Morgunblaðið - 09.05.1987, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.05.1987, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAI 1987 Borgarleikhúsið: Sýníng á hjálp artækjum fyr- ir fatlaða í anddyri Borgarleikhússins hef- ur verið opnuð sýning á hjálpar- tækjum fyrir fatlaða og stendur hún til sunnudagsins 10. maí. Þar verða flutt erindi um málefni fatlaðra og boðið upp á skemmt- dagskrá. Við opnun sýningarinnar í gær, flutti Kent Ericsson frá Svíþjóð, erindi um viðhorf samfélagsins til fötlunar og þátttöku fatlaðra í sam- félaginu. Leikhópur frá Sólheimum í Grímsnesi sýndi leikþáttinn: Æv- intýri. I dag flytur Magnús Ólafsson orku- og endurhæfingalæknir erindi um vöðvagigt, ný viðhorf í verkja- meðferð og hefst erindið kl. 11. Sveinn Már Gunnarsson bama- læknir flytur erindi kl. 13, um MBD-böm og Márta Tikkanen rit- höfundur og foreldri MBD-bams segir frá og les upp, kl. 14. Einar Hjörleifsson sálfræðingur, flytur erindi um álag á fjölskyldur fatl- aðra kl. 15. Skemmtidagskrá með tónlist, tískusýningu og dans hefst kl. 16 og kl. 18, er erindi Keith Hump- hreys gestakennara við Kennara háskóla íslands um val foreldra á skóla fyrir fatlað barn sitt. Kvik- myndin „Þeim mun fyrr, því betra" varður sýnd kl. 19. Sigríður Bjömsdóttir myndlistar- þerapisti, flytur fyrirlestur kl. 11 á sunnudagsmorgun um myndlista- Frá sýningu á hjálpartækjum fyrir fatlaða í anddyri Borgarspítalans. Morgunblaðið/Sverrir þerapíu. George Wilson, forstöðu- maður Royal Association for Disability and Rehabilitation í Lon- don flytur erindi kl. 13, um tölvur sem hjálpartæki á sviði atvinnu, menntunar, ferlimála, frístunda og tjáskipta. Þa flytur Sveinn Már VEÐUR I DAGkl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gær: Um 400 km norðaustur af Langanesi er 994 millibara djúp lægð sem þokast austur. Dálítill hæðarhryggur er yfir vestanveröu Grænlandshafi og fer einnig austur. SPÁ: Hæg norðlæg átt á landinu. Léttskýjað verður sunnan lands og vestan en él á norðausturlandi. Hiti á bilinu 1 til 4 stig norðan- lands en 5 til 10 stig syðra. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: SUNNUDAGUR og MÁNUDAGUR: Hæg breytileg átt eða suðvest- an gola víðast hvar á landinu og fremur svalt í veðri, einkum þó vestanlands. Víðast skýjað og sums staðar lítilsháttar rigning. TAKN: Heiðskírt y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * -| 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tíma Akureyri hhl 2 voður alskýjað Reykjavlk 4 skýjaö Bergen 8 skýjaft Helsínki 12 léttskýjað Jan Mayen 2 súld Kaupmannah. 14 léttskýjaft Narssarssuaq 6 skýjaft Nuuk 6 rignlng Osló 12 léttskýjaft Stokkhólmur 12 lóttskýjað Þórshöfn 8 skýjað Algarve 22 léttakýjað Amsterdam 13 lóttskýjað Aþena 18 hálfskýjað Barcelona 18 mistur Berlfn 14 hálfskýjað Chicago 11 helftskfrt Feneyjar 19 léttskýjaft Frankfurt 16 lóttskýjað Hamborg 10 skýjaft Lss Palmas 21 skýjað London 16 léttskýjað LosAngeles 17 þokumóða Lúxemborg 15 heiðskfrt Madrfd 22 léttskýjað Malaga Mallorca 23 vantar léttskýjað Miami 23 þoka Montreal 8 léttskýjað NewYork 11 alskýjað París 17 heiðskfrt Róm 18 hálfskýjað Vín 14 skýjað Washlngton 14 skýjaft Winnipeg 9 léttskýjað Gunnarsson bamalæknir erindi um skipulag hjálpartækjaþjónustu við fatlaða kl. 14. Skemmtidagskrá hefst kl. 15 með leikþætti, leikhóps Sólheima í Grímsnesi: Ævintýri. Þá er dans, tískusýning og tónlist. Erindi og pallborðsumræður um skipulag með tilliti til fötlunar hefst kl. 17. Þar- taka þátt fulltrúar Arkitektafélags íslands og félags íslenskra lands- lagsarkitekta. Kvikmyndin „Þeim mun fyrr, því betra" verður endur- sýnd kl. 19, en sýningunni lýkur kl. 20. Erlendu erindin verða túlkuð á íslensku og túlkað verður á tákn- máli fyrir heymarlausa. Á laugar- dag og sunnudag verður bamagæsla á sýningunni milli kl. 13 og 20. Í myndbandahominu verður sýnt bama efni, kl. 13 og aftur kl. 18. Enginn aðgangseyrir er að sýningunni. Sparisjóður Hafnarfjarðar: Nýr aðstoð- arspari- sjóðsstjóri JÓNAS Reynisson viðskipta- fræðingur, var í gær ráðinn aðstoðarsparisjóðsstjóri og stað- gengill sparisjóðsstjóra, Þórs Gunnarssonar, hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar, en Guðmundur Hauksson lét af störfum spari- sjóðsstjóra 30. apríl sl., er hann var ráðinn bankastjóri Útvegs- banka íslands hf. Jónas Reynisson er 26 ára gam- all. Hann lauk_ stúdentsprófi frá Verslunarskóla íslands vorið 1981, og fjórum ámm síðar lauk hann prófi frá viðskiptadeild Háskóla ís- lands. Að því loknu var hann ráðinn í hagdeild hjá Eimskipafélagi Is- Jónas Reynisson lands hf. og starfaði hann þar í um níu mánuði. í byijun árs 1986 var hann ráðinn forstöðumaður hag- deildar hjá Sparisjóði Hafnarfjarð- ar. Eiginkona Jónasar er Hanna Lára Helgadóttir. Salmonellasýkingin í kjúklingum: Kjúklingar frá viðkom- andi búi ekki á markað Unnið að innköll- un kjúklinga og rannsóknum STARFSMENN heilbrigðiseftir- litsins um allt land og starfsmenn ísfugls unnu að því í gær að taka af markaðnum alla kjúklinga frá bóndanum sem framleiddi kjúkl- ingana sem ollu hastarlegri matareitrun í Búðardal eftir páskana. Kjúklingum úr þeirri slátrun sem sýktu kjúklingarnir komu úr, verður eytt. Aðrir kjúklingar frá viðkomandi fram- leiðanda verða rannsakaðir. Halldór Runólfsson, deildarstjóri hjá Hollustuvemd ríkisins, sagði að ekki færu kjúklingar frá þessum framleiðanda á markað fyrr en nið- urstöður rannsókna úr seinni slátr- unum frá honum lægju fyrir og allt hefði reynst í lagi með vöruna. Hann sagði að þeir kjúklingar sem bóndinn léti slátra þangað til yrðu settir í frysti og rannsakaðir sérs- taklega. Halldór sagði að dýralækn- ar væru búnir að athuga búið og setja sýni þaðan í rannsókn. Hann sagði að húsið hefði verið hreinsað nokkrum sinnum síðan salmonell- akjúklingarnir voru framleiddir og ættu menn því alveg eins von á því að búið væri orðið hreint af þessum sýkli. Alfreð Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri alifuglasláturhússins ísfugls, sagði að héraðsdýralæknir- inn tæki sýni úr kjúklingum í hverri einustu slátrun hjá fyrirtækinu, en þessi salmonellategund hefði aldrei fundist. Bændumir héldu einnig nákvæmar skýrslur um hvem kjúkl- ingahóp í uppeldi og ef eitthvað óeðlilegt væri við heilsufar fuglanna kæmi dýralæknirinn strax til skjal- anna og athugaði málið. Alfreð sagði að af þessu tilefni yrði eftir- lit og hreinlæti í sláturhúsinu enn hert, þó menn teldu að salmonella- sýkingin væri einangruð við þessa slátmn frá þessum eina framleið- anda af mörgum sem leggja inn hjá ísfugli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.