Morgunblaðið - 08.04.1987, Síða 53

Morgunblaðið - 08.04.1987, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1987 53 Kjaftagangur í Ólafi M. Jóhannessyni eftirBjörn Br. Björnsson ogSigurð Hróarsson í Morgunblaðiru þriðjudaginn 31. mars skrifar Ólafur M. Jóhann- esson greinarstúf um sjónvarpið, sem ekki verður komist hjá að gera athugasemdir við. Hann gerir að umtalsefni þáttinn Geisla, sem undirritaðir hafa um- sjón með. Ólafur kvartar fyrst yfir því að stór hluti af efni þáttarins sé send- ur út beint úr sjónvarpssal, í stað þess að taka hann upp úti í bæ. Síðan segir: „í síðasta Geisla- þætti var þó boðið uppá eitt frumlegt atriði; heimsóknina í bak- húsið við Lindargötu, þar sem Hrafn Gunnlaugsson, yfirmaður innlendrar dagskrárgerðar ríkis- sjónvarpsins og kvikmyndagerðar- maður, er að hanna viðamikla leikmynd fyrir nýjustu kvikmynd sína sem nú er í burðarliðnum. Ræddi Björn við leikmyndahönnuð- inn og búningameistarann, Karl Júlíusson, á vinnustaðnum. Það var mikið að mennirnir fengu að fara útúr húsi með myndavélarnar, en það er ekki sama Jón og séra Jón!“ Þessa klausu er ekki hægt að skilja á annan veg en svo, að hér hafi verið gerð undantekning varð- andi hefðbundna vinnslu Geisla til að hygla „leikmyndahönnuðinum“ Hrafni Gunnlaugssyni (þótt einnig komi fram að Hrafn sé alls ekki hönnuður þeirrar leikmyndar sem Qallað var um!) — og jafnframt „að mennirnir fengu að fara út úr húsi“ vegna þess að í hlut átti „leik- rnyndahönnuðurinn" Hrafn, en ekki einhver annar leikmyndahönnuður (t.d. Karl Júlíusson), og þá væntan- lega með „leyfi“ deildarstjóra „leikmyndahönnuðarins" Hrafns Gunnlaugssonar. Nú er öllum ljóst sem fylgst hafa með skrifum Ólafs um sjónvarpið að hann hefur sérstaka andúð á Hrafni Gunnlaugssyni og notar flest tækifæri (og fleiri til) til að bera hann út. Óg þótt við höfum lítinn áhuga á einkastyijöldum Ólafs, höfum við enn minni áhuga á að vera notaðir þar í fallbyssufóður. Staðreyndir í þessu máli eru: 1. Fyrir hvern Geisla hafa umsjón- armenn einn tökudag sem þeir ráðstafa að vild, og þurfa því ekk- ert leyfi til „að fara úr húsi“. 2. Hrafn Gunnlaugsson hefur aldr- ei í þann tíma sem við höfum haft umsjón með Geisla, gert minnstu tilraun til að hafa áhrif á efnisval eða efnismeðferð okkar. Allar dylgj- ur þar um eru hreinn þvættingur. Um hitt getum við verið sam- mála Ólafi að þáttur eins og Geisli væri að mörgu leyti mun betri ef hægt væri að taka hann upp á vett- vangi atburðanna og skreyta með myndefni af því sem um er fjallað. Ástæður þess að sú leið er ófær, er sú sama og stendur allri dag- skrárgerð í sjónvarpinu fyrir þrifum — fjárskortur. Það óþolandi fjár- svelti sem stofnunin býr við kemur niður á öllum sviðum og ekki síst innlendri dagskrárgerð. Ug eitt smáatriði að lokum. Ólaf- ur segir í greinarstúf sínum: „En lítið er nú um frumsamið efni hjá ríkissjónvatpinu og virðist leikara- stéttin nánast útlæg hjá stofnun- inni.“ Nú vill svo neyðarlega til að eitt atriði í Geisla sl. sunnudag var frumsaminn leikþáttur eftir leikar- ann Þór Tulinius. Höfundar eru umsjónarmenn Geisla. Úr afgreiðslusal Sparisjóðs Svarfdæla. Spansjóður Svarf- dæla tekur í not- kun beinlínuvinnslu Dalvík. UM ÞESSAR mundir er Spari- sjóður Svarfdæla að taka í notkun beinlínuvinnslu við Reiknistofnun bankanna og er þetta fyrsti afgreiðslustaðurinn úti á landi sem tengist stofnun- inni með þessum hætti. Með beinlinuvinnslu bókast færslur samstundis á gjaldkeraborð. Bankastofnanir í Reykjavík hafa haft beinlínuvinnslu í notkun um nokkurn tíma og eru afgreiðslustað- ir úti á landi nú farnir að huga að þessum nýjungum. Fyrstur ríður á vaðið Sparisjóður Svarfdæla en í kjölfar hans munu fylgja Sparisjóð- irnir í Ólafsvík og á Siglufirði. Með þessu skapast aukin þægindi og öryggi fyrir viðskiptavini ásamt því sem öll afgreiðsla verður fljótvirk- ari og öruggari. Þannig geta viðskiptavinir t.d. fengið að vita nær samstundis allar hreyfingar á tékkareikningi sínum svo og upplýs- ingar um önnur viðskipti sín við Sparisjóðinn. Að sögn Friðriks Friðrikssonar, sparisjóðsstjóra, var allur tölvubún- aður sem til beinlínuvinnslunnar þurfti fenginn frá Einari J. Skúla- syni. Sagði hann það samdóma álit bankamanna að sá búnaður hafi reynst vel þar sem hann hafi verið tekinn í notkun og að afgreiðslufólk væri ánægt með þetta fyrirkomu- lag. Fullyrti Friðrik að þetta yrði til aukins hagræðis fyrir viðskipta- vini og kvaðst vona að þeim myndi falla vel í geð. Mikil aukning viðskipta hefur orðið hjá Sparisjóði Svarfdæla síðustu ár og eru nú ráðgerðar veru- legar breytingar á húsnæði sjóðsins. Sparisjóðurinn er til húsa í Ráð- húsinu og þarf að gera endurbætur á afgreiðslusal og vinnuaðstöðu. Fréttaritari Ferdaskrifstofan Ididndi KYNNIR ÍSLENDINGUM •V TUníS Golf og sól. Sláist í för fjölmargra ánægöra Evrópubúa til TÚNIS. Háborg tónlistarinnar og annarra fagurra lista. TyRKBNd Viö kynnum Islendingum nýtt ævintýraland. Á faraldsfæti með FARANDA Ferdaskrifstofan faiandi er fyrir þig. Vesturgötu 5, Reykjavík, S. 17445. ML) ERU KOSNINGAR ERAMUNDAN Ert þú í vafa um hvaða lista þú átt að kjósa? komdu þá við í Söginni Þar eru yfir 40 mismunandi listar í framboði sem endast örugglega lengur en eitt kjörtímabil. Bjóðum einnig sóplista. Við sérsmíðum einrlig lista eftir óskum. KJÓSIÐ GÓLFLISTANN! Höfðatúni 2, Reykjavík. Sími 22184

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.