Morgunblaðið - 09.05.1987, Síða 12

Morgunblaðið - 09.05.1987, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987 Guðrún Helgadóttir Þorbjörn Broddason Kreppa og hrun ríkisfjölmiðla Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Meðal þess sem vekur athygli í Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 1987, er viðleitni til að kynna lesendum mikilvægan erlendan skáldskap. Ég nefni smásöguna Hassantuminn eftir Margaret Drabble í þýðingu Álfheiðar Kjart- ansdóttur, Tvö ljóð eftir Jorge Luis Borges í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar, Morgunhangs Jacqu- es Préverts í þýðingu Sigurðar Pálssonar og þýðingar Sjónar á ljóð- um eftir Breytan Breytanbach. Innlendur skáldskapur er líka í heftinu, m.a. ljóð eftir Sigurð Páls- son, Gyrði Elíasson, Einar Má Guðmundsson og Nínu Björk Áma- dóttur. Nokkur umræða er líka um mál mála um þessar mundir, fjölmiðl- ana. í þeirri umræðu láta ljós sitt skína Einar Öm Benediktsson, Nicholas Gamham, Stefán Jón Haf- stein og Þorbjöm Broddason. Þorbjöm Broddason lýsir áhyggj- um sínum í greininni Samvitundin og ljósvakinn. Niðurlagsorð greih- arinnar em dæmigerð fyrir kvíða sem að ýmsum sækir. Þorbjöm skrifar: „Eg er nógu mikill íhalds- maður til að kvíða hmni Ríkisút- varpsins og ég er of mikill svartsýnismaður til að treysta því að það sem kæmi í staðinn myndi — í allri fjölbreytni sinni og grósku — fylla upp í skarðið sem Ríkisút- varpið skildi eftir.“ Þorbimi verður tíðrætt um að Ríkisútvarpið hafi hafi lengi lotið ríkisvaldinu, þ.e.a.s. borgaralegum öflum þar sem Sjálfstæðisflokkur- inn hafði forystu. Hann segir að vinstrimenn hafi verið „harðastir stuðningsmenn ríkiseinokunar, þó að ítök þeirra í ríkisvaldinu væm lítil og stundum engin og ítök þeirra í Ríkisútvarpinu í samræmi við það“. Þama gerði Þorbjöm lítið úr hlut vinstrimanna í Ríkisútvarpinu því að þótt sjaldan hafi beinlínis verið rekinn vinstri áróður í útvarp- inu hafa vinstrimenn löngum átt greiðan aðgang að því og haft þar áhrif, bein og óbein. Hins vegar er réttilega vikið að þeirri mótsögn að vinstrimenn í öðmm löngum gengu „fram fyrir skjöldu í baráttunni fyrir afnámi formlegra takmarkana á útvarpi", en hér vom sjálfstæðis- menn í þeirra spomm, einkum þeir sem aðhylltust frjálshyggju. Hér er vissulega á ferðinni enn eitt dæmið um íhaldssemi vinstri manna. Allt bendir nú til þess að frjálsu fjölmiðl- amir muni fremur efla vinstristefnu en draga úr henni. Margt er skarplegt í grein Þor- bjöms Broddasonar, en ekki er tóm til að ræða það allt hér. Ekki verð- ur heldur fjölyrt um þá kenningu Einars Amar Benediktssonar (þótt framleg sé) að „snobb eða forræðis- hyggja yfirstéttar hafí ráðið ríkjum í menningarstefnu Ríkisútvarps- ins“. Að sinni er ekki tækifæri til að ræða það sem Stefán Jón Haf- stein kallar kreppu í ríkisfjölmiðlun og stafar að hans mati af „sam- keppnishemaði auglýsingastöðv- anna og óvild ríkisvaldsins". Allt em þetta aðvömnarorð sem rétt er að gefa gaum eins mikilvægir og ljósvakafjölmiðlamir em. íslenskar aftur- göngur í Svíaríki Þegar litið er í 4. hefti Tímarits Máls og menningar frá liðnu ári kemur í Ijós að hugarfarssaga er þar mjög á dagskrá, samanber greinar eftir Einar Má Jónsson, Loft Guttormsson og Guðmund Hálfdanarson. Meiri athygli vekur þó hve gott og Ijölbreytt sýnishorn íslenskrar ljóðagerðar heftið er. Ég nefni ljóð eftir jafn ólík skáld og Ingibjörgu Haraldsdóttur, Matthías Johannessen, Vilborgu Dagbjarts- dóttur og Braga Ólafsson. Erlendur skáldskapur er líka í þessu hefti, þýðing Baldurs Óskars- sonar á ljóði eftir Federico García Lorca og þýðing Hildigunnar Hjálmarsdóttur á smásögu eftir H.C. Branner. Sérstaka athygli mína vakti kynning Helga Haralds- sonar á þjóðskáldi Tatara, Habdúlla Túkaj. 3. hefti liðins árs er að mestu helgað íslenskum bamabókum og er umQöllunin um þær með ýmsu móti, ekki öll rishá. En í heftinu er að minnsta kosti að flnna um- ræðugmndvöll. Guðrún Helgadóttir kemst að kjama málsins þegar hún svarar spumingu um það hvort hana hafí alltaf langað til að skrifa fyrir böm: „Mér þykir gaman að skrifa fyrir böm, þau em skemmti- legt fólk. En ef ég á að vera alveg heiðarleg gæti það líka verið heig- ulsháttur að velja það form. Eg veit ekki hvort ég hef kjark til að leggja sjálfan mig í að skrifa um heim hinna fullorðnu. Hann er stundum sár.“ Ekki skal því gleymt að Tímarit Máls og menningar gerir sitt til að kynna nýja og óþekkta höfunda. Verk þeirra em æði misjöfn, sum virðast enn á skólablaðastigi, önnur gefa fyrirheit. Tímaritið er opið fyrir skáldskap af ýmsu tagi og hlýtur það að teljast jákvæð og virð- ingarverð ritstjómarstefna. Sú stefna hefur greinilega orðið ofan á að rígbinda ekki efnisval við sjónarmið brautryðjenda hinna rauðu penna. En málsvari vinstri- stefnu er tímaritið enn að mestu leyti. Ritstjóri Tímarits Máls og menn- ingar er Silja Aðalsteinsdóttir. eftír Carl-Otto von Sydow Söngleikurinn Lítil eyja í hafínu, eftir Hans Alfredson, sem byggir á skáldsögu Halldórs Laxness, Atóm- stöðin, var sl. vetur fmmfluttur í Dramatiska teatem í Stokkhólmi og hefur notið hylli áhorfenda allt til þessa. Reglulegur leiklistargagn- rýnandi Upsala Nya Tidning, eins af stærstu og virtustu dagblöðum Svíþjóðar, skrifaði í blaðið um sýn- inguna 3. febrúar. Gagnrýnandinn er mjög vel mennntaður háskóla- kennari á miðjum aldri, dósent í bókmenntasögu. Grein hennar birt- ist undir stórri fyrirsögn sem aðalgrein á bókmennta- og listasíðu blaðsins og hófst þannnig: „í júní 1944 var lýst yfír sjálfstæði íslenska lýðveldisins. Þjóðemiskenndin hafði eflst mjög eftir margra ára yfírráð Dana. En gleðin varaði skamma stund. Aðeins tveimur ámm síðar glataði landið nýunnu sjálfstæði, er Alþingið í október 1946 gekk að kröfum Bandaríkjanna og her- stöðin í Keflavík var byggð." Ég trúði vart eigin augum, þegar ég las þetta bull — á þessum stað og eftir þennan höfund — og beið dag hvem eftir því, að einhver hinna mörgu háskólamenntuðu íslendinga sem búa í Uppsölum brygðist gram- ur við og mótmælti þessu. En þegar enginn þeirra svaraði með athuga- semd fannst mér sem íslandsvini ástæða til að senda sama blaði stutta leiðréttingu, sem birtist 11. febrúar. Ég greindi frá því, að ís- land hefði orðið frjálst og sjálfstætt ríki árið 1918, að með stjómar- skrárbreytingu var íslandi breytt úr konungsríki í lýðveldi árið 1944, að tveimur ámm síðar var Banda- ríkjunum veitt leyfí til að nota flugvöllinn í Keflavík til Ioftferða- flutninga til Þýskalands, að her- stöðin var byggð síðar, en að landið hvorki þá né síðar glataði sjálfstæði sínu. Ég minntist furðu minnar á því, að íslendingamir í Uppsölum skyldu ekki bregðast við gagnrýn- inni í Upsala Nya Tidning, er ég las í Morgunblaðinu 15. apríl, að eng- inn nærri 4000 íslendinga í Svíþjóð að sendiherranum undanteknum hafði andmælt öllum þeim staðlausa þvættingi um fósturland þeirra, sem skall nú eins og brotsjór á ríki Svía. En gremja mín yfír þessari grein hefur aftur á móti síðan snúist í aðra átt, þar sem ég hef nú líka lesið leikhússkrána, sem fylgir sýn- ingunni. Sá lestur veldur því, að ég sé nú flas landa minna um ísland í nokkm öðra ljósi. Skrif þeirra verða ekki afsökuð, en leikhússkrá- Frá sýningunni Lítil eyja í hafinu, sem Kungliga Dramatiska Teat- ern sýndi í Reykjavík fyrir skömmu. „Ég minntist furðu minnar á því, að Islend- ingarnir í Uppsölum skyldu ekki bregðast við g’agnrýninni í Up- sala Nya Tidning, er ég las í Morgunblaðinu 15. apríl, að enginn nærri 4000 íslendinga í Svíþjóð að sendiherran- um undanteknum hafði andmælt öllum þeim staðlausa þvættingi um fósturland þeirra, sem skall nú eins og brotsjór á ríki Svía.“ in skýrir að hluta, hvers vegna menn hafa skrifað eins og þeir gerðu. í leikhússkránni er nánar tiltekið að finna stutta mglaða grein eftir íslending, sem gerir tilraun til að lýsa sögulegu baksviði í skáldsögu Halldórs Laxness. Og þar stendur einmitt það, sem sænskir greinahöf- undar hafa tekið upp og komið áleiðis í skrifum sínum og meira en það: að ísland hafí fyrst losnað undan Dönumm 1944, að ábyrgir íslenskir stjómmálamenn hafí 1946 gengið erinda Bandaríkjanna og selt land sitt, að andstæðingar þess- arar stjómarstefnu hafí misst borgaraleg réttindi sín, að „hinir háu herrar" hafí næstu ár á eftir ítrekað rænt fólk tækifæri að hafa í frammi mótmæli, að íslendingar séu fótumtroðin þjóð, að þeir hafí misst þjóðlegt sjálfstæði sitt og lifí „í ótta við erlendar hersveitir". Höfundur þessarar greinar leik- hússkrárinnar er Inga Bima Jónsdóttir. Hún segir sig muna „skröltið í stjómmálaumræðunni" (frá 1946?) og segir, að hún, fjórtán ára unglingur (athugasemd mín), hafí tekið þátt í óeirðunum við Al- þingishúsið 1949 og hafí einnig svo seint sem 1968 orðið fyrir lögreglu- sparki. Ef ég hef rétt skilið ákæmrit hennar gegn gamla landinu, sem einkennist af sjálfsvorkunn en einn- ig hatursfullri beiskju, þá býr hún nú í sjálfvalinni útlegð í Kaup- mannahöfn, þar sem hún segir landa sína úr hópi heimspekinga og listamanna hafa fyrram „soltið eða dmkkið sig í hel“. Þetta afturgengna bergmál frá órólegri tíma í sögu íslands, sem reyndar aðeins að litlum hluta fjall- ar um baksvið skáldsögunnar Atómstöðin, hefur ónafngreindur ritstjóri leikhússkrárinnar talið við hæfi að gefa út til upplýsingar sænskum áhorfendum. — Og ár- angurinn á sænskum vettvangi birtist í Morgunblaðinu 15. apríl! Það verður fróðlegt að sjá hvaða fræðsluefni til uppbyggingar íslenskum áhorfendum í leikhús- skrá söngleiksins Kungliga Dra- matiska Teatem lét fylgja leiksýningum sínum við gestaleik- inn nýverið í Reykjavík. Höfundur er bóka vörður í Uppsöl- Sýning Einars eftír Matthías Ólafsson Vegna fjölda áskorana verður sýning Einars Ingimundarsonar í samkomuhúsinu Borgarnesi opin 9. og 10. þ.m., laugardag og sunnudag, frá kl. 14—23 báða dagana. 800 manns hafa þegar séð sýninguna. Kunnur umdeildur íslenskur list- málari sem gerði sér ávallt far um að líta inn á sýningar hjá „litla manninum", svo er hann víst nefnd- ur nú á dögum sem minna kann og getur en aðrir, sagði við mig eitt sinn er ég var honum samferða um sýningu hjá slíkum, að hann græddi jafnvel meira á svona mönn- um en hinum sprenglærðu, að ekki sé minnst á blessuð bömin, sem bókstaflega heilluðu sig með inni- Iegum verkum sínum. Besti dómur sem ég hef heyrt um fmmsýningu „litla mannsins" hraut af vömm hans við þetta tæki- færi: Það væri ánægjulegt að skoða þessi verk „hans“ og hann óskaði honum til hamingju. Dáðist að hon- um fyrir kjark „hans“ og þor að stíga þessi skref inná kreddufulla, kaldrifjaða og harðsvíraða baráttu- braut listagyðjunnar, þar sem óargadýr í lfki öfundsjúkra lista- manna og fræðinga lægju í leyni og umsvifalaust rifu sálarlíkamann á hol. Einhvemtíma hefði verið sagt við sig í niðrandi tón að ónefndur vildi heldur eiga mynd eftir Picasso en sig. Það gæti „hann“ haft hugfast að Picasso hefði átt sér fyrirmynd, takmark og ekki var hans dans allt- af á rósum. Að ^efnu tilefni kemur mér þetta í hug núna, því leið mín lá í Borgar- Einar Ingimundarson nes um daginn. Einar Ingimundar- son málarameistari var að opna þar sýningu á verkum sínum. Sjón er sögu ríkari, og þar sem ég stend þama á miðju samkomu- húsgólfínu og virði fyrir mér myndimar hans Einars kemur mér í hug það sem nú er tímabært að athuga (þróun „málara" undanfarin 150 ár). Áður fyrr var bara um einn mál- ara-(titil) að ræða sem var allt í senn,: húsamálari, skrautmálari og ekki síst listmálari, einu nafni: Málari. Nú er lag, að sameina þessar greinar aftur, því Rúllarinn er kom- inn til sögunnar. „Málari" skal það heita og meist- ari þegar hámarkinu er náð. Til hamingju Einar og lifðu heill. Höfundur er málari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.