Morgunblaðið - 09.05.1987, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987
í
Kynningarfull-
trúinn kynnir sig
eftírHalldór
Þorsteinsson
í grein, sem birtist 5. þ.m. í
Morgunblaðinu, sakar kynningar-
fulltrúi Kennarasambands íslands
mig um yfírlæti og bamaskap,
„svartagallsraus" og sleggjudóma
o.s.frv. Ummæli mín um Svisslend-
inginn Jean Piaget virðast fara
mjög fyrir brjóstið á fulltrúanum,
en ég sver ekki við Litla kverið
hans. Við lestur greinarinnar varð
mér brátt ljóst, að þeir, sem eru
ekki sama sinnis og Elín G. Ólafs-
dóttir í skólamáium, virðast flestir
vera sleggjudómarar og „svarta-
gallsrausarar" í hennar augum. í
beinu framhaidi af þessu er rétt að
geta þess, að þessum „rökfasta"
og „yfírlætislausa" fulltrúa þótti
ekki ástæða til að skýra fyrir les-
endum sinum í hveiju sleggjudómar
mínir væru fólgnir, það hefur e.t.v.
vafizt eitthvað fyrir honum. Hann
gaf sér þó umhugsunartíma allgóð-
an, meira en heilan mánuð.
Á einum stað standa þessi orð í
ritsmíð fulltrúans: „Á undanfömum
áratugum hefur þekkingu og
menntun fleygt fram í heiminum
og við höfum sannariega ekki verið
neinir eftirbátar annarra þjóða í
þeim efnum.“ Ef það er rétt, hvem-
ig skýrir fulltrúinn hinn mikla fjölda
nemendaj sem falla á hverju ári í
Háskóla Islands, svo að við höldum
okkur einungis við hann.
Og hér stendur einmitt hnífurinn
í kúnni. Er það ekki ólíkt mannúð-
legra og hagkvæmara að fella þá
fyrr en þangað er komið? Engum
er það til góðs og sízt af öllum
þeim, sem heltast úr lestinni á þessu
stigi eftir að þeir hafa tekið á sig,
sumir hveijir, ýmsar skuldbindingar
og fengið námslán. Og allt kostar
þetta útgjöld bæði einstaklinga og
þjóðar. Þetta mætti fyrirbyggja
með því að setja síuna aftur á sinn
rétta stað, eins og ég reyndar benti
á í fyrri grein minni. Það er aug-
ljóst mál, að ekki eiga allir erindi
í háskóla og með leyfí, hve margir
em brautskráðir þaðan með fyrstu
einkunn? Svari nú fulltrúinn, sem
allt veit.
Rétt er það, að ég kann ekki að
meta kenningar og kerfi Jeans
Piaget (hver veit nema ég skrifí
greinarstúf um Litla kverið hans,
þótt síðar verði)! Ennfremur tel ég
framlag skólarannsóknamannanna
okkar til fræðslumála hafa lítið sem
ekkert gildi, m.a. vegna þess, að
framsetning flestra þeirra manna,
sem starfa á skólaþróunardeild —
(dáfagurt orð það)! menntamála-
ráðuneytisins, er óskýr og ófull-
nægjandi, enda eru rit þeirra flest
á hráu og torskildu stofnanamáli.
Að skaðlausu mættu nokkrar silki-
húfur §úka burt úr þeirri fínu deild.
Enda þótt ég sé engan veginn
ánægður með grunnskólakerfíð er
það rangt, já alrangt, að ég sé að
leitast við að lítiliækka þá kennara,
sem við skólana starfa. Sem betur
fer eigum við ennþá marga mæta
kennara. Það er ekki við þá að sak-
ast heldur kerfíð. Hvað voru
þingmenn okkar að hugsa, þegar
þeir samþykktu þessi óláns grunn-
skólalög? Sagt er, að foreldrum
þyki vænst um þroskaheft böm sín
og er það auðskilið. Ég get ekki
varizt þeirri hugsun, að þeir, sem
samþykktu grunnskólalögin og
stóðu að framkvæmd þeirra svo og
þeim, sem hafa atvinnu af því að
réttlæta þau og veija, sé líkt farið.
Jafnvel þótt fulltrúinn færi full-
yrði að ég hafí ekki fylgzt vel með
þróun menntunar á síðustu árum
hef ég samt sem áður veitt því at-
hygli (af mínum veika mætti að
vísu)! að t.d. málfræðikunnáttu
skólafólks, sem sótt hefur tíma í
skóla mínum, hefur hrakað og það
stórlega á þessum síðustu og verstu
grunnskólatímum.
Ég átti hálfþartinn von á því, að
fulltrúinn myndi halda uppi vömum
fyrir blönduðu bekkina, þeim óláns
almenningi, en svo var þó ekki.
Hvemig getur líka nokkur heilvita
maður réttlætt með góðri samvizku
þá mismunun, sem afburðanemend-
ur mega þola þar?
Ekki eru allir jafn ginkeyptir fyr-
ir grunnskólakerfinu „góða“ eins
og kynningarfulltrúi Kennarasam-
bands íslands. í einum sjónvarps-
þættinum, Já, forsætisráðherra, em
ráðuneytisstjóranum lögð eftirfar-
andi orð í munn, sem hljóða ein-
hvem veginn svona í lauslegri
þýðingu: „Þar lærir maður álíka
mikið og í gmnnskóla (compre-
hensive school), þ.e.a.s. ekki
nokkum skapaðan hlut.“
Á einum stað segir kynningar-
fulltrúinn „klári": „Hans (þ.e.a.s.
mín) eigin skólaganga í MA virðist
Halldór Þorsteinsson
„Og hér stendur einmitt
hnífurinn í kúnni. Er
það ekki ólíkt mannúð-
legra og hagkvæmara
að fella þá fyrr en
þangað er komið? Eng-
um er það til góðs og
sízt af öllu þeim, sem
heltast úr lestinni á
þessu stigi eftir að þeir
hafa tekið á sig, sumir
hverjir, ýmsar skuld-
bindingar og fengið
námslán.“
í hans augum vera hin eina sanna
menntun." Athugum nú þetta ögn
nánar. Það var ekki ég, sem var
að lýsa skólagöngu minni, heldur
skólabróðir minn sinni. Þetta vom
hans orð ekki mín. Þetta var hans
álit, hans mat og samanburður, en
ekki minn dómur eins og fulltrúinn
segir. En hvað kemur honum til að
staðhæfa slíkt? Annaðhvort er hann
ekki vel læs eða hann skilur ekki,
það sem hann les eða vill öllu held-
ur ekki skilja það eða þá að hann
er hreinlega óheiðarlegur í mál-
flutningi.
Mér er með öllu óskiljanlegt,
hvers vegna fulltrúinn einblínir
svona á Menntaskólann á Akureyri
og þá einu sönnu menntun, sem þar
var að fínna, eins og hann orðar
það. Ég veit ekki betur, en ég hafí
minnzt á Kalifomíu-háskóla og gaf
ég honum og reyndar fleiri banda-
rískum háskólum þann vitnisburð,
að þeir væm í tölu allra beztu há-
skóla í heimi. Fulltrúanum til
fróðleiks má svo bæta því við, að
greinarhöfundur lagði stund á
frönsku og franskar bókmenntir í
Parísar-háskóla, Sorbonne, um
tveggja ára skeið, auk þess hefur
hann tvívegis sótt námskeið í Út-
lendingaháskólanum I Pemgia á
Ítalíu, í seinna skiptið sem styrk-
þegi ítalska utanríkismálaráðuneyt-
isins, og að lokum sakar ekki að
geta þess, að hann hefur leitazt við
að endurmennta sig eftir beztu getu
m.a. í Estudio Intemacional Sam-
pere I Madrid, einum fremsta
málaskóla þar í landi. Hér væri ef
til vill ekki úr vegi að skýra frá
því, að Málaskóli Halldórs hefur átt
náið samstarf við málaskóla I öðmm
löndum, eins og t.d. Englandi,
Þýzkalandi, Frakklandi, Spáni, ít-
alíu og Bandaríkjunum. Við emm
semm sagt ýmsum nýjum hnútum
kunnugir er málakennslu varða.
Vonandi fylgist fulltrúinn eins vel
með og við.
Elfn G. Ólafsdóttir telur að það
hefði verið hollt fyrir Sigrúnu Stef-
ánsdóttur að hugsa áður en hún
talaði. Ég er aftur á móti á þvf, að
það hefði ekki verið síður hollt fyr-
ir kynningarfulltrúann að kynna sér
hlutina ögn betur áður en hann
skrifaði.
Höfundur er forstöðumaður MÁIs-
akóla Halldórs.
SAMEIGINLEGUR FUNDUR
frambjóðenda og stuðningsmanna
BORGARA
FLOKKSINS
verður haldinn í
veitingahúsinu Glæsibæ
í dag, laugardag 9. maí
Húsið opnar klukkan 10.00
Fonxilegur fundur hefst klukkan 14.00
Fjölmennum
BORGARA
nOKKORÍ
-ttokkur með framtíð
Brúnt á hvítu
Kvikmyndir
Saebjörn Valdimarsson
Laugarásbió:
Litaður laganemi — Soul Man
☆ ☆
Leikstjóri Steve Miner.
Framleiðandi Steve Tisch.
Handrit Carol Black. Kvik-
myndatökustjóri Jeffrey Jur.
Klipping David Finfer. Tónlist
David Anderle. Aðalleikendur
C. Thomas Howell, Rae Dawn
Chong, Arye Gross, James Earl
Jones, Melora Hardin, Leslie
Nielsen. Bandarísk. New World
Pictures/Balcor Films 1986.
Ca. 95 min.
Það er fyrst til að taka að
hugmyndin að baki Lituðum
laganema er með ólíkindum of
vitlaus til hún fáist staðist en á
hitt ber að líta að myndin er farsi
í aðra röndina, en aðal hans er
að sjálfsögðu að gefa raunveru-
leikanum langt nef.
Auðmannssonurinn C. Thomas
Howell sér framtíðaráhorf sín
hrynja þegar faðir hans tilkynnir
honum einn góðan veðurdag að
hann hafi ekki í hyggju að styrkja
hann til laganáms við Harvard;
hann sé búinn að púkka undir
rassinn á honum og nú sé kominn
tími til að stráksi sjái um sig sjálf-
ur. Eina úrræðið sem ofdekrað
unglingstötrið finnur er að ráðast
á garðinn þar sem hann er lægst-
ur, sækja um styrk sem ætlaður
er þeldökkum laganema frá Los
Angeles. Vinurinn fer að bryðja
sólbrúnkupillur og innan skamms
orðinn létt-svartur og fær styrk-
inn. (Fyrir þeirra tilstuðlan
sprönguðu menn alsælir um götur
með gulrótarlit hér um árið, ef
minnið bregst mér ekki.)
En gamanið fer að kárna strax
og til Harvard kemur. Þetta er
erfítt hlutverk og ekki bætir úr
skák að Howell verður ástfanginn
af stúlkunni sem með réttu lagi
hefði átt að hljóta styrkinn, en
stritar nú fyrir náminu yfír soð-
kötlunum...
í aðra röndina farsi, gat ég um
áðan, þau stílbrot eru megingalli
L.I. Það eru í henni prýðilegustu
farsakaflar, svo sem þegar for-
eldrar Howells koma í heimsókn
í skólagarðana og allt fer úr
skorðum. En svo tekur þessi
brokkgenga mynd upp á þvi þegar
minnst varir að taka sig alvarlega
og þá fer í verra.
En þrátt fyrir þessa ágalla, og
yfír höfuð frekar ósmekklegan
söguþráð, er lfka ágæta spretti
að fínna þegar sprellið ræður
ríkjum. „Vamarræða" Gross er
t.d. bráðfyndin, sömuleiðis fyrr-
nefnd foreldraheimsókn, þó að þar
blasi við sem viðar hversu efnivið-
urinn er laklega unninn.
En leikaramir standa flestir
fyrir sínu. Howell er einn sá við-
kunnanlegasti í hópi yngri leikar-
anna vestra og Ayre Gross kemiir
hressilega á óvart í hlutverki besta
vinarins. Gamla brýnið hann Ja-
mes Earl Jones er aðsópsmikill
að venju, en sem fyrr óskar mað-
ur þessum snjalla leikara betri
hlutverka. Hann á annað og betra
skilið en að vera minnst fyrst og
fremst sem raddar Darth Vader.
Litaður laganemi, þó reikul
sé í rásinni, er þó vissulega heljar-
stökk fyrir Miner fram á við, því
fyrri afrek hans á kvikmyndasvið-
inu em heldur óburðug. Maðurinn
er nefnilega ábyrgur fyrir flestum
— og verstu — myndunum um
föstudaginn 13.