Morgunblaðið - 09.05.1987, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 09.05.1987, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAI 1987 ÚTVARP / SJÓNVARP Spor Aðstandendur fimmtudagsleik- ritsins Spor í sandi voru Benedikt Ámason er leikstýrði, Jón R. Gunnarsson er snaraði texta lett- neska rithöfundarins Lelde Stumbre og svo léku þau Ragnheiður Steind- órsdóttir, Sigurður Skúlason og Rúrik Haraldsson í verkinu og hvað um efnisþráðinn: Leikritið gerist á sjávarströnd þar sem karl og kona sitja á tali í fjörusandinum. Af sam- tali þeirra má ráða að þau hafi einu sinni verið hjón en leiðir þeirra skilið vegna drykkjuskapar mannsins. Hún virðist ekki hafa fundið hamingjuna í nýju hjónabandi þrátt fýrir reglu- semi og efnahagslegt öryggi. Ljóst er að undir niðri bera þau enn hlýjar tilfmningar hvort til annars. ÍGrímsnesinu Tómas endar kvæðið; Ljóð um unga konu frá Súdan á eftirfarandi hendingu: Og meðan kvöldljósin kynjabirtu um kristal og silki hlóðu, og naktir armar og hijúfir hljómar hverfðust í glitrandi móðu, mér dvaldist við hennar dökku fegurð. Samt dáðist ég enn meir að hinu, hve hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu. Sjaldan hefír skáld hnýtt snjallari slaufu á ástþrungið ljóð en þá Tómas slengdi saman Súdan og Grímsnes- inu. Lettneski rithöfundurinn Lelde Stumbre lék sama leik í fímmtudags- leikritinu. Þar leiddi hann saman eins og áður sagði fýrrum elskendur er geta ekki skilið að skiptum þrátt fyrir að karlinn sé á leiðinni í stræt- ið sökum drykkjuskapar en konan dvelji að baki víggirðingar hjóna- bandsins. Hjörtun slá í takt og því ber ég þetta leikverk saman við kvæði Tómasar að hér er raunar lýst sögu sem á jafnt við í Lettlandi og í Grímsnesinu. Sumt fólk er skapað til að elskast en á samt ekki saman í blíðu og stríðu hjónabandsins. Göm- ul og lúin saga kann einhver að segja en það er ekki sama hvemig hún er sögð. Leikurinn Þau Rúrik í hlutverki flækings- karls er rekst á parið í fjörusandin- um, Sigurður Skúlason í hlutverki karlpeningsins og Ragnheiður Stein- þórsdóttir í hlutverki konunnar sögðu söguna hans Lelde Stumbre. Rúrik var einkar hressilegur í hlutverki flækingsins og Sigurður Skúlason lék prýðilega en hvað þá um Ragnheiði Steinþórsdóttur? Fyrrgreint ljóð Tómasar af ungri konu í Súdan hefst á eftirfarandi hendingu: Það er afríkanskt myrkur í æðum hennar, sem órótt og niðandi rennur. Og göldróttur eldur í augum hennar, sem ýmist dvín eða brennur. Þessi lýsing á prýðilega við leik Ragnheiðar Steinþórsdóttur í verki Stumbre. Fleiri orð eru óþörf en Benedikt Ámason leiddi þau Ragn- heiði og Sigurð saman á stefnumótið kringum hljóðnemann á Skúlagö- tunni. Það er gott til þess að vita að fagmenn eiga enn skjól á öldum hins íslenska ljósvaka. Eins þótt þar sé aðeins verið að segja hversdags- lega og margsagða sögu. Granada Síðastliðið fimmtudagskveld var ekki aðeins leikrit á dagskrá rásar 1. Hlín Agnarsdóttir færði okkur síðar um kveldið ögn nær leikskáld- inu frá Granada; Federico Garcia Lorca. Tilefnið var væntanleg sýning Þjóðleikhússins á Yerma og ræddi Hlín við þýðandann Karl Guðmunds- son, leikstjórann Þórhildi Þorleifs- dóttur og Hjálmar H. Ragnarsson er sér um tónlistina. En fyrst rakti Hlín nokkuð feril Garcia Lorca og svo var náttúrulega spiluð þessi magnaða tónlist frá Granada. Fannst mér þá um stund sem ég sæti í Al- hambra. Ólafur M. Jóhannesson Ríkissjónvarpið: Söngvakeppni sj ónvarpsstöð va í Evrópu 1987 ■■M í kvöld kemur 1 Q00 í Ijós hvemig íslenska laginu „Hægt og hljótt“ reiðir af í Söngvakeppninni. Ben útsending frá Brux- elles hefst kl. 19 og mun hún verða þar til keppn- inni er lokið. Keppnin er nú haldin í 32. sinn með þátttöku. 22ja þjóða en Islendingar taka nú þátt öðru sinni með laginu „Hægt og hljótt" eftir Valgeir Guðjónsson sem Halla Margrét Ámadóttir syngur. Kolbrún Hall- dórsdóttir lýsir keppninni sem verður útvarpað samtímis. Kolbrún Halldórsdóttir mun lýsa keppninni í beinni útsendingu. Rás 2: Popp- gátan ■■■■ Poppgátan er á "| A 00 dagskrá Rásar 2 -■- eftir hádegi í dag. Það eru Gunnlaugur Ingvi Sigfússon og Jónatan Garðarsson sem stýra þess- um spuningaþætti um dægurtónlist. Keppendur í þessum þætti eru Björgvin Þórirsson og Bjöm Gunn- laugsson. UTVARP 0 LAUGARDAGUR 9. maí 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur.” Pétur Péturs- son sér um þáttinn. Fréttir eru sagöar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veöurfregnir sagöar kl. 8.15. Að þeim loknum er lesið úr forustu- greinum dagblaðanna en síðan heldur Pétur Péturs- son áfram að kynna morgunlögin. Fréttir á ensku sagöar kl. 8.30. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 í morgunmund. Þáttur fyrir börn í tali og tónum. Umsjón: Heiðdís Norðfjörð. (Frá Akureyri.) 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynn- ir. Tilkynningar. 11.00 Visindaþátturinn. Umsjón: Stefán Jökulsson. 11.40 Næst á dagskrá. Stiklað á stóru í dagskrá útvarps um helgina og næstu viku. Umsjón: Trausti Þór Sverrisson. 12.00 Hér og nú. Fréttir og fréttaþáttur f viku- lokin í umsjá fréttamanna útvarps. 12.45 Veöurfregnir. 12.48 Hér og nú, framhald. 13.00 Tilkynningar. Dagskrá. Tónleikar. 14.00 Sinna. Þáttur um listirog menning- armál. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. 15.00 Tónspegill. Þáttur um tónlist og tón- menntir á líðandi stund. Umsjón: Magnús Einarsson og Ólafur Þórðarson. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið, 17.00 Ljóöatónleikar Peters Schreier 1. ágúst í fyrra á Tónlistarhátíðinni í Lúðvíks- borg. Norman Shetler leikur með á píanó. Ljóðasöngvar eftir Robert Schumann. a. „Liederkreis" op. 24. b. „Ástirskáldsins" op. 48. (Hljóöritun frá útvarpinu í Stuttgart.) 18.00 Islenskt mál. Gunnar Ingólfsson flytur þáttinn. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Kvöldfréttir. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Söngvakeppni sjón- varpsstöðva í Evrópu. Bein útsending frá Bruxelles samtengd útsendingu sjón- varpsins. i SJÓNVARP LAUGARDAGUR 9. maí 16.00 fþróttir Umsjónarmaður: Bjarni Fel- ixson. 17.30 Litli græni karlinn — Lokaþáttur Sögumaður: Tinna Gunn- laugsdóttir. 17.45 Garðrækt 2. Harðgerð sumarblóm Norskur myndaflokkur í tíu þáttum. Þýðandi: Jón O. Edwald. (Nordvision — Norska sjónvarpið.) 18.10 Fréttaágrip á táknmáli 18.15 Fréttir og veður 18.45 Auglýsingarog dagskrá 19.00 Söngvakeppni sjón- varpsstöðva í Evrópu 1987 Bein útsending frá Bruxelles þar sem þessi árlega keppni er haldin í 32. sinn með þátttöku 22 þjóða. Islend- ingar taka nú þátt í keppn- inni öðru sinni með laginu „Hægt og hljótt" eftir Val- geir Guðjónsson sem Halla Margrét Árnadóttir syngur. Kolbrún Halldórsdóttir lýsir keppninni sem verður út- varpaö samtímis. 21.56 Lottó 22.00 Fyrirmyndarfaðir (The Cosby Show) — 16. þáttur. Bandarískur gamanmynda- flokkur með Bill Cosby f titilhlutverki. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. 22.30 Taumleysi (Written on the Wind) Bandarísk bíómvnd frá árinu 1956. Leikstjóri: Douglas Sirk: Aðalhlutverk: Lauren Bacall, Rock Hudson, Ro- bert Stack og Dorothy Malone. Einkaritari giftist vinnuveit- anda sinum sem er olíugreifi og þekktur glaumgosi. Hann er þó ekki eini svarti sauöurinn í fjölskyldunni eins og brúðurin á eftir að kynnast. Þýðandi: Óskar Ingimarsson. 00.15 Dagskrárlok. (í 0 STOD2 LAUGARDAGUR 9. maí § 09.00 Kum, Kum. Teikni- mynd. § 09.25 Jógi björn. Teikni- mynd. § 09.50 Teiknimynd. § 10.15 Teiknimynd. § 10.40 Teiknimynd. § 11.00 Börn lögreglufor- ingjans. Nýr ítalskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þrjú börn takast á við erfið sakamál og lenda í ýmsum ævintýrum. §11.30 Fimmtán ára (Fifteen). I þessum þáttum fara ungl- ingar með öll hlutverk og semja textann jafnóðum. 12.00 Hlé. § 16.00 Ættarveldið (Dyn- asty). Samkomulagið er ekki upp á marga fiska hjá Carring- ton-fjölskyldunni. § 16.46 Myndrokk. § 17.05 Biladella (Auto- mania). I þessum þætti greinir frá ævintýramönnum sem lögðu upp í fyrstu langferö- irnar, oft um vegleysur og yfir torfærur, á þeim frum- stæðu farartækjum sem bílar voru upp úr aldamótun- um. § 17.30 NBA-körfuboltinn. Umsjónarmaður er Heimir Karlsson. 19.00 Kóalabjörninn Snari. Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 20.00 Allt er þegar þrennt er (Three’s A Comp- any). Bandarískur gamanþáttur með John Ritter í aðalhlut- verki. 20.25 Undirheimar Miami (Miami Vice). Bandariskur spennuþáttur með Don Johnson og Mich- ael Thomson í aðalhlutverk- um. §21.15 Bráðum kemur betri tíð (We'll meet again). Þessi breski framhaldsþátt- ur lýsir lífinu í smáþæ á Englandi i seinni heimsstyrj- öldinni. Aöalhlutverk: Susannah York og Michael J. Shannon. §22.15 Nútímasamband (Modern Romance). Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1981. Robert og Mary eiga i ástarsambandi sem stundum hefur verið lýst með oröunum „haltu mér, slepptu mér". Robert er óviss: Er Mary sú eina rétta eða ætti hann kannske að yfirgefa hana og snúa sér að þvi að leita að hinni einu réttu. Aöalhlutverk: Albert Brooks og Kathryn Harrold. Leikstjórn: Albert Brooks. § 23.45 Dreginn á tálar (Betrayed By Innocence). Bandarísk mynd frá 1986. Myndin fjallar um hjón sem vinna bæði mikiö og gefa sér ekki tíma til að hlúa að ástinni í hjónabandinu. Inn í líf þeirra kemur unglings- stúlka sem táldregur eigin- manninn. . Þegar faðir stúlkunnar fréttir af sam- bandi þeirra, ákærir hann manninn fyrir að hafa mök við stúlku undir lögaldri. Aöalhlutverk: Barry Bost- wick, Lee Purcell, Cristen Kauffman. Leikstjórn: Elliot Silverstein. §01.25 Myndrokk. 03.00 Dagskrárlok. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Tónmál. Heinrich Neuhaus; listin aö leika á píanó. Soffía Guð- mundsdóttir flytur fimmta þátt sinn. 23.00 Harmonikuþáttur. Umsjón: Sigurður Alfons- son. 23.30 Danslög. 24.00 Fréttir. 00.05 Miönæturtónleikar. Um- sjón: Jón Örn Marinósson. 01.00 Dagskrárlok. Næturút- varp á samtengdum rásum til morguns. wa LAUGARDAGUR 9. maí 01.00 Næturútvarp. Georg Magnússon stendur vakt- ina. 6.00 I bítið. Rósa Guðný Þór- isdóttir kynnir notalega tónlist í morgunsárið. 9.03 Tíu dropar. Helgi Már Barðason kynnir dægurlög af ýmsu tagi og upp úr kl. 10.00 drekka gestir hans morgunkaffið hlustendum til samlætis. 11.00 Lukkupotturinn. Bjarni Dagur Jónsson sér um þátt- inn. 12.45 Listapopp í umsjá Gunnars Salvarssonar. (Þátturinn verður endurtek- inn aðfaranótt þriðjudags kl. 02.00.) 14.00 Poppgátan. Gunnlaug- ur Ingvi Sigfússon og Jónatan Garðarsson stýra spurningaþætti um dægur- tónlist. Keppendur i 8. þætti: Björgvin Þórisson og 8jörn Gunnlaugsson. (Þátt- urinn verður endurtekinn nk. þriðjudagskvöld kl. 21.00.) 15.00 Við rásmarkið. Þáttur um tónlist, íþróttir og sitt- hvað fleira í umsjá Sigurðar Sverrissonar og íþrótta- fréttamannanna Ingólfs Hannessonar og Samúels Arnar Erlingssonar. 17.00 Savanna, Rió og hin tríóin. Svavar Gests rekur sögu íslenskra söngflokka í tali og tónum. 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Hitaö upp fyrir söngva- keppnina. 18.30 Kvöldfréttir. 18.45 Tilbrigði. Þáttur í umsjá Hönnu G. Siguröardóttur. Þátturinn verður endurtek- inn aðfaranótt miðvikudags kl.02.00). 20.00 Með sínu lagi. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir. 21.00 Á mörkunum. — Sverrir Páll Erlendsson. (Frá Akur eyri.) 22.05 Snúningur. Vignir Sveinsson kynnir gömul og ný dægurlög. 00.05 Næturútvarp. Snorri Már Skúlason stendur vakt- ina til morguns. Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 12.00, 16.00, 19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI 18.00—19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5. Um að gera. Þáttur fyrir unglinga og skólafólk. LAUGARDAGUR 9. maí 08.00—12.00 Valdís Gunnars- dóttir. Valdís leikur tónlist úr ýmsum áttum, lítur á það sem framundan er hér og þar um helgina og tekur á móti gestum. Fréttir kl. 08.00 og 10.00. 12.00—12.10 Fréttir. 12.10— 15.00 Ásgeir Tómas- son á léttum laugardegi. Öll uppáhaldslögin á sínum stað. Fréttir kl. 14.00. 16.00—17.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Jón Gústafsson leikur 40 vinsælustu lög vik- unnar. Fréttir kl. 16.00. 17.00—19.00 Laugardags- popp á Bylgjunni með Þorsteini Ásgeirssyni. Frétt- ir kl. 18. 19.00-21.00 Rósa Guð- bjartsdóttir lítur á atburði síðustu daga, leikur tónlist og spjallar við gesti. Fréttir kl. 19.00. 21.00—23.00 Anna Þorláks- dóttir i laugardagsskapi. Anna trekkir upp fyrir helg- ina. 23.00—04.00 Þorsteinn Ás- geirsson nátthrafn Bylgj- unnar heldur uppi helgar- stuðinu. 04.00—08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Haraldur Gísla- son með tónlist fyrir þá sem fara seint í háttinn og hina sem fara snemma á fætur. ALFA FM 1M,| LAUGARDAGUR 9. maí 13.00 Skref í rétta átt. Stjórn- endur: Magnús Jónsson, Þorvaldur Danielsson og Ragnar Schram. 14.30 Tónlistarþáttur í umsjón Hákonar Muller. 16.00 Á beinni braut. Ungl ingaþáttur. Stjórnendur: Gunnar Ragnarsson og Sæmundur Bjarklind. 17.00 Hlé. 22.00 Vegurinn til lifsins: Stjórnandi: Ragnar Wi- encke. 24.00 Dagskrárlok.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.