er fjallað. Ástæður þess að sú leið er ófær, er sú sama og stendur allri dag- skrárgerð í sjónvarpinu fyrir þrifum — fjárskortur. Það óþolandi fjár- svelti sem stofnunin býr við kemur niður á öllum sviðum og ekki síst innlendri dagskrárgerð. Ug eitt smáatriði að lokum. Ólaf- ur segir í greinarstúf sínum: „En lítið er nú um frumsamið efni hjá ríkissjónvatpinu og virðist leikara- stéttin nánast útlæg hjá stofnun- inni.“ Nú vill svo neyðarlega til að eitt atriði í Geisla sl. sunnudag var frumsaminn leikþáttur eftir leikar- ann Þór Tulinius. Höfundar eru umsjónarmenn Geisla. Úr afgreiðslusal Sparisjóðs Svarfdæla. Spansjóður Svarf- dæla tekur í not- kun beinlínuvinnslu Dalvík. UM ÞESSAR mundir er Spari- sjóður Svarfdæla að taka í notkun beinlínuvinnslu við Reiknistofnun bankanna og er þetta fyrsti afgreiðslustaðurinn úti á landi sem tengist stofnun- inni með þessum hætti. Með beinlinuvinnslu bókast færslur samstundis á gjaldkeraborð. Bankastofnanir í Reykjavík hafa haft beinlínuvinnslu í notkun um nokkurn tíma og eru afgreiðslustað- ir úti á landi nú farnir að huga að þessum nýjungum. Fyrstur ríður á vaðið Sparisjóður Svarfdæla en í kjölfar hans munu fylgja Sparisjóð- irnir í Ólafsvík og á Siglufirði. Með þessu skapast aukin þægindi og öryggi fyrir viðskiptavini ásamt því sem öll afgreiðsla verður fljótvirk- ari og öruggari. Þannig geta viðskiptavinir t.d. fengið að vita nær samstundis allar hreyfingar á tékkareikningi sínum svo og upplýs- ingar um önnur viðskipti sín við Sparisjóðinn. Að sögn Friðriks Friðrikssonar, sparisjóðsstjóra, var allur tölvubún- aður sem til beinlínuvinnslunnar þurfti fenginn frá Einari J. Skúla- syni. Sagði hann það samdóma álit bankamanna að sá búnaður hafi reynst vel þar sem hann hafi verið tekinn í notkun og að afgreiðslufólk væri ánægt með þetta fyrirkomu- lag. Fullyrti Friðrik að þetta yrði til aukins hagræðis fyrir viðskipta- vini og kvaðst vona að þeim myndi falla vel í geð. Mikil aukning viðskipta hefur orðið hjá Sparisjóði Svarfdæla síðustu ár og eru nú ráðgerðar veru- legar breytingar á húsnæði sjóðsins. Sparisjóðurinn er til húsa í Ráð- húsinu og þarf að gera endurbætur á afgreiðslusal og vinnuaðstöðu. Fréttaritari Ferdaskrifstofan Ididndi KYNNIR ÍSLENDINGUM •V TUníS Golf og sól. Sláist í för fjölmargra ánægöra Evrópubúa til TÚNIS. Háborg tónlistarinnar og annarra fagurra lista. TyRKBNd Viö kynnum Islendingum nýtt ævintýraland. Á faraldsfæti með FARANDA Ferdaskrifstofan faiandi er fyrir þig. Vesturgötu 5, Reykjavík, S. 17445. ML) ERU KOSNINGAR ERAMUNDAN Ert þú í vafa um hvaða lista þú átt að kjósa? komdu þá við í Söginni Þar eru yfir 40 mismunandi listar í framboði sem endast örugglega lengur en eitt kjörtímabil. Bjóðum einnig sóplista. Við sérsmíðum einrlig lista eftir óskum. KJÓSIÐ GÓLFLISTANN! Höfðatúni 2, Reykjavík. Sími 22184
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.